Skipulagsnefndarfundur nr. 286, dags. 28. ágúst 2024

 

 

Fundargerð skipulagsnefndar UTU fundur skipulagsnefndar UTU haldinn að Laugarvatni miðvikudaginn 28. ágúst 2024 og hófst hann kl. 9:00

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi og Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

       Ásahreppur:
 1.   Sultartangi; Rafstrengur og ljóslögn í 5km; Framkvæmdaleyfi – 2408070
Lögð er fram umsókn frá Orkufjarskiptum hf er varðar framkvæmdaleyfi fyrir lagningu rafstrengs og ljóslagnar milli lokumannvirkja LV í Sultartanga. Lagnaleiðin er um 5 km.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi Sultartangastöðvar eru sveitarfélagsmörk Ásahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps dregin austar en sýnt er á framlögðum gögnum. Að mati skipulasnefndar ætti umsóknin því að taka til Skeiða- og Gnúpverjahrepps einnig. Mælist nefndin til þess að afgreiðslu málsins verði frestað.
Bláskógabyggð:
2.   Bjarkarhöfði L167731; Breytt landnotkun; Óveruleg breyting á aðalskipulagi – 2405092
Lögð er fram afgreiðsla Skipulagsstofnunar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar er varðar land Bjarkarhöfða L167731.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkt verði að vinna skipulagslýsingu sem tekur til framlagðra breytinga til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.   Stórholt L167650; Byggingarreitir; Deiliskipulag – 2405109
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Stórholts í Bláskógabyggð úr landi Úteyjar 1 eftir auglýsingu. Stærð Stórholts og skipulagssvæðisins eru 9 hektarar. Innan svæðisins eru skilgreindir byggingarreitir og byggingarheimildir fyrir m.a. gróðurhús, skemmu, frístundahús, íbúðarhús og gestahús. Umsagnir bárust við auglýsingu tillögunnar og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum gögnum við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.   Hrosshagi 5 L228433 og 5B L233479; Nýr aðkomuvegur; Deiliskipulag – 2406005
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi vegna skilgreiningar á aðkomuvegi að landi Hrosshaga 5 L228433 og 5B L233479 eftir grenndarkynningu. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu málsins og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir grenndarkynningu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við þeim athugasemdum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra gagna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.   Drumboddsstaðir 1 L167076; Hrísbraut 5; Stofnun lóðar; Deiliskipulag – 2408046
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til stakrar frístundalóðar, Hrísbrautar 5, úr landi Drumboddsstaða innan frístundasvæðis F86.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
6.   Efra-Apavatn 1D L226190; Frístundalóðir og skógrækt; Deiliskipulag – 2404002
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags vegna lands Efra-Apavatns 1D L226190 eftir kynningu. Um er að ræða skilgreiningu frístundalóða og byggingarheimilda innan frístundasvæðis F21. Samtals er gert ráð fyrir 8 lóðum á svæðinu. Á hverri lóð er gert ráð fyrir heimildum fyrir frístundahús, gestahús/aukahús allt að 40 fm og geymsluhús að 15 m2 innan hámarksnýtingarhlutfalls 0,03. Afgreiðslu málsins var frestað á 285. fundi skipulagsnefndar þar sem ekki var gert grein fyrir flóttaleiðum með fullnægjandi hætti. Uppfærð gögn lögð fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
7.   Bergsstaðir L189399; Íbúðarhús, gestahús, 3 smáhýsi og skemma; Deiliskipulag – 2403100
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags fyrir Bergstaði L189399 í Bláskógabyggð eftir auglýsingu. Landið er skráð 18,6 ha í landeignaskrá HMS. Deiliskipulagið heimilar byggingu á íbúðarhúsi og bílskúr, gestahúsi og þremur gestahúsum fyrir ferðaþjónustu auk útihúss/skemmu. Skipulagið nær til alls landsins og aðkomu að því frá Einholtsvegi (nr. 358). Landið er óbyggt. Lögð er fram uppfærð tillaga eftir auglýsingu þar sem brugðist hefur verið við umsögn Vegagerðarinnar og bókun sveitarstjórnar er varðar vatnsöflun á svæðinu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.   Þöll 190302 L190302; Framkvæmdarleyfi – 2408083
Lögð er fram beiðni um framkvæmdaleyfi sem tekur til nýrrar innkeyrslu inn á lóð Þöll L190302 í Reykholti í tengslum við byggingu skemmu á lóðinni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að útgáfa framkvæmdaleyfis fyrir nýrri innkeyrslu inn á lóð Þöll L190302 verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Flóahreppur:
9.   Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029; Nýtt vatnsból og vatnsverndarsvæði í Áshildarmýri; Aðalskipulagsbreyting – 2408073
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á vatnsbóli í landi Hjálmholts. Vatnsbólið er í Flóahreppi en vatnsverndarsvæði er skilgreint þvert á sveitarfélagsmörk í Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Borað hefur verið eftir vatni á staðnum og er vatnsbólið í notkun. Samhliða er gerð breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 þar sem gerð er grein fyrir vatnsverndarsvæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.   Skálmholt land L186111; Breyttir skilmálar; Aðalskipulagsbreyting – 2405029
