26 mar Skipulagsnefnd fundur nr. 214 – 24. mars 2021
Fundargerð 214. fundar skipulagsnefndar UTU haldinn þ. 24. mars 2021 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ása Valdís Árnadóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Björn Kristinn Pálmarsson, Guðmundur J. Gíslason, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.
Fundargerð ritaði: Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi
Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.
Dagskrá:
1. |
Ásahreppur:
Hellatún 2 L165287; Hellatún 2A, 2B, 2C, og Hellatún 3; Stofnun lóða – 1909072 |
|
Lögð er fram umsókn Þórodds Skaptasonar um staðfestingu á afmörkun og skiptingu jarðarinnar Hellatún 2 L165287 skv. meðfylgjandi lóðablöðum. Óskað er eftir að stofna eftirfarandi 4 nýjar landeignir úr jörðinni: Hellatún 2A 9.612 fm lóð utan um skráð svínahús, Hellatún 2B 32.026 fm lóð, Hellatún 2C 2.753 lóð og Hellatún 2E 167,2 ha land skv. mælingu út í miðjan læk en 165 ha miðað við þurrlendi. Hellatún 2 verður 23 ha eftir landskiptin. Einnig er óskað eftir staðfestingu á afmörkun og breytingu á staðfangi L190237 sem í dag er skráð Hellatún 2 lóð og með stærðina 2.500 fm. Óskað er eftir að hún fái staðfangið Hellatún 2D og skv. nákvæmari mælingum sem ekki hefur legið fyrir áður þá mælist hún 6.444 fm. Að auki er óskað eftir staðfangabreytingu fyrir L201676 úr Hellatún land 2 í Hellatún 2F. Aðkomur að nýjum landeignum eru sýndar á lóðablöðunum. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna né staðföng skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Ásahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar fyrir vegtengingum og samþykki eigenda aðliggjandi landeigenda á hnitsettri afmörkun. | ||
2. |
Bláskógabyggð: Lækjarhvammur L167917; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2103047 |
|
Lögð er fram umsókn frá Kolbrúnu Ívarsdóttur og Maríu Antonsdóttur er varðar deiliskipulagsbreytingu á lóðum Lækjarhvamms L167917 og L216467. Í breytingunni felst stækkun lóða til norðurs fjær Grafará, breyting á aðkomu að lóðunum og breytingu á skilmálum er varðar byggingarheimildir innan lóða. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | ||
3. | Efsti-Dalur 2 L167631; Ný lóð undir vélaskemmu skráða á Efsta-Dal 3 L199008; Deiliskipulagsbreyting; Stjórnsýslukæra til ÚUA – 2103036 | |
Lögð er fram tilkynning um stjórnsýslukæru vegna deiliskipulagsbreytingar í landi Efsta-Dals 2 L167631 sem samþykkt var eftir kynningu á fundi skipulagsnefndar þann 4. febrúar 2021. | ||
Skipulagsnefnd mælist til þess að skipulagsfulltrúi svari framlagðri tilkynningu í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins. | ||
4. | Suðurhlið Langjökuls; Íshellir; Fyrirhuguð framkvæmd og skilmálar; Deiliskipulag – 2004047 | |
Lögð er fram deiliskipulagstillaga vegna íshellis í sunnanverðum Langjökli. Í deiliskipulaginu felst afmörkun lóðar fyrir íshelli auk þess sem gert er grein fyrir heimiluðum framkvæmdum innan svæðisins, aðkomu og viðhaldi hellisins, frágangi svæðisins og umhverfisáhrifum. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar þar sem skilgreint er afþreyingar- og ferðamannasvæði á því svæði sem deiliskipulagið tekur til. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggi fyrir innan aðalskipulagsbreytingar sem er í auglýsingu. | ||
5. | Heiðarbær lóð L170185; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð lóðar – 2103057 | |
Lögð er fram umsókn Brynju Þóru Guðnadóttur, dags. 9. mars 2021, um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Heiðarbær lóð L170185 og breytingu á skráningu stærðar hennar skv. meðfylgjandi lóðablaði. Lóðin er skráð 3.750 fm en skv. lóðablaði mælist hún 4.996,03 fm og er afmörkun hennar í samræmi við fyrirhugað deiliskipulag svæðisins. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa L170188 sem og Ríkiseigna fyrir hnitsettri afmörkun. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið. | ||
