Skipulagsnefndarfundur nr. 300. dags. 9. apríl 2025

 

Fundargerð skipulagsnefndar UTU fundur skipulagsnefndar UTU haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 9. apríl 2025 og hófst hann kl. 15:00 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá: 

 

1.  

     Ásahreppur:

Kálfholt K 3a L219274; Þjóðholt; Breytt heiti lóðar; – 2503101

Lögð er fram umsókn er varðar nýjan staðvísi fyrir L219274. Óskað er eftir að Kálfholt K 3a fái nafnið Þjóðholt. Fyrir liggur rökstuðningur eiganda um hvaðan nafnið er fengið.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að ekki verði gerðar athugasemdir við framlagða umsókn um breyttan staðvísi.
2.   Sauðholt 2 lóð L220917, Sauðholt 2B L231134; Sameining lóða; Deiliskipulag – 2411032
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóða Sauðholts 2 lóð L220917 og Sauðholts 2B L231134 eftir auglýsingu. Í gildi er deiliskipulag sem tekur til lands L220917. Við gildistöku tillögunnar fellur núverandi skipulag svæðisins úr gildi. Í breytingunni felst sameining þessara tveggja lóða í eina auk skilgreiningar á byggingarreitum og byggingarheimildum. Athugasemdir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt andsvörum.
Innan framlagðra athugasemda sem bárust frá landeiganda aðliggjandi lands L193000 er tiltekið að með deiliskipulaginu sé lokað fyrir það að gömul aðkoma að landinu sé nýtt sem fer um viðkomandi lóðir sem skipulagið tekur til. Samkvæmt andsvörum landeiganda er sú aðkoma hvorki gömul né með hennar heimild. Hins vegar er vegur að landinu sem er utan þessa deiliskipulags sem farið hefur verið yfir Steinslæk á vaði en er einnig aðgengilegur frá núverandi vegi að íbúðarhúsi jarðarinnar Sauðholts 2 L193421. Eigandi Sauðholts 2 notar veginn að hluta til sjálf þar sem við hann er skilgreint efnistökusvæði E2. Að mati nefndarinnar er því skilmálum er varðar aðgengi að landi L193000 fullnægt þar sem aðkoma er sannarlega um Sauðholt 2 um fyrrgreindan vegslóða. Nefndin telur ekki ástæðu til að tefja framgöngu framlagðs deiliskipulags á grundvelli þeirra athugasemda sem bárust, nánari eða önnur útfærsla á aðkomu að Sauðholti land L193000 þarf í öllum tilfellum að vera unnin í samráði við hlutaðeigandi landeiganda Sauðholts 2 sem hefur á þessu stigi málsins ekki áhuga á að skilgreina nýja aðkomu um jörðina. Skipulagsnefnd UTU mælist því til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og í bókun þessari. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.   Sauðholt 2 L193421; Skilgreining tveggja frístundalóða, Slot og Hof; Deiliskipulag – 2412067
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Sauðholts 2 L193421 í Ásahreppi eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining tveggja frístundalóða í landi Sauðholts 2. Á hvorri lóð er heimilt að byggja sumarhús, gestahús og geymslu/áhaldahús. Aðkoma að lóðunum er um nýjan slóða af heimreið að Sauðholti 2. Gert er ráð fyrir að lóðirnar fái staðvísana Slot og Hof. Athugasemdir bárust við auglýsingu tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt andsvörum málsaðila.
Framlagðar athugasemdir sem taka til málsins virðast að mestu snúa að deiliskipulagsáætlun er varðar Sauðholt 2 lóð L2200917. Nefndin bendir á að sú lóð er nú þegar til og í gildi er deiliskipulag sem tekur til svæðisins. Byggingarreitir eru skilgreindir í 50 metra fjarlægð frá Steinslæk og þótt svo að lóðarmörk nái niður að Steinslæk er óheimilt samkvæmt 26. gr. laga um náttúruvernd að að setja niður girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi. Að mati nefndarinnar er því ekki ástæða til að bregðast sérstaklega við þeim athugasemdum. Að öðru leyti hefur verið brugðist við athugasemdum innan greinargerðar tillögunnar að mati skipulagsnefndar. Mælist nefndin því til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bláskógabyggð:
 4.   Íshellir á Langjökli; Manngerður hellir; Deiliskipulag – 2311073
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til manngerðs íshellis á Langjökli, eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Deiliskipulagið nær yfir um 5 ha svæði þar sem afmörkuð verður lóð, byggingarreitur og aðkoma að svæðinu auk skilmála. Samhliða hefur verið auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á afþreyingar- og ferðamannasvæði á jöklinum. Athugasemdir bárust við gildistöku málsins af hálfu Skipulagsstofnunar og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum gögnum og umsögn Forsætisráðuneytisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að afgreiðslu málsins eftir auglýsingu verði frestað og að athugasemdir sem bárust af hálfu Forsætisráðuneytisins verði teknar til nánari skoðunar.
