Skipulagsnefnd fundur nr. 95 – 27. ágúst 2015

Skipulagsnefnd – 95. fundur  

haldinn Laugarvatn, 27. ágúst 2015

og hófst hann kl. 10:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður

Halldóra Hjörleifsdóttir, Varamaður

Ingibjörg Harðardóttir, Varamaður

 

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

1.   Grímsnes- og Grafningshreppur

Kiðjaberg: Frístundabyggð: Endurskoðað deiliskipulag – 1504002

Lagt fram bréf skipulagsráðgjafa deiliskipulags Kiðjabergs dags. 20. ágúst 2015 þar sem farið er yfir hvernig brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum sem fram koma í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 4. ágúst 2015. Þá eru jafnframt lögð fram lagfærð gögn. Að mestu leyti er um að ræða minniháttar lagfæringar og frekari skýringar nema að nú er gert ráð fyrir að fyrirhugað gistihús við golfskála verði fellt út.
Að mati Skipulagsnefndar hafa verið gerðar lagfæringar á gögnum til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar Skipulagsstofnunar. Er mælt með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið að nýju með breytingum, sú helsta að ákvæði um gistihús við golfskála er fellt út.
2.   Klausturhólar lóð 49A og 49B (Heiðarimi 8 og 10): Sameining lóða – 1508058
Lögð fram umsókn dags. 17. ágúst 2015 þar sem óskað er eftir að lóðir sem í dag heita Heiðarrimi 49A og 49B verði sameinaðar í eina lóð sem mun heita Heiðarrimi 8 skv. nýju deiliskipulagi.
Þar sem nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð, í samræmi við flestar lóðir við Heiðarrima, að þá gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við sameininguna.
3.   Nesjavellir lnr. 209139: Stækkun lóðar – 1508063
Lögð fram umsókn Eflu Suðurlandi dags. 17. ágúst 2015, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem óskað er eftir stækkun á lóðinni Nesjavellir lnr. 209139 úr 14.870,6 fm í 17.061,5 fm. samkvæmt meðfylgjandi lóðablaði. Á lóðinni er í dag rekið hótel.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar.
4.   Tjarnarvík lnr. 222808: Íbúðarhús: Deiliskipulag – 1508010
Lögð fram umsókn dags. 20. ágúst 2015 ásamt endurskoðaðril tillögu að deiliskipulagi Tjarnarvíkur (lnr 222808) þar sem tekið hefur verið tillit til afgreiðslu skipulagsnefndar frá 10. ágúst. Í tillögunni er gert ráð fyrir 5.000 fm frístundahúsalóð þar sem byggja má frístundahús og aukahús og má nýtingarhlutfall að hámarki vera 0.03. Gert er ráð fyrir að mænishæð húss frá botnplötu geti verið allt að 6 m.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillögua skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.   Bláskógabyggð

