Breytingar á lóðum

Stofnun lóða er mannanna verk og eðlilega geta komið upp aðstæður sem kalla á einhverjar breytingar á þegar stofnuðum lóðum eftir því sem tíminn líður. Sem dæmi um slíkar breytingar má nefna breytingu á afmörkun lóðarinnar, breytingu á stærð hennar eða breytingu á heiti lóðarinnar. Þá geta komið upp aðstæður sem kalla á sameiningu tveggja eða fleiri lóða.

Til að slíkar breytingar öðlist lögformlegt gildi þurfa þær að fara í gegnum ákveðna verkferla og framkvæmd og sér Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. (UTU) um slíkt fyrir hönd aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins.

Sækja skal um breytingar á skráningu lóðar í gegnum rafræna Þjónustugátt UTU – > Umsóknir > 07 Skipulags- og lóðamál > Umsókn um breytingu á skráningu lóðar. Innskráning á Þjónustugáttina krefst rafrænna skilríkja eða Íslykils.

  • Í viðhengi með rafrænu umsókninni (Uppdrættir/teikningar) skal setja hnitsett lóðablað sem sýnir nýja afmörkun lóðarinnar og/eða breytingar á stærð hennar eftir atvikum.
  • Í viðhengi með rafrænu umsókninni (Greinargerð) skal setja yfirlýsingu eða greinargerð þar sem fyrirhuguð breyting er sett fram í orðum.
  • Í viðhengi með rafrænu umsókninni (Samþykki/umboð meðeiganda) skal setja samþykki/umboð meðeiganda lóðarinnar ef það á við.

 

Síða uppfærð: 28.06.2021