20 jún Skipulagsnefnd fundur nr. 262 – 16. júní 2023
Fundargerð skipulagsnefndar UTU fundur skipulagsnefndar UTU haldinn föstudaginn 16. júní 2023 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.
Fundargerð ritaði: Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi
Nefndarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað og fundargerð send til rafrænnar undirritunar.
Dagskrá:
Ásahreppur: |
||
1. | Hald á Holtamannaafrétti; Fjallasel; Deiliskipulag – 2211044 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Halds á Holtamannaafrétt eftir auglýsingu. Með deiliskipulaginu er staðfest núverandi landnotkun svæðisins, auk þess sem gert er ráð fyrir byggingu tveggja nýrra skála. Annar er ætlaður fyrir gistingu og hinn getur verið skemma/hesthús. Gisting getur verið fyrir allt að 40 gesti. Skipulagssvæðið er um 3,9 ha. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
2. | Hvanngiljahöll á Holtamannaafrétti; Fjallasel, Deiliskipulag – 2211043 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Hvanngiljahallar á Holtamannaafrétt eftir auglýsingu. Með deiliskipulaginu er staðfesta núverandi landnotkun svæðisins, auk þess sem gert er ráð fyrir byggingu nýrra skála í stað þeirra sem fyrir eru. Gisting getur verið fyrir allt að 30 gesti. Skipulagssvæðið er um 4,9 ha. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðum gögnum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
Bláskógabyggð: |
||
3. | Víkurholt 2 (L190967); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2210025 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, fyrir liggja nýjar teikningar með umsókn Bergs Þ. Arthúrssonar og Guðrúnar K. Gunnarsdóttur, móttekin 10.10.2022, um byggingarheimild fyrir 103,6 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Víkurholt 2 L190967 í Bláskógabyggð. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskóganbyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar, málið verði kynnt nágrönnum aðliggjandi lóða ásamt hitaveitu svæðisins og landeiganda upprunalands. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
4. | Hvammur (L235703); byggingarheimild; sumarbústaður – 2306050 | |
Fyrir liggur umsókn Kristjáns Andréssonar fyrir hönd Kristjáns Guðnasonar, móttekin 12.06.2023, um byggingarheimild fyrir 42 m2 sumarbústað á landinu Hvammur L235703 í Bláskógabyggð. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Komi til frekari uppbyggingar innan landsins verði unnið deiliskipulag sem tekur til framkvæmdaheimilda innan þess. | ||
5. | Fellskot L167087; Fellskot 4; Stofnun lóðar og staðfesting á afmörkun jarðar – 2302015 | |
Lögð er fram að nýju umsókn um stofnun lands úr jörðinni Fellskot L167087. Um er að ræða 69,3 ha landeign sem gert er ráð fyrir að fái staðfangið Fellskot 4. Jafnframt er jörðin Fellskot innmæld og hnitsett sem ekki hefur legið fyrir áður og mælist hún 143 ha, miðað við afmörkun út í miðja á eftir landskiptin. Málið var áður afgreitt á fundi sveitarstjórnar þann 1. mars sl. Undirritanir hlutaðeigandi landeigenda aðliggjandi lands liggja nú fyrir nema eiganda Fells L167086 og er því málið tekið til afgreiðslu á ný. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðarinnar eða stofnun Fellskots 4 skv. fyrirliggjandi umsókn en ekki er tekin afstaða til hnitsettrar lóðamarka við Fell L167086. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið á grundvelli framlagðra gagna þrátt fyrir að samþykki allra hlutaðeigandi landeigenda aðliggjandi jarða fyrir hnitsetningu liggi ekki fyrir og feli skipulagsfulltrúa að senda tilkynningu til eiganda L167086 um afgreiðslu sveitarstjórnar. | ||
