29 nóv Skipulagsnefndarfundur nr. 292. dags. 27. nóvember 2024
Fundargerð skipulagsnefndar UTU fundur skipulagsnefndar UTU haldinn að Laugarvatni miðvikudaginn 27. nóvember 2024 og hófst hann kl. 8:30
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.
Fundargerð ritaði: Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
Ásahreppur: | ||
1. | Sauðholt 2 lóð L220917, Sauðholt 2B L231134; Sameining lóða; Deiliskipulag – 2411032 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóða Sauðholts 2 lóð L220917 og Sauðholts 2B L231134. Í gildi er deiliskipulag sem tekur til lands L220917. Við gildistöku tillögunnar fellur núverandi skipulag svæðisins úr gildi. Í breytingunni felst sameining þessara tveggja lóða í eina auk skilgreiningar á byggingarreitum og byggingarheimildum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. | ||
2. | Ás 3 III-1 land L204646; Bygging tjaldhýsa; Deiliskipulag – 2405108 | |
Lögð er fram, eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar, tillaga deiliskipulags sem tekur til lands Vesturáss og Áss 3 land III-1. Innan svæðisins eru skilgreindar byggingarheimildir sem taka til uppbyggingar á íbúðarhúsi, hesthúsi og reiðskemmu auk kúlutjalda sem ætluð eru til útleigu. Gerðar hafa verið breytingar á aðkomu að landinu frá auglýstri tillögu. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við gildistöku deiliskipulagsins eftir auglýsingu þess og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt andsvörum og uppfærðum gögnum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
Bláskógabyggð: | ||
3. | Heiðarbær lóð (L170233); byggingarheimild; sumarhús – 2408092 | |
Móttekin var umsókn þann 27.08.2024 um byggingarheimild, að fjarlægja 54,7 m2 sumarhús, byggt 1965 og byggja 169,3 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170233 í Bláskógabyggð. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Á grundvelli framlagða athugasemda sem bárust frá Framkvæmdasýslu Ríkisins mælist skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að umsókn um byggingarheimild verði synjað í framlagðri mynd. | ||
4. | Laugarbraut 1-5 L188986; Rekstrarleyfi; Fyrirspurn – 2411024 | |
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Laugarbrautar 1-5 L188986 á Laugarvatni í Bláskógabyggð. Óskað er eftir að fá rekstrarleyfi fyrir gistingu á Laugarbraut 5 (íbúð 201). | ||
Að mati skipulagsnefndar UTU liggja ekki fyrir heimildir fyrir rekstrarleyfisskyldri útleigu á íbúðum innan miðsvæðis M1 á Laugarvatni nema á þeim lóðum sem sérstaklega eru tiltekið um að hafi slíkar heimildir samkvæmt deiliskipulagi. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að beiðnum um rekstarleyfi fyrir útleigu íbúða innan svæðisins verði synjað nema skýr heimild sé til slíks reksturs í deiliskipulagi. Sé vilji til þess að heimila slíkt verði það að koma fram með óyggjandi hætti innan heimilda deiliskipulags. Að mati skipulagsnefndar ætti rekstarleyfisskyld útleiga íbúða innan þéttbýlis að vera háð töluverðum takmörkunum í skipulagi. | ||
5. | Syðri-Reykir 2 lóð (L167484); byggingarheimild; sumarhús – 2411060 | |
Móttekin var umsókn þann 19.11.2024 um byggingarheimild með fyrirspurn að fjarlægja núverandi sumarbústað 29,4 m2, byggingarár 2016 og byggja 96 m2 sumarhús í stað þess á sumarbústaðalandinu Syðri-Reykir 2 lóð L167484 í Bláskógabyggð. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
6. | Kvistalundur 8 L170459; Kvistalundur 10 L208476; Sameining lóða – 2411047 | |
Lögð er fram umsókn, ásamt óhnitsettum uppdrætti, er varðar sameiningu 2ja lóða. Óskað er eftir að sameina lóðirnar Kvistalundur 8 L170459 og Kvistalund 10 L208476 í eina lóð sem verður 4.400 fm eftir sameiningu skv. meðfylgjandi uppdrætti. Lóðirnar eru skilgreindar sem tvær 2.000 fm lóðir í núgildandi deiliskipulagi frístundasvæðis Veiðilundar í landi Miðfells. Skv. umsækjanda þá er byggingum háttað á þann veg að lóðirnar hafa verið nýttar sem ein í gegnum tíðina. | ||