5.   Miðfell L170160; Úr landbúnaðarsvæði í skógræktar- og landgræðslusvæði; Fyrirspurn – 2503094
Lögð er fram fyrirspurn er varðar jörðina Miðfell L170160 í Bláskógabyggð. Í fyrispurninni felst hvort hægt sé að breyta landinu, sem flokkað er sem landbúnaðarsvæði og ræktað svæði í aðalskipulagi, í skógræktar- og landgræðslusvæði.
Skipulagsnefnd vísar framlagðri fyrirspurn áfram til umræðu í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.
6.   Lyngbraut 5 L190167; Sameining lóða og breyttur byggingarreitur; Deiliskipulagsbreyting – 2503090
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Lyngbrautar 4B og 5 í Reykholti, Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að lóðirnar eru sameinaðar í eina og byggingarreitur stækkaður. Lóðin heldur staðfanginu Lyngbraut 5 L190167. Skilmálar verða áfram þeir sömu og eru fyrir Lyngbraut 5 þ.e. heimilt er að byggja íbúðarhús á 1-2 hæðum, bílskúr, starfsmannahús, skemmu og gróðurhús. Almennt nýtingarhlutfall er 0,5 en getur verið allt að 0,85 ef um er að ræða byggingu stórra gróðurhúsa.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
7.   Mosaskyggnir 2 (L187467); byggingarheimild; sumarhús – 2501003
Móttekin var umsókn þann 20.12.2024 um byggingarheimild fyrir 137,3 fm sumarhús á sumarbústaðalandinu Mosaskyggnir 2 L187467 í Bláskógabyggð. Um er að ræða 10.000 fm lóð sem skilgreind er innan deiliskipulags frístundasvæðis að Úthlíð. Innan umsóknar er gert ráð fyrir annarri aðkomu að lóðinni en skilgreint er á deiliskipulagi svæðisins.
Af loftmynd af svæðinu að dæma er núverandi aðkoma að landinu þar sem hún er skilgreind á framlögðum aðaluppdráttum. Af hæðarlínum að dæma er aðkoma að landinu þar sem hún er skilgreind á deiliskipulagi fremur torsótt. Auk þess bendir nefndin á að staðfang lóðarinnar bendir til þess að aðkoma að henni eigi að vera frá götunni Mosaskyggnir en ekki Skarðsvegi. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Málið verði grenndarkynnt lóðarhafa Mosaskyggnis 3. Mælist nefndin jafnframt til þess að við breytingu á deiliskipulagi svæðisins til framtíðar verði horft til þess að lagfæra skilgreiningu viðkomandi aðkomu.
8.   Haukadalur (L167312); byggingarheimild; bálskýli – 2503104
Móttekin var umsókn þann 31.03.2025 um byggingarheimild fyrir 55,4 m2 bálskýli á viðskipta- og þjónustulóðinni Haukadalur L167312 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
9.   Klettsholt 5 (L189533); byggingarheimild; sumarhús – 2504002
Móttekin var umsókn þann 01.04.2025 um byggingarheimild fyrir 153,6 fm sumarhús á sumarbústaðalandinu Klettsholt 5 L189533 í Bláskógabyggð.
Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Bláskógabyggðar skal nýtingarhlutfall frístundalóða ekki fara umfram 0,03. Samkvæmt skilgreiningu skipulagsreglugerðar á nýtingarhlutfalli og brúttóflatarmálið á það við um lokunarflokka A og B. Framlagði uppdrættir fara umfram heimilað hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar og mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að framlögðu erindi verði synjað í framlagðri mynd.
Skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að taka umræðu um skilgreint nýtingarhlutfall frístundalóða innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Vísar nefndin þar til breytingar sem nú er í auglýsingu í Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem heimilað nýtingarhlutfall er hækkað til að koma til móts við kröfur og væntingar nútímans um stærðir frístundahúsa.
10.   Miðdalur (L167644); byggingarheimild; baðhús og íbúð – breyting á innra skipulagi – 2504012
Móttekin var umsókn þann 01.04.2025 um byggingarheimild fyrir 56,2 fm baðhús og breyta innra skipulagi á íbúðarhúsi mhl 03 og byggja svalir í Miðdal L167644 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
11.   Útey 1 L167647; 2 skipulagsáætlanir sameinaðar; Deiliskipulag – 2405119
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar í landi Úteyjar 1 eftir auglýsingu. Fyrir eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem taka til svæðisins. Við gildistöku nýs skipulags er gert ráð fyrir að eldri tillögur falli úr gildi. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum umsækjanda, uppfærðum gögnum og andsvörum málsaðila og lóðarhafa innan svæðisins.
Skipulagsnefnd telur að málið hafi fengið eðlilegan lögbundinn feril hingað til er varðar kynningar og auglýsingar þess í samræmi við kröfur skipulagslaga og reglugerðar. Lóðarhöfum og sumarhúsafélagi svæðisins hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um efni og form skipulagsins á öllum stigum málsins, eins og framlagðar umsagnir og athugasemdir gefa til kynna. Nefndin bendir á að í gildi eru tvær deiliskipulagsáætlanir á svæðinu sem hið nýja deiliskipulag tekur til. Deiliskipulagið tekur til svæðisins í heild þar sem byggingarreitir og byggingarheimildir eru skilgreindar með ítarlegri hætti en þó í samræmi við heimildir eldra deiliskipulags. Ekki er um deiliskipulagsbreytingu að ræða heldur nýtt deiliskipulag sem tekur til svæðisins í heild sinni. Að mati nefndarinnar er ekki forsvaranlegt að hluti núverandi lóðarhafa innan frístundasvæðisins geti takmarkað notkun núverandi eigenda jarðarinnar í takt við landnotkun svæðisins samkvæmt gildandi aðalskipulagi. Líkt og fram hefur komið í fyrri afgreiðslum málsins telur nefndin skynsamlegt að nýta núverandi innviði sumarhúsasvæðisins til áframhaldandi uppbyggingar innan þess í takt við vilja landeigenda. Leitað var sjálfstæðs álits Lögmanna Suðurlands er varðar fullyrðingar um kvaðir sem fram koma innan athugasemda m.t.t. þess að ekki verði byggt á tilteknu svæði gagnvart ákveðnum lóðum. Er það mat lagt fram við afgreiðslu málsins. Samkvæmt því er texti í afsölum í eðli sínu ekki kvöð á viðkomandi lóðum eða á jörðinni sjálfri. Hafi yfirlýsingum verið ætlað að hvíla sem kvöð á lóðunum og jörðinni hefði þurft að þinglýsa þeim sem slíkum, með skýrum hætti. Það er því mat nefndarinnar að ekki séu til staðar kvaðir sem takmarka frekari uppbyggingu á svæðinu í takt við heimildir aðalskipulags. Skilgreining lóðar 34B og byggingarreitar innan hennar ásamt kvöð um aðkomu að henni í gegnum lóð 34 er unnin í samráði við lóðarhafa lóðar 34 líkt og fram kemur í framlögðum tölvupósti lóðarhafa. Að mati nefndarinnar er því ekki ástæða til að bregðast við athugasemdum er varðar fyrrgreinda lóð. Að sama skapi telur nefndin ljóst að landeiganda sé heimilt að nýta vegi innan frístundasvæðisins, enda hafi hann rétt til þess sem eigandi lóða sem ætlunin er að stofna á grundvelli skipulagsins. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að óhindraður hringakstur geti verið á milli svæða og að allir hlutaðeigandi lóðarhafar svæðisins hafi jafnan aðgang að báðum innkeyrslum inn að svæði F32 við Eyjaveg. Jafnframt bendir nefndin á að með fjölgun lóða innan svæðisins bætast við íbúar sem greiða í sameiginlega sjóði sumarhúsafélags svæðisins sem m.a. er ætlað að viðhalda vegum innan þess öllum lóðarhöfum til hagsbóta. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Flóahreppur:
 12.   Hrafnsholt L203508; Uppskipting lands; Deiliskipulagsbreyting – 2503089
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Hrafnsholts L203508 í Flóahreppi. Í breytingunni felst að landinu er skipt í tvennt og byggingarreitur skilgreindur á minni lóðinni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
13.   Hjálmholt L166235; Hjálmholt 3; Stofnun lóðar – 2504016
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 27.03.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 1.200 fm lóð, Hjálmholt 3, úr landi Hjálmholts L166235. Þegar byggt íbúðarhús er staðsett innan lóðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til þess að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
14.   Leynir 5 L233254 og Leynir L230589; Útleiga frístundahúsa; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2501034
Lögð er fram beiðni um breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundasvæðisins Leynis, eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst að skilgreindar eru heimildir fyrir útgáfu rekstrarleyfis vegna gistingar í flokki II innan svæðisins. Athugasemdir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim.
