Skipulagsnefnd fundur nr. 97 – 28. september 2015

Skipulagsnefnd – 97. fundur  

haldinn Laugarvatn, 28. september 2015

og hófst hann kl. 13:30

 

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Gunnar Þorgeirsson, Formaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Ragnar Magnússon, Varaformaður

Egill Sigurðsson, Varamaður

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.  

Bláskógabyggð

Hverabrekka 1: Laugarás: Breyting á vegi – 1508025

Lagt fram að nýju erindi eigenda Hverabrekku 1 í Laugarási þar sem óskað er eftir að aðkomuvegur að Lindarbrekku verði færður austur fyrir lóð Hverabrekku 1. Tillaga um færslu vegar var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu með bréfi dags. 12. ágúst 2015 og gefinn frestur til 14. september til að koma með athugasemdir. Athugasemd barst frá eigendum Lindarbrekku í bréfum dags. 26. ágúst og 2. september 2015.
Að mati skipulagsnefndar er ekki mælt með því að gerð verði breyting á skipulagi sem felur í sér færslu vegarins.
2.   Neðristígur 5: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – endurbygging og stækkun – 1509023
Sótt er um endurbyggingu og stækkun á sumarhúsi úr timbri. Heildarstærð 48,4 ferm og 132,8 rúmm.
Í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. apríl 2015 í máli nr. 71/2011 varðandi byggingarleyfi viðbyggingar á lóðinni Hvannalundur 8 að þá telur skipulagsnefnd að ekki sé hægt að gefa út byggingarleyfi á lóðum innan fyrrum Þingvallasveitar nema á grundvelli deiliskipulags eða þá að ákvæði aðalskipulags um að deiliskipulag þurfi að vera forsenda byggingarleyfa en ekki grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga verði fellt út. Afgreiðslu málsins er því frestað.
3.   Böðmóðsstaðir 1 land 222890: Spennistöðvarlóð: Stofnun lóðar – 1509060
Lögð fram umsókn dags. 22. september 2015 um stofnun lóðar undir spennistöð úr landi Böðmóðsstaða lnr. 222890. Meðfylgjandi er lóðablað sem sýnir afmörkun lóðarinnar sem er 55 fm að flatarmáli.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðar og byggingu spennistöðvar með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum aðliggjandi lóðarhafa.
4.   Kjarnholt 3 167129: Steinsholt 2-12: Stofnun lóða – 1509054
Lögð fram umsókn um stofnun sex lóða úr landi Kjarnholta III sem eiga að fá nafnið Steinsholt 2, 4, 6, 8, 10, 12. Um er að ræða beitarhólf í óræktaðri jörð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna og er ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Aftur á móti er nafn spildnanna ekki samþykkt þar sem þegar eru til lóðir með sama nafni í sama póstnúmeri.
5.   Brekka: Frístundabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1506082
Lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi um 7 ha svæðis í landi Brekku þar sem gert er ráð fyrir að landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundabyggð var kynnt með auglýsingu sem birtist 3. september auk þess sem hún var send til umsagnar. Frestur til að koma með ábendingar var til 24. september og hafa engar borist. Fyrir liggja umsagnir Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Skógræktar ríkisins.
Skipulagsnefnd mælir með að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita þarf umsagnar ráðherra landbúnaðarmála um breytinguna þar sem hún varðar stærra svæði en 5 ha.
6.   Höfðaflatir í Úthlíð: Malarnáma: Framkvæmdaleyfi – 1509053
Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir námu við Höfðaflatir í sameignarlandi Úthlíðar, Stekkholts og Hrauntúns. Framkvæmdin hefur verið tilkynnt til skipulagsstofnunar um hvort að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum og þarf álit Skipulagsstofnunar að liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
Að mati skipulagsnefndar er ekki talið að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda.
7.   Brattholt 167065: 2 nýjar spildur: Stofnun lóða – 1509048
Lögð fram umsókn dags. 10. september 2015 þar sem óskað er eftir að stofnaðar verði tvær spildur úr landi Brattholts lnr. 167065. Annarsvegar er um að ræða 8,65 ha spildu sem kallast Bratthol 3 og liggur umhverfis núverandi íbúðarhúsalóð, Brattholt lóð 4. Hinsvegar er um að ræða 38,42 ha spildu við Gullfoss og er óskað eftir að hún fái nafn fosssins, til vara Gullfossland eða Sigríðarholt.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Varðandi nöfn lóðanna að þá er ekki gerð athugasemd við heitið Brattholt 4 en ákvörðum um heiti spildu við Gullfoss vísað til sveitarstjórnar.
8.   Vörðuás 7 og 9: Úthlíð: Deiliskipulagsbreyting – 1509005
Lögð fram umsókn dags. 17. september 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á byggingarskilmálum fyrir lóðina Vörðuás 9 í Úthlíð. Óskað er eftir að byggingarmagn aukist í 490 fm. Lóðin er 28.488,7 fm að stærð. Á fundi skipulagsnefndar 10. september 2015 var tekin fyrir beiðni um breytingu á skilmálum lóða 7 og 9 en afgreiðslu þá frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við skipulagsráðgjafa um útfærslu breytingarinnar. Að mati nefndarinnar var talin þörf á að breyta landnotkun svæðisins í verslun- og þjónustu í stað frístundabyggðar áður en frekari uppbygging væri leyfð.
Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að koma á fundi umsækjanda og sveitarstjórnar um framtíðar uppbyggingu á svæðinu.