Að mati skipulagsnefndar er framlögð beiðni í takt við stefnumörkun aðalskipulags Bláskógabyggðar er varðar stærðir frístundalóða, sem skulu almennt vera á bilinu 1/2 – 1 ha að stærð. Skipulagsnefnd UTU mælist því til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerðar athugasemdir við framlagða beiðni. Hún er þó háð því að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi sem tekur til breytinganna auk þess sem lögð verði fram merkjalýsing sem gerir grein fyrir hnitsettri legu hinnar sameinuðu lóðar. | ||
7. | Haukadalur 3 L167099; Skilgreining lóðar og byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2411016 | |
Lögð er fram uppfærð tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Haukadals 3B í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður og verður 36.650 m2 að stærð. Á lóðinni er heimilt að reisa íbúðarhús ásamt aukahúsum s.s. gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. | ||
8. | Stórholt 2, L236857; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2406093 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til land Stórholts 2 L236857 í landi Úteyjar 1. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið er um 3,48 ha. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
9. | Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Deiliskipulag – 2408104 | |
Lögð er fram tillaga að nýrri deiliskipulagsáætlun sem tekur til lands Fells – Engjaholts L177478 sem er um 16,3 ha að stærð. Samkvæmt fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 -2027, dagsett 23. ágúst 2024, eru um 13.9 ha svæðisins skilgreint sem verslun og þjónusta, merkt VÞ45 og um 2.4 ha sem frístundabyggð merkt F110. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að landinu verði skipt upp í fimm lóðir. Á reit 1 er gert ráð fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu ásamt þjónustuhúsi. Á reit 3 er gert ráð fyrir hóteli og þjónustuhúsi á 3 – 4 hæðum þar sem gert er ráð fyrir því að geta tekið við allt að 200 gestum. Auk þess er gert ráð fyrir því að á reitnum verði gert ráð fyrir baðlaugum sem verði þjónustaðar af hótelinu. Á lóð merkt 6 er gert ráð fyrir 15-20 húsum sem geta verið nýtt til útleigu til ferðamanna og sem íbúðar-/starfsmannahús. Gert er ráð fyrir að húsin geti verið allt að 200 fm hvert. Heildarbyggingarmagn verður að hámarki 4.000 fm. Lóðir merktar 2 og 4 verði frístundalóðir. Gert er ráð fyrir undirgöngum undir Biskupstungnabraut til að mynda tengingu á milli svæðanna. Leitað var samráðs við Vegagerðina við vinnslu tillögunnar, engin svör bárust frá Vegagerðinni vegna samráðsbeiðni. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja deiliskipulagstillöguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
10. | Árböðin í Laugarási L167389 – Holtagata 1a; Dreifiskápur; Deiliskipulagsbreyting – 2411082 | |
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til deiliskipulags að Laugarási. Í breytingunni felst skilgreining á reit fyrir dreifiskáp RARIK. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. | ||
Flóahreppur: | ||
11. | Merkurhraun; Sumarbústaðaland – fjölgun lóða; Fyrirspurn – 2410091 | |
Lögð er fram fyrirspurn er varðar breytingu á deiliskipulagi sumarbústaðalands í landi Skálmholts. Í breytingunni felst fjölgun lóða innan Skálmholt lands J L205372. | ||
Svæðið er skilgreint sem frístundabyggð F25 samkvæmt aðalskipulagi Flóahrepps, alls um 46 ha að stærð. Í gildi er deiliskipulag sem tekur til hluta svæðisins sem tók gildi 1991. Að mati nefndarinnar væri full ástæða til að endurnýja núgildandi deiliskipulag og uppfæra heimildir þess á grundvelli krafna gildandi reglugerða. Að mati nefndarinnar eru fjölgun lóða innan svæðisins þó ákveðnum takmörkunum háð m.t.t þess að ekki heimilt að byggja frístundahús nær Skeiða- og Hrunamannavegi en 100 metra, lóðir geta þó verið skilgreindar nær vegi þótt svo að byggingarreitir séu skilgreindir í 100 metra fjarlægð. Á milli lóða og að Skeiða- og Hrunamannavegu eru skilgreind útvistar og leiksvæði samkv. deiliskipulagi. M.t.t. stefnumörkunar aðalskipulags er varðar að lóðir skuli almennt vera 0,5-1 ha innan frístundasvæða að þá telur nefndin ljóst að það er vandkvæðum háð að skilgreina lóðir inn á miðju svæðinu á milli núverandi lóða auk þess sem tilgreint er í skipulagsreglugerð að innan frístundabyggðar skuli gera ráð fyrir sameiginlegu leik- eða útisvæði ef það á við. Það er því ekki sjálfgefið að núverandi leiksvæði/opinsvæði á skipulagi svæðisins verði breytt í lóðir. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við framlagða fyrirspurn og útlokar ekki að rými sé fyrir fjölgun lóða innan svæðisins við gerð nýs deiliskipulags. | ||