6. | Úthlíð 1 L167180; Vörðás 5-9 (áður Vörðás 5, 7 og 9); Ferðaþjónusta og byggingarheimildir; Deiliskipulag – 2302016 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til lóða Vörðáss 5, 7 og 9 í Úthlíð eftir auglýsingu. Lóðirnar eru verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi. Gert er ráð fyrir sameiningu lóðanna í Vörðás 5-9 og að heimiluð verði uppbygging á ýmiss konar þjónustu, einkum fyrir ferðamenn. Heildarstærð núverandi bygginga er 1163,6 m2. Leyfilegt heildarbyggingarmagn á Vörðási 5-9 er allt að 1.850 m2. Heimilt er að viðhalda núverandi byggingum eða byggja nýjar í þeirra stað. Auk þess er heimiluð áframhaldandi uppbygging ferðaþjónustu s.s. veitingaaðstaða, gisting sem hvort sem er getur verið í gistihúsi eða minni gestahúsum, einnig ýmiss konar afþreying sem fellur vel að þjónustu við gesti staðarins og eigendur frístundahúsa í nágrenninu. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt viðbragða. Samhliða er gerð óveruleg breyting á deiliskipulagi frístundasvæðisins að Úthlíð þar sem viðkomandi svæði er fellt út úr gildandi deiliskipulagi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum og þeim svarað í framlagðri samantekt með fullnægjandi hætti þar sem við á. Gögn verði uppfærð í takt við samantekt. Að mati nefndinnar er ekki talin ástæða til að fara fram á heildarskráningu minja innan skipulagssvæðisins að svo komnu máli þar sem svæðið er að mikli leyti byggt og þegar raskað á grundvelli fyrri heimilda gildandi deiliskipulags. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem skipulagið tekur til verði samhliða fellt út úr gildandi deiliskipulagi á grundvelli 2. og 3. mgr. 43.gr. skipulagslaga og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu. | ||
7. | Háholt 7-8 L194914; Parhús í stað einbýlishúss og stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2305077 | |
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Laugarvatns sem tekur til lóðar Háholts 7 og 8. Í breytingunni felst að lóð Háholts 7 stækkar og lóð Háholts 8 er breytt í parhúsalóð. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Blaáskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt innan Háholts. | ||
8. | Litla-Fljót 1 L167148; Breyttir skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2305081 | |
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi að Litla-Fljóti í Bláskógabyggð. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á landnotkunarflokki svæðisins yfir í verslun og þjónustu. Breyting verður gerð á greinagerð aðalskipulags og á uppdrætti. Á svæðinu hefur landeigandi uppi áform um að byggja allt að 20 lítil gistihús til útleigu í nokkrum áföngum. Aðkoma er um veginn Litla-Fljót. Fyrirhuguð gistihús verða á einni hæð. Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að afmarka lóðir og byggingarreiti ásamt því að skilgreina fyrirkomulag aðkomu og setja þau ákvæði sem ástæða er til í deiliskipulagi | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
9. | Myrkholt L167133; Breyttar afmarkanir Myrkholts og Myrkholts 1 og 2 og ný lóð Myrkholt 3; Lóðamál – 2305087 | |
Lögð er fram umsókn um afmörkun lands Myrkholts. Í umsókninni felst að staðfest er afmörkun og stærð upprunalands Myrkholts L167133 er breytt. Myrkholt 1 breytir um afmörkun og stærð. Myrkholt 2 fær afmörkun staðfesta. Myrkholt 3 er ný lóð stofnuð úr upprunalandinu. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmarkanir og stærðir skv. fyrirliggjandi umsókn. Nefndin gerir jafnframt ekki athugasemd við stofnun lóðar Myrkholts 3. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið. | ||
10. | Syðri-Reykir 2 L167163; Veglagning; Framkvæmdarleyfi – 2306004 | |
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Syðri-Reykjum resort vegna veglagningar í landi Syðri-Reykja 2. Framkvæmdin byggir á gildandi deiliskipulagi svæðisins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulaga nr. 123/2010 og heimilda gildandi deiliskipulags svæðisins með fyrirvara um að gert verði grein fyrir því innan gagna málsins hvernig efnistöku vegna framkvæmda verður hagað. | ||
11. | Geysir L167191, Laug L167137 og Konungshver L222136; Uppbygging innviða; 1. áfangi; Framkvæmdarleyfi – 2306024 | |
