Skipulagsnefndarfundur nr. 290. – 23. október 2024

 

 

Fundargerð skipulagsnefndar UTU fundur skipulagsnefndar UTU haldinn að Laugarvatni miðvikudaginn 23. október 2024 og hófst hann kl. 8:45

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá: 

 

1.  

Ásahreppur:

Ás 3 II-3land L204644; Skilgreining lóðar; Deiliskipulag – 2405084

Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga deiliskipulags sem tekur til lands Áss 3 II-3land L204644. Tillagan tekur til um 2,3 ha lands þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss, gestahúss, bílskúrs og geymsluskúrs.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagstillögunnar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eigendum Skógaráss L204645 verði tilkynnt um niðurstöðu málsins þar sem fram komu athugasemdir um aðkomu að lóðinni sem deiliskipulagið tekur til.
Bláskógabyggð:
2.   Dalsmynni lóð 3 L192826; Dalsmynni lóð 4 L192825; Stækkun lóðar – 2410036
Lögð er fram umsókn ásamt lóðablöðum dags. 04. og 05.12.2023 er varðar landskipti milli eigenda landeignanna Lindatunga L167075, Dalsmynni lóð 3 L192826, Dalsmynni lóð 4 L192825 og lóð 5 L192824. Landeigendur hafa undirritað samþykki sitt á ofangreind lóðablöð sem unnin voru fyrir gildistöku reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024 en undirritað samþykki eigenda aðliggjandi landeigna vantar. Í meðfylgjandi umsókn er gert ráð fyrir leiðréttingu á upphaflegri stærðarskráningu Dalsmynnis lóðar 3 ásamt stækkun. Landið er skráð 10 ha í fasteignaskrá en mælist 7,875 ha og eftir stækkun verður landið 13.125 ha. Stækkunin upp á 5,25 ha kemur úr landi Dalsmynnis lóð 4 L192825 sem verður eftir skiptingu 5,25 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við landskipti og skilgreiningar lóðar- og landamerkja á grundvelli framlagðra gagna með fyrirvara um samþykki landeigenda aðliggjandi landamerkja.
3.   Dalsmynni lóð 5 L192824; Dalsmynni lóð 4 L192825; Stækkun lóðar – 2410037
Lögð er fram umsókn ásamt lóðablöðum dags. 04. og 05.12.2023 er varðar landskipti milli eigenda landeignanna Lindatunga L167075, Dalsmynni lóð 3 L192826, Dalsmynni lóð 4 L192825 og Dalsmynni lóð 5 L192824. Landeigendur hafa undirritað samþykki sitt á ofangreind lóðablöð sem unnin voru fyrir gildistöku reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024 en undirritað samþykki eigenda aðliggjandi landeigna vantar. Í meðfylgjandi umsókn er gert ráð fyrir að Dalsmynni lóð 4 sameinist við Dalsmynni lóð 5.
Með skiptingu landsins Dalsmynni lóð 4 í tvær jafnstórar landeignir, vegna stækkunar Dalsmynnis lóðar 3 í máli nr. 2410036, þá er landið eftir skiptingu 5,25 ha. Eftir sameiningu við lóð 4 þá stækkar Dalsmynni lóð 5 úr 10,8 ha í 16,05 ha og lóð 4 fellur niður.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við landskipti og skilgreiningar lóðar- og landamerkja á grundvelli framlagðra gagna með fyrirvara um samþykki landeigenda aðliggjandi landamerkja.
4.   Lindatunga L167075; Dalsmynni lóð 3 L192826; Stækkun lóðar – 2410035
Lögð er fram umsókn ásamt lóðablöðum dags. 04. og 05.12.2023 er varðar landskipti milli eigenda landeignanna Lindatunga L167075, Dalsmynni lóð 3 L192826, Dalsmynni lóð 4 L192825 og lóð 5 L192824. Landeigendur hafa undirritað samþykki sitt á ofangreind lóðablöð sem unnin voru fyrir gildistöku reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024 en undirritað samþykki eigenda aðliggjandi landeigna vantar. Í meðfylgjandi umsókn er gert ráð fyrir leiðréttingu á upphaflegri stærðarskráningu Lindatungu ásamt stækkun. Landið er skráð 21,7 ha í fasteignaskrá en mælist 28,2 ha og eftir stækkun verður landið 30,825 ha. Stækkunin upp á 2,625 ha kemur úr landi Dalsmynnis lóð 3 L192826.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við landskipti og skilgreiningar lóðar- og landamerkja á grundvelli framlagðra gagna með fyrirvara um samþykki landeigenda aðliggjandi landamerkja.
