15 ágú Skipulagsnefndarfundur nr. 285. – 14. ágúst 2024
Fundargerð skipulagsnefndar UTU fundur skipulagsnefndar UTU haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 14. ágúst 2024 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.
Fundargerð ritaði: Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
Ásahreppur: |
||
1. | Holtamannaafréttur L221893; Sigöldustöð; Efnistökusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2405114 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Ásahrepps 2020-2032. Með breytingunni felst að skilgreint verði nýtt efnistökusvæði við aðrennslisskurð Sigöldustöðvar. Efni hefur verið tekið af svæðinu við framkvæmdir tengdar virkjunum og vatnsmiðlun, en náman er ekki á skipulagi. Efni úr námunni verður einkum nýtt við framkvæmdir í tengslum við fyrirhugaða stækkun Sigöldustöðvar. Stærð efnistökusvæðis verður um 1 ha og heimilt verður að vinna allt að 49.000 m3 af efni. Umsagnir bárust við kynningu skipulagslýsingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
2. | Einholt (L180119); byggingarleyfi; einbýlishús – 2408005 | |
Móttekin var umsókn, þann 17.07.2024, um byggingarleyfi fyrir 74,5 m2 einbýlishús á jörðinni Einholt L180119 í Ásahreppi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar með fyrirvara um lagfærð gögn. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
Bláskógabyggð: | ||
3. | Útey 2 L167648; Frístundabyggð; Stækkun lóða og aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting – 2408033 | |
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til frístundasvæðis F34 í landi Úteyjar II. Í breytingunni felst stækkun nokkurra lóða á svæðinu úr 2.500 fm í 5.000 fm og að merkja vegi og stíga í samræmi við raun legu þeirra. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt hagsmunaaðilum innan skipulagssvæðisins og aðliggjandi landeigenda. | ||
4. | Reykholt; Skólavegur, Reykholtsbrekka, Tungurimi; Verslunar- og þjónustusvæði og breytt lega vegar og afmörkun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2306089 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar þéttbýlið í Reykholti eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Á Skólavegi 1 er starfrækt 40 herbergja hótel og er stefnan að stækka það í 120 herbergi á þremur hæðum. Lega götunnar Tungurima hefur verið hönnuð og var gatan færð um 15 m til norðvesturs, lóðir umhverfis götuna eru aðlagaðar að breyttri legu hennar. Þá er gamla leikskólanum á Reykholtsbrekku 4 breytt úr íbúðarlóð í verslunar- og þjónustulóð og settir skilmálar fyrir lóðina. Jafnframt er gert ráð fyrir mögulegri stækkun á leikskólanum Álfaborg til austurs. Athugasemdir bárust við gildistöku málsins frá Skipulagsstofnun, athugasemdir ásamt andsvörum eru lögð fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og andsvara vinnsluaðila skipulagsins sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
5. | Skógarberg lóð 1 L201529; Stækkun vélageymslu; Fyrirspurn – 2408018 | |
Lögð er fram fyrirspurn er varðar stækkun vélageymslu á lóð Skógarbergs lóð 1 L201529. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemdir við framlagða fyrirspurn sem tekur til viðbyggingar við vélageymslu á lóð Skógabergs lóð 1 L201529. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerðar athugasemdir við afgreiðslu byggingarleyfis á grundvelli framlagðrar fyrirspurnar. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. | ||
6. | Vörðhólsvegur 4 L175620; Stækkun lóðar og byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2408019 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Vörðhólsvegar 4 L175620 í Bláskógabyggð. Í henni felst stækkun á lóð og byggingarreit til suðurs, önnur mörk lóðarinnar breytast ekki. Lóðin er skráð 5.242 fm í dag og verður 5.586 fm eftir breytingu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum. | ||