Í ljósi athugasemda sem bárust við kynningu deiliskipulagsbreytingar telur skipulagsnefnd að skilyrðum aðalskipulags er varðar að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni ekki vera fullnægt. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að breytingunni verði synjað eftir grenndarkynningu.
15.   Torfastaðir 1 L170828; Efnistaka; Framkvæmdarleyfi – 2503093
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til Torfastaða 1 L170828 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í framkvæmdinni felst efnistaka til eigin nota innan jarðarmarka Torfastaða 1, svæðið er í skipulagsferli þar sem gert er ráð fyrir því að það verði skilgreint sem efnistökusvæði. Heimilað efnismagn er allt að 40.000 m3. Efnið verður nýtt til jarðvegsmótunar tengt endurgerð á útihúsum og stíga-/vegagerð ásamt undirstöðum á frístundasvæði F-21 austan við Torfastaði 1 (Bakkahverfi).
Að mati skipulagsnefndar er nauðsynlegt að klára skilgreiningu efnistökusvæðis á grundvelli aðalskipulagsbreytingar sem er í vinnslu áður en efnistaka getur hafist á svæðinu. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að umsókn um framkvæmdaleyfi verði synjað.
16.   Vaðnes L168289; Efnistökusvæði; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2503065
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Í breytingunni felst að nýtt efnistökusvæði er skilgreint í landi Vaðness L168289. Svæðið sem um ræðir er landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Heimilt verður að vinna allt að 49.000 m3 af efni og gert ráð fyrir að efnistakan vari í allt að 10 ár. Stærð vinnslusvæðis verður allt að 2 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17.   Brekkur 15 L203875; Útleiga húsa og gisting í flokki II; Deiliskipulagsbreyting – 2503064
Lögð er fram umsókn sem tekur til breytinga á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar að Efri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki II innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingartillögu til auglýsingar. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan skipulagssvæðisins.
18.   Langamýri 1 L200829; Skipting lóðar; Fyrirspurn – 2504007
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Langamýri 1 L200829 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir því að skipta lóðinni.
Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Grímsnes- og Grafninghrepps er ekki gert ráð fyrir að á þegar skipulögðum og byggðum frístundasvæðum sé heimilt að skipta lóðum upp nema við heildarendurskoðun deiliskipulags svæðisins. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að framlagðri fyrirspurn verði synjað.
 19.    Öndverðarnes 2 lóð L170138; Skipting lóðar; Fyrirspurn – 2504008
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Öndverðarness 2 lóð L170138 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir því að skipta lóðinni.
Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Grímsnes- og Grafninghrepps er ekki gert ráð fyrir að á þegar skipulögðum og byggðum frístundasvæðum sé heimilt að skipta lóðum upp nema við heildarendurskoðun deiliskipulags svæðisins. Forsenda skilgreiningar og þá uppskiptingar á lóðum á svæðinu er gerð deiliskipulagstillögu sem tekur til þess. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að framlagðri fyrirspurn verði synjað.
