Skipulagsnefndarfundur nr. 277 dags. 27. mars 2024

Fundargerð skipulagsnefndar UTU fundur skipulagsnefndar UTU haldinn á Flúðum miðvikudaginn 27. mars 2024 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

      Ásahreppur:
1.   Dvergabakki L165303; Dvergabakki A; Ný lóð; Reisa 6 smáhýsi; Deiliskipulag – 2403006
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til lóðar Dvergabakka L1653030 í Ásahreppi. Í skipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir gestahús innan jarðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
2.   Lækjarás L206942; Ný íbúðarhúsalóð; Deiliskipulagsbreyting – 2403056
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar Lækjarás L206942. í breytingunni felst skilgreining nýs byggingarreits og lóðar innan lóðar Lækjaráss L206942.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Bláskógabyggð:
 3.   Reykholt; Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2306088
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027 innan þéttbýlisins í Reykholti eftir auglýsingu. Á Skólavegi 1 í Reykholti er starfrækt 40 herbergja hótel og er stefnan að stækka það í 120 herbergi á þremur hæðum. Gatan Tungurimi hefur verið hönnuð og var færð um 15 m til norðvesturs, landnotkun og lóðir umhverfis götuna eru aðlagaðar að breyttri legu hennar. Þá verður gamla leikskólanum á Reykholtsbrekku 4 breytt úr samfélagsþjónustu í verslunar- og þjónustusvæði. Lögð eru fram uppfærð gögn frá fundi skipulagsnefndar þar sem nýtingarhlutfall á Skólavegi 1 er hækkað úr 0,4 í 0,6 auk þess sem gert er ráð fyrir heimild fyrir stækkun á leikskóla. Umsagnir bárust á auglýsingatíma málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við þeim umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra gagna. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.   Hrosshagi L167118; Hrosshagi 2, Hrosshagi 2B; Garðshorn; Stofnun lóða – 2401024
Lögð er fram umsókn um stofnun 3ja lóða úr landi Hrosshaga eftir grenndarkynningu. Um er að ræða 6.551,5 fm lóð umhverfis íbúðarhús sem fær staðfangið Hrosshagi 2B, 8.035 fm lóð umhverfis íbúðarhús sem fær staðfangið Hrosshagi 2 og 3.325,5 fm lóð umhverfis frístundahús sem fær staðfangið Garðshorn. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja stofnun viðkomandi lóða eftir grenndarkynningu. Ekki er tekin afstaða til eignaréttarlegs ágreinings um sameiginleg landamerki við stofnun lóðanna. Samkvæmt framlögðum gögnum og athugasemdum má ætla að lóðirnar séu alfarið innan lands Hrosshaga enda séu þær staðsettar í um 1 meters fjarlægð frá girðingu sem vísað er til innan athugasemda.
5.   Efra-Apavatn 1B L226188; Skilgreining frístundalóðar; Deiliskipulag – 2311089
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Efra-Apavatns 1B L226188 eftir auglýsingu. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir því að heimilt verði að reisa frístundahús allt að 250 fm auk bílskúrs/skemmu að 100 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.   Útey 1 L167647; Verslunar- og þjónustusvæði, stækkun og breytt lega frístundasvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2306076
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar í landi Úteyjar 1 eftir auglýsingu. Frístundasvæði F32 og F37 verða stækkuð og afmörkun þeirra breytist, frístundasvæði F33 er fellt út úr aðalskipulagi. Þá verða sett inn tvö verslunar- og þjónustusvæði, VÞ48, fyrir ferðaþjónustu þar sem gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 180 gesti ásamt baðaðstöðu og VÞ49 þar sem gert er ráð fyrir ýmiss konar atvinnuuppbyggingu s.s. verslun, safni og gróðurrækt. Felld eru út tvö efnistökusvæði E26 og E27. Í deiliskipulagi verður gerð nánari grein fyrir uppbyggingu m.a. lóðaskipan, byggingarskilmálum og öðrum ákvæðum í samræmi við breytt aðalskipulag. Athugasemdir og umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt andsvara.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra skipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Að mati nefndarinnar er skilgreining á svæðum VÞ48 og 49 óveruleg skerðing á landbúnaðarlandi sveitarfélagsins m.a. þar sem fyrir er á svæðunum skilgreind frístundabyggð og efnistökusvæði. Umfang stækkunar frístundasvæðis hefur verið dregið umtalsvert saman á vinnslutíma skipulagsbreytingar. Að mati nefndarinnar er stækkun núverandi frístundasvæðis F32 hófleg og skynsamleg út frá samfellu í landnotkun á svæðinu. Að mati nefndarinnar er því ekki þörf á sérstöku mati ráðunauts vegna breyttrar landnotkunar landsins. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.   Hverbraut 3; Laugarvatn; Deiliskipulagsbreyting – 2403098