 

9.   Skyggnisvegur 7: Smáhýsi til útleigu: Fyrirspurn – 1509051
Lögð fram fyrirspurn dags. 9. september 2015 um hvort að heimilt verði að byggja 10-15, 14 fm smáhýsi til útleigu fyrir ferðamann á sumarhúsalóðinni Skyggnisvegur 7 í Úthlíð. Er vísað í að margar eignir á svæðinu sé í útleigu.
Að mati skipulagsnefndar er ekki mælt með að sveitarstjórn samþykki ofangreinda umsókn þar sem hún samræmist ekki skipulagi svæðisins.
10.   Lyngbraut: Reykholt: Aðkoma: Deiliskipulagsbreyting – 1509065
Lögð fram tillaga að breytingu á deiluskipulagi Reykholts til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem nýlega tók gildi. Í breytingunni felst að hluti Lyngbrautar verður botnlangi út frá Biskupstungnabraut.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að ofangreind tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

11.  

Ásahreppur

Hrútur 2: Hrútshagi: Deiliskipulag – 1505032

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi fyrir 22,7 ha spildu úr landi Hrútshaga og liggur upp að Bugavegi. Ný spilda kallast Hrútur 2 og er fyrirhugað að byggja þar íbúðarhús, gestahús og útihús á tveimur afmörkuðum byggingarreitum.
Skipulagsnefnd mælir með að deilskipulagið verði auglýst sk. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita þarf að nýju umsagnar Vegagerðarinnar vegna aðkomu að landinu.
12.   Kálfholt 165294: Ný íbúðarhúsalóð: Deiliskipulag – 1509056
Lögð fram beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag á um 2 ha spildu sem fyrirhugað er að skipta út úr Kálfholti (lnr. 165294) í Ásahreppi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að unnið verði deiliskipulag fyrir 2 ha lóð fyrir íbúðarhús úr landi Kálholts.
13.   Hrunamannahreppur

Birtingarholt 3 166727: Umsókn um byggingarleyfi: Starfsmannahús, fyrirspurn. – 1509050

Sótt er um að leyfi til að byggja 40 ferm starfsmannahús á jörðinni Birtingarholt 3 á svæði neðan Auðsholtsvegar við núverandi útihús. Eingöngu liggur fyrir tillöguuppdráttur að staðsetningu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggt verði starfsmannahús í samræmi við umsókn. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu. Umsókn um byggingarleyfi vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
14.   Hvammur 1 lnr. 166771: 2 gróðurhúsalóðir: Stofnun lóða – 1509074
Lögð fram umsókn um stofnun tveggja lóða úr landi Hvamms 1 lnr. 166771 utan um sitt hvort gróðurhúsið. Samkvæmt meðfylgjandi lóðablaði eru lóðirnar 1.054 og 1.762 fm. Gert er ráð fyrir að önnur lóðin komi til stækkunar á íbúðarhúsalóðinni á jörðinni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugsemd við stofnun lóðanna og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 

15.  