Lögð er fram umsókn frá Umhverfisstofnun er varðar framkvæmdaleyfi innan hverasvæðisins við Geysi L167191 og land innan girðingar umhverfis L222136, lóðirnar liggja í landi jarðarinnar Laug L167137. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag með breytingum. Framkvæmdaraðili er Umhverfisstofnun fyrir hönd ríkisins. Umhverfisstofnun hefur falið Framkvæmdasýslunni-Ríkiseignum FSRE umsjón með framkvæmdum. Um er að ræða fyrsta áfanga framkvæmdar á „innviðum innan girðingar“ við Geysi í Haukadal og tekur til nýrrar aðkomu frá vestri til að dreifa og bæta upplifun gesta. Nýja leiðin er að hluta til á upphækkuðum pöllum og eru pallarnir með handlistum þar sem fallhæð fer yfir 70 cm. Einnig er gerð létt brú yfir kerruslóða í samráði við Minjavörð Suðurlands. Áætlaðir eru endurbættir göngustígar upp að hverunum Blesa og Konungshver og þaðan tenging að göngustígum í hlíðum Laugarfells. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulaga nr. 123/2010 og heimilda gildandi deiliskipulags svæðisins. | ||
Flóahreppur: | ||
12. | Vatnsholt 2 L166398; Tjaldstæði; Deiliskipulag – 2106162 | |
Fyrir liggur tillaga er varðar nýtt deiliskipulag að Vatnsholti 2 L166398 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining á svæði fyrir tjaldsvæði innan jarðarinnar ásamt byggingarheimildum fyrir 100 fm húsi tengt rekstri tjaldsvæðis. Auk þess er gerð grein fyrir núverandi byggingum innan svæðisins og nýrri aðkomu. Athugasemdir og umsagnir bárust vegna málsins á fyrri stigum og lögð er fram uppfærð tillaga þar sem skilgreint tjaldsvæði hefur verið fært frá sameiginlegum jarðarmörkum og ný aðkoma að svæðinu er skilgreind með það að markmiði að minnka umferð um bæjarhlaðið að Vatnsholti 1. Athugasemdir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins eftir auglýsingu. |
||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við athugasemdum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og framlagðrar samantektar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
13. | Loftsstaðir-Vestri; Verslunar- og þjónustusvæði; Deiliskipulag – 2204020 | |
Fyrir liggur tillaga er varðar nýtt deiliskipulag innan jarðarinnar Loftsstaða-Vestri eftir yfirferð Skipulagsstofnunar. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir heimildum er varðar uppbyggingu á allt að 11 gistihúsum, 40-75 fm að stærð hvert, auk þess sem gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu þjónustuhúss allt að 120 fm að stærð. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir uppsetningu tjalda til útleigu fyrir gistingu, annars vegar 22 fm að stærð og hins vegar 48 fm að stærð. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum. Breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagstillögunni eftir auglýsingu. Skipulagssvæðið er stækkað töluvert frá fyrri tillögu m.a. með það að markmiði að færa uppbyggingarsvæðið fjær Loftstöðum-Eystri og til að taka tillit til fornleifa innan skipulagssvæðisins. Byggingarreitum fjölgar en byggingarmagn og fjöldi bygginga er óbreyttur. Athugasemdir voru gerðar við gildistöku deiliskipulagsins af hálfu Skipulagsstofnunar og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum umsögnum vegna málsins og samantekt andsvara. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum og afgreiðslu Skipulagsstofnunar með fullnægjandi hætti innan gagnanna og framlagðrar samantektar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði sent Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
14. | Hnaus L166347, Hnaus lóð L178934, Hnaus lóð L178933, Hnaus land 1 L213872 og Mosató 4 L230715; Breytt landnotkun (F16, F16D og SL6); Aðalskipulagsbreyting – 2207019 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 eftir auglýsingu. Breytingin tekur til frístundasvæðanna F16 og F16D sem skilgreind verða sem landbúnaðarland ásamt hluta skógræktar- og landgræðslusvæðis SL6. Um er að ræða svæði sem tilheyra lóðunum Hnaus L166347, Hnaus lóð L178934, Hnaus lóð L17893, Hnaus land 1 L213872 og Mosató 4 L230715. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
15. | Lækjarholt 1 L231163; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2208025 | |
