04 jan Gjaldskrár uppfærðar
Gjaldskrár Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. hafa verið uppfærðar en þeim skal breyta þann 1. janúar ár hvert miðað við launavísitölu. Grunnvísitala gjaldskránna miðast við launavísitölu í janúar 2021 (778,6 stig) og uppfærðar gjaldskrár miðast við launavísitölu í nóvember 2021 (805,9 stig) þannig að gjaldskrár embættisins hækka um 3,51% milli ára. Gjaldskrárnar gilda fyrir almanaksárið allt.
Innheimt er skv. gjaldskránum eftir því hvenær viðkomandi mál er tekið fyrir á fundi til afgreiðslu en ekki eftir því hvenær umsóknir bárust. Þannig verða umsóknir sem bárust fyrir áramót og afgreiddar verða á fundum nú í janúar innheimtar skv. uppfærðri gjaldskrá.
Sjá má uppfærðar gjaldskrár með því að smella hér.