Skipulagsnefndarfundur nr. 289 – 9. október 2024

Fundargerð skipulagsnefndar UTU 289. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 09. október 2024 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

                        Ásahreppur:
1.   Ás 3 III-1 land L204646; Bygging tjaldhýsa; Deiliskipulag – 2405108
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga deiliskipulags sem tekur til lands Vesturáss og Áss 3 land III-1. Innan svæðisins eru skilgreindar byggingarheimildir sem taka til uppbyggingar á íbúðarhúsi, hesthúsi og reiðskemmu auk kúlutjalda sem ætluð eru til útleigu. Gerðar hafa verið breytingar á aðkomu að landinu frá auglýstri tillögu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að ekki sé ástæða til auglýsa málið að nýju vegna breyttrar vegtengingar þar sem samþykkt Vegagerðarinnar vegna bráðabirgðar vegtengingar að landinu liggur fyrir, skipulagsfulltrúi fundaði jafnframt með Vegagerðinni vegna málsins sem stendur við fyrri umsögn vegna málsins með fyrirvara um að komi til breytinga á deiliskipulagi svæðisins sem verði til þess að umferð um afleggjarann verði meiri þurfi hugsanlega að endurskoða viðkomandi tengingu. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bláskógabyggð:
2.   Vesturbyggð 7 L195385; Einbýlishúsalóð í parhúsalóð; Deiliskipulagsbreyting – 2409037
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Vesturbyggðar 7 í Laugarási. Í breytingunni felst að lóðin breytist úr lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir parhús. Samhliða eru gerðar breytingar sem taka til númeringar á lóðum við Vesturbyggð auk þess sem afmörkuð er landbúnaðarlóð L3 austan við Teig án byggingarreits, lóðin fær staðfangið Skógargata 2A.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða sem breytingin tekur til.
3.   Brattholt 167065; Friðlandið við Gullfoss; Stofnun lóðar – 1611018
Lögð er fram að nýju umsókn um afmörkun og stofnun friðlandsins við Gullfoss úr landi Brattholts L167065. Málið var áður tekið fyrir á 154. fundi skipulagsnefndar og síðar samþykkt í sveitarstjórn með fyrirvara um að Gullfoss 1/2 L167192, sem er innan sveitarfélagsmarka Bláskógabyggðar, yrði ekki hluti af friðlandinu. Verið er að taka málið upp aftur m.a. vegna samskipta við HMS þar sem fram kemur að gerðar yrðu athugasemdir af hálfu HMS ef fossinn sjálfur fylgi ekki bakkanum sem að honum liggur þar sem það stenst ekki vatnalög nr. 15/1923 (3. og 4. grein). Meðfylgjandi lóðablað var uppfært á sínum tíma með þeim hætti að gert er ráð fyrir að Gullfoss 1/2 L167192 sameinist og verði hluti af friðlandinu ásamt því að afmörkun friðlandsins var uppfærð til samræmis við skipulagsbreytingu fyrir Gullfosskaffi L193452, samþ. 21.01.2021, þar sem m.a. afmörkun landsins var breytt. Fyrir liggur undirritað samþykki fyrir afmörkun landsins og þ.á.m. samþykki f.h. Ríkissjóðs Íslands, eiganda fossins og friðlandsins. Stærð friðlandsins, skv. uppfærðu lóðablaði, síðast dags. 19.11.2021, er um 152 ha miðað við þurrlendi.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og stofnun landeignarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn og lóðablaði. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
4.  Blágnípujökull (hluti Hofsjökuls) í Bláskógabyggð; Stofnun þjóðlendu – 2410006
Lögð er fram umsókn Regínu Sigurðardóttur, f.h. forsætisráðuneytisins, um stofnun þjóðlendu. Um er að ræða 83 km2 landsvæði, Blágnípujökull (hluti Hofsjökuls) innan marka Bláskógabyggðar, skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008, dags. 19.06.2009. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998 með síðari breytingum. Landeigandi er íslenska ríkið skv. 2. gr. laga nr. 58/1998. Afmörkun þjóðlendunnar er sýnd á meðfylgjandi mæliblaði dags. 16.09.2024.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun þjóðlendunnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
5.   Langjökull suðaustur í Bláskógabyggð; Stofnun þjóðlendu – 2410008
Lögð er fram umsókn Regínu Sigurðardóttur, f.h. forsætisráðuneytisins, um stofnun þjóðlendu. Um er að ræða 520 km2 landsvæði, Langjökull suðaustur innan marka Bláskógabyggðar, skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014, dags. 11.10.2016. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998 með síðari breytingum. Landeigandi er íslenska ríkið skv. 2. gr. laga nr. 58/1998. Afmörkun þjóðlendunnar er sýnd á meðfylgjandi mæliblaði dags. 24.09.2024.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun þjóðlendunnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
Flóahreppur:
6.    Gaulverjabæjarskóli L165520, Félagslundur L165473 og Íþróttavöllur L165521; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð lóða – 2409086
Lögð er fram merkjalýsing dags. 18.09.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar afmörkun og breytta stærð lóðanna Gaulverjabæjarskóli L165520, Félagslundur L165473 og Íþróttavöllur L165521 í Flóahreppi sem byggir m.a. á afsali frá 2001. Skv. merkjalýsingunni þá sameinast Íþróttavöllur (skráð 1,4 ha) við Félagslund (skráð 700 fm) sem verður 1,9 ha eftir breytingu og Gaulverjabæjarskóli stækkar úr 1,3 ha í 2,7 ha eftir breytingu skv. nákvæmari skilgreiningu og mælingum á afmörkun lóðanna sem nú liggur fyrir. Einnig liggur fyrir deiliskipulag fyrir Gaulverjabæjarskóla L165520, samþ. í sveitarstjórn þ. 09.07.2024, sem er í samræmi við afmörkun lóðarinnar skv. merkjalýsingu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
7.  Mosató 6 L231444; Frístundabyggð í íbúðarhúsabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2409036
Lögð er fram umsókn sem tekur til breytingar á deiliskipulagi á lóð Mosató 6 L231444 í Flóahreppi. Lóðin er skilgreind sem frístundalóð en í breytingunni felst að lóðin verði skilgreind sem íbúðarhúsalóð.
Skipulagsnefnd UTU vísar til fyrri afgreiðslu er varðar lóðir Mósatóar 7 og 8 þar sem skipulagsfulltrúa var falið að funda með eigendum lóða 6, 7 og 8 varðandi framtíðarskipulag viðkomandi lóða. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að afgreiðslu málsins verði frestað og að málinu verði vísað til úrvinnslu skipulagsfulltrúa.
8.   Skálmholt land G L199351; Hraunhólar; Breytt heiti lands – 2410020
Lögð er fram umsókn þar sem óskað er eftir að breyta staðfangi landsins Skálmholt land G L199351. Óskað er eftir að landið fái staðvísinn Hraunhólar. Fyrir liggur rökstuðningur eiganda fyrir nafninu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að ekki verði gerðar athugasemdir við framlagða beiðni um breytt staðfang landsins.
9.   Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029; Nýtt vatnsból og vatnsverndarsvæði í Áshildarmýri; Aðalskipulagsbreyting – 2408073
Lögð er fram eftir kynningu tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á vatnsbóli í landi Hjálmholts. Vatnsbólið er í Flóahreppi en vatnsverndarsvæði er skilgreint þvert á sveitarfélagsmörk í Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Borað hefur verið eftir vatni á staðnum og er vatnsbólið í notkun. Samhliða er gerð breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 þar sem gerð er grein fyrir vatnsverndarsvæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna skilgreiningar á vatnsbóli í landi Hjálmholts verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
10.   Krækishólar lóð L166421; Breyttir skilmálar; Aðalskipulagsbreyting – 2405030
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps er varðar íbúðarsvæði Krækishóla L166421. Í breytingunni felst nánari skilgreining á heimildum innan lóða er varðar aukahús tengd uppbyggingu íbúðarhúsa. Nánari skilgreining byggingarheimilda verði innan deiliskipulags svæðisins. Athugasemdir bárust við fyrri tillögu og er hún því lögð fram að nýju.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
11.   Kiðjaberg lóð 18 L168949; Breytt lóðarmörk; Deiliskipulagsbreyting – 2410011
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar 18 innan frístundasvæðisins í Kiðjabergi. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar úr 11.000 fm í 12.920 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða, landeiganda upprunalands og félagi sumarhúsaeigenda svæðisins.
12.  Miðengi L168261; Álfabyggð 24; Breytt afmörkun; Deiliskipulagsbreyting – 2409054
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Álfabyggðar 24 í landi Miðengis L168261. Í breytingunni felst stækkun lóðar og breytt staðetning hornstólpa á búfjárgirðingu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða, landeiganda upprunalands og félagi sumarhúsaeigenda svæðisins.
13.   Hestur lóð 111 L168617; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2410009
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til frístundalóðar númer 111 í landi Hests L168617 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst breytt stærð og lega byggingarreits.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða og félagi sumarhúsaeigenda svæðisins.
14.   Herjólfsstígur 20 L202484; Breyta frístundalóð í lögbýli og breyta heiti í Ásgarður 2; Fyrirspurn – 2409065
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til breytingar á skráningu á lóðinni Herjólfsstígur 20 L202484. Í breytingunni felst að lóðin verði skilgreind sem lögbýli og fái nafnið Ásgarður 2.