Flóahreppur

Neistastaðir 166369: Umsókn um byggingarleyfi: Reiðskemma/geymsla – 1509052

Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir reiðskemmu/geymslu á Neistastöðum, stærð 373 ferm.
Nefndin samþykkir að falla frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem sýnt er að umsóknin hefur ekki áhrif á aðra en umsækjanda og sveitarfélag. Umsókninni er vísað til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
16.   Egilsstaðir lóð 196512: Deiliskipulag – 1509058
Lögð fram umsókn dags. 9. september 2015 sem felur í sér beiðni um breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps á svæði úr landi Egilsstaða auk þess sem lögð eru fram drög að hugmynd um deiliskipulag. Um er að ræða land með lnr. 196512 sem er 9,8 ha og liggur vestan og norðan við deiliskipulagt svæði fyrir frístundabyggð, vestan Urriðafossvegar. Hugmyndin er að stofna lögbýli á svæðinu og byggja íbúðarhús, gestahús, útihús og iðnaðarhús.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að aðalskipulagi svæðisins verði breytt í samræmi við ofangreint þar sem uppbygging smábýla eins og þeim sem hér er lýst er í góðu samræmi við þá uppbyggingu sem verið hefur í sveitarfélaginu undanfarin ár. Mælt er með að sveitarstjórn samþykki að unnin verði lýsing skipulagsverkefnis sem kynnt verði skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
17.   Brimstaðir 200163: Galdramýri: Stofnun lóðar – 1509057
Lögð fram umsókn dags. 16. september 2015 um stofnun l06,2 ha spildu úr lögbýlinu Brimstaðir (lnr. 200163) í Flóhreppi. Spildan liggur norðan Villingaholtsvegar milli Ragnheiðarstaða, Grænhóla og Fljótshóla I og IV.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun spildunnar með fyrirvara um samþykki vegagerðarinnar á tengingu hennar við þjóðveg.
18.   Langholt 2: Deiliskipulag – 1509072
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta lands Langholts 2 lnr. 166249. Skipulagið nær til um 1 ha svæðis umhverfis bæjartorfu Langholts 2 og felur í sér að afmarkaðir eru tveir byggingarreitir, B1 og B2. Á B1 verður heimilt að reisa allt að 70 fm gestahús og 40 fm gallerí og á reit B2 verður heimilt að byggja 2 allt að 55 fm frístundahús til viðbótar við núverandi hús sem er 34 fm að stærð.
Að mati skipulagsnefndar er tillagan í samræmi við ákvæði aðalskipulags sem segir „Takmörkuð veitinga- og gistiþjónusta og minjagripaverslun er leyfileg á landbúnaðarsvæðum, ef um aukabúgrein er að ræða.“ Mælt er með að sveitarstjórn samþykki að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún verði kynnt aðliggjandi landeigendum.
 

 

 

 

19.  

 

 

 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Búrfellsvirkjun: Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi: Deiliskipulag – 1502079

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi fyrir Búrfellsvirkjun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, ásamt umhverfisskýrslu. Í tillögunni er gert ráð fyrir framkvæmdum við stækkun virkjunarinnar auk þess sem verið er að setja ramma utan um þau mannvirki sem þegar eru til staðar á svæðinu. Tillagan var í kynningu frá 3. september 2015 til 24. september. Fyrir liggja umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðarinnar, Rangárþingi Ytra og Skógræktar ríkisins.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að tillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar gerð hefur verið grein fyrir skráningu fornleifa.
20.   Hvammsvirkjun: Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall: Deiliskipulag – 1509062
Lögð fram skipulags- og matslýsing deiliskipulags fyrir Hvammsvirkjun dags. 21. september 2015.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gögn og mælir með að sveitarstjórn samþykkki að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að leitað verði umsagnar þeirra aðila sem tilgreindir eru í lýsingunni.
21.   Stöng í Þjórsárdal: Nýr göngustígur: Framkvæmdaleyfi – 1509047
Lögð fram umsókn dags. 10. september 2015 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu nýs göngustígs að fornleium við Stöng í Þjórsárdal, samtals um 400 m, og breytingu og stækkun á bílastæði. Einnig er gert ráð fyrir byggingu 90 fm áningapalls við stíginn.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi gögn, með fyrirvara um umsögn Forsætisráðuneytisins þar sem um þjóðlendu er að ræða. Bent er á að þar sem ekki er verið að sækja um byggingu þjónustuhúss þarf að taka það út af gögnum.
22.   Réttarholt lnr. 166587: Stofnun lóðar – 1508056
Lagður fram lagfærður uppdrátttur sem sýnir stofnun 40,7 ha spildu úr landi Réttaholts lnr. 166587. Fyrir liggur samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu landamarka.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun spildunnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 

23.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Þrastalundur 168297: Þrastalundur lóð 4: Stofnun lóðar – 1509059