7. | Efra-Apavatn 1D L226190; Frístundalóðir og skógrækt; Deiliskipulag – 2404002 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags vegna lands Efra-Apavatns 1D L226190 eftir kynningu. Um er að ræða skilgreiningu frístundalóða og byggingarheimilda innan frístundasvæðis F21. Samtals er gert ráð fyrir 8 lóðum á svæðinu. Á hverri lóð er gert ráð fyrir heimildum fyrir frístundahús, gestahús/aukahús allt að 40 fm og geymsluhús að 15 m2 innan hámarksnýtingarhlutfalls 0,03. Afgreiðslu málsins var frestað á 284. fundi skipulagsnefndar þar sem ekki var gert grein fyrir flóttaleiðum með fullnægjandi hætti. Uppfærð gögn lögð fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU telur að ekki hafi verið brugðist við athugasemdum Brunavarna Árnessýslu með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að fresta afgreiðslu málsins. | ||
Flóahreppur: | ||
8. | Skógsnes 3 (L229834); byggingarheimild; aðstöðuhús – 2407045 | |
Móttekin var umsókn, þann 11.07.2024, um byggingarheimild fyrir 45,3 m2 aðstöðuhús á landinu Skógsnes 3 L229834 í Flóahreppi. | ||
Sé tekið mið af núverandi legu Hamarsvegar er gert ráð fyrir því að umsótt aðstöðuhús standi of nálægt vegi sbr. kröfum 5.3.2.5 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 lið d. er varðar fjarlægð á milli bygginga og vega. Mælist nefndin því til þess að húsið verði staðsett í a.m.k. 50 metra fjarlægð frá núverandi legu Hamarsvegar í takt við kröfur skipulagsreglugerðar. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að útgáfu byggingarheimildar í núverandi mynd verði synjað. | ||
9. | Flóahreppur og Árborg; Selfosslína 1; Breytt lega loftlínu SE1; Aðalskipulagsbreyting – 2311074 | |
Lögð er fram tillaga að breyttu aðalskipulagi Flóahrepps er varðar breytta legu raflínu innan aðalskipulags Flóahrepps og Árborgar eftir auglýsingu. Landsnet ráðgerir að Selfosslína 1 (66 kV) verði tekin niður á kaflanum frá núverandi tengivirki á Selfossi að mastri nr. 99 sem er norðan við Hellisskóg, norðan Ölfusár. Í staðinn verði lagður 132 kV jarðstrengur. Nýr jarðstrengur mun í megindráttum fylgja nýrri legu Suðurlandsvegar norðaustan við Selfoss og fara um nýja brú yfir Ölfusá, fylgir þaðan Ölfusá til norðurs. Áætluð lengd jarðstrengs frá tengivirki á Selfossi að mastri nr. 99 er um 3,1 km. Núverandi háspennulína og fyrirhugaður jarðstrengur liggja um sveitarfélagið Árborg og Flóahrepp. Breytingin nær til þéttbýlis á Selfossi og dreifbýlis beggja vegna Ölfusár, norðan og austan við Selfoss. Breytingin nær einnig til dreifbýlis í Flóahreppi. Í breyttri tillögu aðalskipulags Árborgar 2020-2036, eftir kynningu, er gert ráð fyrir að strengurinn muni fara í jörðu norðan við Austurveg (var áður við Larsenstræti) frá spennuvirkishúsi Landsnets og til norðurs, austan við hreppamörk Flóahrepps. Til skoðunar er, í samráði við Vegagerðina, að strenglega verði þar færð nær nýjum Suðurlandsvegi, þ.e. meðfram hringtorgi því er beinir umferð niður á núverandi hringtorg austast á Austurvegi. Samhliða eru sveitarfélagsmörk innan aðalskipulags Flóahrepps leiðrétt í takt við skilgreind mörk sveitarfélaganna innan aðalskipulags Árborgar. Að öðru leyti en því sem hér er greint frá gilda skilmálar gildandi aðalskipulags. Framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar sem ákvarðar um matsskyldu, sbr. tl. 13.02 í viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Samhliða aðalskipulagsbreytingu var unnin matstilkynning og send til Skipulagsstofnunar. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
10. | Stóra-Ármót L166274; Stækkun íbúðarbyggðar; Aðalskipulagsbreyting – 2408030 | |
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem breytingin nær til er úr landi Stóru-Ármóta L166274. Áætlað er að stækka 9 ha íbúðarbyggð um 4 ha og fjölga lóðum úr 7 í 10, um 1,3 ha hver. Svæðið er skilgreint sem íbúðarbyggðarsvæði ÍB4 í gildandi aðalskipulagi. Landbúnaðarland minnkar sem nemur breytingunni. Deiliskipulag svæðis verður breytt samhliða breytingu aðalskipulags. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
