Skipulagsnefnd fundur nr. 93 – 9. júlí 2015

 

Skipulagsnefnd – 93. fundur  

haldinn  Laugarvatn, 9. júlí 2015

og hófst hann kl. 09:00

 

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Gunnar Þorgeirsson, Formaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður

Ragnar Magnússon, Varaformaður

 

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

 

1.  

Bláskógabyggð

Brekka: Frístundabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1506082

Lögð fram umsókn eigenda Brekku í Bláskógabyggð dags. 18. júní um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á um 7 ha svæði sem afmarkast af Vallá, Kóngsvegi og landamerkjum við Efri-Reyki. Óskað er eftir að breytingin teljist óveruleg þar sem hún er í beinu framhaldi af núverandi frístundabyggð og hefur ekki áhrif á aðra byggð.
Að mati nefndarinnar getur breytingin ekki talist óveruleg þar sem uppbygging svæðisins mun fela í sér framkvæmdir sem gætu haft áhrif á aðliggjandi lóðarhafa og landeigenda. Mælt er með að sveitarstjórn samþykki að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.   Kjósarskarðsvegur (48): Framkvæmdaleyfi – 1506004
Á síðasta fundi skipulagsnefndar var tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Kjósaskarðsvegar og var mælt með að það yrði samþykkt með fyrirvara um að við gatnamót Kjósaskarðsvegar og Þingvallavegar verði gert ráð fyrir að- og fráreinum auk aðgreiningu á akstursstefnu. Byggðaráð Bláskógabyggðar staðfesti afgreiðsluna 26. júní. Nú er lagt fram tölvuskeyti frá dags. 2. júlí 2015 þar sem farið er yfir forsendur hönnunar gatnamótanna auk þess sem skýringaruppdráttur er meðfylgjandi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við útfærslu Vegagerðarinnar á gatnamótum Kjósaskarðsvegar og Þingvallavegar en gerir þá kröfu að gerð verði frárein frá Þingvallavegi inn á Kjósaskarðsveg vegna umferðaröryggis.
3.   Austurey 1: Verslun- og þjónusta í stað íbúðarsvæðis: deiliskipulagsbreyting – 1502012
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. júní 2015 varðandi lagfærð gögn breytingar á deiliskipulagi Austureyjar I og III þar sem íbúðarhúsalóðum er breytt í lóð fyrir verslun- og þjónustu.
Skipulagsnefnd mælir með að skipulagsfulltrúa verði falið að birta auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild stjórnartíðinda.
4.   Austurhlíð 167059: Neðra-Holt: Stofnun lóðar – 1507011
Lögð fram umsókn dags. 2. júlí 2015 um stofnun 18.3 ha spildu úr landi Austurhlíðar sem kallast Neðra-Holt. Meðfylgjandi er uppdráttu sem sýnir afmörkun spildunnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun spildunnar með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu spildunnar, þ.e. eigenda Dalsmynnis og Stekkholts. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðarlaga.
5.   Heiðarbær lóð 222397: Fyrirhugað deiliskipulag vegna byggingarframkvæmda: Fyrirspurn – 1507009
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa frístundahúsalóðar í landi Heiðarbæjar með landnúmerið 222397 dags. 25. júní 2015 um hvort að leyft verði að láta vinna deiliskipulag fyrir þessa einu lóð. Meðfylgjandi er erindi dags. 25. júní 2015 þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir málinu, auk uppdráttar dags. 28. apríl 2015 sem sýnir afmörkun lóðarinnar, afrit af lóðarleigusamningi og tölvuskeyti með frekari rökstuðningi dags. 2. júlí 2015.
Með vísun í 2. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að deiliskipulagið þurfi að lágmarki að ná yfir þessa lóð og næstu lóð sem liggur aðeins sunnar.
6.   Heiðarbær lóð 222397: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1506073
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri 98,2 ferm og 298,3 rúmm.
Afgreiðslu frestað þar sem unnið er að deiliskipulagi fyrir lóðina.
7.   Lækjarbraut 9: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús-viðbygging – 1506076
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús í þremur áföngum, 1 áfangi verður byggður 2015 og áfangi 2 og 3 eru áætlaðir árið 2016 og 2017. Heildarstærð eftir stækkun er 153,4 ferm og 492 rúmm. Lóðin er 5600 ferm.
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga.
 

8.  

Ásahreppur

Lindarbær 1C: Austurtún: Deiliskipulag – 1505014

Lagt fram að lokinni auglýsingu deiliskipulag fyrir 6 ha svæði úr landi Lindarbæjar 1C í Áshreppi þar sem gert er ráð fyrir íbúðarhúsalóð og lóð fyrir hesthús/reiðskemmu. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 13. maí 2015 með athugasemdafresti til 25. júní. Ein athugasemd barst með bréfi dags. 24. júní 2015 frá eigendum Rifshalakots.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur og vegagerðina um framhald málsins.
 

