16 feb Skipulagsnefnd fundur nr. 84 – 12. febrúar 2015
Skipulagsnefnd – 84. fundur haldinn Laugarvatn, 12. febrúar 2015 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður
Gunnar Þorgeirsson, Formaður
Helgi Kjartansson, Aðalmaður
Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður
Ragnar Magnússon, Varaformaður
Margrét Jónsdóttir, Varamaður
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
1. | Landsskipulagsstefna 2015-2026 – 1501017 | |
Lögð fram tillaga að umsögn skipulagsnefndar um auglýsta tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. | ||
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að umsögn og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar. | ||
2. | Reglugerð um hollustuhætti: Ákvæði 24. gr. um fjarlægð – 1502041 | |
Í gildandi reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 er ákvæði um að óheimilt sé að hafa loðdýrabú, alifuglabú og svínabú nær mannabústöðum, matvælafyrirtækjum eða vinnustöðum annarra en sjálfs búsins en sem nemur 500 metrum (4. mgr. 24. gr.). Ekki eru neinar skýringar á því hvers vegna miða skuli við þessa ákveðnu fjarlægð og ekki er tekið tillit til fjölda dýra eða hvernig starfseminni er háttað s.s. í tengslum við meðhöndlun á úrgangi. Í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála frá 22. apríl 2013 varðandi fyrirhugað minkabú á spildu úr landi Ása segir m.a. „Úrskurðarnefndin hefur ekki fundið skýringar á tilurð reglu þessarar eða á því hvaða hagsmuni henni var ætlað að verja.“ | ||
Það er mat skipulagsnefndar að ofangreint ákvæði reglugerðar um hollustuhætti þurfi endurskoðunar við í ljósi þess að miklar breytingar hafa orðið á t.d. meðhöndlun úrgangs frá minka-, alifugla- og svínabúum sem hefur m.a. leitt til minni lyktarmengunar en áður var. Að mati nefndarinnar ætti að meta hvert tilfelli fyrir sig og ákvarða fjarlægðarmörk fyrirhugaðrar starfsemi út frá fjölda dýra, meðhöndlun úrgangs o.s.frv. Þetta gæti falið í sér að í sumum tilvikum yrði gerð mun minni krafa til fjarlægðar en núverandi reglugerð gerir ráð fyrir (500 m) en í öðrum tilvikum gæti fjarlægðin verið meiri, allt eftir raunverulegum áhrifum af þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er. Skipulagsnefnd skorar á Umhverfis- og auðlindaráðuneytið að endurskoða ákvæði 24. gr. reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002. | ||
3. | Svarfhólsvöllur 166322: Svarfhólsvöllur lóð: Stofnun lóðar – 1502029 | |
Lagt fram lóðablað fyrir 3.076,2 fm lóð úr landi Svarfhólsvallarí Flóahreppi lnr. 166322 utan um golfskála með fastanr. 2201153 matshluti 01 og 02. Fram kemur að aðkoma að lóðinni sé frá Laugardælavegi 3020 eftir núverandi heimreið að golfskála. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar. | ||
4. | Loftsstaðir-Eystri:Deiliskipulag – 1501001 | |
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 10 ha svæðis úr jörðinni Loftsstaðir-Eystri í Flóahreppi, Sunnan Villingaholtsvegar. Í tillögunni eru afmarkaðar sex 1,27 ha lóðir og er á þremur þeirra gert ráð fyrir íbúðarhúsum auk minniháttar atvinnustarfsemi (hugsanlega lögbýli) og á þremur verður heimilt að reisa frístundahús og fjölnotahús. Ennfremur er gert ráð fyrir 2 ha sameiginlegu svæði. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfæringar á gögnum varðandi byggingarskilmála og afmörkun byggingarreita í samráði við skipulagsfulltrúa. | ||
5. | Austurvegur 69: Selfoss: Deiliskipulagsbreyting – 1502032 | |