5.   Spóastaðir 1 L167168; Skurðgröftur; Framkvæmdarleyfi – 2410057
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til graftar á tveimur skurðum til þess að stækka ræktunarland á Spóastöðum 1 L167168. Um er að ræða 2 um 1 km langa skurði sem afmarka tvær 5 ha spildur á svæði austan sumarhúsahverfis á Spóastöðum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd bendir á að núverandi tún og hluti viðkomandi svæðis sem umsótt nýrækt tekur til eru skilgreind sem frístundasvæði innan aðalskipulags. Mælist nefndin til þess að við næstu endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar verði landnotkun svæðisins skilgreind sem landbúnaðarsvæði í takt við raunnotkun landsins.
 6.   Útey 2 L167648; Frístundabyggð; Stækkun lóða og aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting – 2408033
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem tekur til frístundasvæðis F34 í landi Úteyjar II eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst breytt stærð nokkurra lóða innan svæðisins auk þess sem vegir og stígar eru merktir inn í samræmi við raunlegu þeirra. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðum gögnum og mótsvörum skipulagshönnuðar.
Að mati skipulagsnefndar UTU er ekki forsvaranlegt að skilgreindur göngustígur á núgildandi deiliskipulagi svæðisins sé færður til á kostnað stækkunar á lóð 5. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að afgreiðslu málsins verði frestað. Skipulagsfulltrúa falið að hafa samskipti við málsaðila og skipulagshönnuð um breytingar á legu lóðarinnar að göngustíg, sem skilgreindur er innan gildandi deiliskipulags, að náttúrulaug Úteyjar 1. Jafnframt mælist nefndin til að staðföng lóða innan skipulagsbreytingar verði tekin til skoðunar í takt við reglugerð um skráningu staðfanga.
7.   Útey 1 L167647; 2 skipulagsáætlanir sameinaðar; Deiliskipulag – 2405119
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar í landi Úteyjar 1 eftir kynningu. Fyrir eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem taka til svæðisins. Við gildistöku nýs skipulags er gert ráð fyrir að eldri tillögur falli úr gildi. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim og uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Að mati skipulagsnefndar hefur verið brugðist við þeim athugasemdum sem bárust við kynningu tillögunnar með fullnægjandi hætti innan samantektar vinnsluaðila deiliskipulagsins. Mælist nefndin til þess að þeir sem athugasemdir gerðu við kynningu málsins verði send sérstök tilkynning um auglýsingu tillögunnar.
8.   Þrívörðuás 4 L213991; Rekstrarleyfi í flokki II; Deiliskipulagsbreyting – 2410027
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Þrívörðuáss 4 L213991 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að veitt verði heimild til rekstrarleyfisskyldrar starfsemi í formi útleigu á frístundahúsum innan skipulagssvæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Breytingin verði grenndarkynnt hagsmunaaðilum innan og utan svæðisins ásamt landeiganda upprunalands.
9.   Heiðarbær lóð (L170251); byggingarheimild; sumarbústaður – 2410033