12. | Laugardælur – hverfi; Nýr aðkomuvegur; Deiliskipulag – 2411053 | |
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag sem tekur til lands Laugardæla L166253. Í deiliskipulaginu felst nýr aðkomuvegur að Laugardælum en núverandi vegur mun leggjast af á stórum hluta með tilkomu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Nýji vegurinn mun tengjast mislægum gatnamótum þar sem núverandi Hringvegur, Austurvegur og nýji Hringvegurinn munu mætast. Núverandi aðkomuvegur mun að hluta til leggjast af og breytast í göngu- og hjólastíg sem mun fara í undirgöng undir nýjan veg. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
13. | Bitra land L200842; Landbúnaðarlóðir; Hótel og smáhýsi; Deiliskipulag – 2307047 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til svæðis Bitru lands L200842 eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á fjórum landbúnaðarlóðum og fjórum verslunar- og þjónustulóðum. Á landbúnaðarlóðunum er gert ráð fyrir heimild fyrir íbúðarhúsi og aukahúsi s.s. gestahúsi, gróðurhúsi, hesthúsi og/eða geymslu/skemmu. Á verslunar- og þjónustulóðunum er gerð ráð fyrir heimild fyrir allt að 100 herbergja hóteli með gistirými fyrir allt að 200 gesti. Enn fremur er gert ráð fyrir um 30 smáhýsaeiningum að 70 fm þar sem geti gist allt að 120 gestir. Nýtingarhlutfall lóða á svæðinu má ekki fara umfram 0,05. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
14. | Bitra land L200842; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2302064 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bitru lands L200842 í Flóahreppi eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Alls er um að ræða um 43 ha land sem nú er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og um 21 ha lands frístundabyggð (F21). Í breytingunni felst að 30 ha af svæðinu verði skilgreindir sem landbúnaðarsvæði og um 13 ha verslunar- og þjónustusvæði. Markmiðið er að fjölga íbúum sveitarfélagsins og þar með nýta betur þá þjónustu og innviði sem fyrir eru s.s. vegakerfi og veitur. Einnig að koma til móts við vaxandi eftirspurn þeirra sem vilja búa í dreifbýli á stórum lóðum með möguleika á aðstöðu fyrir t.d. hesta, trjárækt o.þ.h. Þá sé markmiðið með verslunar- og þjónustulóðum að auka kosti í þjónustu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Á staðnum verði miðað að því að þar verði hægt að taka á móti stærri hópum í einu en skortur sé á slíkri aðstöðu í sveitarfélaginu. Samhliða er lagt fram deiliskipulag sem tekur til svæðisins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Að mati nefndarinnar hefur verið brugðist við athugasemdum Skipulagsstofnunar með fullnægjandi hætti innan gagnanna og framlagðs minnisblaðs málsaðila vegna skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
15. | Egilsstaðakot 166330; Egilsstaðakot 4; Stofnun lóðar – 2411055 | |
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 08.10.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 146,7 ha land, Egilsstaðakot 4, úr landi Egilsstaðakots L166330. Innan Egilsstaðakots 4, sem samanstendur af tveimur skikum, er þegar byggt fjós með áburðarkjallara (mhl 22). | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landeignarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið. | ||
16. | Eystri-Loftsstaðir L227151; Íbúðarhús og útihús; Deiliskipulag – 2411042 | |
