Skipulagsnefnd fundur nr. 96 – 10. september 2015

Skipulagsnefnd – 96. fundur haldinn Laugarvatn, 10. september 2015 og hófst hann kl. 10:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Gunnar Þorgeirsson, Formaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður

Ragnar Magnússon, Varaformaður

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

1.   Grímsnes- og Grafningshreppur

Kerhraun 6 og 39: Breyting á afmörkun lóða: Breytt stærð – 1508076

Lögð fram umsókn eiganda lóðarinnar Kerhraun 6 sem varðar breytingu á lóðarmörkum við lóð nr. 39. Meðfylgjandi er uppdráttur þar sem fyrirhuguð breyting er sýnd.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við lagfæringu á lóðarmörkum með fyrirvara um samþykki eigenda beggja lóða og að unnið verði ný hnitsett lóðablöð fyrir báðar lóðirnar. Þá felur þetta í sér breytingu á deiliskipulagi sem er að mati nefndarinnar óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, en einnig þarf að útbúa gögn vegna þeirra breytingar.
 
2.   Seyðishólar: Kerbyggð: Deiliskipulagsbreyting: Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 1509001
Lögð fram til kynningar kæra vegna samþykktar á aðal- og deiliskipulagi Kerbyggðar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um kæruna.
 
 

3.  

Bláskógabyggð

Miðhús 3 lnr. 212260: Nýr aðkomuvegur – 1509003

Lögð fram fyrirspurn um hvort að heimilt verði að leggja nýjan aðkomuveg að Miðhúsum 3 í Bláskógabyggð. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir nýja aðkomu.
Að mati skipulagsnefndar er ekki æskilegt að fjölga tengingum við þjóðveginn á þessu svæði vegna mikillar umferðar. Í ljósi þessa er afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir að skoðaðir verði aðrir möguleikar á aðkomu án þess að gera ráð fyrir nýrri tengingu við Laugarvatnsveg.
   

 

4.   Vörðuás 7 og 9: Úthlíð: Deiliskipulagsbreyting – 1509005
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi Úthlíðar sem varðar lóðirnar Vörðuás 7 og 9. Gert er ráð fyrir að á lóð 7 hækki hámarksbyggingarmagn úr 550 fm í 640 fm og úr 300 fm í 490 fm á lóð 9. Á lóð nr. 7 er gert ráð fyrir að byggja 60 fm geymslu við það hús sem fyrir er.
Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við skipulagsráðgjafa um útfærslu breytingarinnar. Að mati nefndarinnar er talin þörf á að breyta landnotkun svæðisins í verslun- og þjónustu í stað frístundabyggðar áður en frekari uppbygging verði leyfð.
 
5.   Heiðarbær lóð 170211: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1509007
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 98,2 ferm og 301,6 rúmm úr timbri.
Í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. apríl 2015 í máli nr. 71/2011 varðandi byggingarleyfi viðbyggingar á lóðinni Hvannalundur 8 að þá telur skipulagsnefnd að ekki sé hægt að gefa út byggingarleyfi á lóðum innan fyrrum Þingvallasveitar nema á grundvelli deiliskipulags eða þá að ákvæði aðalskipulags um að deiliskipulag þurfi að vera forsenda byggingarleyfa en ekki grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga verði fellt út. Afgreiðslu málsins er því frestað.
 
6.   Heiði lóð 10: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1509010
Sótt er um leyfi til að flytja á lóðina sumarhús úr timbri 44,2 ferm. Húsið verður flutt úr Botnsdal.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Málin vísað til byggingarfulltrúa.
 