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi þéttbýlisins á Laugarvatni. Í breytingunni felst að byggingarreitur er skilgreindur innan lóðar Hverabrautar 3.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
8.   Bergsstaðir L189399; Íbúðarhús, gestahús, 3 smáhýsi og skemma; Deiliskipulag – 2403100
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags fyrir Bergsstaði L189399 í Bláskógabyggð. Landið er skráð 18,6 ha í landeignaskrá HMS. Deiliskipulagið heimilar byggingu á íbúðarhúsi, gestahúsi og þremur gestahúsum fyrir ferðaþjónustu og útihús/skemmu. Skipulagið nær til alls landsins og aðkomu að því frá Einholtsvegi (nr. 358). Landið er óbyggt.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
9.    Hrosshagi 5B L233479; Stækkun og breyting byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2403057
Lögð er fram umsókn er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi Hrosshaga 5b L233479. Í breytingunni felst að byggingarreitur 6 stækkar úr 800 fm í 1.200 fm og í stað þriggja húsa undir gistiaðstöðu verður gert ráð fyrir allt að 400 fm hesthúsi. Byggingarreitur 7 stækkar úr 1.000 fm í 2.000 fm. Á byggingareit 8 er gert ráð fyrir að byggja megi 3 hús undir gestaaðstöðu í stað hesthúss.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Flóahreppur:
10. Stóra-Ármót L166274; Rannsóknarborun; HT-35; Framkvæmdaleyfi – 2204060
Þar sem meira en ár er liðið síðan framkvæmdaleyfi vegna borunar var gefið út er lögð fram að nýju umsókn frá Selfossveitum bs. vegna framkvæmdaleyfis. Í umsókninni felst beiðni um borun rannsóknarborholu í landi Stóra-Ármóts. Ekki liggur fyrir deiliskipulag sem gerir grein fyrir framkvæmdaheimildum er varðar boranir innan landsins. Málið var grenndarkynnt 24.5-28.6 2022 þar sem engar athugasemdir bárust vegna málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati nefndarinnar er ekki talin þörf á að grenndarkynna málið að nýju.
11.   Grímsskjól L236179; Stofnun 6 smábýlalóða og landskipti; Deiliskipulag – 2403039
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til landskikans Grímsskjól L236179 úr landi Hallanda í Flóahreppi. Svæðið skiptist í tvo hluta um Engjalæk sem þverar skikann. Á syðri skikanum eru afmarkaðar sex smábýlalóðir þar sem heimilt verður að stofna lögbýli, byggja upp bæjartorfur og stunda hvern þann búskap sem heimilt er á landbúnaðarlandi samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málið verði sérstaklega kynnt landeigendum aðliggjandi landeigna.
12.   Lækjarholt 4 L231163; Byggingarreitir gistihúsa og nafnabreyting lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2403040
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Lækjarholts 1 og 2. Í breytingunni felst uppfærsla á staðföngum auk þess sem skilgreindir eru byggingarreitir fyrir 7 gistihýsi í landi Lækjarholts 4.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
 13.   Tungubraut 15 (L169222); byggingarheimild; sumarbústaður – 2403053
Móttekin er umsókn, þ. 18.03.2024, um byggingarheimild fyrir 35,3 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Tungubraut 15 L169222 í Grímsnes-og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 14.    Ljósafossskóli L168468; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2403043
Lögð er fram beiðni um óverulega breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps er varðar skilmálabreytingu fyrir Ljósafossskóla, Efri-Brú VÞ3. Í breytingunni felst að á svæðinu verði heimilt að reka gistingu og ferðaþjónustu fyrir allt að 100 manns í stað 30. Gert verði ráð fyrir allt að 10 gistihúsum auk tjalda ásamt tilheyrandi þjónustu til viðbótar við núverandi mannvirki. Nýtingarhlutfall á lóðinni geti verið allt að 0,05.