Herjólfsstígur 20 er staðsett innan frístundasvæðis samkvæmt aðal- og deiliskipulagi svæðisins og er aðkoma að lóðinni um veg sem liggur framhjá um 10 frístundalóðum. Húsið var upphaflega byggt sem sumarhús þótt svo að það sé byggt á grunni gamals útihúss á svæðinu. Að mati nefndarinnar eiga því ekki sömu forsendur við og gagnvart íbúðarhúsi upprunajarðarinnar sem stendur á aðliggjandi lóð, Ásgarðs 2, og telur ekki forsendur fyrir breyttri notkun stakrar lóðar innan þegar skipulagðs frístundasvæðis. Nefndin vísar fyrirspurninni til umræðu í sveitarstjórn.
15.   Selholt L205326; Sameining byggingarreita og stækkun; Deiliskipulagsbreyting – 2410013
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Selholts L205326 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að byggingareitir sameinist og stækki.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
16.   Kiðjaberg L168959 sumarbústaðaland; Fækkun húsa og aukning byggingarhæðar; Deiliskipulagsbreyting – 2410010
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á skilmálum deiliskipulags sem tekur til smáhýsasvæðis í Kiðjabergi. Í breytingunni felst breytt stærð og hæð hýsanna en þá verður einnig leyfilegt að byggja fleiri hýsi en áður var gert ráð fyrir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
17.  Minna-Mosfell L168262; Breytt landnotkun; Náma; Aðalskipulagsbreyting – 2410017
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til skilgreiningar á efnistökusvæði innan lands Minna-Mosfells.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18.   Kiðjaberg 101 og 102; Breytt lega lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2404059
Lögð er fram að nýju uppfærð umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til lóða Kiðjabergs 101 og 102. Í breytingunni felst breytt innbyrðis lega lóðanna þar sem lóð 101 verður 12.580 fm og lóð 102 verður 11.215 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt sömu hagsmunaaðilum og á fyrri stigum málsins. Nefndin leggur áherslu á að framlögð samþykkt felur ekki í sér samþykki á stækkun hússins frá framlögðum uppdráttum þar sem gert er ráð fyrir uppfylltum lagnakjallara þar sem í dag hefur verið innréttað nýtanlegt rými innan hússins. Framlögð samþykkt feli jafnframt ekki í sér kröfu um uppfært byggingarstig hússins á meðan rými hússins sem hafa verið innréttuð sem nýtanleg rými, en eiga samkvæmt teikningu að vera uppfyllt, eru óbreytt. Nefndin bendir umsækjanda á að fyrir liggur breyting á aðalskipulagi sem tekur til heimilda fyrir auknu nýtingarhlutfalli á frístundasvæðum sveitarfélagsins.
19.   Suðurkot L168285; Vesturkot; Stofnun lóðar – 2409064
Lögð er fram umsókn er varðar nýjan staðvísi fyrir nýja frístundalóð úr landi Suðurkots L168285. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Vesturkot. Stofnun lóðarinnar er í samræmi við deiliskipulag samþykkt í sveitarstjórn þ. 19.06.2024 en ekki var gert ráð fyrir staðfangi lóðarinnar í skipulaginu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við nýjan staðvísi.
20.   Suðurkot L168285; Reynikot; Stofnun lóðar – 2410005
Lögð er fram umsókn er varðar nýjan staðvísi fyrir nýja frístundalóð úr landi Suðurkots L168285. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Reynikot. Stofnun lóðarinnar er í samræmi við deiliskipulag samþykkt í sveitarstjórn þ. 05.06.2024 en ekki var gert ráð fyrir staðfangi lóðarinnar í skipulaginu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við nýjan staðvísi.
21.   Grímkelsstaðir 12 (áður 33) L170844; Krókur L170822; Breytt heiti og stækkun lóðar – 2401041
Lögð er fram merkjalýsing dags. 07.05.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er varðar hnitsetta afmörkun og stækkun lóðarinnar Grímkelsstaðir 12 (áður 33) L170844. Lóðin er skráð með stærðina 2.585 fm en skv. merkjalýsingu þá mælist hún 4.913,7 fm eftir stækkun. Stækkunin kemur úr landi Króks L170822.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið.
22.   Krókur L170822; Víðihlíðarflöt; Stofnun lóðar – 2401043
Lögð er fram merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er varðar stofnun nýrrar lóðar úr landi Króks L170822. Óskað eftir að stofna 63.079 fm lóð og að hún fái staðfangið Víðihlíðarflöt.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemdir við stofnun Víðihlíðarflatar skv. framlagðri merkjalýsingu og mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að erindið verði samþykkt.
23.   Krókur L170822; Grímkelsstaðir 6; Stofnun lóðar – 2410032
Lögð er fram merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er varðar stofnun nýrrar lóðar úr landi Króks L170822. Óskað eftir að stofna 1.475 fm lóð og að hún fái staðfangið Grímkelsstaðir 6.