Lagt fram erindi Odds Hermannssonar dags. 4. febrúar 2015, f.h. eigenda Austurvegar 69 á Selfossi þar sem send er inn tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, sem nær að hluta inn í Flóahrepp. Breytingar eru eftirfarandi: 1. Núverandi aðkoma frá Austurvegi er felld niður. 2. Ný aðkoma að reitnum verður frá hringtorgi. 3. Núv. lóð nr. 69a skiptist í tvennt vegna vegar og lóðarinnar sameinast lóð 69c. 4. Nýr vegur frá reitnum tengist Laugardælavegi. 5. Sett er kvöð á lóð 69c um aðkomu og byggingareitur er sýndur á lóð. 6. Byggingarreitur á lóð nr. 69 er stækkaður (sjá uppdrátt). Fram kemur að búið sé að kynna breytinguna fyrir Vegagerðinni og að hún geri ekki athugasemd við hana. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreinda deiliskipulagsbreytingu og mælir með að sveitarstjórn samþykki að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
6. | Stóra-Ármót lóð 178683: Umsókn um byggingarleyfi: Stækkun – 1501053 | |
Viðbygging við íbúðarhús um 104,1 ferm. Húsið verður alls 234,1 ferm. eftir stækkun. | ||
Nefndin samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga. Ef engar athugasemdir berast er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
Búið var að samþykkja lóðarstækkun 2014 | ||
7. | Laugardælur lóð 195801: Umsókn um byggingarleyfi: viðbygging-sólstofa – 1501042 | |
Granni mál nr. 201412325783. Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við íbúðarhús. Stærð 32 ferm. og 115 rúmm. | ||
Nefndin gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd og telur ekki þörf á grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa. | ||
8. | Árnes: Réttarholt: Tjaldsvæði Traðarlands: Aðalskipulagsbreyting – 1502006 | |
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu umsókn um breytingu á landnotkun 2 ha spildu úr landi Réttarholts í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Samkvæmt umsókn er óskað eftir að breyta landnotkun úr landbúnaðarsvæði í opið svæði til sérstakra nota og nýta svæðið sem tjaldsvæði. Umsóknin var kynnt aðliggjandi lóðarhöfum með bréfi dags. 12. janúar 2015 og gefinn frestur til 10. febrúar til að koma með athugasemdir. Þrjú athugasemdarbréf hafa borist þar sem því er mótmælt að sett verði upp tjaldsvæði á þessum stað vegna ónæðis sem það myndi valda, auk þess sem þegar er tjaldsvæði í næsta nágrenni. | ||
Í ljósi fyrirliggjandi athugasemda mælir skipulagsnefnd ekki með að landnotkun svæðisins verði breytt úr landbúnaðarsvæði í opið svæði til sérstakra nota með það að markmiði að nýta svæðið sem tjaldsvæði. | ||
9. | Hraunbraut 35 og 41-43: Borg: Deiliskipulagsbreyting – 1502030 | |
Lögð fram umsókn Birgis Leós Ólafssonar dags. 20. janúar 2015, f.h. Borgarhúsa ehf, þar sem óskað er eftir að deiliskipulagi lóða nr. 35 og 41 – 43 við Hraunbraut á Borg, Grímsnes- og Grafningshreppi, verði breytt. Gert er ráð fyrir að á lóð 35 verði heimilt að byggja 4 íbúða raðhús í stað einbýlishúss og á lóðum 41-43 verði heimilt að byggja 6 íbúða raðhús í stað parhúss. Útmörk byggingarreita breytist ekki og ekki heldur nýtingarhlutfall lóðanna sem er 0,5. Gert er ráð fyrir að hver íbúðareining verði 90-100 fm. | ||
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir lóðarhöfum Hólsbrautar 14 til 20 og íbúðarhúsalóðarhöfum við Hraunbraut. Lagfæra þarf gögn í samráði við skipulagsfulltrúa. | ||
10. | Miðengi: 5 stjörnu gisting: Fyrirspurn – 1502034 | |
Lagt fram erindi Hildar Jónu Gunnarsdóttur með fyrirspurn um möguleikann á nýtingu frístundahúsalóðar við 5. braut úr landi Miðengis í Grímsnes- og Grafningshreppi. Spurt er hvort að heimilt verði að stækka núverandi hús þannig að nýtingarhlutfall lóðar yrði um 0.07 í stað 0.03 eins og gildandi skipulag gerir ráð fyrir, hvort að leyfi þurfi fyrir smíði þyrlupalls, hvort að leyfi fengist fyrir útleigu húss á lóðinni, hvort að nægjanlegt heitt vatn sé á svæðinu auk upplýsinga um frárennslismál. | ||