9.  

Flóahreppur

Mýrar lnr. 166366: Staðfesting á afmörkun lóðar – 1507010

Lögð fram umsókn dags. 1. júlí 2015 um breytingu á skráningu jarðarinnar Mýra í Flóahreppi lnr. 166366. Jörðin er ekki skráð með neina stærð í þjóðskrá og hefur landið nú verið hnitsett og liggja fyrir nauðsynleg samþykki aðliggjandi landeigenda. Á hluta svæðisins er miðað við þegar þinglýst hnit aðliggjandi spildna. Samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti er jörðin 291,6 ha að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðarinnar Mýra.
 

10.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Rimahverfi: Frístundasvæði: Klausturhólar: Deiliskipulag – 1504035

Lagt fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Klausturhóla, Rimahverfi. Tillagan var auglýst 13. maí 2015 með athugasemdafrest til 25. júní. Ein athugasemd barst auk þess sem borist hefur ný umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið með breytingum á greinargerð til að koma til móts við athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Varðandi athugasemd um stærð lóðar að þá kemur fram í deiliskipulaginu að afmörkun og stærð lóða er með fyrirvara um nákvæmari mælingar á staðnum.
11.   Hestvíkurvegur 16, 18, 20, 22, 24 og Réttartjarnarvegur 1, 3 og 5: Nesjar: Deiliskipulagsbreyting – 1507005
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi í landi Nesja sem nær til 8 lóða við Hestvíkurveg og Réttartjarnarveg. Ástæða breytingarinnar er að verið er að lagfæra hnitsetta afmörkun þessara 8 lóða en ekki er verið að gera breytingu á skilmálum svæðisins.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum þeirra lóða sem breytingin nær til.
12.   Kiðjaberg og Hestland: Dreifikerfi hitaveitu: Framkvæmdaleyfi – 1507008
Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu dreifkerfis hitaveitu í landi Kiðjabergs og Hests í Grímsnes- og Grafningshreppi. Verða lagnir lagðar meðfram vegum á svæðinu þar sem þegar hefur verið lögð rafveita og vatnsveitar og er því ekki farið yfir óhreyft land.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að veit verði framkvæmdaleyfið í samræmi við ofangreinda umsókn.
13.   Hrunamannahreppur

Flúðir iðnaðarsvæði: Ný aðkoma um hringtorg frá Bræðratunguvegi: Deiliskipulagsbreyting – 1507007

Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis vestan flugvallar á Flúðum. Er breytingin gerð vegna breytingar á aðkomu að svæðinu frá Bræðratunguvegi sem verður nú um nýtt hringtorg. Lóðafjöldi er sá sami eftir breytingar (24) en afmörkun og stærð nokkurra lóða breytist vegna breytinga á aðkomuvegi. Búið er að úthluta þremur lóðum og eitt hús hefur verið byggt.
Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir núverandi lóðarhöfum og með fyrirvara um umsögn Samgöngustofu vegna nálægðar við flugvöll.
14.   Birtingaholt 1 lnr. 166725: Birtingaholt 1C: Stofnun lóðar – 1507012
Lagt fram lóðablað sem sýnir afmörkun 2.450 fm lóðar utan um íbúðarhús á jörðinni Birtingaholt 1 lnr. 166725. Ný lóð mun fá nafnið Birtingaholt 1C.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Ragnar Magnússon vék af fundi við afgreiðslu málsins.
15.   Kotlaugar 166794: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós-viðbygging – 1506086
Sótt er um að byggja við fjós 291,1 ferm og 953,7 rúmm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina og telur ekki þörf á grenndarkynningu. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

16.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Aðkoma inn í Árnes og Tjaldsvæði: Deiliskipulagsbreyting – 1507014

Lagðar fram til kynningar tvær tillögur breytingu á skipulagi Árness í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Varða tillögurnar hvernig tengja megi Árnes við ný gatnamót Þjórsádalsvegar og nýs vegar sem fer til suðurs yfir Þjórsa og tengir svæðið við Rangárþing Ytra.
17.   Iðnaðarsvæði við Árnes: Deiliskipulagsbreyting – 1507013
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðis sunnan við Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Svæðið liggur meðfram nýjum tengivegi og samkvæmt gildandi deiliskipulagi er þar gert ráð fyrir lóðum með blandaðri notkun íbúðar- og landbúnaðarsvæði. Í tillögu að breytingu er gert ráð fyrir að svæðið breytist í iðnaðarsvæði fyrir hreinlegan iðnað.
 

18.  

Önnur mál

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-10 – 1507001F

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 1. júlí 2015.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00