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem tekur til Eystri-Loftsstaða 6 L227151 í Flóahreppi. Í deiliskipulaginu felst að 6.395 fm byggingarreitur er skilgreindur. Þar er heimilt að reisa íbúðarhús og þrjú aukahús s.s. gestahús, gróðurhús og hesthús/geymslu/skemmu. Einnig er heimilt að reisa 10 lítil útleiguhús sem eru 35-40 fm hvert, fyrir allt að 30 gesti. Byggingarmagn á lóðinni má vera allt að 800 fm. Aðkoma er frá Villingaholtsvegi nr. 305 og verður lagður vegur að lóðinni á milli lóðanna Fornabæjar og Eystri-Loftsstaða 8. | ||
Að mati skipulagsnefndar er heimild fyrir uppbyggingu á 10 útleiguhúsum fyrir allt að 30 gesti háð því að á svæðinu verði skilgreint verslunar- og þjónustusvæði. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að afgreiðslu skipulagsáætlunar verði frestað og því vísað til frekari vinnslu umsækjanda og skipulagshönnuðar. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur: | ||
17. | Ásgarður frístundasvæði; Landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2403091 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 er varðar skilgreiningu á verslunar- og þjónustusvæði í landi Ásgarðs. Tilefni breytingarinnar eru áform landeiganda um uppbyggingu ferðaþjónustu á staðnum. Annars vegar er um að ræða hótel með veitingastað og hins vegar frístundahús til útleigu. Deiliskipulagsbreyting er lögð fram samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari. Athugasemdir og umsagnir bárust við skipulagslýsingu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Athugasemdir bárust við skipulagslýsingu framlagðrar aðalskipulagsbreytingar frá lóðarhöfum við Herjólfsstíg og Freyjustíg. Innan athugasemda koma fram mótbárur við hugmyndir um uppbyggingu hótels, veitingastaðar og stakra gistihúsa á svæðinu á þeim grundvelli að um verulega breytta notkun og forsendur sé að ræða frá núverandi skilgreindri notkun svæðisins í aðal- og deiliskipulagsáætlunum. Auk þess kom fram athugasemd er varðar hugsanlegar hæðir bygginga á svæðinu. Skipulagsnefnd UTU tekur undir áhyggjur lóðarhafa á svæðinu gagnvart breyttri landnotkun, enda sé um töluvert breytta forsendur að ræða frá núverandi landnotkun m.t.t. fjölda gesta og umsvifa innan svæðisins. Nefndin bendir þó á að nú þegar er skilgreint verslunar- og þjónustusvæði VÞ6 þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á verslunartengdri starfsemi sunnan Búrfellsvegar sem tengist breytingunni. Að mati nefndarinnar eru tækifæri til að lágmarka hugsanlega áhrif vegna fyrirhugaðrar starfsemi á núverandi frístundabyggð. Viðkomandi lóðir henta á margan hátt betur til uppbyggingar á verslunar- og þjónustutengdri starfsemi en sem frístundalóðir gagnvart takmörkunum skipulagsreglugerðar er varðar fjarlægð frá vegum. Með þeim hætti væri unnt að draga byggingarreiti lóða á svæðinu fjær núverandi frístundabyggð og nær veginum og skapa með þeim hætti skýrari skil á milli landnotkunarflokka. Bendir nefndin auk þess á að töluvert opið svæði aðskilur fyrirhugaða breytta landnotkun frá núverandi frístundabyggð. Innan greinargerðar tillögunnar er tiltekið að á svæðinu sé gert ráð fyrir húsum á einni hæð með niðurgröfnum kjallara. Hæðir m.v. skilmála aðalskipulagsbreytingar ættu því ekki að fara umfram núverandi heimildir aðal- og deiliskipulags. Mælist nefndin til þess að útfærsla á hæðum húsa verði nánar útfært með snið og ásýndamyndum í deiliskipulagi. Nefndin bendir jafnframt á að mögulega sé tækifæri til að aðskilja starfsemina enn frekar frá frístundasvæði með því að skilgreina aðkomu beint frá Búrfells eða Ásgarðsvegi og minnka þar með töluvert álag vegna umferðar sem fer um hluta frístundasvæðisins. Að mati skipulagsnefndar er nauðsynlegt á grundvelli framangreinds að greina með ítarlegri hætti áhrif breytinganna á aðliggjandi svæði og gera nánar grein fyrir mótvægisaðgerðum innan breytingartillögunnar og deiliskipulags svæðisins. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að afgreiðslu málsins verði frestað og að skipulagsfulltrúa verði falið að kalla til samráðsfundar með skipulagshönnuði og landeiganda. | ||
