Skipulagsnefndarfundur nr. 283. – 26. júní 2024

 

Fundargerð skipulagsnefndar UTU fundur skipulagsnefndar UTU haldinn að Laugarvatni miðvikudaginn 26. júní 2024 og hófst hann kl. 9:00

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Herbert Hauksson, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa. Aðal- og varamaður Ásahrepps voru fjarverandi.

 

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

      Ásahreppur:
 1.   Kálfholt L1.b L208177; Skipting lóðar í 6 búgarða; Deiliskipulag – 2309073
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags fyrir jörðina Kálfholt L1.b L208177 í Ásahreppi eftir kynningu. Gert er ráð fyrir að skipta upprunajörðinni upp í sex búgarða, 10 – 13 ha að stærð. Á hverjum búgarði verði heimild til að byggja íbúðar- og útihús. Umsagnir bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við fyrirtöku málsins ásamt fornleifaskráningu og uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Að mati skipulagsnefndar hefur verið brugðist við þeim umsögnum sem bárust á kynningartíma tillögunnar með fullnægjandi hætti innan tillögunnar þar sem m.a. hefur verið gert grein fyrir greiningu á gerð lands og fornleifaskráningu.
Bláskógabyggð:
2.   Bryggja spilda L178475; Frístundabyggð og 3MW virkjun; Aðalskipulagsbreyting – 2308056
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til lands Bryggju L178475 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst skilgreiningar á frístundasvæði, verslunar- og þjónustusvæði og iðnaðarsvæði fyrir virkjun. Skipulags- og matslýsing vegna breytingarinnar var kynnt 14.12.23 – 5.1.2024. Umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna lýsingar eru lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 3.    Laugarvatn jarðhiti L227723; Vinnsluhola; Framkvæmdarleyfi – 2406048
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Bláskógaveitu er varðar borun eftir heitu vatni innan þéttbýlisins að Laugarvatni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
4.   Brautarhóll land L189999; Vinnsluhola; Framkvæmdarleyfi – 2406049
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Bláskógaveitu sem tekur til borunar á heitu vatni í jaðri þéttbýlisins í Reykholti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
5.   Heiðmörk L167145; Skipting og afmörkun lóðar; Fyrirspurn – 2406054
Lögð er fram fyrirspurn frá lóðarhafa Heiðmarkar L167145 í Laugarási. Í beiðninni felst að heimild verði veitt til að skipta lóðinni upp í tvær lóðir þar sem gert verði ráð fyrir sér lóð umhverfis íbúðarhús innan landsins.
SKipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við að unnin verði breyting á deiliskipulagi sem tekur til skilgreiningar á lóð umnhverfis íbúðarhús á lóð Heiðmerkur í Laugarási.
6.   Mjóanes L170161; Landbúnaðarland í frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2406063
Lögð er fram fyrirspurn er varðar heimild til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar í landi Mjóaness L170161. Í breyttri landnotkun felst breyting úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð í samræmi við framlagða beiðni.
Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027 er gert ráð fyrir að nýir áfangar frístundabyggða innan hverrar jarðar verða ekki teknir til skipulagsmeðferðar fyrr en minnst 2/3 hlutar fyrri áfanga hafa verið byggðir. Innan jarðar Mjóaness eru skilgreind 3 frístundasvæði F14, F15 og F16. Í gildi er deiliskipulag sem tekur til allra þriggja svæðanna á um 53,4 ha svæði þar sem gert er ráð fyrir 20 frístundalóðum. Byggt hefur verið á 6 lóðum innan deiliskipulagsins eða á 30% af skipulögðum lóðum. Að mati skipulagsnefndar er því framlögð beiðni ekki í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags Bláskógabyggðar. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að beiðni um breytingu á aðalskipulagi verði synjað.
Flóahreppur:
 7.   Mýrar L166366; 8 smábýli; Deiliskipulag – 2405052
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til jarðarinnar Mýrar L166366 í Flóahreppi. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland í flokki I-II í Aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 og hefur ekki áður verið deiliskipulagt. Aðkoma að svæðinu er um Hamarsveg sem er tengivegur og vegtengingum kemur ekki til með að fjölga. Deiliskipulag þetta tiltekur 8 nýjar landspildur (smábýli) ásamt því að tiltaka byggingarreiti innan lóðanna.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja deiliskipulagið til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að byggingarreitir innan tillögunnar verði minnkaðir með það að markmiði að takmarka áhrif uppbyggingar á svæðinu á landbúnaðarland í flokki I og II.