Fyrir liggur tillaga er varðar breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 eftir auglýsingu. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi í landi Lækjaholts 1 L231163. Í gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 er skipulagssvæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Í breytingunni felst að hluta landspildunnar verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem heimiluð verði ferðaþjónusta. Umsagnir bárust á auglýsingatíma málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
16. | Skálmholt; Huldu- og Maríuhólar; Íbúðabyggð; Deiliskipulag – 2211052 | |
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Skálmholts eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 43 nýjum íbúðarhúsalóðum að stærðinni 8.751 fm til 16.428 fm. Auk þess eru á svæðinu fjórar 15.000 fm frístundalóðir sem breytast í íbúðarlóðir. Heildarfjöldi íbúðalóða á svæðinu verður því 47. Á þeim er heimilt að byggja íbúðarhús, útihús og geymslu/bílageymslu. Nýtingarhlutfall lóða má vera allt að 0,05. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum og fornleifaskráningu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
17. | Krækishólar; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2209025 | |
Fyrir liggur tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til lands Krækishóla eftir kynningu. Í breytingunni felst breyting á landnotkun á um 10 ha svæði úr frístundasvæði í íbúðarsvæði. Samhliða hefur verið samþykkt breyting á gildandi deiliskipulagi svæðisins. | ||
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Krækishóla verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. | ||
18. | Heiðarbær Stórholt L166345; Þjórsárbraut og Fossabraut; Veglagning; Framkvæmdarleyfi – 2305085 | |
Lögð er fram umsókn frá Þórði Hermanni Kolbeinssyni er varðar framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu í landi Heiðarbæjar, Stórholts L166345. Umsóknin byggingar á gildandi deiliskipulagi svæðisins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulaga nr. 123/2010 og heimilda gildandi deiliskipulags svæðisins með fyrirvara um að gert verði grein fyrir því innan gagna málsins hvernig efnistöku vegna framkvæmda verður hagað. | ||
19. | Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029; Breytt undirgöng; Óveruleg aðalskipulagsbreyting – 2305097 | |
Lögð er fram tillaga óverulegrar breyingar á aðalskipulagi Flóahrepps. Breytingin kemur til vegna nýrrar legu þjóðvegar 1 um svæðið. Í breytingunni er gert ráð fyrir fækkun undirgangna undir þjóðveg auk þess sem stærð landnotkunarfláka er uppfærð m.v. umfang nýrrar tengingar. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent skipulagsstofnun til samþykktar. | ||
20. | Vatnsveita Flóahrepps; Styrking neysluvatnslagna; Framkvæmdaleyfi – 2305098 | |
Lögð er fram umsókn frá Flóahreppi vegna útgáfu framkvæmdaleyfis. í framkvæmdinni felst styrking á neysluvatnslögnum Vatnsveitu Flóahrepps. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leitað verði umsagnar Vegagerðarinnar komi til þverunar á vegum auk þess sem leitað verði samþykkis viðeigandi jarðareigenda þar sem framkvæmdin fer um. | ||
21. | Jaðarkot 1 L224215; Kolsholt 1 lóð 1 L219675; Kolsholt 1 L166358; Breytt lóðamörk; Stækkun lóðar – 2306009 | |
Lögð er fram umsókn frá Sigmari Erni Aðalsteinssyni er varðar stækkun lóðar Jaðarkots 1 L224215 auk þess sem gerð er breyting á lóð Kolsholt 1 lóð 1 þar sem suðurmörk landsins er færð til um 15 metra til suðurs. Stækkun lóðanna kemur úr Kolsholti 1 L166358. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við breytta afmörkun lóða Jaðarkots og Kolsholts 1 lóð 1 skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um lagfærð gögn. Mælist nefndin til þess að staðfang innan svæðisins verði lagfært í takt við reglugerð um skráningu staðfanga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur: | ||