18. | Frístundabyggðin Ásgarður; Skilmálabreyting fyrir útleigu og sameining lóða í þjónustulóð; Deiliskipulagsbreyting – 2403093 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundabyggðar í Ásgarði. Breytingin er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem lögð er fram samhliða deiliskipulagsbreytingu þessari og nær til lóða 2-12 við Herjólfsstíg, lóðar Óðinsstígs 1 og þjónustulóðar við Búrfellsveg. Í breytingunni felst að skilmálar fyrir lóðir Herjólfsstíg 2-8 breytast að því leyti að þar er gert ráð fyrir frístundahúsum til útleigu. Herjólfsstígur 10 – 12, lóð við Óðinsstíg 1 og þjónustulóð við Búrfellsveg sameinast í verslunar- og þjónustulóð þar sem leyfilegt verður að reisa hótel/gistiheimili ásamt veitingastað og tilheyrandi þjónustumannvirkjum. | ||
Að mati skipulagsnefndar er breytt notkun svæðisins sem tillagan tekur til og umfang uppbyggingar innan þess sem tilgreind er um innan framlagðrar deiliskipulagsbreytingar þess eðlis að vinna þurfi nýtt deiliskipulag sem tekur til svæðisins. Samhliða verði unnin óveruleg breyting á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar þar sem viðkomandi svæði er fellt út úr gildandi skipulagi. Að mati skipulagsnefndar er nauðsynlegt að greina með ítarlegri hætti áhrif breytinganna á aðliggjandi svæði og gera nánar grein fyrir mótvægisaðgerðum innan breytingartillögu aðalskipulag og nýs deiliskipulags. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að afgreiðslu málsins verði frestað og að skipulagsfulltrúa verði falið að kalla til samráðsfundar með skipulagshönnuði og landeiganda. | ||
19. | Villingavatn L170952; Villingavatn L170831; Stækkun lóðar – 2405008 | |
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 24.10.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar stækkun lóðarinnar Villingavatn L170952. Lóðin er í dag skráð 3.096 fm en verður 5.406,5 fm eftir breytingu. Stækkunin sem nemur um 2.310,5 fm kemur úr landi Villingavatns L170831. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið. | ||
20. | Villingavatn L170947; Villingavatn L170831; Stækkun lóðar – 2405009 | |
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 24.10.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar stækkun lóðarinnar Villingavatn L170947. Lóðin er í dag skráð 3.926 fm en verður 4.345 fm eftir breytingu. Stækkunin sem nemur um 419 fm kemur úr landi Villingavatns L170831. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið. | ||
21. | Brjánsstaðir land 1 L200776; Fjölgun lóða og þjónustulóð; Deiliskipulagsbreyting – 2411045 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Brjánsstaða lands 1 L200776. Í breytingunni felst að lóðunum fjölgar um tvær og á annarri lóðinni verði heimilt að reisa þjónustuhús vegna skógræktar og útivistar. | ||
Skipulagsnefnd UTU frestar afgreiðslu málsins, málinu vísað til frekari vinnslu skipulagsfulltrúa. | ||
22. | Snæfoksstaðir L168278; Tjarnarhóll 1; Afmörkuð lóð; Deiliskipulagsbreyting – 2411035 | |
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Snæfoksstaða L168278 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að á nyrðri hluta landsins verði afmörkuð lóð sem mun heita Tjarnarhóll 1 og verði 14,2 ha að stærð. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | ||
23. | Mosamói 1 L221711; Skilgreining byggingarreits; Deiliskipulag; Umsagnarbeiðni – 2411067 | |
Lögð er fram beiðni um umsögn frá innviðaráðuneytinu fyrir Mosmóa 1 L221711 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Beiðni er um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/201 er varðar fjarlægð frá vegum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði veitt heimild fyrir uppbyggingu á lóðinni nær vegi en núverandi takmarkanir gera ráð fyrir. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að standa vörð um veghelgun Biskupstungnabrautar til framtíðar. | ||
24. | Suðurbakki 8 L210851; Frístundabyggð hluta Búgarðs í landi Ásgarðs í íbúðarbyggð; Fyrirspurn – 2411046 | |
Lögð er fram að nýju uppfærð fyrirspurn fh. lóðareigenda við Suðurbakka, Mánabakka og Ferjubakka er varðar breytta landnotkun svæðisins úr frístundabyggð í íbúðarbyggð. | ||