Að mati skipulagsnefndar telst framlögð umsókn ekki til óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Mælist skipulagsnefnd til þess við sveitarstjórn að samþykkt að unnin verði skipulagslýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem tekur til viðkomandi breytinga á grundvelli framlagðra gagna.
15. Folaldaháls í landi Króks í Grafningi; Nýjar borholur; Umsagnarbeiðni – 2403045
Lögð er fram greinargerð með tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu vegna fjölgunar borhola á svæði I2 í landi Króks í Grafningi. Lagt fram til umsagnar.
  Skipulagsnefnd UTU gerir engar athugasemdir við framlagða tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu. Nefndin bendir á að framkvæmdir á grundvelli tilkynningar eru háðar breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
   
16.   Svínavatn 3 L232042; Heimreið; Framkvæmdaleyfi – 2403069
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til heimreiðar á landi Svínavatns 3 L232042.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna heimreiðar. Viðkomandi framkvæmdir eru í takt við gildandi deiliskipulag og er því ekki talin þörf á grenndarkynningu. Öll jarðvinna í tengslum við byggingarleyfisskyldar framkvæmdir eru háðar útgáfu byggingarleyfis eða heimildar.
17.   Suðurkot L168285; Frístundahús; Deiliskipulag – 2403047
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til afmörkunar byggingareits fyrir uppbyggingu frístundahúss innan jarðar Suðurkots L168258. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir heimild fyrir frístundahúsi á einni hæð ásamt gestahúsi/geymslu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
18.   Nesjavallavirkjun L170925; Borun vinnsluholu NJ-34; Framkvæmdarleyfi – 2403078
Orka náttúrunnar (ON) óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir borun uppbótarholu á Nesjavöllum, með það að markmiði að mæta rýrnun á gufuforða virkjunarinnar. Í framkvæmdinni felst: Gerð borstæðis á borteig, borun vinnsluholu, lagningu jarðstrengs ofanjarðar, lagningu borvatnsveitu ofanjarðar. Tilgangur borunar er að viðhalda vinnslugetu Nesjavallavirkjunar. Í matskyldufyrirspurn, sem send var Skipulagsstofnun og er í viðauka, er ýtarlega fjallað um fyrirhugaða borun, framkvæmdir henni tengdri og áhrif á umhverfið. Vísað er í það skjal varðandi ýtarlega umfjöllun um fyrirhugaða framkvæmd. Sjá nánari lýsingu á framkvæmd í bréfi umsækjanda: NJ-34 Umsókn um framkvæmdaleyfi
Að mati skipulagsnefndar er með fullnægjandi hætti gert grein fyrir framkvæmdinni og mótvægisaðgerðum vegna hennar innan svæðisins í framlagðri umsókn. Mælist nefndin því til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
19.   Stóra-Borg lóð 16, L218060, Borgarheiði; Íbúðarsvæði með rúmum byggingarheimildum; Deiliskipulag – 2302027
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags fyrir landbúnaðarsvæði í landi Stóru-Borgar lóðar 16 L218060 eftir auglýsingu. Svæðið, sem er 54,9 ha að stærð, er staðsett norðvestan við Borg í Grímsnesi og kemur til með að heita Borgarheiði. Með deiliskipulaginu eru skilgreindar 32 lóðir sem eru á bilinu 0,9-1,5 ha. Aðkoma er frá Biskupstungnabraut (35) og í gegnum þéttbýlið á Borg. Gönguleiðakerfi tengir svæðið við nærliggjandi græn svæði og við þéttbýlið Borg. Heimilt er að vera með létta atvinnustarfsemi innan lóða, s.s. skógrækt, húsdýrahald og minniháttar verslun. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt andsvara.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna og samantektar umsagna og viðbragða. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Björn Kristinn Pálmarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

20.   Borg í Grímsnesi; Vesturbyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2403103
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Vesturbyggðar sem tekur til hluta þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi. Í breytingunni felst endurskilgreining á staðföngum og númeringum lóða á uppdrætti og innan greinargerðar deiliskipulagsins í takt við reglugerð um skráningu staðfanga.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Mælist nefndin til þess að núverandi gögnum deiliskipulagsins í formi uppdráttar og greinargerðar verði skipt út í stað uppfærðra gagna.