20.   Vesturbyggð; steypt plata og lágmarks byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2504009
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til byggingarskilmála innan íbúðarsvæðisins Vesturbyggðar í Borg í Grímsnesi. Í breytingunni felst að skilgreind er lágmarksstærð húsa á einbýlishúsalóðum auk þess sem gerð er krafa um steypta undirstöðu og gólfplötu innan hverfisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
21.   Vindorkugarður við Dyraveg; Mat á umhverfisáhrifum; Umsagnarbeiðni – 2503103
Lögð er fram umsagnarbeiðni vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdar sem tekur til áætlana um vindorkugarð við Dyraveg í sveitarfélaginu Ölfusi.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerðar athugasemdir við framlagða matskyldufyrirspurn sem tekur til vindorkugarð við Dyraveg í sveitarfélaginu Ölfus. Að mati nefndarinnar er með fullnægjandi hætti gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og helstu áhrifaþáttum s.s. er varðar lífríki- og gróðurfar, landslag og ásýnd og samfélag.
Hrunamannahreppur:
 22.   Smalaholt L197479; Aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting – 2503066
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Smalaholts L197479 í Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja 40 m2 geymslu/bílskúr í stað 30 m2 geymslu/bílskúr.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
23.   Birtingaholt 1 L166725; Birtingaholt 1D og 1D land; Deiliskipulag – 2411070
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga deiliskipulagsáætlunar sem tekur til tveggja nýrra lóða úr landi Birtingaholts 1. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir grænmetisræktun, allt að 500 m2 aðstöðuhúsi innan byggingarreits og allt að 165 m2 íbúðarhúsi. Innan byggingarreits aðstöðuhúss er einnig gert ráð fyrir aðstöðuplani og bílastæðum. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan tillögunnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
24.   Kópsvatn 2 L166793; Breytt skilgreining námu E28; Aðalskipulagsbreyting – 2408034
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga aðalskipulagsbreytingar fyrir breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Með breytingunni verður efnistökusvæðið E28 á Kópsvatni stækkað úr 1,5 ha í um 24 ha. Svæðið sem um ræðir er í gildandi skipulagi landbúnaðarland. Heimilt verður að vinna allt að 300.000 m3 af efni. Mikil þörf er fyrir góðar efnisnámur í uppsveitum Árnessýslu vegna byggingar íbúða og gatnagerðar, einkum á Flúðum og í Reykholti. Náman er með framkvæmdaleyfi fyrir vinnslu á 50.000 m3 af efni. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim og uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Að mati nefndar hefur verið brugðist við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan tillögunnar og innan samantektar á umsögnum og viðbrögðum. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
25.   Hrafnkelsstaðir aðveitustöð (L166924); byggingarleyfi; aðveitustöð – 2504003
Móttekin var umsókn þann 01.04.2025 um byggingarleyfi fyrir 223 m2 aðveitustöð á viðskipta- og þjónustulóðinni Hrafnkelsstaðir aðveitustöð L166924 í Hrunamannahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar og umsögn Vegagerðarinnar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
26.   Efra-Sel golfvöllur L203094; Breyting á verslunar- og þjónustusvæði; Deiliskipulagsbreyting – 2412015
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Efra-Sels golfvallar L203094. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir gistingu í 10 gestahúsum á reit A og allt að 30 herbergja gistiálmu á byggingarreit B eða samtals 80 gestum. Í breytingunni felst að öll gisting er færð í eina byggingu neðan við núverandi golfskála auk þess sem herbergjum er fjölgað í allt að 85, sem rúma 170 gesti með tilheyrandi aðstöðu. Auk þess eru eftirfarandi byggingarheimildir eru skilgreindar innan deiliskipulagsbreytingar:
Íbúðarlóðir Efra-Sels 1-4: Byggingarreitir eru settir um íbúðarhús með möguleika á byggingu bílskúra og stækkunar húsa. Nýtingarhlutfall er uppgefið fyrir hverja lóð og er á bilinu 0,2-0,3.
Selsvegur 1 – hótel: Heimilt er að byggja 85 herbergja hótel fyrir allt að 170 gesti, með tilheyrandi aðstöðu, s.s. eldhúsi, veitingasal, móttöku, fundarherbergi, aðstöðu fyrir starfsfólk, þvottahús o.fl. Hótelið má vera allt að 4.500 fm að stærð. Byggingin skal falla vel að landinu og umhverfi sínu og má vera 2 hæðir með kjallara.