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps er varðar íbúðarsvæði Skálmholti L186111 eftir yfirferð Skipulagsstofnunar. Að mati stofnunarinnar þurfti að gera með ítarlegri hætti grein fyrir heimildum breytinganna og er því lögð fram uppfærð tillaga. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu á aukahúsum tengdum uppbyggingu á íbúðarhúsalóðum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á grundvelli framlagðra gagna og rökstuðnings. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent skipulagsstofnun til samþykktar.
 Grímsnes- og Grafningshreppur:
 11.    Giljabakki (Minni-bær land) L169227; Skilgreining landsspildu; Íbúðarhús, hesthús og skemma/skýli; Deiliskipulag – 2405018
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga að deiliskipulagi sem tekur til landspildu Minni-Bæjar L169227, sem verður Giljabakki, í samræmi við stefnumörkun skipulagsins. Í skipulaginu eru skilgreindar heimildir sem taka til uppbyggingar íbúðarhúsa, hesthúss og skemmu/skýlis. Umagnir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðri tillögu við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12.   Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps; Skilmálabreyting; Skógrækt og frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2408047
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytingar á skilmálum aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps. Breytingin tekur til skógræktar innan skilgreindra landnotkunarflokka, svo sem landbúnaðarlands, opinna svæða og skógræktar- og landgræðslusvæða. Undanfarin misseri hefur verið töluverð eftirspurn eftir landsvæði undir skógrækt í sveitarfélaginu. Oftast nær eru það svæði á þegar skilgreindu landbúnaðarlandi. Þar af leiðandi telur sveitarstjórn nauðsynlegt að marka skýrari stefnu í aðalskipulagi um hvaða svæði séu æskileg undir skógrækt, hver málsmeðferð slíkra mála skal vera og hvers konar gögn þarf að leggja fram með slíkum umsóknum. Markmið breytingarinnar er að gera ítarlegri skilmála til að hafa bæði betri yfirsýn og stjórn á skógrækt, sem og skapa betra verkfæri til að takast á við og halda utan um skógræktaráform innan sveitarfélagsins til framtíðar.
Einnig er gerð breyting á almennum skilmálum fyrir uppbyggingu í frístundabyggð þar sem nýtingarhlutfall verður rýmkað. Í Grímsnes- og Grafningshreppi er ein stærsta frístundabyggð landsins og hyggst sveitarfélagið koma til móts við landeigendur og aukna eftirspurn eftir rýmri byggingarheimildum þar sem aðstæður leyfa.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13.   Villingavatn bátaskýli L237203; Bátaskýli; Deiliskipulag – 2408067
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til skilgreiningar á byggingarheimildum fyrir geymsluhúsnæði/skemmu á lóð Villingavatns bátaskýli L237203.
Að mati skipulagsnefndar UTU er nauðsynlegt að setja fram ítarlegri skilmála er varðar útlit og gerð húss á viðkomandi svæði m.t.t. þess hvernig húsið muni falla inn í umhverfið. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn að afgreiðslu málsins verði frestað.
14.   Efri-Brú L196003; Stofnun lóðar – 2408082
Lögð er fram merkjalýsing sem tekur til stofnunar þriggja lóða úr jörðinni Efri-Brú L196003.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerða um merki fasteigna nr. 160/2024 með fyrirvara um samþykki landeigenda viðkomandi merkja. Skipulagsnefnd UTU bendir á að framkvæmdir innan lóða eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins.
Hrunamannahreppur:
15.   Hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum; Neðri-Hveradalir reitur 10; Bílastæði og þjónustuhús; Endurskoðað deiliskipulag – 2302035
Lögð er fram tillaga sem tekur til deiliskipulags fyrir Neðri-Hveradali í Kerlingarfjöllum. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á byggingarheimildum fyrir þjónustuhús og bílastæði við Neðri-Hveradali. Ákveðið var að vinna nýtt deiliskipulag í stað þess að vinna breytingu á gildandi skipulagi svæðisins. Það felur í sér að við gildistöku nýs deiliskipulags fyrir reit 10, þá verður sama svæði fellt úr gildi í deiliskipulagi frá 2014 með óverulegri breytingu sem tekur gildi samhliða framlagðri deiliskipulagstillögu. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að byggja allt að 20 m2 þjónustuhús með salernum. Heimilt er að vera með palla umhverfis húsið og aðstöðu fyrir gesti til að setjast niður, njóta útsýnis og borða nesti. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi bílastæða geti verið allt að 84. Tillagan var áður samþykkt í sveitarstjórn eftir auglýsingu þann 18.4.2024. Þar sem meira en ár er liðið frá því að athugasemdafresti við tillöguna lauk er hún tekin fyrir að nýju.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
16.   Birkihlíð 17-21; Lóð fyrir hreinsistöð breytt í raðhús; Deiliskipulagsbreyting – 2405091
