Nýr starfsmaður

Nanna Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf skrifstofustjóra Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. Hún tók við starfinu 1. mars sl. en starfið var auglýst í síðari hluta október í samstarfi við Hagvang.

Nanna er með BA í opinberri stjórnsýslu, APME í verkefnastjórnun og alþjóðlega IPMA vottun sem verkefnisstjóri.

Nanna  á að baki fjölbreytta starfsreynslu úr einkageiranum og hjá hinu opinbera og hefur þekkingu og reynslu á stjórnsýslu og fjármálum sveitarfélaga. Samhliða námi og fyrri störfum hefur Nanna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum auk þess sem hún hefur sinnt eigin rekstri.

 

Um leið og við bjóðum Nönnu velkomna til starfa hjá UTU þökkum við Jóhannesi fyrir vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar í nýju starfi.