Selsvegur 2: Núverandi golfskáli er á einni hæð með kjallara. Núverandi stærð er um 330 fm. Heimilt er að endurbyggja að hluta eða heild, án þess að stækka.
Selsvegur 3: Núverandi fjós er víkjandi.
Selsvegur 4 og 5: Lóðir fyrir íbúðarhús/starfsmannahús. Hús mega vera allt að 84 fm á einni hæð með 1-2 íbúðum í hverju húsi.
Vélaverkstæði og golfbílageymsla við Hvítárholtsveg: Byggja má tvö aðskilin hús á 1 hæð. Samanlagt heildarbyggingarmagn beggja húsa má vera allt að 700 fm.
Núverandi sumarhús: Lóð er 2.500 fm skv. skráningu í fasteignaskrá. Hámarksbyggingarmagn er 125 fm.
Breytt lega hótels kallar á breytingu á aðkomuvegi og bílastæðum. Fjölgun hótelherbergja kallar á breytingu á aðalskipulagi og sú breyting er í ferli samhliða deiliskipulagbreytingu. Töluverður fjöldi andmæla og athugasemda bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu hennar ásamt viðbrögðum málsaðila.
Andmæli sem bárust vegna tillögunnar beinast að miklu leyti til breyttrar legu Selsvegar um svæðið sem muni hafa það í för með sér að aðgengi íbúa til að komast til síns heima verði þrengt og aðgengi að þjóðvegakerfi landsins verði minni. Ný staðsetning starfseminnar muni minnka möguleika landeigenda á að stunda búskap á svæðinu þar sem að aðgengi landbúnaðartækja verð skert og jafnframt muni aðgengi landeigenda Syðra-Sels verða skert verulega vegna þrengri og verri aðkomu. Að mati skipulagsnefndar er breytt lega vegarins ekki til þess fallinn að teljast verri en núverandi lega þar sem í stað tveggja krappra beygja sem á veginum eru í dag verður vegurinn nokkuð beinn með aflíðandi beygju í gegnum svæðið. Þær takmarkanir á aðgengi sem geta komið til vegna breyttrar legu vegarins snúa að umferð ökutækja og ekki síst gangandi vegfarenda þvert yfir veginn á milli Selsvegar 2, þar sem núverandi golfskáli er staðsettur og Selsvegar 1 þar sem áætlað er að uppbygging hótelsins verði staðsett. Að mati skipulagsnefndar er afar mikilvægt að sú umferð verði eins takmörkuð og unnt er. Innan uppfærðrar tillögu er gert ráð fyrir tveimur undirgöngum undir veginn og einni gangbraut. Mælist nefndin til þess að gangbraut yfir veginn verði felld út úr skipulaginu. Á milli undirgangna er gert ráð fyrir því að svæðið verði afgirt til að koma í veg fyrir að umferð gangandi vegfarenda utan undirgangna og með þeim hætti tryggja gott umferðarflæði í gegnum svæðið fyrir landeigendur aðliggjandi jarða og lóða. Jafnframt telur nefndin nauðsynlegt að girða eða afmarka með einhverjum leiðum svæðið norðan vegar líkt og gert er með kvöð á uppdrætti sunnan vegar. Að öðru leyti telur skipulagsnefnd að framlagðar hugmyndir séu í takt við þá stefnumörkun sem sett hefur verið fram á svæðinu um uppbyggingu. Ljóst er að á svæðinu hefur verið gert ráð fyrir golfvelli og verslunar- og þjónustusvæði um margra ára bil. Eitt af markmiðum aðalskipulags Hrunamannahrepps frá 2003-2015 er að aðstaða til golfiðkunar þróist áfram í landi Efra-Sels. Sú þróun heldur áfram innan stefnumörkunar núverandi aðalskipulags þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu veitinga- og gistiþjónustu. Jafnframt er tilgreint að uppbygging íþróttasvæða innan sveitarfélagsins verði fjölbreytt og er þar sérstaklega vísað til uppbyggingar golfvalla í tengsl við ferðaþjónustu. Í deiliskipulagsbreytingunni er gert grein fyrir reiðleið í gegnum svæðið, sú skilgreining er ekki til staðar í núgildandi skipulagi. Það er til bóta að mati nefndarinnar og gefur til kynna vilja landeiganda og rekstraraðila á svæðinu til að sjá til þess að hefðbundinn landbúnaður og hestamennska geti þrifist umhverfis golfvallarsvæðið. Nefndin hvetur aðila innan svæðisins og sveitarfélagið til að vinna að þessum sameiginlegu hagsmunum með það að leiðarljósi að tryggja góðar göngu- og reiðleiðir um svæðið í heild sinni og styðja þannig við lýðheilsumarkmið sveitarfélagsins. Á grundvelli uppfærðra gagna og viðbragða málsaðila ásamt bókun þessari og samantekt umsagna og viðbragða, mælist skipulagsnefnd UTU til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með fyrirvara um uppfærð gögn. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