8.   Mosató 2, L225132; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2406015
Lögð er fram umsókn sem tekur til breytingar á aðalskipulagi á lóð Mósató 2 í Flóahreppi sem er skilgreind sem íbúðarhúsalóð. Í breytingunni felst að lóðin verði skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði.
Fyrir liggja umsóknir nærliggjandi lóða Mósató 7 og 8 um viðlíka breytingu á landnotkun á svæðinu. Núverandi landnotkun svæðisins gerir ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa á landnotkunarreit ÍB17 og hafa nú þegar verið byggð íbúðarhús á lóðum Mósatóar 1 og 5. Lóðir Mosatóar 6, 7 og 8 eru skilgreindar sem frístundalóðir innan svæðis F16a, ekki hefur verið byggt innan þeirra lóða. Við vinnslu aðal- og deiliskipulagsbreytinga á svæðinu sem tóku til aukinna framkvæmdaheimilda á svæði VÞ1 komu fram athugasemdir sem vörðuðu getu vegakerfis svæðisins til að takast á við aukna uppbyggingu á verslun- og þjónustu innan svæðisins. Umrædd svæði sem nú hefur verið óskað eftir að verði skilgreind sem verslunar- og þjónusta eru í um 2-300 m fjarlægð frá núverandi hóteli svæðisins. Að mati skipulagsnefndar er þörf á að meta umfang uppbyggingar á verslunar- og þjónustutengdri starfsemi á svæðinu í heild sinni, getu innviða til að takast á við breytta landnotkun og hvort ástæða sé til að hverfa frá þeirri landnotkun sem áætluð hefur verið á svæðinu í formi uppbyggingar á íbúðarhúsum og frístundahúsum sérstaklega í ljósi þess að nú þegar er hafin uppbygging á íbúðarhúsum á reit ÍB17. Undanfarin ár hafa verið unnar 6 deiliskipulagsbreytingar auk 4 aðalskipulagsbreytinga á svæðinu sem um ræðir. Að mati nefndarinnar þarf að skoða skipulagsmál svæðisins í heild áður en frekari breytingar verða á skipulagsáætlunum koma til framkvæmdar. Skipulagsfulltrúa falið að funda með hlutaðeigandi umsækjendum og hagsmunaaðilum á svæðinu með það að markmiði að ná fram heilstærði mynd af skipulagi svæðisins til framtíðar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að afgreiðslu málsins verði frestað.
9.   Gaulverjabæjarskóli L165520; Aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting – 2406025
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi Gaulverjabæjarskóla. Í breytingunni felst að heimild fyrir gistihýsum á byggingarreit C verði aukin úr 40 fm í 45.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi og um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
10.   Kelduland L228225; Flutningur húss, staðsetning og notkun; Fyrirspurn – 2406051
Lögð er fram fyrirspurn er varðar flutning á sumarhúsi frá Skógaseli L167738 að Keldulandi L228225.
Skipulagsnefnd UTU telur að ekki sé heimild fyrir frekari uppbyggingu aðstöðuhúsa innan svæðisins samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að fyrirspurninni verði synjað.
11.   Hjálmholt L166235; Breytt skilgreining lands, verslun og þjónusta og breytt lega efnisnámu E6; Aðalskipulagsbreyting – 2406056
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi og nýrrar deiliskipulagsáætlunar á um 173 ha landi úr jörð Hjálmholts í Flóahreppi. Núverandi landnotkun svæðisins gerir ráð fyrir landbúnaðarsvæði auk frístundasvæðis á um 60 ha svæði. Í breytingunni felst að svæði fyrir frístundabyggð verði stækkað auk þess sem gert verði ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd UTU bendir á að samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Flóahrepps skulu 2/3 hlutar frístundasvæðis vera byggðir áður en nýtt svæði er tekið til skipulagningar auk þess sem ný svæði skulu ekki fara umfram 15 ha innan hverrar jarðar. Afgreiðslu málsins frestað.
12.   Hjálmholt og Áshildarmýri; Vatnsból og Vatnsverndarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2406076
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Í breytingunni felst skilgreining vatnsbóls og vatsnverndarsvæðis.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórnir Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13.   Þjórsárbraut 2, Stórholt; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2401034