Lögð fram umsókn dags. 21. september 2015 um stofnun 37.008 fm lóðar úr landi Þrastalundar lnr. 168297.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun spildunnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
24.   Langamýri 6: Mýrarkot: Deiliskipulagsbreyting – 1509055
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Langamýri 6 úr landi Mýrarkots þar sem óskað er eftir breytingu á skilmálum svæðisins þannig að heimilt verði að reisa allt að 35 til 40 fm geymslu/aukahús í stað 25 fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að auglýst verð breyting á deiliskipulagi svæðisins sem felur í sér að heimilt verði að reisa allt að 40 fm aukahús á lóðum innan svæðisins, enda er það í samræmi víð ákvæði aðalskipulags.
25.   Minni-Borg land 199953: Stofnun lóðar og breyting á skráningu lóða – 1509049
Lögð fram umsókn dags. 9. september 2015 sem varðar landsskipti spildunnar Minni-Borg 199953. Um er að ræða stofnun 9,48 ha spildu sem kallast Bjarkarlækur auk þess sem verið að er lagfæra afmörkun og stærð upprunalands og lóða sem áður hafa verið stofnaðar úr spildunni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun nýrrar lóðar og lagfæringu á skráningu upprunalands og annarra lóða sem tilgreindar eru í gögnum. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
26.   Úlfljótsvatn 170940: Staðfesting á afmörkun lóðar og breyting á skráningu stærðar – 1509066
Lagt fram lóðablað sem sýnir hnitsetta afmörkun lóðarinnar Úlfljótsvatn 170940. Lóðin er í dag skráð án stærðar en er samkvæmt lóðablaði 17,5 ha að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytta afmörkun og skráningu lóðarinnar með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda.
27.   Úlfljótsvatn Álfasel 170941: Staðfesting á afmörkun lóðar og breyting á skráningu stærðar – 1509067
Lagt fram lóðablað sem sýnir hnitsetta afmörkun lóðarinnar Úlfljótsvatn Álfasel 170941. Samkvæmt núverandi skráningu er lóðin án stærðar en verður 2.360 fm skv. lóðablaði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytta afmörkun og skráningu lóðarinnar með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda.
28.   Úlfljótsvatn 170946: Staðfesting á afmörkun lóðar og breyting á skráningu stærðar – 1509068
Lagt fram lóðablað sem sýnir hnitsetta afmörkun lóðarinnar Úlfljótsvatn 170946. Samkvæmt skráningu er lóðin 10.000 fm en lóðablað gerir ráð fyrir að hún verði 8.899 fm að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytta afmörkun og skráningu lóðarinnar með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda.
29.   Úlfljótsvatn 170830: Úlfljótsvatn skátaskáli og Úlfljótsvatn bær: Stofnun lóða – 1509069
Lagðar fram tvær umsóknir um stofnun lóða úr landi Úlfljótsvatns 170830. Annars vegar er um að ræða 2.908 fm lóð utan um skátaskála suðvestan við Grafningsveg og hinsvegar 6,7 ha lóð umhverfis bæjartorfu Úlfljótsvatns.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun ofangreindra lóða og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
30.   Úlfljótsvatn 170944: Vesturtröð 2, 5, 6 og Austurtröð 1: Stofnun lóða – 1509070
Lagðar fram umsóknir um stofnun 4 lóða úr landi Úlfljótsvatns 170944. Um er að ræða lóðir utan um núverandi frístundahús innan orlofssvæðis Starfsmannafélags Reykjavíkur og heita lóðirnar Vesturtröð 2, 5 og 6 og Austurtröð 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun ofangreindra lóða og gerir ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Að mati skipulagsnefndar er nauðsynlegt að unnið verði nýtt deiliskipulag fyrir svæðið.
31.   Illagil 21: Kvörtun: jarðvegsmön – 1502033
Óskað er eftir að eigendur að Illagili 21 verð gert að fjarlægja jarðvegsmön við lóð 21. Fyrir liggur að eigendum hefur verið gert að fjarlægja mönina að viðurlögðum dagssektum fyrir 10. október 2015. Eigendur Illagils 21 leggja nú fram yfirlýsingu Hilmars Einarssonar fyrrverandi byggingarfulltrúa um að hann hafi heimilað mönina haustið 2005.
Að mati nefndarinnar hefur yfirlýsing fyrrverandi byggingarfulltrúa ekki vægi í þessu máli og samþykkt að fylgja málinu eftir í samræmi við fyrri afgreiðslur.
 

32.  

Öll sveitarfélög

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-14 – 1509004F

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa dags. 16. september 2015.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00