10 nóv Skipulagsnefnd fundur nr. 99 – 5. nóvember 2015
Skipulagsnefnd – 99. fundur
haldinn Laugarvatn, 5. nóvember 2015
og hófst hann kl. 09:45
Fundinn sátu:
Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Þorgeirsson, Helgi Kjartansson og Ragnar Magnússon. Nanna Jónsdóttir og varamaður hennar boðuðu forföll. Þá sat Helgi Kjartansson byggingarfulltrúi fundinn.
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
1. | Brekka: Frístundabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1506082 | |
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Brekku. Í breytingunni felst að um 7 ha svæði í landi brekku sem afmarkast af Vallá, Kóngsvegi og landamörkum við Efri-Reyki breytist úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð. Tillagan var kynnt frá 22. október til 4. nóvember. Engar athugasemdir hafa borist en fyrir liggja umsagnir Skógræktar ríkisins, Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar við lýsingu breytingarinnar. | ||
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
2. | Fellsendi land: Stöðuleyfi: Gámahús – 1510051 | |
Lögð fram umsókn um lagningu vegar á spildu úr landi Fellsenda auk þess sem sótt er um stöðuleyfi fyrir 3 * 20 feta gáma á 2 hæðum. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við lagningu vegar innan spildunnar, með fyrirvara um samþykki vegagerðarinnar á tengingu við þjóðveg. Ekki er gerð athugasemd við að veitt verði stöðuleyfi fyrir eitt 20 feta gámahús til eins árs. | ||
3. | Hótel Geysir: Stækkun bílastæðis: Fyrirspurn – 1511008 | |
Lögð fram fyrirspurn dags. 26. október 2015 þar sem óskað er eftir heimild til að nýta tímabundið svæði sem í deiliskipulagi er skilgreint sem athafnasvæði Hótel Geysis sem bílastæði. Þá er einnig óskað eftir heimild til að stækka bílastæði við hlið athafnasvæðisins til suðurs, tímabundið. Fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tímabundna stækkun bílastæða í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. | ||
4. | Reykholt: Endurskoðað deiliskipulag: Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 1511002 | |
Lögð fram til kynningar niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlinda mála dags. 22. október 2015 varðandi endurskoðað deiliskipulag Reykholts í Bláskógabyggð. Deiliskipulagið var samþykkt í sveitarstjórn 2. júní 2009 en er fellt úr gildi með úrskurðinum. | ||
Skipulagsnefnd lýsir furðu sinni á því að hægt sé að fella úr gildi deiliskipulag þéttbýlis 6 árum eftir að það tók gildi. Sérstaklega þar sem niðurstaðan byggir á þáttum sem ekki er fjallað um í kærunni sjálfri og sveitarstjórn fékk ekki tækifæri til að útskýra eða svara á neinn hátt. Að mati nefndarinnar samræmist málsmeðferð úrskurðarnefndar ekki ákvæðum stjórnsýslulaga m.a. hvað varðar málshraða, rannsóknarreglu og meðalhófsreglu. Skipulagsnefnd samþykkir að leita eftir áliti lögfræðings embættisins og lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna málsins. | ||
5. | Heiðarbær lóð 170211/223275: Almennt mál: Kæra á frestun umsóknar – 1510056 | |
Afrit af kæru dags. 15/10 2015 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna frestun umsóknar um byggingarleyfi á Heiðarbær lóð 170211/223275 frá eigendum. | ||
Að mati skipulagsnefndar er ekki talið mögulegt að taka aðra ákvörðun en tekin var á fundi nefndarinnar 10. september 2015 í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 71/2011 sem fjallar um viðbyggingu á sumarhúsalóð í landi Miðfells. Undanfarin ár hefur skipulagsnefnd samþykkt að grenndarkynna megi byggingarleyfi á svæðum þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir byggt á ákvæðum 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þrátt fyrir ákvæði aðalskipulags um að deiliskipulag skuli ávallt vera forsenda byggingarleyfa á þessu svæði fjórum árum eftir gildistök aðalskipulagsins. En, úrskurðir úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eru fordæmisgefandi varðandi túlkun á ákvæðum skipulagsáætlana og skipulagslaga og reglugerða og því telur nefndin ekki hægt að líta framhjá niðurstöðu nefndarinnar í mál nr. 71/2011. Þá má benda á að um þessar mundir er unnið að endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem tekið verður á þessu máli sérstaklega. Gert er ráð fyrir að nýtt aðalskipulag taki gildi um mitt næsta ár. | ||
6. | Hverasvæðið Geysir: Laugar: Framkvæmdaleyfi fyrir brú – 1511012 | |
Lögð fram umsókn Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 19. október 2015 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð tilraunabrúar í landi Laugar við hverasvæðið á Geysi. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi gögn. | ||