27.   Efra-Sel golfvöllur L203094; Breyttur byggingarreitur og hótel; Aðalskipulagsbreyting – 2404066
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Efra-Sels í Hrunamannahreppi, eftir auglýsingu. Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingarinnar er að fjölga herbergjum hótels/gistiheimilis á reit VÞ5. Aðalskipulagsbreytingin er forsenda fyrir breytingu á gildandi deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis við Efra-Sel. Innan gildandi aðalskipulags Hrunamannahrepps er gert ráð fyrir allt að 80 gistirúmum á allt að 5 ha svæði. Eftir breytingu verður gert ráð fyrir allt að 170 gistirúmum á allt að 5 ha svæði. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Andmæli sem bárust vegna tillögunnar beinast að miklu leyti til breyttrar legu Selsvegar um svæðið sem muni hafa það í för með sér að aðgengi íbúa til að komast til síns heima verði þrengt og aðgengi að þjóðvegakerfi landsins verði minni. Ný staðsetning starfseminnar muni minnka möguleika landeigenda á að stunda búskap á svæðinu þar sem að aðgengi landbúnaðartækja verð skert og jafnframt muni aðgengi landeigenda Syðra-Sels verða skert verulega vegna þrengri og verri aðkomu. Að mati skipulagsnefndar er breytt lega vegarins ekki til þess fallinn að teljast verri en núverandi lega þar sem í stað tveggja krappra beygja sem á veginum eru í dag verður vegurinn nokkuð beinn með aflíðandi beygju í gegnum svæðið. Þær takmarkanir á aðgengi sem geta komið til vegna breyttrar legu vegarins snúa að umferð ökutækja og ekki síst gangandi vegfarenda þvert yfir veginn á milli Selsvegar 2, þar sem núverandi golfskáli er staðsettur og Selsvegar 1 þar sem áætlað er að uppbygging hótelsins verði staðsett. Að mati skipulagsnefndar er afar mikilvægt að sú umferð verði eins takmörkuð og unnt er. Innan uppfærðrar tillögu er gert ráð fyrir tveimur undirgöngum undir veginn og einni gangbraut. Mælist nefndin til þess að gangbraut yfir veginn verði felld út úr skipulaginu. Á milli undirgangna er gert ráð fyrir því að svæðið verði afgirt til að koma í veg fyrir að umferð gangandi vegfarenda utan undirgangna og með þeim hætti tryggja gott umferðarflæði í gegnum svæðið fyrir landeigendur aðliggjandi jarða og lóða. Jafnframt telur nefndin nauðsynlegt að girða eða afmarka með einhverjum leiðum svæðið norðan vegar líkt og gert er með kvöð á uppdrætti sunnan vegar. Að öðru leyti telur skipulagsnefnd að framlagðar hugmyndir séu í takt við þá stefnumörkun sem sett hefur verið fram á svæðinu um uppbyggingu. Ljóst er að á svæðinu hefur verið gert ráð fyrir golfvelli og verslunar- og þjónustusvæði um margra ára bil. Eitt af markmiðum aðalskipulags Hrunamannahrepps frá 2003-2015 er að aðstaða til golfiðkunar þróist áfram í landi Efra-Sels. Sú þróun heldur áfram innan stefnumörkunar núverandi aðalskipulags þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu veitinga- og gistiþjónustu. Jafnframt er tilgreint að uppbygging íþróttasvæða innan sveitarfélagsins verði fjölbreytt og er þar sérstaklega vísað til uppbyggingar golfvalla í tengsl við ferðaþjónustu. Í deiliskipulagsbreytingunni er gert grein fyrir reiðleið í gegnum svæðið, sú skilgreining er ekki til staðar í núgildandi skipulagi. Það er til bóta að mati nefndarinnar og gefur til kynna vilja landeiganda og rekstraraðila á svæðinu til að sjá til þess að hefðbundinn landbúnaður og hestamennska geti þrifist umhverfis golfvallarsvæðið. Nefndin hvetur aðila innan svæðisins og sveitarfélagið til að vinna að þessum sameiginlegu hagsmunum með það að leiðarljósi að tryggja góðar göngu- og reiðleiðir um svæðið í heild sinni og styðja þannig við lýðheilsumarkmið sveitarfélagsins. Á grundvelli uppfærðra gagna og viðbragða málsaðila ásamt bókun þessari og samantekt umsagna og viðbragða, mælist skipulagsnefnd UTU til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