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 vegna lóðarinnar Þjórsárbrautar 2 í landi Stórholts eftir kynningu. Samkvæmt núverandi staðfestu aðalskipulagi Flóahrepps er landið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Er það ósk landeigenda að aðal- og deiliskipulagi svæðisins verði breytt þannig að hluti lóðarinnar Þjórsárbraut 2 (3,21 ha), verði ætlað undir verslun- og þjónustu. Innan reitsins verði heimilt að reisa um 350 fm þjónustuhús þar sem jafnframt er heimilt að hafa 4 – 5 gistirými fyrir samtals um 20 gesti og um 30 – 40 gestahús til útleigu, sem eru um 30 fm hvert fyrir samtals um 60 – 80 gesti. Ennfremur er heimilt að reisa um 200 fm íbúðarhús/starfsmannahús og um 200 fm aukahús, s.s gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu. Skipulagstillaga breytingarinnar var í kynningu 23. maí – 13. júní 2024.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Þjórsárbrautar 2, Stórholts verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
14.   Hróarsholt spilda F1 197221 L197221; Framkvæmdarleyfi – 2406083
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til veglagningar og nýrrar vegtegingar að landi Hróarsholts spildu F1 L197221 á grundvelli gildandi deiliskipulags svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
15.   Eyvík L168240 og Eyvík 2 L168241; Staðfesting á afmörkun jarðar; Merkjalýsing – 2404062
Lögð er fram umsókn er varðar staðfestingu á afmörkun jarðanna Eyvík L168240 og Eyvík II L168241. Jarðirnar, sem áður voru óuppmældar, hafa nú verið hnitsettar og mælist stærð Eyvíkur 510,8 ha og stærð Eyvíkur II 340,4 ha skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 07.11.2023 og greinagerð um landskipti dags. 12.01.2024. Samþykki eigenda aðliggjandi landeigna liggur fyrir þar sem við á nema vegna hnitsetningar við Minni-Bæ L168264 en undirritað samþykki eiganda hefur ekki fengist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en jafnframt hafa ekki borist athugasemdir frá honum við afmörkunina.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við framlögð gögn sem gerð voru fyrir gildistöku reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024. Mælist nefndin til þess að sveitarfélagið samþykki afmörkun jarðanna á grundvelli framlagðra gagna. Ekki verði tekin afstaða til eignaréttarlegs ágreinings um sameiginleg jarðarmörk.
16.   Hraunkot; Hraunborgir; Frístundasvæði; Endurskoðað deiliskipulag – 2205021
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags er varðar deiliskipulag frístundasvæðis í Hraunkoti eftir auglýsingu. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur núverandi skipulag svæðisins úr gildi. Í breytingunni felst meðal annars fjölgun lóða. Stærðum aðalhúss og geymslu- og gestahúsa er breytt og þau stækkuð. Skipulagssvæðin eru tvö í dag, A og B, en verða sameinuð í eitt skipulagssvæði. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagstillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt andsvörum málsaðila.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og í framlögðu minnisblaði umsækjanda um viðbrögð við athugasemdum. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 17.    Hallkelshólar lóð 20 (L218685); byggingarheimild; gestahús – 2405083
Lögð er fram að nýju umsókn um byggingarheimild fyrir 25 m2 gestahúsi á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 20 L218685 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Málinu var synjað á fundi nefndarinnar þann 12.6.24, lagt fram að nýju með uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
18.   Vaðnes L168289; Nýr námupunktur; Fyrirspurn – 2406024
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til heimildar fyrir vinnslu aðalskipulagsbreytingar á landi Vaðnes L168289. Í breytingunni felst að skilgreindur verði nýr námupunktur í um 1 km fjarlægð frá Vaðnesbænum í takt við framlagðan uppdrátt. Þar verði heimilt að vinna allt að 49 þús. m3 af efni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við að unnin verði skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi þar sem skilgreind verði heimild fyrir efnistöku í takt við framlagða umsókn.
19.   Hæðarendi lóð L168825; Uppbygging; Fyrirspurn – 2406050
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til lóðar Hæðarenda L168825, athafnasvæðis Linde-Gas og uppbyggingar innan hennar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að frekari framkvæmdir innan svæðisins verði háðar því að unnið verði deiliskipulag sem tekur til framkvæmdaheimilda innan þess.
20.   Mýrarkot L168266; Leyfi til útleigu; Deiliskipulagsbreyting – 2406052