6. | Helgastaðir 1 L167105; Íbúðarhús, vélageymsla og hesthús; Fyrirspurn – 2103058 | |
Lögð er fram fyrirspurn frá Ólöfu Kristínu Kristjánsdóttur og Ólafi F. Gunnarssyni er varðar uppbyggingu innan jarðarinnar Helgastaða 1 L167105. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við þær fyrirætlanir sem tilteknar eru innan fyrirspurnarinnar. Nefndin mælist til þess að unnið verði deiliskipulag sem tekur til viðkomandi framkvæmda innan jarðarinnar. | ||
7. | Heiðarbær lóð (L170252); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2103051 | |
Fyrir liggur umsókn Stefaníu H. Pálmadóttur fyrir hönd Kristínar Sandholt og Ingvars Vilhelmssonar, móttekin 11.03.2020, um byggingarleyfi til að byggja við 36,5 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170252 í Bláskógabyggð. Lóðin er skráð 3.700 m2 að stærð og heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 102,3 m2. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa | ||
8. | Hrosshagi 4 (L228432); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2103054 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Gunnars Sverrissonar og Sigríðar J. Sigurfinnsdóttur, móttekin 13.03.2021, um byggingarleyfi til að færa 122,4 m2 aðstöðuhús frá Skálholti og breyta notkun í íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Hrosshagi 4 L228432 í Bláskógabyggð. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
9. | Eyvindartunga L167632; Stækkun Lönguhlíðarnámu E19; Aðalskippulagsbreyting – 2103067 | |
Lögð er fram umsókn frá Eyvindartungu ehf. er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst að náma, skilgreind E19 á aðalskipulagi, stækkur úr 2 ha í 4,95 ha og efnismagn úr 50.000 m3 í 149.500 m3. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða beiðni um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Skipulags- og matslýsing fyrir aðal- og deiliskipulag verði kynnt og leitað umsagna við hana í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd bendir á að námur sem áætlað er að raski yfir 25.000 fm svæði eða efnistaka sé 50.000 m3 eða meiri eru tilkynningaskyldar í B-flokki samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Mælst er til þess að tilkynningargögn verði send Skipulagsstofnun hið fyrsta samhliða breytingu á aðalskipulagi. | ||
10. |
Flóahreppur: Laugardælur; Endurnýjun hitaveitustofnlagnar; Framkvæmdaleyfi – 2103040 |
|
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Selfossveitum bs. er varðar endurnýjun á hitaveitustofnlögnum frá Laugardælum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli aðalskipulags Flóahrepps kafla 2.7.2. | ||
11. | Arnarstaðakot L166219; Nýtt deiliskipulag; Fyrirspurn – 2103037 | |
Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar frá Gunnari Karli Ársælssyni er varðar tillögu að deiliskipulagi í landi Arnarstaðakots í Flóahreppi í samræmi við meðfylgjandi gögn. | ||
Skipulagsnefnd UTU telur að svo umfangsmikil skilgreining íbúðarhúsalóða á landbúnaðarsvæði sé umfram núverandi heimildir aðalskipulags Flóahrepps er varðar íbúðarhúsalóðir á landbúnaðarsvæðum. Telur nefndin að skilgreina þyrfti íbúðarhúsasvæði á aðalskipulagi fyrir viðlíka uppbyggingu. Það er gegn núverandi stefnu aðalskipulags Flóahrepps þar sem ekki er gert ráð fyrir uppbyggingu nýrra íbúðarhúsasvæða innan sveitarfélagsins umfram þau svæði sem fyrir eru skilgreind. Sé sveitarstjórn jákvæð fyir erindinu hvetur nefndin til þess að stefna og forsendur er varðar íbúðarhúsabyggð í aðalskipulagi Flóahrepps verði tekin til endurskoðunar. Nefndin er að öðru leyti jákvæð gagnvart uppbyggingu á svæðinu og telur að staðsetning þessara hugmynda sé góð út frá fjarlægð í helstu þjónustu og stofnvegum. | ||