11. | Bitra land L200842; Landbúnaðarlóðir; Hótel og smáhýsi; Deiliskipulag – 2307047 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til svæðis Bitru lands L200842 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á fjórum landbúnaðarlóðum og fjórum verslunar- og þjónustulóðum. Á landbúnaðarlóðunum er gert ráð fyrir heimild fyrir íbúðarhúsi og aukahúsi s.s. gestahúsi, gróðurhúsi, hesthúsi og/eða geymslu/skemmu. Á verslunar- og þjónustulóðunum er gerð ráð fyrir heimild fyrir allt að 100 herbergja hóteli með gistirými fyrir allt að 200 gesti. Enn fremur er gert ráð fyrir um 30 smáhýsaeiningum að 70 fm þar sem geti gist allt að 120 gestir. Nýtingarhlutfall lóða á svæðinu má ekki fara umfram 0,05. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda samhliða gildistöku aðalskipulagsbreytingar og að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
12. | Bitra land L200842; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2302064 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bitru lands L200842 í Flóahreppi eftir auglýsingu. Alls er um að ræða um 43 ha land sem nú er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og um 21 ha lands skilgreint sem frístundabyggð (F21). Í breytingunni felst að 30 ha af svæðinu verði skilgreindir sem landbúnaðarsvæði og um 13 ha verslunar- og þjónustusvæði. Markmiðið er að fjölga íbúum sveitarfélagsins og þar með nýta betur þá þjónustu og innviði sem fyrir eru s.s. vegakerfi og veitur. Einnig að koma til móts við vaxandi eftirspurn þeirra sem vilja búa í dreifbýli á stórum lóðum með möguleika á aðstöðu fyrir t.d. hesta, trjárækt o.þ.h. Þá sé markmiðið með verslunar- og þjónustulóðum að auka kosti í þjónustu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Á staðnum verði miðað að því að þar verði hægt að taka á móti stærri hópum í einu en skortur sé á slíkri aðstöðu í sveitarfélaginu. Samhliða er lagt fram deiliskipulag sem tekur til svæðisins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt andsvörum og viðbrögðum málsaðila. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
13. | Þjórsárbraut 2, Stórholt; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Deiliskipulagsbreyting – 2408027 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til deiliskipulags búgarðabyggðar í landi Stórholts, Smáholts og Litlaholts. Breytingin er gerð samhliða aðalskipulagsbreytingu þar sem skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði og hluta landsins. Í breytingunni felst að skilgreind er lóð Þjórsárbraut 2A. Á lóðinni er heimilt að reisa um 350 fm þjónustuhús, þar sem jafnframt er heimilt að hafa 4 – 5 gistirými fyrir samtals um 20 gesti og um 30 – 40 gestahús til útleigu, sem eru um 30 fm hvert, fyrir samtals um 60 – 80 gesti. Enn fremur er heimilt að reisa um 200 fm íbúðarhús/starfsmannahús og um 200 fm aukahús s.s. gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt til auglýsingar. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur: | ||
14. | Vaðnes lóð 6 L217666; Stækkun byggingarreits og aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting – 2408020 | |
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Vaðness 1, Grímsnesi, er snýr að hitaveitulóð (Vaðnes lóð 6 L217666) vegna borunar á nýrri holu á lóðinni. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður og byggingarmagn aukið. Í kjölfarið verður unnin merkjalýsing fyrir lóðina. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | ||
15. | Hestvíkurvegur 18 (L170895); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2402035 | |
Lögð eru fram uppfærð gögn vegna viðbyggingar við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hestvíkurvegur 18 L170895 í Grímsnes- og Grafningshreppi ásamt samþykki aðliggjandi nágranna. Heildarstærð eftir stækkun verður 205,3 fm. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á frekari grenndarkynningu vegna málsins þar sem samþykki nágranna aðliggjandi nágranna liggur fyrir. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
16. | Brúarey 1 L225700; Sumarbústaðaland í landbúnaðarland; Deiliskipulagsbreyting – 2405059 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Brúareyjar 1. Í beiðninni felst að lóðin verði skilgreind sem íbúðarlóð í stað frístundalóðar í takt við heimildir aðalskipulags. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan skipulagssvæðisins. | ||