Það samræmist ekki ákvæðum gildandi aðalskipulags sveitarfélagsins að gera ráð fyrir hærra nýtingarhlutfalli á frístundahúsalóðum en 0.03 og hefur það ekki verið leyft til þessa. Ekki er fallist á byggingu þyrlupalls inn í miðju frístundahúsahverfi vegna mögulegs ónæðis fyrir nágranna. Varðandi önnur atriðið að þá er líklega nóg heitt vatn á svæðinu og væntanlega fengist heimild til að leigja hús á lóðinni á sambærilegan hátt og gildir almennt um útleigu frístundahúsa. Sveitarfélagið sér um tæmingu rotþróa í frístundahúsahverfum en lóðarhafar sjálfir þurfa að sjá um hönnun fráveitukerfis í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurlands. | ||
11. | Bjarkarbraut 5: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging – 1501054 | |
Granni mál 201412285786. Viðbygging á sumarhúsi 32,9 ferm. úr timbri. Heildarstærð 98,3 ferm. | ||
Nefndin samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga. | ||
12. | Bátaleiga við Laugarvatn: Fyrirspurn – 1502031 | |
Lagt fram erindi Benjamíns Inga Böðvarssonar dags. 11. janúar 2015 þar sem óskað er eftir leyfi til að koma upp bátaskýli og bryggju niður við Laugarvatn, Bláskógabyggð, með það í huga að starfrækja þar bátaleigu. Samkvæmt deiliskipulagi eru tvær lóðir fyrir bátaskýli og er umsækjandi opinn fyrir báðum möguleikum þó svo að frekar er óskað eftir lóð rétt við hitaveithver. Fram kemur að gert er ráð fyrir byggingu húss í samræmi við gildandi skilmála. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggt verði bátaskýli í samræmi við gildandi skipulag og mælir með að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að leita eftir viðbrögðum landeigenda við stofnun og úthlutun lóðar. | ||
13. | Brekkuskógur: Orlofssvæði BHM: Deiliskipulagsbreyting – 1502035 | |
Í byrjun árs 2014 var grenndarkynnt tillaga að breytingu á deiliskipulagi orlofssvæðis BHM í Brekkuskógi, Bláskógabyggð, sem fólst í að afmarkaður var byggingarreitur fyrir áhaldahús andspænis núverandi þjónustumiðstöðvar. Athugasemdir bárust og á fundi skipulagsnefndar 9. maí 2014 var málinu frestað og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur um aðra möguleika á staðsetningu áhaldshússins. Nú liggur fyrir endurskoðuð tillaga sem m.a. felur í sér að gert verði ráð fyrir að hámarki 120 fm húsi með hámarkshæð upp á 3,8 m, en er þó á sama stað og áður. | ||
Skipulagsnefnd mælir með að endurskoðuð tillaga að breytingu að deiliskipulagi, þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir sem bárust við fyrri tillögu, verði grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeigendum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
14. | Geysir: Haukadalur: Deiliskipulag – 1502036 | |
Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir Geysissvæðið í Haukadal, Bláskógabyggð. Þá eru jafnframt lagðar frá athugasemdir og ábendingar skipulagsfulltrúa við fyrirliggjandi tillögu. | ||
15. | Krossholtsmýri: Austurey 2: Deiliskipulag: Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 1502028 | |
Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. janúar 2015. Málið varðar deiliskipulag fyrir frístundabyggð í Krossholtsmýri í landi Austureyjar í Bláskógabyggð sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. nóvember 2008 en tók þó ekki gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda 10. nóvember 20009. Málið var kært til úrskurðarnefndar með bréfi dags. 27. nóvember 2009 og nú rúmum fjórum árum síðar liggur niðurstaða nefndarinnar fyrir. Er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar hafnað þar sem ekki liggja fyrir annmarkar á málsmeðferð hinnar kærðu ákvörðunar. | ||
Skipulagsnefnd gerir verulegar athugasemdir við seinagang úrskurðarnefndar við afgreiðslu málsins. | ||
16. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-01 – 1501001F | |
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2015. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00