Apavatn 1 lnr. 167620: Efra-Apavatn 1B, 1C, 1D og 1E: Stofnun lóða – 1508055

Lagður fram samningur um landsskipti á jörðinni Efra-Apavatn lnr. 167620 ásamt meðfylgjandi lóðablaði sem sýnir skiptingu jarðarinnar í fjóra hluta.
Afgreiðslu frestað þar til lagfærð gögn berast. Pétur Ingi Haraldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
6.   Höfði 2 lnr. 211605: Höfði II: Breyting á heiti lóðar – 1508057
Lögð fram umsókn Erlendar Hjaltasonar dags. 18. ágúst þar sem óskað er eftir að nafni Höfða 2 verði breytt í Höfða II. Jafnframt er óskað eftir að fá að skrá landið sem er 86 ha að stærð sem lögbýli.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á landinu en ákvörðun um heiti jarðarinnar er vísað til sveitarstjórnar.
7.   Eskilundur 2 og 4: Fyrirhuguð stækkun á sumarbústað: Fyrirspurn – 1508059
Lögð fram fyrirspurn eigenda lóðanna Eskilundur 2 og 4 úr landi Miðfells dags. 12. ágúst 2015 um mögulega stækkun á núverandi sumarhúsi. Meðfylgjandi er greinargerð dags. 12. ágúst þar sem settir eru fram 3 útfærslumöguleikar, þ.e. að húsið verði stækkað um 38 fm án breytinga á lóðum, að lóðir nr. 2 og 4 verði sameinaðar eða að lóð nr. 4 verði stækkuð á kostnað lóðar nr. 2. Eftir stækkun verður húsið um 85 fm að stærð.
Ekki er heimilt að gefa út byggingarleyfi á svæðinu nema á grundvelli deiliskipulags og telur skipulagsnefnd því ekki tímabært að taka afstöðu til mögulegra bygginga á lóðinni fyrr en það liggur fyrir.
8.   Geysir: Haukadalur: Deiliskipulag – 1502036
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Geysissvæðið að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Tillagan var kynnt með auglýstingu dags. 13. maí og var þá jafnfram send til umsagnar. Fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.   Vatnsleysa 1 land 5: Frístundalóðir: Deiliskipulag – 1504043
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundahusalóða úr landi Vatnsleysu 1. Deiliskipulagið var samþykkt fyrr í sumar og fór til afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Er nú lagður fram tölvupóstur stofnunarinnar með fyrirspurn um nýtingarhlutfall lóðarinnar og hæðarkóta botnplötu. Þá liggur jafnframt fyrir að eigendur hafa óskað eftir breytingu á ákvæðum deiliskipulagsins um mænisstefnu.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið að nýju með þeim breytingum að mænisstefna húsa er felld út auk þess sem gerð er smávægileg breyting varðandi orðalag í greinargerð um mænishæð. Varðandi rökstuðning fyrir hámarksstærð húsa á lóð að þá eru skilmálarnir í samræmi við samþykkt Bláskógabyggðar um nýtingarhlutfall og í samræmi við það sem almennt gerist í sveitarfélaginu. Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
10.   Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Réttarholt lnr. 166587: Stofnun lóðar – 1508056

Lögð fram umsókn eiganda Réttarholts 1 í Árnesi þar sem óskað er eftir að land sunnan þjóðvegar verði stofnuð sem sér lóð. Meðfylgjandi er lóðablað sem sýnir afmörkun lóðarinnar.
Afgreiðslu málsins frestað þar til fyrir liggja lagfærð gögn og samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu lóðarmarka.
11.   Ásahreppur

Ásborg lnr. 220762, Ás 1 spilda 2 lnr. 220760 og Ás 1 land 1 lnr. 175232: Deiliskipulag – 1508060

Lögð fram umsókn dags. 17. ágúst 2015 þar sem óskað er eftir að tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 60 ha svæðis og þriggja spildna. Á hverri spildu er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús, bílskúr/gestahús og skemmu. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Þar sem um er að ræða uppbyggingu á nýju lögbýli sem ekki var til staðar við samþykkt aðalskipulagsins telur skipulagsnefnd að vinna þurfi lýsingu fyrir deiliskipulagið skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til lýsing liggur fyrir. Bent er á að gera þarf betur grein fyrir því hvernig sú uppbygging sem fyrirhuguð er samræmist ákvæðum aðalskipulags á landbúnaðarsvæðum.
12.   Flóahreppur

Langholt 2: Breyting á notkun útihúsa: Fyrirspurn – 1508061

Lögð fram fyrirspurn eigenda Langholts 2 dags. 20. ágúst 2015 um hvort að heimilt verði að byggja um 120 fm gistihús þar sem 70 fm vélaskemma stóð áður og hvort að heimilt sé að byggja um 75 fm gallerí þar sem áður var 50 fm geymsla.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda ofangreindra framkvæmda að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið.
13.   Galtastaðir: Flóahreppur: Deiliskipulag – 1508027
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi fyrir Galtastaði. Í tillögunni er enn gert ráð fyrir þremur sumarhúsum en umfang fyrirhugaðrar móttökustöðvar hefur minnkað. Áður var gert ráð fyrir 6 um 17,5 m háum staurum auk tækjahúss en nú er gert ráð fyrir 3 um 15 háum staurum. Jafnfram er óskað eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins ef það er forsenda fyrir samþykkt deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi. Það er mat nefndarinnar að ekki sé þörf á að breyta aðalskipulagi en ef það er mat Skipulagsstofnunar gerir nefndin ekki athugasemd við að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar byggt á fyrirliggjandi deiliskipulagi.
14.   Ferjunes 2 land 2: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – viðbygging – 1508046
Lögð fram umsókn byggingarleyfi fyrir geymslu í spildunni Ferjunesi 2 land 2.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga.
15.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-12 – 1508002F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2015.