Skipulagsnefnd UTU vísar málinu til umræðu í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem málið hefur með grundvallar stefnumörkum sveitarfélagsins þegar kemur að skilgreiningu og uppbyggingu íbúðarbyggðar í dreifbýli. | ||
25. | Nesjavellir L170825; Nesjar L170824; Staðfesting landamerkjalínu milli jarðanna – 2411048 | |
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 17.10.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar staðfestingu á innmældri landamerkjalínu milli jarðanna Nesjar L170824 og Nesjavellir L170825. Um er að ræða landamerkjalínur milli hnitpunkta 1-6 skv. meðfylgjandi merkjalýsingu. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og skilgreiningu landamerkjalínu skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið. | ||
26. | Furuborgir, Minniborgum; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2406078 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis F59, Furuborgir í landi Minniborgar eftir auglýsingu. Skipulagðar eru 37 lóðir á bilinu 3.735 – 11.255 m2. Heimiluð verður uppbygging frístundahúsa og gestahúsa/skemmu í samræmi við heimilað byggingarmagn skv. nýtingarhlutfalli. Níu lóðir innan svæðisins eru byggðar. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðum gögnum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan samantektar umsagna og innan framlagðra skipulagsgagna, mælist nefndin þó til þess að byggingarreitir lóða innan skipulagsins verði dregnir upp að takmörkunum er varðar fjarlægðir frá vegum. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
27. | Reykjalundur, L168273; Frístundabyggð í landbúnaðarsvæði; Óveruleg breyting á aðalskipulagi – 2411080 | |
Lögð er fram tillaga óverulegrar aðalskipulagsbreytingar sem tekur til lands Reykjalundar L168273. Í breytingunni felst breytt skilgreining fláka sem tekur til frístundasvæðis F87. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar. | ||
Hrunamannahreppur: | ||
28. | Unnarholt I L220400; Unnarholt 4; Stofnun lóðar – 2410094 | |
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 22.08.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, sem tekur til skilgreiningar á nýrri lóð úr landi Unnarholts I L220400. Óskað er eftir að stofna 6.086,4 fm lóð sem fær staðfangið Unnarholt 4. Í framhaldi af lóðastofnun og þegar eigendaskiptum hefur verið þinglýst þá er ætlunin að sameina lóðina Unnarholt 4 við Unnarholt II L220401. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið. Jafnframt gerir nefndin ekki athugasemd við fyrirhugaða sameiningu í samræmi við framlagðan tölupóst þess efnis. | ||
29. | Unnarholt II L220401; Unnarholt 5; Stofnun lóðar – 2410093 | |
Lögð er fram merkjalýsing dags. 22.08.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, sem tekur til skilgreiningar á nýrri lóð úr landi Unnarholts II L220401. Óskað er eftir að stofna 9.704,2 fm lóð sem fær staðfangið Unnarholt 5. Í framhaldi af lóðastofnun og þegar eigendaskiptum hefur verið þinglýst þá er ætlunin að sameina lóðina Unnarholt 5 við Unnarholt I L220400. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið. Jafnframt gerir nefndin ekki athugasemd við fyrirhugaða sameiningu í samræmi við framlagðan tölupóst þess efnis. | ||
30. | Unnarholt L195942; Unnarholt 3; Stofnun lóðar – 2410092 | |
Lögð er fram merkjalýsing dags. 22.08.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, sem tekur til skilgreiningar á nýrri lóð úr landi Unnarholts 195942. Óskað er eftir að stofna 454,2 fm lóð sem fær staðfangið Unnarholt 3. Í framhaldi af lóðastofnun og þegar eigendaskiptum hefur verið þinglýst þá er ætlunin að sameina lóðina Unnarholt 3 við Unnarholt II L220401. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið. Jafnframt gerir nefndin ekki athugasemd við fyrirhugaða sameiningu í samræmi við framlagðan tölupóst þess efnis. | ||
31. | Borgarás L166732; Borgarás 3; Stofnun lóðar – 2411029 | |
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 20.03.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 1.595,4 fm lóð, Borgarás 3, úr landi Borgaráss L166732. Aðkoma að lóðinni er frá Syðra-Selsvegi skv. merkjalýsingu. Fyrirhugað er að byggja íbúðarhús á lóðinni. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið. Skipulagsnefnd UTU bendir á að framkvæmdir innan lóðar ásamt nýrri vegteningu eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins. | ||