Móttekin var umsókn þann 09.10.2024 um byggingarheimild fyrir 142 m2 sumarhúsi og niðurrifi á 49,7 m2 sumarbústaði, mhl 01, byggður árið 1977 á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170251 í Bláskógabyggð. Stærð hússins miðast við afmörkun lóðarinnar samkvæmt deiliskipulagi í vinnslu fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Leitað verði umsagnar til Framkvæmdasýslu ríkisins vegna málsins. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
10.   Heiðarbær lóð (L170185); byggingarheimild; sumarhús – 2410065
Móttekin var umsókn þann 15.10.2024 um byggingarheimild fyrir 142 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170185 í Bláskógabyggð. Stærð hússins miðast við afmörkun lóðarinnar samkvæmt deiliskipulagi í vinnslu fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Leitað verði umsagnar til Framkvæmdasýslu ríkisins vegna málsins. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Flóahreppur:
 11.  Heiðargerði 6 L209870; Hraungerði L166239; Minnkun lóðar – 2410016
Lögð er fram beiðni sem tekur til skilgreiningar á afmörkun lóðar Heiðargerði 6 L209870. Í breytingunni felst að lóðin minnkar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
12.   Halakot IV (L227846); byggingarheimild; hesthús – viðbygging og gestahús – 2410029
Móttekin var umsókn þann 07.10.2024 um byggingarheimild fyrir 18,5 m2 viðbyggingu við hesthús ásamt breytingum á innra skipulagi og 35,5 m2 gestahúsi á landinu Halakot IV L227846 í Flóahreppi. Heildarstærð á hesthúsi eftir stækkun verður 550,9 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
13.   Halakot II (L196517); byggingarheimild; mhl 02 breytt notkun – gestahús – 2408069
Móttekin var umsókn þann 08.10.2024 um byggingarheimild fyrir breyttri notkun mhl 02 í gestahús og stækkun millilofts á íbúðarhúsalóðinni Halakot II L196517 í Flóahreppi. Heildarstærð á mhl 02 verður 158,4 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
14.   Efri-Sýrlækur L166327; Efri-Sýrlækur 4, 5, 6, 7 og 8; Staðfesting á afmörkun og stofnun lóða – 2402015
Lögð er fram merkjalýsing dags. 18.10.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar landskipti jarðarinnar Efri-Sýrlækur L166327. Afgreiðslu málsins var frestað á 274. fundi skipulagsnefndar, sem staðfest var af sveitarstjórn Flóahrepps, þar sem fyrirhuguð skipting sumarhúsalóða innan jarðarinnar var í ósamræmi við gildandi deiliskipulag og skipulagsfulltrúa jafnframt falið að yfirfara tillöguna m.a. m.t.t. heimilda aðalskipulags er varðar landskipti á landi í flokki I og II.
Skv. fyrirliggjandi merkjalýsingu þá er gert ráð fyrir að stofnaðar verði 5 landeignir, Efri-Sýrlækur 4, 5, 6, 7 og 8, úr jörðinni sem verður 43,6 ha eftir skiptingu. Afmörkun lóða nr. 4 og 5 er í samræmi við tillögu að deiliskipulagsbreytingu frístundasvæðisins í landi Efri-Sýrlækjar sem samþykkt var í sveitarstjórn Flóahrepps þ. 01.10.2024.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
15.   Stóra-Ármót L166274; Stækkun íbúðarbyggðar; Aðalskipulagsbreyting – 2408030
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna aðalskipulags Flóahrepps 2017-2029 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem breytingin nær til er úr landi Stóra-Ármóts L166274. Áætlað er að stækka 9 ha íbúðarbyggð um 4 ha og fjölga lóðum úr 7 í 10, um 1,3 ha hver lóð. Svæðið er skilgreint sem íbúðarbyggðarsvæði ÍB4 í gildandi aðalskipulagi. Landbúnaðarland minnkar sem nemur breytingunni. Deiliskipulag svæðis verður breytt samhliða breytingu aðalskipulags.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
16.   Grímkelsstaðir 1-32 og Grímkelsstaðir L170861-863; Krókur L170822; Staðfesting á afmörkun og stærð lóða – 2312046
