08 mar Ný gjaldskrá byggingarfulltrúa
Ný gjaldskrá Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. vegna útgáfu byggingarheimilda, byggingarleyfa og þjónustu byggingarfulltrúa hefur tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 07. mars 2022.
Breyting á byggingarreglugerð 112/2012, sem gerð var undir lok árs 2021, kallaði á nokkrar breytingar á gildandi gjaldskrá. Helstu breytingarnar á reglugerðinni snerust um umfangsflokkun mannvirkja og nýyrðið byggingarheimild var kynnt til sögunnar. Byggingarfulltrúi skal skv. núgildandi byggingarreglugerð gefa út byggingarheimild á mannvirki í umfangsflokki 1 – en byggingarleyfi á umfangsflokka 2 og 3. Mannvirki sem falla undir umfangsflokk 1 gera heldur minni kröfur til byggingarfulltrúa en umfangsflokkar 2 og 3. Ný gjaldskrá er því til lækkunar frá því sem áður var á þeim mannvirkjum sem falla undir umfangsflokk 1.