22. | Bíldsfell 1 L170812; Frístundasvæði F20; Deiliskipulag – 2202010 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsáætlunar sem tekur til hluta frístundasvæðis F20 í landi Bíldsfells 1 L170812 eftir auglýsingu. í deiliskipulaginu felst skilgreining 30 frístundalóða og byggingaheimilda innan þeirra. Nýtingarhlutfall er 0,03 og skal samanlagt byggingarmagn á hverri lóð vera innan þeirrar heimildar. Innan hverrar lóðar er heimilt að byggja eitt frístundahús, eitt aukahús að hámarksstærð 40m fm og geymslu að hámarki 15 fm. Skilgreint hámarksbyggingarmagn innan lóða er skilgreint í töflu. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum málsaðila og uppfærðri deiliskipulagáætlun. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti m.a. með gerð ítarlegrar skýrslu sem tekur til umsagnar UST er varðar staðsetningu og gerð vistgerða innan skipulagssvæðisins og vatnafar. Auk þess hefur verið unnin fornleifaskráning sem tekur til svæðisins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
23. | Farbraut 15 (L169478); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og garðskáli – 2209014 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Heimis Þ. Gíslasonar og Hrefnu H. Guðnadóttur, móttekin 05.09.2022, um byggingarheimild til að byggja 16,1 m2 viðbyggingu við sumarbústað mhl 01 og 30,7 m2 garðskála mhl 03 á sumarbústaðalandinu Farbraut 15 L169478 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 38,8 m2. Fyrir liggur undanþága frá innviðaráðuneyti vegna fjarlægðar byggingar frá lóðarmörkum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
24. | Þóroddsstaðir; Langirimi-frístundabyggð; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2302025 | |
Lögð er fram tillaga frá Þóroddi ehf. er varðar breytingu á skilmálum frístundasvæðis Langarima í landi Þóroddsstaðar. Í breytingunni felst breyting á skilmálum deiliskipulags með þeim hætti að heimilt verði að vera með rekstrarleyfisskylda gistingu í flokki I og II skv. reglugerð nr. 1277/2016. Málið var sértaklega kynnt sumarhúsfélagi svæðisins, auk þess sem það var auglýst með opinberum hætti. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. | ||
Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að grenndarkynna öllum hlutaðeigandi eigendum sumarhúsa innan svæðisins málið sérstaklega áður en málið verði samþykkt endanlega til gildistöku. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málinu verði frestað gildistöku eftir auglýsingu og verði vísað til úrvinnslu skipulagsfulltrúa. | ||
25. | Kringla 2; Árvegur 1-12; Hnitsetning og uppfærsla skilmála; Endurskoðun deiliskipulags – 2303027 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Árvegar 1-12 í landi Kringlu 2 eftir auglýsingu. Í tillögunni felst m.a. að á lóðunum sem eru landbúnaðarlóðir er heimilt að reisa íbúðarhús og aukahús s.s. gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu. Við gildistöku viðkomandi deiliskipulags fellur eldra skipulag úr gildi. Umsagnir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Málið var sérstaklega kynnt hlutaðeigandi lóðarhöfum innan svæðisins. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með þeim fyrirvara að byggingarreitir innan svæðisins verði dregnir í a.m.k 50 metra fjarlægð frá vegi. Með fyrirvara um viðkomandi lagfæringu mælist nefndin til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
26. | Svínavatn 3 L232042; Íbúðarlóðir; Deiliskipulag – 2305076 | |
Lögð er fram umsókn frá Jóni Þór Jónssyni er varðar nýtt deiliskipulag á lóð Svínavatns 3 L232042. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að skipta 5 ha landi í 2 lóðir, 3,5 ha og 1,5 ha á stærð og að þar geti risið 1 íbúðarhús á hvorri lóð og á þeirri stærri vinnuskemma og lítil gestahús til útleigu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja deiliskipulagsáætlun til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
27. | Öndverðarnes 1 L168299; Neðan-Sogsvegar 1A og 1B; Deiliskipulag – 2305088 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulag sem tekur til jarðar Öndverðarness 1. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir tveimur lóðum undir staðföngum Neðan-Sogsvegar 1A (9.946 fm) og 1B (13.479 fm). Skilgreindir eru byggingarreitir auk byggingarheimilda þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir frístundahús ásamt aukahúsum á lóð innan hámarksnýtingarhlutfalls 0,03. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Málið verði sérstaklega kynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða. | ||