17. | Hagavík L170851; Skilgreining og breytt heiti lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2406084 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Hagavíkur B L231136. Í breytingunni felst að afmörkun L170851 er skilgreind innan deiliskipulags. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | ||
18. | Vaðnesvegur 2 L169743; Vaðnesvegur 2A og 2B, skilgreining frístundalóða; Deiliskipulag – 2407023 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Vaðnesvegar 2. Í deiliskipulaginu felst að lóðinni verði skipt upp í tvær lóðir, 2A og 2B, sem verða 15.050 fm og 23.706 fm að stærð. Á lóð 2B er skráð sumarhús í dag ásamt geymslu. Auk frístundahúss er heimilt að byggja aukahús auk geymslu að 15 fm á lóðunum. Nýtingarhlutfall lóða skal ekki fara umfram 0,03. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. | ||
19. | Kerhraun C 77 L197673; Kerhraun C 78 L176787; Sameining lóða; Fyrirspurn – 2408017 | |
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til sameiningar lóða Kerhrauni C77 og C78. Lagður er fram rökstuðningur lóðarhafa vegna fyrirspurnar. | ||
Innan almennra skilmála aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps er tiltekið að almennt sé óheimilt að skipta upp eða sameina frístundalóðir innan þegar byggðra frístundahverfa, nema í tengslum við heildarendurskoðun eða gerð nýs deiliskipulags. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að erindinu verði synjað í núverandi mynd. | ||
20. | Kiðjaberg 101 og 102; Breytt lega lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2404059 | |
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til lóða Kiðjabergs 101 og 102 eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst breytt innbyrðis lega lóðanna. Athugasemdir bárust við kynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess eftir kynningu ásamt andsvörum málsaðila. | ||
Í ljósi framlagðra athugasemda mælist skipulagsnefnd til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að beiðni um breytta legu lóðar Kiðjabergs 101 og 102 verði synjað eftir kynningu. Fyrir liggja hugmyndir um breytingar á nýtingarhlutfallskröfum innan frístundasvæða. Mælist nefndin til þess að framlagt verkefni verði tekið til skoðunar út frá þeirri breytingu. |
||
Hrunamannahreppur: | ||
21. | Miðfell 5 lóð L188189; Miðfell 5 L166809; Staðfesting á afmörkun lóðar – 2408032 | |
Lögð er fram undirrituð merkjalýsing sem tekur til skilgreiningar á afmörkun lóðarinnar Miðfell 5 lóð L188189 úr landi Miðfells 5 L166809. Lóðin er skráð 5.000 fm í fasteignaskrá sem var gróflega áætluð stærð þegar hún var undanskilin jörðinni, þar sem afmörkun lá ekki fyrir á þeim tíma en skv. hnitsettri afmörkun, sem nú liggur fyrir, þá mælist lóðin 1.555 fm. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerða um merki fasteigna nr. 160/2024. | ||
22. | Kópsvatn 2 L166793; Breytt skilgreining námu E8; Aðalskipulagsbreyting – 2408034 | |
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Með breytingunni verður efnistökusvæðið E28 á Kópsvatni stækkað úr 1,5 ha í um 24 ha. Svæðið sem um ræðir er í gildandi skipulagi landbúnaðarland. Heimilt verður að vinna allt að 300.000 m3 af efni. Mikil þörf er fyrir góðar efnisnámur í Uppsveitum Árnessýslu vegna byggingar íbúða og gatnagerðar, einkum á Flúðum og í Reykholti. Náman er með framkvæmdaleyfi fyrir vinnslu á 50.000 m3 af efni. Samhliða aðalskipulagsbreytingu verður send fyrirspurn um matsskyldu til Skipulagsstofnunar. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur: | ||
23. | Miðhraunsvegur 2 L231673; Hraunból; Breytt heiti lóðar – 2408016 | |
Lögð er fram beiðni um breytt heiti lóðar Miðhraunsvegar 2, L231673. Í breytingunni felst að lóðin fái staðfangið Hraunból. Fyrir liggur rökstuðningur eigenda fyrir nýju staðfangi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki verði gerð athugasemd við breytt staðfang lóðarinnar. Komi til þess til framtíðar að fleiri lóðir verði við götuna sem lóðin stendur við taki þær upp sama staðfang með viðeigandi hlaupandi númerum í takt við reglugerð um skráningu staðfanga. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45