28 maí Stöðuleyfi
Stjórn UTU hefur gefið út samþykkt um stöðuleyfi sem staðfest hefur verið af öllum aðildarsveitarfélögum byggðasamlagsins. Samþykktinni er ætlað að gefa skýrar leiðbeiningar um hvenær sótt skuli um stöðuleyfi og eftir hvaða verkreglum starfsmönnum UTU er ætlað að vinna. Áréttað er í samþykktunum að sækja þurfi m.a. um stöðuleyfi fyrir gámum, frístundahúsum í smíðum sem ætluð eru til flutnings, bátum sem geymdir eru tímabundið á landi og torgsöluhúsum og/eða stórum samkomutjöldum sem sett eru upp til skamms tíma í tengslum við einstaka viðburði. Þá er í samþykktunum farið yfir hvaða heimildir byggingarfulltrúi hefur til að bregðast við lausafjármunum sem ekki hefur verið veitt stöðuleyfi fyrir.
Stöðuleyfi má lögum samkvæmt veita til 12 mánaða að hámarki nema ákvæði skipulagsins á því svæði sem um ræðir mæli fyrir um annað.
Hægt er að sækja um stöðuleyfi innan aðildarsveitarfélaga UTU á Þjónustugátt UTU þar sem umsækjandi þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Samkvæmt núgildandi gjaldskrá UTU kostar útgáfa stöðuleyfis 18.580 kr. óháð lengd stöðuleyfisins.
Samþykkt Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. um útgáfu stöðuleyfa