28. | Grímkelsstaðir 23 L170838; Grímkelsstaðir 22 L205666 og 24 L205667; Sameining lóða – 2305099 | |
Lögð er fram umsókn frá Jóhönnu Gunnarsdóttur er varðar sameiningu lóða Grímkelsstaða 22, 23 og 24. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Lóðarhlutarnir voru girtir af sem ein lóð af upphaflegum eigenda og hafa þær verið byggðar og ræktaðar sem ein lóð undanfarin 40 ár. Einn bústaður er á lóðunum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við sameiningu lóðanna með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist vegna málsins og að samþykki eigenda aðliggjandi lóða liggi fyrir vegna sameiginlegra lóðarmarka. | ||
29. | Minni-Borg L168263; Athafnasvæði við Sólheimaveg – gatnagerð; Framkvæmdarleyfi – 2306003 | |
Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi vegna útgáfu framkvæmdaleyfis á landi Minni-Borgar L168263. Í framkvæmdinni felst veglagning á grundvelli gildandi deiliskipulags svæðisins sem tekur til athafnasvæðis við Sólheimaveg. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulaga nr. 123/2010 og heimilda gildandi deiliskipulags svæðisins með fyrirvara um að gert verði grein fyrir því innan gagna málsins hvernig efnistöku vegna framkvæmda verður hagað. | ||
30. | Nesjavellir L170825; Borun uppbótarholu; Framkvæmdarleyfi – 2306025 | |
Lögð er fram umsókn frá Orku náttúrunnar ohf. er varðar framkvæmdaleyfi fyrir borun uppbótarholu á Nesjavöllum, með það að markmiði að mæta rýrnun á gufuforða virkjunarinnar. Í framkvæmdinni felst gerð borstæðis á borteig, borun vinnsluholu og lagningu jarðstrengs ofanjarðar. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulaga nr. 123/2010 og heimilda gildandi deiliskipulags svæðisins. | ||
31. | Bíldsfell III L170818; Veglagning; Framkvæmdarleyfi – 2306032 | |
Lögð er fram umsókn frá Árna Þorvaldsyni vegna framkvæmdaleyfis í landi Bíldfells. í framkvæmdinni felst veglagning í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins og meðfylgjandi fylgigögn. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulaga nr. 123/2010 og heimilda gildandi deiliskipulags svæðisins með fyrirvara um að gert verði grein fyrir því innan gagna málsins hvernig efnistöku vegna framkvæmda verður hagað. | ||
32. | Villingavatn L170831; Landhöfn; Stofnun lóðar – 2306033 | |
Lögð er fram umsókn frá Kjartani Gunnari Jónssyni er varðar stofnun lóðar úr upprunalandi Villingavatns L170831. Um er að ræða 4.797 fm lóð og óskað er eftir því að hún fái staðfangið Landhöfn. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið með fyrirvara um lagfærð gögn. | ||
33. | Torfastaðir 1 L170828; Bakkahverfi; Deiliskipulagsbreyting – 2306042 | |
Lögð er fram tillaga að óverulega breytingu á deiliskipulagi vegna frístundasvæðis í landi Torfastaða (Bakkahverfi). Í breytingunni felst að skilgreindum frístundalóðum innan svæðisins er fækkað um eina. Lóðir við vatnið stækka sem því nemur. Staðvísar eru skilgreindir innan svæðsins, gert er ráð fyrir að þær fái heitin Eiríksgata og Njálsgata. Að öðru leyti eru engar breytingar gerðar á framlagðri skipulagsáætlun. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. | ||
34. | Finnheiðarvegur 15; Breytt lega lóða og byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2306062 | |
Lögð er fram umsókn frá Ívari Erni Guðmundssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Finnheiðarvegar 15 innan frístundasvæðis í landi Norðurkots. Í breytingunni felst að legu lóðanna er breytt auk þess sem byggingarreitir eru skilgreindir upp á nýtt. Samhliða er lögð fram hnitsetning lóða í samræmi við mælingu á staðnum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða auk þess sem leitað verði samþykkis vegna hnitsetningar á sameiginlegum lóðarmörkum. | ||
Hrunamannahreppur: | ||
35. | Skipholt 3 (L166827); byggingarheimild; útihús – 2306037 | |
Fyrir liggur umsókn Rögnvaldar Harðarsonar fyrir hönd Bjarna V. Guðmundssonar, móttekin 11.06.2023, um byggingarleyfi fyrir 909 m2 útihúsi (fóðurgeymsla, hesthús og sauðburðarhús) á jörðinni Skipholt 3 L166827 í Hrunamannahrepp. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Jón Bjarnason vék af fundi við afgreiðslu málsins. |