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Birkihlíðar 17 innan deiliskipulags Grafar og Laxárhlíðar, reitur M2 eftir grenndarkynningu. Breytingin tekur til íbúðarlóðar við Birkihlíð 17-21 þar sem gert er ráð fyrir hreinsistöð í gildandi deiliskipulagi. Tildrög breytingarinnar eru þau að ákveðið hefur verið að flytja hreinsistöðina út fyrir deiliskipulagsreitinn og við það verður til svæði sem hentar vel fyrir íbúðarlóð, með það fyrir augum að nýta byggingarland sveitarfélagsins sem best. Aðkoma að lóð nr. 17-21 verður frá Birkihlíð og er lagt til að nýtt endahús verði raðhús á einni hæð með sambærilegum skilmálum og gildir fyrir önnur hús í hverfinu, en án bílskúra. Athugasemd barst við kynningu tillögunnar og er hún lögð fram við afgreiðslu hennar ásamt samantekt viðbragða.
Að mati skipulagsnefndar UTU er athugasemdum sem bárust svarað með fullnægjandi hætti innan framlagðrar samantektar athugasemda. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að tillagan verði samþykkt eftir grenndarkynningu og að deiliskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samantekt andsvara verði send þeim sem athugasemdir gerðu við breytingartillöguna.
  17.  Birkihlíð 12-16 L232275 Flúðum; Reitur M2; Breyting byggingaskilmála; Deiliskipulagsbreyting – 2408055
Lögð er fram beiðni um breytingu á gildandi deiliskipulagi á reit M2 á miðsvæði Flúða, sem tekur til lóðarinnar að Birkihlíð 12-16. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja á lóðinni fjölbýlishús á tveimur hæðum með allt að 8 íbúðum, af húsgerðinni F-2H skv. byggingarskilmálum í gildandi deiliskipulagi, í stað 4-6 íbúða eins og núverandi skiplagsskilmálar kveða á um.
Nefndin vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn Hrunamannahrepps.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
 18.   Minni-Núpur 166583; Staðfesting á afmörkun jarðar – 2408039
Lögð er fram merkjalýsing sem tekur til afmörkunar jarðarinnar Minni-Núps L166583 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- Gnúpverjahrepps að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerða um merki fasteigna nr. 160/2024 með fyrirvara um samþykki landeigenda viðkomandi merkja.
19.   Skógarlundur L236998; Skógræktarsvæði; Verslunar- og þjónustustarfsemi; Aðalskipulagsbreyting – 2312032
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Í breytingunni felst að skógaræktarsvæði er breytt í verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20.   Sandártunga; Skilgreining efnistökusvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2401008
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar er varðar breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að skilgreint verður nýtt efnistökusvæði í Sandártungu í Þjórsárdal. Efni úr námunni verður einkum nýtt í fyrirhugaða færslu á hluta Þjórsárdalsvegar. Bæði er þörf á efni í veginn og einnig grjót í grjótvörn utan á hann. Hluti efnis verður nýttur í nýjan Búðaveg og eftir atvikum í aðrar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Heimilað verður að taka allt að 200.000 m3 af efni á u.þ.b. 4 ha svæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna skilgreiningar á efnistökusvæði verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
21.   Stóra-Hof 1 L166601; Breyting lóða og stærðir; Deiliskipulagsbreyting – 2406010
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóða við Hrútalág og Hofskots 10 innan frístundasvæðisins byggiðn í landi Stóra-Hofs. Í breytingunni felst breytt lega lóða við Hrútalág eftir uppmælingu á staðnum auk stækkunar á lóð og byggingarreit lóðar Hofskots 10. Athugasemd barst við tillöguna frá lóðarhafa Hrútalágar 3 innan og er hún lögð fram við afgreiðslu málsins ásamt mótsvörum vinnsluaðila skipulagsbreytingarinnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að framlögð tillaga verði samþykkt eftir kynningu. Samkvæmt upplýsingum frá málsaðila voru lóðarmörk mæld upp á staðnum í samráði við lóðarleigutaka og byggir tillagan á þeim mælingum. Nánari útfærsla á lóðarmörkum innan svæðisins er á höndum landeigenda með útgáfu uppfærðra merkjalýsinga í samræmi við hið breytta deiliskipulag. Breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
22.   Hjálmholt og Áshildarmýri; Vatnsból og Vatnsverndarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2406076
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til nýs vatnsverndarsvæði í Áshildarmýri. Vatnsbólið sem vatnsverndarsvæðið tekur til er í Flóahreppi og er lögð fram sambærileg tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar á vatnsbóli innan Flóahrepps.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23.   Háifoss og Granni; Áningarstaður ferðamanna; Deiliskipulag – 2403048
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til áningarstaðar við Háafoss, innst í Þjórsárdal, á Gnúpverjaafrétti. Háifoss og Granni eru á náttúruminjaskrá sem friðlýst náttúruvætti. Stærð skipulagssvæðisins er um 23,5 hektarar. Markmið með gerð deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu á innviðum s.s. bílastæða, göngustíga, útsýnissvæða og byggingarreits fyrir þjónustuhús. Umsagnir bárust við auglýsingu tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu hennar ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

24.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24-209 – 2408002F

Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 24-209

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30