32. | Syðra-Langholt L207348; Breyttur byggingarreitur og byggingarmagn; Fyrirspurn – 2411051 | |
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Syðra-Langholts L207348 í Hrunamannahreppi. Á lóðinni er 293,8 m2 einbýlishús en fyrirhugað er að stækka byggingarreit og fá svo heimild til að byggja 154,6 m2 við húsið á stækkuðum byggingarreit. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að skilgreindur verði byggingarreitur og byggingarheimildir á viðkomandi lóð innan deiliskipulagssvæðisins. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við framlagða fyrirspurn. | ||
33. | Kópsvatn 2 L166793; Breytt skilgreining námu E28; Aðalskipulagsbreyting – 2408034 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Með breytingunni verður efnistökusvæðið E28 á Kópsvatni stækkað úr 1,5 ha í um 24 ha. Svæðið sem um ræðir er í gildandi skipulagi landbúnaðarland. Heimilt verður að vinna allt að 300.000 m3 af efni. Mikil þörf er fyrir góðar efnisnámur í uppsveitum Árnessýslu vegna byggingar íbúða og gatnagerðar, einkum á Flúðum og í Reykholti. Náman er með framkvæmdaleyfi fyrir vinnslu á 50.000 m3 af efni. Samhliða aðalskipulagsbreytingu verður send fyrirspurn um matsskyldu til Skipulagsstofnunar. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
34.
|
Hrafnkelsstaðir 3 L166764; Hrafnkelsstaðir 5A og 5C; Hrafnkelsstaðir 5B (áður 3 lóð) L190288; Staðfesting á afmörkum jarðar, frístundalóðar, breytt heiti og stofnun lóða – 2411049 | |
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 11.11.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar staðfestingu á afmörkun jarðar og sumarbústaðalóðar, stofnun 2ja nýrra lóða og breytt staðfang. Óskað er eftir að stofna annars vegar 15.401,6 fm lóð undir fyrirhugað íbúðarhús, Hrafnkelsstaðir 5A, og hins vegar 270.123,6 fm land, Hrafnkelsstaðir 5C, úr landi Hrafnkelsstaða 3 L166764 sem verður um 81,9 ha eftir skiptingu skv. hnitsettri uppmælingu jarðarinnar sem nú liggur fyrir í meðfylgjandi merkjalýsingu. Samhliða uppmælingu jarðarinnar þá var sumarbústaðalóðin Hrafnkelsstaðir 3 lóð L190228 einnig hnitsett og verður 12.921,6 fm skv. nákvæmari mælingu í stað 10.000 fm skv. núverandi skráningu. Jafnframt er óskað eftir að breyta staðfangi lóðarinnar Hrafnkelsstaðir 3 lóð í Hrafnkelsstaði 5B. |
||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu jarðarinnar og skilgreiningu lóða skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið. | ||
35. | Efra-Sel golfvöllur L203094; Breyttur byggingarreitur og hótel; Aðalskipulagsbreyting – 2404066 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Efra-Sels í Hrunamannahreppi, eftir kynningu. Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingarinnar er að fjölga herbergjum hótels/gistiheimilis á reit VÞ5. Aðalskipulagsbreytingin er forsenda fyrir breytingu á gildandi deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis við Efra-Sel. Innan gildandi aðalskipulags Hrunamannahrepps er gert ráð fyrir allt að 80 gistirúmum á allt að 5 ha svæði. Eftir breytingu verður gert ráð fyrir allt að 170 gistirúmum á allt að 5 ha svæði. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Efra-Sels golfvallar verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum sem bárust vegna kynningar og gera þeim sem athugasemdir gerðu grein fyrir því þegar málið fer í auglýsingu. | ||