||
36. | Hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum; Neðri-Hveradalir reitur 10; Bílastæði og þjónustuhús; Endurskoðað deiliskipulag – 2302035 | |
Lögð er fram tillaga sem tekur til deiliskipulags fyrir Neðri-Hveradali í Kerlingarfjöllum eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á byggingarheimildum fyrir þjónustuhús og bílastæði við Neðri-Hveradali. Ákveðið var að vinna nýtt deiliskipulag í stað þess að vinna breytingu á gildandi skipulagi svæðisins. Það felur í sér að við gildistöku nýs deiliskipulags fyrir reit 10, þá verður sama svæði fellt úr gildi í deiliskipulagi frá 2014 með óverulegri breytingu sem tekur gildi samhliða framlagðri deiliskipulagstillögu. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að byggja allt að 20 m2 þjónustuhús með salernum. Heimilt er að vera með palla umhverfis húsið og aðstöðu fyrir gesti til að setjast niður, njóta útsýnis og borða nesti. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi bílastæða geti verið allt að 84. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að afgreiðslu málsins verði frestað eftir auglýsingu. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við Umhverfisstofnun vegna viðbragða sem taka til umsagnar Náttúrufræðistofnunar. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur: | ||
37. | Álfsstaðir II L215788; Nýbyggingar; Deiliskipulag – 1806055 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Álfsstaða II L215788 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst heimild til uppbyggingar á íbúðarhúsi, gestahúsa, reiðhallar/hesthúss og skemmu á fjórum byggingarreitum. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðu skipulagi. |
||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna þar sem við á. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
38. | Löngudælaholt frístundasvæði; Endurskoðun deiliskipulags – 2104081 | |
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu og samræmingu deiliskipulags að Löngudælaholti úr landi Réttarholts að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar. Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að skilgreina betur núverandi frístundabyggð út frá staðbetri grunngögnum. Fyrir liggur undanþága innviðaráðuneytis vegna fjarlægða frá vegum, ám og vötnum. Gerð var athugasemd við gildistöku tillögunnar af hálfu Skipulagsstofnunar vegna misræmis á milli skilmála aðalskipulags og deiliskipulags er varðar heimilað byggingarmagn á lóðum undir 4.000 fm. Tillagan hefur verið uppfærð í takt við athugasemd. | ||
Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar með viðeigandi hætti innan skipulagstillögu. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði sent Skipulagsstofnun til varðveislu samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
39. | Ásbrekka L166535; Byggingareitir og afmörkun skógræktar; Deiliskipulag – 2301045 | |
Lögð er fram umsókn frá Finni Birni Harðarsyni er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til jarðar Ásbrekku eftir auglýsingu. Á jörðinni er m.a. stunduð skógrækt. Innan deiliskipulagsins eru skilgreindir fjórir byggingarreitir þar sem m.a. er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, gestahúsa og útihúsa. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
40. | Minni-Ólafsvellir L166482; Byggingarheimildir; Deiliskipulag – 2302014 | |
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga nýs deiliskipulags að Minni-Ólafsvöllum. Í tillögunni felst skilgreining á byggingarreitum umhverfis núverandi hús auk þess sem gert er ráð fyrir uppbyggingu hesthúss og 3 gestahúsa. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
41. | Þrándarlundur L166619; Skógarlundur; Stofnun lóðar – 2306001 | |
Lögð er fram umsókn frá Ara Frey Steinþórssyni er varðar stofnun landeignar úr landi Þrándarlundar L166619. Landið fær staðfangið Skógarlundur og er alls um 40,36 ha að stærð. Svæðið er allt skilgreint sem skógræktarsvæði á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landsins skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið með fyrirvara um lagfærð gögn. | ||
