01 jún Skipulagsnefnd fundur nr. 218 – 26. maí 2021
Fundargerð skipulagsnefndar UTU
218. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn á Flúðum, miðvikudaginn 26. maí 2021 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ása Valdís Árnadóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Björn Kristinn Pálmarsson, Guðmundur J. Gíslason, Vigfús Þór Hróbjartsson og Davíð Sigurðsson.
Fundargerð ritaði: Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi
Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.
Dagskrá:
1. |
Ásahreppur:
Ás 3 land II-2land (L204643); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús og bílskúr – 2105021 |
|
Fyrir liggur umsókn Sverris Sigurðssonar og Berthu Karlsdóttur, móttekin 06.05.2021, um byggingarleyfi til að byggja 121 m2 íbúðarhús og 75,2 m2 bílskúr á Ás 3 II-2land L204643 í Ásahreppi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Ásahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Forsenda frekari uppbyggingar á lóðinni er að hún verði deiliskipulögð. Nefndin mælist til þess að unnið verði deiliskipulag samhliða umsókn um byggingarleyfi vegna íbúðarhúss. | ||
|
||
2. |
Bláskógabyggð:
Lækjarhvammur 11 L167928; Viðbygging; Fyrirspurn – 2103105 |
|
Lagður er fram ítarlegri rökstuðningur umsækjanda vegna umsóknar um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við sumarhús að Lækjarhvammi 11. | ||
Skipulagsnefnd UTU vísar til fyrri bókunar vegna málsins og mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að umsókn um undanþágu vegna fjarlægðar frá Grafará verði synjað. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að sótt verði um framkvæmdir innan lóðarinnar sem fara fjær Grafará miðað við núverandi staðsetningu húss. | ||
3. | Stekkur 1 L168122 og 3 L221596; Stækkun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2105068 | |
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi lóðar Stekkjar 1 og 3. Í breytingunni felst stækkun byggingarreita á lóðunum í samræmi við uppdrátt. | ||
Skipulagsnefnd UTU frestar afgreiðslu málisins og felur skipulagsfulltrúa að skoða málið frekar gagnvart fjarlægð frá Stekká. | ||
4. | Heiðarbær lóð L170211; Mön; Framkvæmdaleyfi – 2105022 | |
Lögð er fram umsókn frá Erni Brynjólfssyni er varðar gerð jarðvegsmanar á lóð Heiðarbæjar L170211 á milli nágranna sbr. myndir og fylgiskjöl. Fyrirhugað aðflutt magn jarðefnis er allt að 60 rúmmetrar. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt. | ||
5. | Brúarhvammur; Uppbygging hótels og gistihýsa; Umsagnarbeiðni – 2105024 | |
Lögð er fram beiðni Skipulagsstofnunar vegna umsagnar er varðar hvort og á hvaða forsendum viðkomandi framkvæmd, sem tekur til uppbyggingar á hóteli og gistihýsum skuli háð mati á umhverfisáhrifnum. Í umsögn skal koma fram, eftir því sem við á, hvort Bláskógabyggð telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Auk þess skal koma fram innan umsagnarinnar, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila. | ||
Skipulagsnefnd UTU telur að innan fyrirspurnar um matsskyldu sé á fullnægjandi hátt gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Nefndin telur að uppbygging á grundvelli framlagðra gagna sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdir á grundvelli fyrirspurnar eru eftir atvikum háðar útgáfu bygginga- og/eða framkvæmdaleyfis af hálfu sveitarfélagsins. | ||
6. | Syðri-Reykir 1 L167162; Syðri-Reykir 1A; Stofnun lóðar – 2105073 | |
Lögð er fram umsókn Ingibjargar Sigurjónsdóttur, dags. 18. maí 2021, um stofnun lóðar úr jörðinni Syðri-Reykir 1 L167162. Um er að ræða 1.002,92 fm lóð utan um þegar byggt íbúðarhús. Óskað er eftir að lóðin fái staðfangið Syðri-Reykir 1A. Fyrir liggur samþykki eiganda Syðri-Reykjar 4 á hnitsettri afmörkun lóðarinnar. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar né heitið skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um uppfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa. | ||
7. | Kvistabær L191706 (Lyngbraut 1); Stækkun byggingarreits og útfelling lóðar 3; Deiliskipulagsbreyting – 2105075 | |
Lögð er fram umsókn frá Kvistbæ ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi í Reykholti. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og niðurfelling á lóð. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | ||
8. | Valhallars. Nyrðri 9 (L170805) umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2105050 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Halldórssonar fyrir hönd Hallbjörns Karlssonar og Þorbjargar H. Vigfúsdóttur, móttekin 11.05.2021, um byggingarleyfi til að byggja við 29,9 m2 sumarbústað og setja niður hreinsimannvirki í stað rotþróar á sumarbústaðalandinu Valhallars. Nyrðri 9 L170805 í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 101,7 m2. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að leitað verði umsagnar Þingvallanefndar fyrir afgreiðslu málsins. Afgreiðslu málsins frestað. | ||