Samkvæmt almennum skilmálum aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 er varðar frístundasvæði er tiltekið að lóðir skulu að jafnaði vera á stærðarbilinu 1/2 – 1 ha og nýtingarhlutfall allt að 0,03. Mælist nefndin því til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að umsókn um stofnun 1.475 fm lóðar Grímskelsstaða 6 verði synjað.
Hrunamannahreppur:
24.   Brattöldujökull (hluti Hofsjökuls) í Hrunamannahreppi; Stofnun þjóðlendu – 2410007
Lögð er fram umsókn Regínu Sigurðardóttur, f.h. forsætisráðuneytisins, um stofnun þjóðlendu. Um er að ræða 71 km2 landsvæði, Brattöldujökull (hluti Hofsjökuls) innan marka Hrunamannahrepps, skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008, dags. 19.06.2009. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998 með síðari breytingum. Landeigandi er íslenska ríkið skv. 2. gr. laga nr. 58/1998. Afmörkun þjóðlendunnar er sýnd á meðfylgjandi mæliblaði dags. 16.09.2024.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun þjóðlendunnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
25.   Þjórsárjökull (hluti Hofsjökuls) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi; Stofnun þjóðlendu – 2410003
Lögð er fram umsókn Regínu Sigurðardóttur, f.h. forsætisráðuneytisins, um stofnun þjóðlendu. Um er að ræða 310 km2 landsvæði, Þjórsárjökull (hluti Hofsjökuls) innan marka Skeiða- og Gnúpverjahrepps, skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008, dags. 19.06.2009. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998 með síðari breytingum. Landeigandi er íslenska ríkið skv. 2. gr. laga nr. 58/1998. Afmörkun þjóðlendunnar er sýnd á meðfylgjandi mæliblaði dags. 16.09.2024.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun þjóðlendunnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið.
26.   Klettar (L166589); byggingarleyfi; starfsmannahús og geymsla – breyta notkun í gistihús – 2409074
Móttekin var umsókn þann 26.09.2024 um byggingarleyfi til að breyta notkun á mhl 05 starfsmannahús og geymsla, 1.476,7 m2, í gistihús á jörðinni Klettar L166589 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Að mati skipulagsnefndar er breytt notkun starfsmannahúss og geymslu í gistihús háð breyttri landotkun svæðisins úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að umsókn um byggingarleyfi verði synjað í framlagðri mynd.
27.   Mið- og Árhraunsvegur; Skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2409041
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á skilmálum deiliskipulags sem tekur til Mið- og Árhraunsvegar í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst að á Mið- og Árhraunsvegi, Miðhraunsvegi 2 og Árhraunsvegi 13, 15 og 17 megi byggja íbúðarhús í stað frístundahúss.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
28.   Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps; Minni-Ólafsvellir; Aðalskipulagsbreyting – 2310031
Lögð er fram eftir kynningu breytingartillaga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Aðalskipulagsbreytingin nær yfir hluta Minni-Ólafsvalla L166482. Gert er ráð fyrir að hluta landbúnaðarsvæðis er breytt í íbúðarbyggð og verslunar- og þjónustusvæði. Heimilt er að vera með íbúðarhús og gestahús með gistingu fyrir allt að 70 gesti. Einnig er heimilt að vera með ýmiss konar afþreyingu, einkum tengda hestum. Fyrir er á Minni-Ólafsvöllum íbúðarhús, skemma og geymsluhúsnæði og verður áfram heimiluð föst búseta.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna hluta Minni-Ólafsvalla verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
29.   Kílhraun land L1941805; Áshildarvegur 9 L230770; Deiliskipulagsbreyting – 2204056
Lögð er fram umsókn frá Rúnari Lárussyni er varðar breytingu á deiliskipulagi að Áshildarvegi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst að skilgreindur er byggingarreitur á lóð Áshildarvegar 9.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjarhrepps að samþykkja kynningu framlagðrar breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
30.   Hjálmholt og Áshildarmýri; Vatnsból og Vatnsverndarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2406076
Lögð er fram eftir kynningu tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til nýs vatnsverndarsvæði í Áshildarmýri. Vatnsbólið sem vatnsverndarsvæðið tekur til er í Flóahreppi og er lögð fram sambærileg tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar á vatnsbóli innan Flóahrepps.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjarhrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna vatnsverndarsvæðis í Áshildarmýri verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
31.   Skólabraut 2; Breyttur byggingarreitur; óveruleg deiliskipulagsbreyting – 2410024
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Árness sem tekur til lóðar Skólabrautar 2. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Öll sveitarfélög:
32.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24-212 – 2409004F
Lögð er fram til kynningar fundargerðar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 24-212.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45