36. | Hrafnkelsstaðir 3 L166764; Skilgreining lóðar og byggingarreits; Deiliskipulag – 2409030 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulags eftir auglýsingu sem nær yfir hluta af landi Hrafnkelsstaða 3 L166764. Merkjalýsing þar sem viðkomandi skika verður skipt úr landi Hrafnskelsstaða 3 er lögð fram samhliða samþykkt skipulagsins. Skipulagsmörkin ná yfir hluta af því svæði sem fær nýtt landnúmer og staðföng auk Hrafnkelsstaðar 3 lóð L190288. Engin mannvirki eru til staðar innan skipulagsmarka en gert er ráð fyrir byggingarreit á einni nýrri íbúðarlóð. Áfram er gert ráð fyrir að landið sé flokkað sem landbúnaðarland. Breytingar voru gerðar á tillögunni á auglýsingatíma í takt við athugasemd sem barst vegna málsins og er nú afmörkun L190288 einnig skilgreind á deiliskipulaginu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við athugasemd sem barst vegna málsins með þeim breytingum sem gerðar hafa verið í skipulaginu eftir auglýsingu. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
37. | ÍB3 Flúðum; íbúðarsvæði í þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2411078 | |
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á landnotkun innan þéttbýlismarka á Flúðum. Í breytingunni felst að hluti íbúðarsvæðis ÍB3 svæðis er skilgreint sem svæði fyrir þjónustustofnun þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á hjúkrunarheimili, dvalarheimili,félagsþjónustu og íbúðum fyrir aldraða. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur: | ||
38. | Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps; Stækkun á Búðanámu; Aðalskipulagsbreyting – 2411052 | |
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Breytingin felur í sér stækkun á Búðanámu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Búðafossvegi. Stærð námunnar er 1 ha og heimiluð efnistaka er 50.000 m3. Náman verður stækkuð í 4,5 ha og efnismagn sem heimilt verður að taka er hækkað í 60.000 m3. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
39. | Sandártunga; Skilgreining efnistökusvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2401008 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu, er varðar breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að skilgreint verður nýtt efnistökusvæði í Sandártungu í Þjórsárdal. Efni úr námunni verður einkum nýtt í fyrirhugaða færslu á hluta Þjórsárdalsvegar. Bæði er þörf á efni í veginn og einnig grjót í grjótvörn utan á hann. Hluti efnis verður nýttur í nýjan Búðaveg og eftir atvikum í aðrar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Heimilað verður að taka allt að 200.000 m3 af efni á u.þ.b. 4 ha svæði. Umsagnir bárust við auglýsingu tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar og telur nefndin að brugðist hafi verið við umsögnum með fullnægjandi hætti innan greinargerðar skipulagsbreytingar þar sem við á. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
40. | Reykir L166491; Breytt landnotkun, skógrækt í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2311057 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar hluta skógræktarsvæðis í landi Reykja L166491. Í breytingunni felst að hluti skógræktarsvæðis breytist í frístundasvæði. Tillaga deiliskipulags er lögð fram samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
41. | Reykir L166491; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2411063 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Reykja L166491 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar verða fjórar frístundalóðir austast í landinu sem liggja að Sandlæk. Aðalskipulagsbreyting er lögð fram samhliða deiliskipulagi þessu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess við umsækjanda og deiliskipulagshönnuð að staðföng verði skilgreind innan svæðisins í takt við reglugerð um skráningu staðfanga. | ||
42. | Klettar L166589; Aðalskipulagsbreyting; Fyrirspurn – 2411079 | |
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til beiðni um heimild fyrir breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á landi Kletta L166589. Í breytingunni felst að skilgreint landbúnaðarland breytist í verslun- og þjónustu á um 4.5 ha svæði. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki verði gerð athugasemd við að unnin verði skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins í landi Kletta. | ||
43. |
Öll sveitarfélög
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24-215 – 2411002F |
|
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 24/215. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:25