21.   Álfadalur L236324; Neðra-Apavatn L168269; Skógrækt; Framkvæmdarleyfi – 2309002
Lögð er fram umsókn frá Skógálfum ehf. er varðar útgáfu framkvæmdaleyfis vegna skógræktar í Álfadal L236324 úr landi Neðra-Apavatns sbr. meðfylgjandi umsókn og ræktunaráætlun. Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu málsins þann 18.9.2023 og fór fram á að framkvæmdin væri tilkynnt til Skipulagsstofnunar á grundvelli laga um umhverfismat framkvæmda- og áætlanna nr. 111/2021, 1. viðauka gr. 1.04. Niðurstaða Skipulagsstofnunar liggur fyrir og er hún lögð fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skógaræktaráforma hefur nú þegar verið framkvæmd og bárust engar athugasemdir á kynningartíma málsins. Við tilkynningu málsins bárust umsagnir frá helstu umsagnaraðilum sem matsskyldu ákvörðunin tekur til. Mælist nefndin til þess að leyfið verði bundið þeim skilyrðum sem þar koma fram um er varðar að framkvæmdir innan svæðisins fari ekki fram á varptíma, áburðargjöf verði haldið í lágmarki og minjaskráning verði framkvæmd innan svæðisins. Tilhögun og umfang minjaskráningar verði unnin í samráði við Minjastofnun.
Hrunamannahreppur:
22.   Holtabyggð 101-109; Frístundabyggð Syðra-Langholt IV; Deiliskipulagsbreyting – 2403062
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Holtabyggðar í landi Syðra-Langholt IV. Í breytingunni felst að í stað nýtingarhlutfalls lóðar að 0,03 er skilgreint hámarksbyggingarmagn allt að 170 fm. Auk þess er gert ráð fyrir að hús megi vera á tveim hæðum eða á einni hæð með svefnlofti. Samkvæmt umsókn telst breytingin í takt við núverandi byggð svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hraunamannahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
23.   Ás L166710; Ný íbúðarhúsalóð; Ás 2; Deiliskipulag – 2403063
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags er varðar skilgreiningu á lóð og byggingarreit ásamt byggingarheimildum fyrir 15.457 fm íbúðarlóð úr jörðinni Ás í Hrunamannahreppi. Innan lóðar verði gert ráð fyrir uppbyggingu einbýlishúss ásamt bílskúrs auk gestahúss.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
24.   Birtingaholt 4 L166728; Mykjuhola; Framkvæmdarleyfi – 2403075
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi á landi Birtingaholts 4 L166728. Í framkvæmdinni felst uppgröftur fyrir 3.330 m3 mykjulóni rétt norðan aðalfjósbyggingar. Grafið er ca. 220cm niður í móann og hluti uppmokstrar nyttur sem mön, 80cm há kringum lónið og svo verður girt ca. 100-120cm há girðing, mann og skepnuheld þar í kring. Öðrum uppmokstri er jafnað í slakka við hliðina og svo er sáð grasi í vor í allt jarðrask. Meðfylgjandi er gps hönnun af holunni, ath. að hæðir yfir sjávarmáli eru ekki réttar. Einnig er teikning frá framleiðanda sem er notuð til hliðsjónar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem ekki er gert ráð fyrir viðkomandi framkvæmd á gildandi deiliskipulagi bæjarhlaðsins mælist nefndin til þess að framkvæmdin verði grenndarkynnt á svæðinu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
25.   Þjóðveldisbær L178332; Afmörkun lóða og byggingarreitur þjónustuhúss; Deiliskipulag – 2403041
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til áningarstaðar fyrir ferðafólk við Þjóðveldisbæinn í Þjórsársdal. Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Innan skipulagsins eru afmarkaðar tvær lóðir og byggingareitur fyrir þjónustuhús. Skipulagssvæðið er um 6.7 hektarar að stærð og er innan þess gert ráð fyrir nýrri aðkomu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
26.   Laxárdalur 2 L166575; Athafnasvæði svínabús; Deiliskipulagsbreyting – 2403046