Lagðar eru fram merkjalýsingar skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er varðar afmörkun 19 þegar stofnaðra lóða úr landi Króks. Jafnframt er staðföngum lóðanna breytt til að samræmast betur reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017. Um er að ræða lóðir við Víðihlíð 1, 3 og 4 og Grímkelsstaði 3, 5, 7, 8, 9, 10, 11, 13, 15, 17, 21, 23, 25, 27, 29 og 31. Stærðir lóðanna breytast ekki frá núverandi skráningu í fasteignaskrá skv. hnitsettri afmörkun sem ekki hefur legið fyrir áður.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðanna skv. framlögðum merkjalýsingum. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið.
 17.    Hagavík Sauðatangi (B) L231136 og Hagavík C L231137; Hagavík Hvammshraun (C2), Hagavíkurhraun (B2 C3); Stofnun lóða – 2107076
Lögð er fram undirrituð merkjalýsing dags. 10.10.2024 er varðar skiptingu Hagavíkur C L231137 og staðfestingu á afmörkun sumarbústaðalóðarinnar Hagavík L170847. Málið var tekið fyrir og samþykkt á 222. fundi skipulagsnefndar og síðar í sveitarstjórn en er nú lagt fyrir að nýju með uppfærðum gögnum þar sem gerðar hafa verið breytingar á afmörkun landeignanna. Óskað er eftir stofna tvær landeignir, Hagavíkurhraun (37,06 ha) og Hvammshraun (37,05 ha) úr landi Hagavíkur C sem verður 41,26 ha eftir skiptin. Jafnframt er óskað eftir staðfestingu á hnitsettri afmörkun Hagavíkur L170847 sem mælist 6.000 fm að stærð skv. merkjalýsingunni.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun viðkomandi landeigna skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið.
18.   Borgarhóll L168437; Stóra-Borg lóð L168439 og L168440, Stóra-Borg lóð 8 og 17, Borgarhóll L169151; Sameining og staðfesting á afmörkun lands – 2410056
Lögð er fram merkjalýsing dags. 14.10.2024 er varðar sameiningu lóða og staðfestingu á afmörkun Borgarhóls í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sameina á fimm landeignir, Stóra-Borg lóð L168439 og L168440, Stóra-Borg lóð 8 L218052, Stóra-Borg lóð 17 L218061 og Borgarhóll L169151, við Borgarhól L168437 sem verður 85 ha eftir sameiningu skv. meðfylgjandi merkjalýsingu. Ytri afmörkun Borgarhóls, fyrir sameiningu, hefur ekki áður legið fyrir hnitsett nema að hluta til.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og sameiningu viðkomandi landeigna sem merkjalýsingin tekur til. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið.
19.   A- og B-gata úr Norðurkotslandi; Lega lóða og aðkoma; Deiliskipulagsbreyting – 2410073
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til A- og B-gatna frístunasvæðis í Norðurkotslandi. Í breytingunni felst breytt lega lóða og byggingarreita innan svæðisins í takt við mælingar af svæðinu auk þess sem tekið er til aðkomumála á svæðinu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan svæðisins sem breytingin tekur til.
20.   Vesturhlíð, L192153; Frístundabyggð F16 og Verslunar- og þjónustusvæði VÞ5; Deiliskipulag – 2410072
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til deiliskipulags á frístundasvæði F16 og verslunar- og þjónustusvæðis VÞ5 sem eru staðsett innan lands Vesturhlíðar L192153.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hrunamannahreppur:
 21.   Reykjaból lóð 15 (L167013); byggingarheimild; bílageymsla – 2410031
Móttekin var umsókn þann 08.10.2024 um byggingarheimild fyrir 30,1 m2 bílageymslu á sumarbústaðalandinu Reykjaból lóð 15 L167013 í Hrunamannahreppi.
Samkvæmt framlögðum uppdráttum er umsóttur bílskúr í 4 metra fjarlægð frá lóðarmörkum. Samkvæmt gr. 5.3.2.12 skipulagsreglugerðar sem tekur til frístundabyggðar er óheimilt að byggja nær lóðarmörkun en 10 metra innan skilgreindra frístundalóða. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að umsókn um byggingarheimild verði synjað.