7. | Kiðjaberg: Frístundabyggð: Endurskoðað deiliskipulag: Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 1511001 | |
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. október 2015 þar sem kynnt er kæra dags. 24. október 2015 þar sem kærð er samþykkt Grímsnes- og Grafningshrepps á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Kiðjabergs. | ||
Skipulagsnefnd samþykkir að fela lögfræðingi sveitarfélagsins að senda inn umsögn um kæruna í samráði við skipulagsfulltrúa. | ||
8. | Efri-Brú Sökk lóð 5 lnr. 198862: Deiliskipulag – 1511003 | |
Lögð fram umsókn dags. 22. október 2015 um deiliskipulag þriggja frístundahúsalóða á landi sem heitir Sökk lóð 5, úr landi Efri-Brúar. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagi svæðisins sem sýnir afmörkun þriggja lóða á svæði milli Þingvallavegar og Úlfljótsvatns. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um að á uppdrætti verði sýnd möguleg aðkoma að lóðum norðan skipulagssvæðis og að stærð aukahúsa megi vera allt að 40 fm. | ||
9. | Vaðnes 168289: Vaðnes spennistöð: Stofnun lóðar – 1511007 | |
Lögð fram umsókn dags. 26. októberg 2015 um stofnun spennistöðvar úr landi Vaðness. Samkvæmt meðfylgjandi lóðablaði er afmörkuð 56 fm lóð sem liggur upp að Hvítárbraut 1 rétt við vaðnesveg 3745. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnunlóðarinnar og byggingu spennistöðvar með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eiganda/umráðanda lóðarinnar Hvítarbraut 1. | ||
10. | Ásborg lnr. 220762, Ás 1 spilda 2 lnr. 220760 og Ás 1 land 1 lnr. 175232: Deiliskipulag – 1508060 | |
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 60 ha svæðis og þriggja spildna (Ásborg 220760, Ás 1 spilda 2 220760 og Ás 1 land 1 lnr. 175232. Á hverri spildu er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús, bílskúr/gestahús og skemmu. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Lýsing deiliskipulagsins var kynnt á tímabilinu 22. október til 4. nóvember. | ||
Skipulagsnefnd mælir með að tillaga að deiliskipulagi verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, með fyrirvara um umsögn Skipulagsstofnunar um lýsingu deiliskipulagsins. | ||
11. | Stöng og Gjáin í Þjórsárdal: Deiliskipulag – 1511004 | |
Lögð fram lýsing skipulags vegna deiliskipulags fyrir Stöng og Gjánna í Þjórsárdal. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Skógræktar ríkisins og Forsætisráðuneytisins. | ||
12. | Birtingaholt 1B land 176025: Stækkun lóðar – 1511005 | |
Lögð fram umsókn dags. 23. október 2015 þar sem óskað er eftir stækkun lóðarinnar Birtingaholt 1B. Meðfylgjandi er lóðablað með hnitsettri afmörkun og kemur þar fram að lóðin er í dag skráð 5.500 fm en verður 17.250 fm eftir stækkun. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda. Ragnar Magnússon vék af fundi við afgreiðslu málsins. | ||
13. | Torfdalur: Flúðir: Spennistöðvarlóð: Deiliskipulagsbreyting – 1511010 | |
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Torfdal á Flúðum. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir lóð undir spennistöð á svæði milli lóðar Límtrés-Vírnets (Torfdalur 2) og lóðar undir hreinsimannvirki. | ||
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu. | ||
14. | Sunnuhlíð 166832: Sunnhlíð dælustöð: Stofnun lóðar – 1511011 | |
Lagt fram lóðablað sem sýnir afmörkun 1.470 fm lóðar undir dælustöð úr landi Sunnuhlíðar (lnr. 166832). | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðar undir dælustöð og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Er samþykktin með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda. | ||
15. | Koðrabúðir lóð 12 lnr. 193027: Heiði: Fyrirspurn – 1511006 | |
Lögð fram fyrirspurn dags. 27. október 2015 um hvort að breyta megi deiliskipulagsskilmálum frístundabyggðarinnar Koðrabúðir úr landi Heiðar þannig að byggja megi stærri hús en 80 fm. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skilmálum hverfisins verði breytt á þann veg að byggingarmagn lóða miðist við nýtingarhlutfallið 0.03. | ||
16. | Villingavatn 170831: Þverás 1: Stofnun lóðar – 1511009 | |
Lögð fram umsókn um stofnun 24.400 fm lóðar úr landi Villingavatns sem á að heita Þverás 1. | ||
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna um málið. | ||
17. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-17 – 1510004F | |
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 28. október 2015. | ||
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 28. október 2015. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45