42. | Glóruhlíð L210720; Stækkun byggingarreits; Óveruleg deiliskipulagsbreyting – 2306008 | |
Lögð er fram beiðni frá Meika Witt er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi að Glóruhlíð L210720. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits fyrir hesthús og aukning á heimildum er varðar mænishæð. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi með fyrirvara um uppfærð gögn. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu, skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu í samráði við málsaðila. | ||
43. | Þrándarlundur L166619; Guðnýjarbolli; Staðfest afmörkun og breytt heiti lóðar – 2306011 | |
Lögð er fram umsókn er varðar staðfestingu á hnitsettri afmörkun og stærð Þrándarlundar L166619. Lóðin mælist 1,1 ha að teknu tilliti til stofnun 40,36 ha skógræktarlands sem fyrir liggur umsókn um í máli #2306001. Jafnframt er óskað eftir því að lóðin fái staðfangið Guðnýjarbolli. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um að lagður verði fram rökstuðningur er varðar staðfang lóðarinnar á grundvelli reglugerðar um skráningu staðfanga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið verði fyrrgreindum fyrirvara uppfyllt og fyrirvara um lagfærð gögn. | ||
44. | Austurhlíð lóð 1 L194930; Breytt lóðamörk og breyting á byggingarreit; Deiliskipulagsbreyting – 2306012 | |
Lögð er fram umsókn frá Skúla Rúnari Hilmarssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Austurhlíðar lóð 1. Í breytingunni felst að lóðir innan svæðisins hafa verið hnitsettar og lagfærð. Mörkum á lóðum 1 og 2 er breytt lítillega í takt við nýja hnitsetningu auk þess sem gerð er lítilsháttar breyting á byggingarreitum. Kvöð er sett um aðkomu að lóð 2 í gegnum lóð 1. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagða breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Nefndin mælist til að staðföng svæðisins verði tekin til skoðunar á grundvelli reglugerðar um skráningu staðfanga. | ||
45. | Hraunvellir L203194; Íbúðarlóðir, byggingarreitir gistihúsa og útihúsa; Deiliskipulag – 2306034 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Hraunvalla L203194. Fyrir er deiliskipulag í gildi innan svæðisins. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur eldra úr gildi. Í skipulaginu felst m.a. skilgreining lóða og byggingarreita fyrir íbúðarhús, útihús og gistihús. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Haraldur Þór Jónsson vék fundi við afgreiðslu málsins. |
||
46. | Hagi 2 L166551; Náma og aðkoma; Aðalskipulagsbreyting – 2306043 | |
Lögð er fram beiðni um heimild til að skilgreina nýtt efnistökusvæði innan aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjarhrepps. Náman verði um 1,5 ha að stærð og heimilt verði að vinna 45 þús m3 á gildistíma aðalskipulags. Landeigandi hefur undanfarin ár tekið efni til eigin nota á hluta svæðisins. Skoðað verður hvort hægt er að gera nýja aðkomu að námunni þannig að ekki þurfi að aka um bæjartorfu Haga til að nýta hana. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkt verði að vinna skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem tekur til skilgreiningar á námu á viðkomandi svæði í takt við framlagða umsókn. | ||
47. | Rauðukambar L234185; Framkvæmdarleyfi – 2306059 | |
Lögð er fram umsókn frá Rauðukömbum ehf. vegna framkvæmdaleyfis. Í framkvæmdinni felst lagfæring á vegslóða að vinnusvæði fjallabaðanna í Reykholti í Þjórsárdal í samræmi við framlagða umsókn. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjarhrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr.123/2010 með fyrirvara um að gert verði grein fyrir því innan gagna málsins hvernig efnistöku vegna framkvæmda verður hagað. Leitað verði umsagna frá Forsætisráðuneytinu og Umhverfisstofnun fyrir útgáfu leyfis. | ||
48. |
Öll sveitarfélög:
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23-186 – 2306001F |
|
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 23-186 | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15