7.   Fellsendi land lnr. 222604: Deiliskipulag – 1509016
Lögð fram umsókn um deiliskipulag á 119,6 ha spildu úr landi Fellsenda í Bláskógabyggð. Meðfylgjandi er lýsing skipulagsverkefnis dags. 10. ágúst 2015 ásamt tillögu að deiliskipulagsuppdrætti. Fram kemur að á svæðinu megi byggja 260 fm íbúðarhús, 200 fm starfsmannahús, 100 fm móttökuhús, 300 fm aðstöðuhús fyrir rekstur og dýrahald, og 6 allt að 50 fm smáhýsi til útleigu.
Að mati nefndarinnar samræmist tillagan ekki gildandi aðalskipulagi svæðisins. Mælt er með að ákvörðun um uppbyggingu svæðisins verði vísað í vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
 
8.   Böðmóðsstaðir 1 lnr. 167625: Kolviðarholtsmýri 1-3: Stofnun lóða – 1509017
Lögð fram umsókn dags. 4. september 2015 þar sem óskað er eftir stofnun þriggja lóða í Kolviðarhólsmýri í landi Böðmóðsstaða 1. Landið er í aðalskipulagi skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð og eru tvær lóðanna 11 ha og ein 14,1 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara um lagfæringar á lóðarmörkum lóðar nr. 1 í samráði við skipulagsfulltrúa. Þá er ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Tekið er fram að engar byggingarheimildir fylgja landinu fyrr en unnið hefur verið deiliskipulag fyrir svæðið.
 
9.   Laugarvatn: Fjallahjólabraut í landi skógræktarinnar: Fyrirspurn – 1509018
Lögð fram fyrirspurn um heimild til að útbúa fjallahjólabraut í landi Skógræktarinnar ofan þjóðvegar við Laugarvatn. Í meðfylgjandi erini kemur fram að fyrirhugað er að brautin liggi frá gömlu skíðalyftunni og endi ofan við núverandi skógarstíg við innkeyrsluna að tjaldsvæðinu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreinda framkvæmd með fyrirvara um samþykki landeigenda.
 
10.   Þingvellir, Bratti 170796: Umsókn um byggingarleyfi: Fjallaskáli – 1504004
Á fundi skipulagsnefndar 25. janúar 2012 var tekið fyrir erindi Íslenska Alpaklúbbsins um heimild til að flytja skálann Bratta til byggðar, breyta lítilsháttar og flytja aftur á núverandi stað við Botnssúlur. Var erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki Þingvallanefndar. Búið er að fjarlægja húsið en nú liggur fyrir að óskað er eftir að flytja á staðinn töluvert stærra hús, þ.e. 71 fm hús sem fékk tímabundið stöðuleyfi við Uxahryggjaveg. Eldra húsið var 22 fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt í samræmi við ofangreint, með fyrirvara um samþykki landeigenda.
 
11.   Brúarvirkjun: Mat á umhverfisáhrifum – 1508024
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 3. september 2015 þar sem óskað er umsagnar um meðfylgjandi tillögu að matsáætlun fyrir Brúarvirkjun í Tungufljóti, Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu a matsáætlun Brúarvirkjunar.
 
12.   Ásahreppur

Ásborg lnr. 220762, Ás 1 spilda 2 lnr. 220760 og Ás 1 land 1 lnr. 175232: Deiliskipulag – 1508060

Lögð fram lýsingu deiliskipulags sem nær til lögbýlisins Ásborg lrn. 220762 auk tveggja spildna úr landi Áss 1 (lnr. 220760 og 220762) í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar 27. ágúst sl. Á hverri spildu er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús, bílskúr/gestahús og skemmu. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lýsingu og mælir með að sveitarstjórn samþykki að fela skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Skipulagsstofnunar.
 
13.   Lindarbær 1C: Austurtún: Deiliskipulag – 1505014
Lagt fram að nýju að lokinni auglýsingu deiliskipulag fyrir 6 ha svæði úr landi Lindarbæjar 1C í Áshreppi þar sem gert er ráð fyrir íbúðarhúsalóð og lóð fyrir hesthús/reiðskemmu. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsnefndar 9. júlí 2015 og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur og Vegagerðina um framhald málsins. Í kjölfarið var gerð sú breyting á tillögunni að aðkomuvegur að spildunni var færður og liggur nú sunnan og vestan bæjartorfu Vetleifsholt í samræmi við þinglýsta kvöð að sögn umsækjend. Fyrir liggur umsögn vegagerðarinnar frá 1. september s.l. þar sem ekki er gerð athugasemd við breytta aðkomu.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að kynna breytta tillögu fyrir eigendum aðliggjandi lands.
   

 

 

14.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-13 – 1509001F
     

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00