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi (nr. 6457) Mýrarkot L168266 frístundabyggð. Í breytingunni felst að heimilt sé að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki 2 innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins á grundvelli heimilda aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem segir að á frístundasvæðum sé heimilt að hafa gistingu í flokki I og II enda hafi starfsemin tilskilin leyfi, bílastæði verði innan lóðar og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðis leggist gegn starfseminni. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt öllum lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins.
21.   Furuborgir, Minniborgum; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2406078
Lögð er fram umsókn um nýtt deiliskipulag sem tekur til frístundasvæðis F59, Furuborgir í landi Minniborgar. Skipulagðar eru 37 lóðir á bilinu 3.735 – 11.255 m2. Heimiluð verður uppbygging frístundahúsa og gestahúsa/skemmu í samræmi við heimilað byggingarmagn skv. nýtingarhlutfalli. Níu lóðir innan svæðisins eru byggðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
22.   Bíldsfell 3, land D 174396 L174396; Framkvæmdarleyfi – 2406079
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til nýs aðkomuvegar að frístundalóðum Bíldsfelli 3 land D L174396 og Bíldsfell lóð L172650.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu umsagnaraðila. Leitað verði umsagnar til Vegagerðarinnar, Fiskistofu og Veiðifélags Árnesinga vegna framkvæmdarinnar. Málið verði grenndarkynnt landeigendum L172650 og L170812.
23.   Hallkelshólar lóð, L168514; Fiskeldi; Deiliskipulag – 2406077
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til nýs deiliskipulags fyrir fiskeldi að Hallkelshólum. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem I13 í gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Heildarstærð deiliskipulagssvæðis er um 14 ha. Leyfi er fyrir allt að 135 tonna framleiðslu á laxaseiðum með 100 tonna hámarkslífsmassa.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
24.   Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032; Íbúðarsvæði ÍB2 og Miðsvæði M1; Borg í Grímsnesi; Breyttir skilmálar; Aðalskipulagsbreyting – 2303045
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar er varðar breytingu á landnotkunarsvæðum innan þéttbýlisuppdráttar fyrir Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi eftir auglýsingu. Í breytingunni felst endurskoðun afmörkunar og skilmála fyrir ÍB2. Endurskoðun afmörkunar og skilmála M1 og breytt afmörkun aðliggjandi svæða til samræmis við breyttar áherslur innan skipulagssvæðisins sem ofangreindir landnotkunarflákar taka til. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytinga og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Að mati nefndarinnar hefur verið brugðist við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan greinargerðar skipulagsbreytingar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
25.   Rauðukambar L234185; Vegur að Fjallaböðunum; Framkvæmdarleyfi – 2406069
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til vegagerðar frá Gestastofu í Þjórsárdal að Fjallaböðunum í Rauðukömbum. Vegurinn er um 9,5 km langur og veglínan í samræmi við skipulagsuppdrætti. Búið er að ganga svæðið til að leggja veginn sem best í landslagið. Vegurinn liggur á mörkum friðlýsts svæðis í Þjórsárdal og fer inn fyrir friðlýsingu næst Fjallaböðunum. Af þessum sökum verður einnig sótt um framkvæmdaleyfi til Umhverfisstofnunar og afrit af umsóknum send Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun og Forsætisráðuneytinu. Vegurinn verður gerður í áföngum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að umsagnir viðeigandi umsagnaraðila ásamt heimild Umhverfisstofnunar liggi fyrir við útgáfu leyfisins.
26.   Húsatóftir 4D (L230548); byggingarheimild; geymsla – 2405072
Móttekin er umsókn þ. 17.05.2024 um byggingarheimild fyrir 44,4 m2 geymslu á landinu Húsatóftir 4D L230548 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skipulagsnefnd og sveitarstjórn vísuðu málinu í deiliskipulagsgerð. Að beiðni umsækjanda í samáði við skipulagsfulltrúa er málið tekið fyrir að nýju.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjarhrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar þar sem ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á landinu samkvæmt upplýsingum frá landeigenda. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Komi til uppbyggingar á íveruhúsi á lóðinni telur nefndin nauðsynlegt að unnið verði deiliskipulag sem tekur til framkvæmdaheimilda innan hennar.
 

27.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24-207 – 2406002F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 24-207.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45