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til athafnasvæðis svínabúsins í Laxárdal 2 L166575 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Uppbygging svínabúsins í Laxárdal 2 hefur staðið yfir síðan árið 1979. Innan skipulagsmarka hér er að finna öll þau mannvirki Laxárdals 2 sem tilheyra búrekstrinum. Íbúðarhús eigenda búsins eru utan skipulags (Laxárdalur 2C og Laxárdalur 2B). Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um starfsemi búsins og skilmála um framtíðaruppbyggingu. Skilmálar deiliskipulagsins heimila
búrekstur sem telur 260 stæði fyrir gyltur og 1.990 stæði fyrir alisvín yfir 30 kg.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
27.   Kílhraunsvegur 1-56; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2311027
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar Kílhraunsveg 1-56. Í breytingunni felst að landnotkun svæðisins breytist úr frístundabyggð í íbúðarbyggð. Skipulagslýsing verkefnisins var í kynningu til 5.1.2024.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
28.   Kílhraunsvegur 1-56; Frístundabyggð í íbúðabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2403054
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar Kílhraunsveg 1-56. Í breytingunni felst að frístundabyggð er breytt í íbúðarbyggð. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
29.   Háifoss og Granni; Áningastaður ferðamanna; Deiliskipulag – 2403048
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til áningastaðar við Háafoss, innst í Þjórsárdal, á Gnúpverjaafrétti. Háifoss og Granni eru á náttúruminjaskrá sem friðlýst náttúruvætti. Stærð skipulagssvæðisins er um 23.5 hektarar. Markmið með gerð deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu á innviðum s.s. bílastæða, göngustíga, útsýnissvæða og byggingarreits fyrir þjónustuhús.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
30.   Skriðufell 166597 L166597; Rannsóknarborun; Framkvæmdarleyfi – 2403082
Lögð er fram umsókn er varðar útgáfu framkvæmdaleyfis skv. reglugerð nr. 772/2012 fyrir rannsóknarborunum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar Gestastofu í landi Selhöfða. Um er að ræða alls 7 holur að hámarki vegna öflunar kalds og heits vatns.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki verði gerðar athugasemdir vð borun rannsóknarborhola á svæðinu. Fyrir liggur samþykki Orkustofnunar, Forsætisráðuneytisins og Framkvæmdasýslu Ríkisins. Telur nefndin því ekki þörf á sérstakri grenndarkynningu vegna útgáfu leyfis vegna rannsóknarboranna.
31.   Brautarholt (L166445); byggingarleyfi; sundlaug – viðbygging – 2402004
Lögð er fram, eftir grenndarkynningu, umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum og 434,4 m2 viðbyggingu við mhl 09 sundlaug á viðskipta- og þjónustulóðinni Brautarholt L166445 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 806 m2. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að komið verði til mót við þær athugasemdir sem bárust eins og tilefni er til við áframhaldandi hönnun viðbyggingarinnar. Á það t.d. við um hljóðvist og gluggasetningar mannvirkisins svo unnt sé að lágmarka grenndaráhrif þeirrar starfsemi sem innan hússins verður stunduð. Að mati nefndarinnar er ekki hægt að binda notkun hússins við ákveðnar íþróttagreinar og er opnunartími hússins alfarið á forsvari sveitarstjórnar. Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd ekki athugasemdir við útgáfu byggingarleyfis fyrir umsóttri viðbyggingu þegar brugðist hefur verið við athugasemdum með þar til bærum mótvægisaðgerðum við hönnun hússins. Málinu verði að því loknu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

32.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24-201 – 2403002F

Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 24-201.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:35