22.   Túnsberg 5 (L226909); byggingarheimild; reiðskemma – 2410066
Móttekin var umsókn þann 15.10.2024 um byggingarheimild fyrir 1.212,8 m2 reiðskemmu mhl 02 sem er viðbygging við hesthús á landinu Túnsberg 5 L226909 í Hrunamannahrepp.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Málið verði grenndarkynnt lóðarhöfum á svæðinu. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
23.   Hrunamannaafréttur, L223267; Kerlingarfjöll; Ásgarður 2; Stofnun lóðar – 2410078
Lögð er fram tillaga að merkjalýsingu sem tekur til stofnunar lóðar úr þjóðlendu Hrunamannaafréttar L223267. Um er að ræða um 2 ha lóð í Kerlingarfjöllum sem fær staðfangið Ásgarður 2.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið með fyrirvara um lagfærð gögn.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
 24.   Vorsabær 1 lóð L192936; Fjórar smábýlalóðir; Deiliskipulag – 2406070
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til landskika úr lendum Vorsabæjar 1 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eftir auglýsingu. Stærð skipulagssvæðisins er um 18 hektarar. Svæðið liggur vestan við bæjartorfu Vorsabæjar og afmarkast að norðanverðu af Fjallsvegi. Aðliggjandi eru skikar úr lendum Vorsabæjar 1 og 2. Á skikanum eru afmarkaðar fjórar smábýlalóðir þar sem heimilt verður að stofna lögbýli, byggja upp bæjartorfu og stunda hvern þann búskap sem heimilt er á landbúnaðarlandi samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins. Umsagnir bárust á auglýsingartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og með framlögðum svörum skipulagshönnuðar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 25.    Kálfhóll 2 L166477; Kálfhóll 2C; Stofnun lóðar – 2410064
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 01.10.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar stofnun nýrrar lóðar. Óskað er eftir að stofna 3.232,71 fm lóð, Kálfhóll 2C, úr landi Kálfhóls 2 L166477 sem verður 93.8 ha eftir skráningu skv. núverandi skráðri stærð. Gert er ráð fyrir að lóðin sé íbúðarhúsalóð en ekkert deiliskipulag er innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið. Skipulagsnefnd UTU bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins, mælist nefndin til þess að notkun lóðarinnar sé skilgreind í takt við landnotkun svæðisins í aðalskipulagi.
26.   Ólafsvellir L166484; Ólafsvellir 2 og Ólafsvellir L187515; Stofnun lóðar og breytt staðfang – 2410063
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 01.10.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar stofnun nýrrar lóðar og beiðni um breytt staðfang.
Óskað er eftir að stofna 2.000 fm lóð, Ólafsvellir 2, úr landi Ólafsvalla L166484 sem verður 445,2 ha eftir skráningu skv. núverandi skráðri stærð. Gert er ráð fyrir að lóðin sé íbúðarhúsalóð en ekkert deiliskipulag er innan svæðisins.
Jafnframt er óskað eftir að staðfangi lóðarinnar Ólafsvellir lóð L187515 fái staðfangið Ólafsvellir 1.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið. Skipulagsnefnd UTU bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins, mælist nefndin til þess að notkun lóðarinnar sé skilgreind í takt við landnotkun svæðisins í aðalskipulagi. Ekki eru gerðar athugasemdir við breytt staðfang lóðar.
 

27.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24-213 – 2410002F

Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 24-213.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05