09 okt ÞJÓNUSTUGÁTT VEGNA RAFRÆNNA BYGGINGARLEYFA TEKIN Í NOTKUN
Í tilefni af opnun þjónustugáttar á heimasíðu embættis
Umhverfis-og tæknisviðs Uppsveita bs. www.utu.is verður
haldinn kynningarfundur í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi
miðvikudaginn 16. október kl. 17:00.
Með tilkomu þjónustugáttar geta umsækjendur nú sótt um
byggingarleyfi rafrænt með því að skrá sig inn með rafrænum
skilríkjum/Íslykli. Einungis verður tekið við rafrænum
umsóknum frá og með 1. nóvember 2019.
Embættið þjónustar Ásahrepp, Flóahrepp, Grímsnes- og
Grafningshrepp, Bláskógabyggð, Skeiða-og Gnúpverjahrepp
og Hrunamannahrepp.
Allir sem áforma aðkomu að byggingarframkvæmdum eru
hvattir til að mæta. Allir velkomnir.
Byggingarfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.,
Davíð Sigurðsson