Aðalskipulag

Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands innan hvers sveitarfélags. Í aðalskipulagi er sett fram stefna og ákvarðanir sveitarstjórnar um framtíðarnotkun lands, umhverfismál og fyrirkomulag byggðar, s.s. hvað varðar byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi. Þannig er stefnan sett fram í aðalskipulagi en útfærð nánar í deiliskipulagi fyrir einstök hverfi eða reiti.

Sveitarstjórn ber ábyrgð á gerð aðalskipulags sveitarfélagsins en skipulagsnefnd viðkomandi sveitarfélags hefur umsjón með gerð þess í umboði sveitarstjórnar.

Í ferlinu að gerð aðalskipulags er lýsing á fyrirhuguðu aðalskipulagi kynnt opinberlega og almenningi gefinn kostur á að koma ábendingum á framfæri. Samhliða er leitað umsagnar hjá Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum. Stefnumörkun sú sem sett er fram í aðalskipulagi skal miðast við að lágmarki 12 ár en í upphafi hvers kjörtímabils skal sveitarstjórn taka afstöðu til þess hvort endurskoða skuli gildandi aðalskipulag. Aðalskipulag tekur síðan gildi þegar það hefur verið samþykkt í sveitarstjórn og staðfest af Skipulagsstofnun.

Allt að helmingur kostnaðar við gerð aðalskipulags greiðist úr Skipulagssjóði en að öðru leyti ber viðkomandi sveitarfélag kostnað við gerð aðalskipulagsins.

Yfirlit yfir ferli aðalskipulags

Öll sveitarfélögin innan Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. hafa gild aðalskipulög.

Aðalskipulag hvers sveitarfélags má nálgast hér:

https://www.map.is/skipulag/