9. | Spennistöðvalóðir í Reykholti, Sólbraut 1A og Skólavegur 1 og 11; Deiliskipulagsbreyting – 2105078 | |
Lögð er fram umsókn frá RARIK er varðar breytingu á deiliskipulagi að Reykholti. Í breytingunni felst skilgreining lóða fyrir spennistöðvar innan deiliskipulagsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | ||
10. | Vílsenslundur L189550; Aukið byggingarmagn; Aukahús; Deiliskipulagsbreyting – 2103014 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Vílsenslundar L189550 í Bláskógabyggð. í breytinguni felst lagfæring á lóðarmörkum í takt við þinglýst gögn og aukning á byggingarheimild vegna aukahúsa á lóð. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | ||
11. | Hverfisgata 2 (L186578); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2105009 | |
Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálssonar fyrir hönd Einars M. Sölvasonar og Hafdísar S. Árnadóttur, móttekin 04.05.2021, um byggingarleyfi til að byggja 106 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hverfisgata 2 L186578 í Bláskógabyggð. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
|
||
12. |
Flóahreppur:
Vælugerðiskot L166404 og Þingdalur land L209949; Skilgreining bygginga; Deiliskipulag – 2105028 |
|
Lögð er fram umsókn frá Landhönnun slf. f.h. lóðarhafa er varðar nýtt deiliskipulag í landi Vælugerðiskots og Þingdals. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss, gesathúss, reiðskemmu og vélaskemmu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. | ||
13. | Landsáætlun í skógrækt 2021-2031; Umhverfismat; Umsagnarbeiðni – 2105023 | |
Lögð er fram umsagnarbeiðni er varðar umhverfismat vegna landsáætlunar í skógrækt 2021-2031. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
14. | Bitra land L200842; Veglagning; Framkvæmdaleyfi – 2105040 | |
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi innan lands Bitru L200842. Í umsókninni felst að óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegar á grundvelli deiliskipulags frá 2007 sem aldrei tók gildi. Auk þess er óskað eftir heimild fyrir borun eftir vatni innan svæðisins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulag svæðisins verði klárað í ferli áður en heimildir verða veittar fyrir framkvæmdum innan þess. Nefndin mælist til þess að umsókn um framkvæmdaleyfi verði synjað. | ||
15. | Hnaus 2; Mosató 3 hótel L225133; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2105070 | |
Lögð er fram umsókn frá 360 gráðum ehf. er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi á lóð Mosató 3 hótel L225133. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður og vatnsvernd er felld út þar sem hótelið er orðið tengt vatnsveitu Flóahrepps. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | ||
16. | Sviðugarðar land L210074; Deiliskipulag – 2105076 | |
Lögð er fram umsókn frá Þórlaugu Bjarnadóttur er varðar nýtt deiliskipulag í landi Sviðugarða L210074. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á byggingarreit innan landsins þar sem gert er ráð fyrir allt að 100 fm sumarhúsi, 40 fm gestahúsi og 25 fm geymslu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. | ||
17. | Súluholt 2 (L228667); umsókn um byggingarleyfi; skemma – 2104103 | |
Fyrir liggur umsókn Tómasar E. Tómassonar, með umboð landeiganda, móttekin 28.04.2021, um byggingarleyfi til að byggja 440,9 m2 skemmu á íbúðarhúsalóðinni Súluholt 2 L228667 í Flóahreppi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
18. | Loftsstaðir-Vestri lnr 165512; Ferðaþjónusta; Tjöld og þjónustuhús; Aðalskipulagsbreyting – 1712001 | |
Lögð er fram að nýju beiðni um breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps er varðar skilgreiningu á verslunar- og þjónstusvæði á jörð Loftsstaða-Vestri L165512. Afgreiðslu málsins var frestað á 212. fundi skipulagsnefndar. | ||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 vegna Loftstaða-Vestri í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. Málið verði sérstaklega kynnt landeigendum aðliggjandi jarðar Loftstaða-Eystri. | ||
|
||
19. |
Grímsnes- og Grafningshreppur:
Svínavatn L168286; Svínavatn 3; Stofnun lóðar – 2105014 |
|
Lögð er fram umsókn Hugrúnar Hörpu Björnsdóttur f.h. eiganda, dags. 05. maí 2021, um stofnun landeignar úr jörðinni Svínavatn L168286. Um er að ræða 50.707,5 fm spildu sem óskað er eftir að fái staðfangið Svínavatn 3. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið. | ||
20. | Björk 2 L201555; Endurnýjun hitaveitustofns; Framkvæmdaleyfi – 2105055 | |
Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi er varðar endurnýjun á hitaveitustofni að Bjarkarbæjum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis fyrir endurnýjun hitaveitustofna verði samþykkt. | ||
21. | Miðengi L168261; Stækkun námu; Aðalskipulagsbreyting – 2105059 | |
Lögð er fram beiðni frá Benedikt Gústafssyni er varðar breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Í breytingunni felst stækkun á rauðamölsnámu í landi Miðengis, skilgreind E12 í aðalskipulagi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja gerð skipulagslýsingar í samræmi við framlagða umsókn. Skipulagslýsing verði auglýst til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd bendir á að aukin efnistaka á svæðinu sé tilkynningarskyld á grundvelli 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum lið 2.03. Mælst er til þess að samhliða verði unnin tilkynningarskýrsla vegna hugsanlegs mats á umhverfisáhrifum. | ||
22. | Miðengi L168261; Efnistaka úr námu; Framkvæmdaleyfi – 2105060 | |
Lögð er fram umsókn frá Benedikt Gústafssyni er varðar framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námu E12 í landi Miðengis. í umsókninni felst efnistaka að 50.000 m3 sem er hámarksefnistaka innan námunnar samkvæmt aðalskipulagi. Samkvæmt framlögðum gögnum hafa nú þegar verið teknir 48.400 m3 af svæðinu. | ||
Skipulagsnefnd telur að forsenda frekari efnistöku á svæðinu sé uppmæling svæðisins á vegum sveitarfélagsins. Skipulagnsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfu framkvæmdaleyfis verði frestað og mæling verði gerð á námunni sem staðfesti hversu mikið magn efnis hafi verið unnið úr námunni. | ||
23. | Torfastaðir 2 (L170829); umsókn um byggingarleyfi; fjarskiptamastur – 2105029 | |
Fyrir liggur umsókn Gauts Þorsteinssonar fyrir hönd Nova ehf. og umboð jarðareiganda, móttekin 06.05.2021, um byggingarleyfi til að setja upp fjarskiptamastur á jörðina Torfastaðir 2 L170829 í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
24. | Neðan-Sogsvegar 2 L169489; Staðfesting á afmörkun lóðar – 2105017 | |
Lögð er fram umsókn Sigurðar Óla og Sigurjóns Sigurðssona, dags. 6. maí 2021, um staðfestingu á hnitsettri afmörkun lóðarinnar Neðan-Sogsvegar 2 L169489 sem ekki hefur legið fyrir áður. Lóðin er skráð 14.550 fm í Þjóðskrá en mælist 13.157,8 fm skv. hnitsettu mæliblaði. Lóðin er innan skipulags fyrir frístundasvæði í landi Norðurkots m.s.br. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar, Neðan-Sogsvegar 3 á hnitsettri afmörkun, og samþykkt lóðablöð fyrir Neðan-Sogsvegar 4. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn. | ||
|
||
25. |
Hrunamannahreppur:
Hrunamannaafréttur L223267; Fannborg ehf; Borun vinnsluholu; Framkvæmdaleyfi – 2105065 |
|
Lögð er fram umsókn frá Fannborg ehf. er varðar umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun vinnsluholu á Hrunamannaafrétt. | ||
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar. | ||
26. | Hrunamannaafréttur L223267; Fannborg ehf; Efnistaka; Framkvæmdaleyfi 1 – 2105066 | |
Lögð er fram umsókn frá Fannborg ehf er varðar framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námu E39 á Hrunamannaafrétt. Óskað er eftir efnistöku allt að 15.000 m3. | ||
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar. | ||
27. | Sandhólar 8 L199870; Stækkun sumarhúss; Fyrirspurn – 2105080 | |
Lögð er fram fyrirspurn frá Rolf Erik Hansson er varðar stækkun á sumarhúsi að Sandhólum 8. Í fyrirspurninni felst að heimild verði fyrir heildarstærð húss að 189 fm á lóðinni. | ||
Fyrirspurn hafnað þar sem málið samræmist ekki gildandi deiliskipulagsskilmálum svæðisins. | ||
|
||
28. |
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
Minni-Mástunga (L166582); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2104059 |
|
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Finnboga Jóhannssonar, móttekin 25.02.2021, um byggingarleyfi til að byggja 75,1 m2 íbúðarhús á jörðinni Minni-Mástunga L166582 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
29. | Skarð 1 L174781; Skarð 1A; Skarð lóð L179653 (Skarð 1B); Stofnun lóðar og breytt staðfang – 2105083 | |
Lögð er fram umsókn Sigurðar Björgvinssonar, dags. 20. maí 2021, um stofnun lóðar úr jörðinni Skarð 1 L174781. Um er að ræða 5.300 fm lóð undir þegar byggt íbúðarhús. Óskað er eftir að lóðin fái staðfangið Skarð 1A. Jafnframt er óskað eftir að lóðin Skarð lóð L179563 fái staðfangið Skarð 1B. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar né staðföngin skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn. | ||
30. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-143 – 2105003F | |
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 21-143 lagður fram til kynningar. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00