28.   Iðnaðarsvæði I1 í Flatholti – Deiliskipulag – 2504041
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til iðnaðarsvæðis I1 í Flatholti. Deiliskipulagi þessu fylgja engar byggingaheimildir. Heimilt er að láta lausabúnað standa til langframa innan lóðar, s.s. gáma, bíla, hjólhýsi (stöðuhýsi), vélahluti, byggingarefni eða álíka muni. Lóðarhafi skal ávallt huga að lóð sinni og halda henni þannig að engin hætta stafi af búnaði og munum innan hennar né sé öðrum til ama.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt með fyrirvara um að uppfærð gögn. Mælist nefndin til þess og tillagan verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
 29.   Háholt 1 L176073; Hjáholt; Breytt heiti lóðar – 2503070
Lögð er fram umsókn er varðar nýjan staðvísi fyrir L176073. Óskað er eftir að lóðin Háholt 1 fái nafnið Hjáholt. Fyrir liggja upplýsingar eiganda um hvaðan nafnið er fengið.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki verði gerðar athugasemdir við breytt staðfang lóðarinnar.
30.   Langamýri spilda L209076; Íbúðarhús og hesthús; Deiliskipulag – 2504014
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Löngumýrar spildu L209076 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindur er byggingarreitur fyrir íbúðarhús og hesthús auk aðkomu að svæðinu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
31.   Kálfhóll 2C (L238875); byggingarleyfi; einbýlishús – 2504018
Móttekin var umsókn þann 02.04.2025 um byggingarleyfi fyrir 89,3 fm einbýlishús á landinu Kálfhóll 2C L238875 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Fyrir liggur samþykki frá lóðarhöfum aðliggjandi lóðar og lendna. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
32.   Breiðanes L166542; Breiðanes 1 og 2; Stofnun lóðar – 2504021
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 31.03.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun 2ja nýrra landeigna úr landi Breiðaness L166542. Óskað er eftir að stofna annars vegar 6.717,46 fm lóð, Breiðanes 1, undir þegar byggt íbúðarhús og bílskúr og hins vegar 8.194,47 fm lóð, Breiðanes 2, undir þegar byggt útihús.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til þess að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið.
33.   Fossnes L166548; Efnistaka; Framkvæmdarleyfi – 2502024
Lögð er fram uppfærð umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til efnistökusvæðis E26 í landi Fossness L166548 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Á svæði E26 er óskað eftir heimild fyrir efnistöku allt að 30.000 m3. Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags er heimild fyrir allt að 500.000 m3 efnistöku á svæðinu. Í fyrri umsókn var einnig sótt um heimild til efnistöku úr svæði E25 og hefur útgáfa þess leyfis verið staðfest af sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjarhrepps. Uppfærð umsókn tekur því eingöngu til námu E26.
Að mati skipulagsnefndar UTU er umsótt framkvæmdaleyfi í samræmi við stefnu aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps og mælist nefndin því til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á svæði E26 á grundvelli heimilda aðalskipulags
 

34.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-224 – 2503005F

Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-224.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45