12. | Krækishólar lóð L166421; Stækkun skipulagsreits; Deiliskipulagsbreyting – 2103050 | |
Lögð er fram umsókn frá Nuuk ehf og Atla Lillendahl er varðar breytingu á deiliskipulagi Krækishóla L166421. Í breytingunni felst stækkun skipulagssvæðisins sem skal taka til spildunnar í heild sinni. Svæðið er skilgreint sem frístundabyggð í aðalskipulagi. Eftir breytingu verða 13 frístundalóðir innan deiliskipulagsins. Á hverri lóð er heimilt að reisa eitt sumarhús á allt að tveimur hæðum og 1 gestahús, samanlagt allt að 160 fm. Þar af er gestahús að hámarki 40 fm. Hámarkshæð sumarhúss í mæni er 6 metrar frá gólfplötu og 4 metrar á gestahúsi. Mænisstefna er frjáls og þakhalli á bilinu 0-45°. | ||
Skipulagsnefnd UTU frestar afgreiðslu málsins. Mælst er til þess að vegtegning að lóðum vestan skipulagssvæðisins verði skoðuð í samhengi við gerð deiliskipulagsins. | ||
13. | Skyggnir L197781; Deiliskipulag – 2011086 | |
Lagt er fram deiliskipulag fyrir lóð Skyggnis L197781 eftir auglýsingu. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Brugðist hefur verið við athugasemdum innan deiliskipulagstillögunnar. Fjallað er um breytingar eftir auglýsingu innan greinargerðar skipulagsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
14. |
Grímsnes- og Grafningshreppur: Grímkelsstaðir 21(L170864); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2101030 |
|
Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við sumarbústað að Grímkelsstöðum 21. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd telur að framlagðar athugasemdir hafi ekki áhrif á veitingu byggingarleyfis fyrir umsóttri viðbyggingu. Athugasemdum vegna tæknilegra atriða innan gagnanna og er varðar smáhýsi á lóðarmörkum skal vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu byggingarleyfis. | ||
15. | Stangarbraut 20 L202435; Breyting á byggingareit; Deiliskipulagsbreyting – 2011059 | |
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting vegna Stangarbrautar 20 L202435 eftir grenndarkynningu. Athugasemdir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagsbreytingu verði hafnað eftir grenndarkynningu. Nefndin telur að hagsmunum aðliggjandi lóðar geti verið ógnað með breytingunni enda sé um breyttar forsendur frá núgildandi skipulagi að ræða er varðar staðsetningu húss á Stangarbraut 20. Nefndin mælist til þess að umsækjandi fari að núverandi skilmálum deiliskipulagins. | ||
16. | Hestur L168251; Hestur 8; Stofnun lóðar – 2103059 | |
Lögð fram umsókn f.h. Jarðarinnar Hestur ehf, dags. 25. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir að stofna lóðina Hestur 8 úr jörðinni Hestur L168251. Lóðin er innan deiliskipulags frístundabyggðar í landi Hests en afmörkun lóðarinnar skv. mæliblaði er ekki í samræmi við afmörkun á skipulagi þar sem komið hefur í ljós að lóðin skv. skipulagi skarast við aðliggjandi óskipt svæði, sem nær yfir 3 lóðir L168518-520, skv. afsali. | ||
Skipulagsnefnd UTU telur forsendu lóðastofnunar vera gerð óverulegrar breytingar á deiliskipulagi svæðisins þar sem gerð verður grein fyrir breyttri legu lóðarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að umsókn um stofnun lóðar verði synjað. | ||
17. | Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2003014 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Torfastaða 1 í Grafningi. Í tillögunni felst að landnotkun á um 25 ha svæði innan jarðarinnar Torfastaða er breytt úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð. Lýsing tillögunnar var kynnt 7. – 28. október. Umsagnir sem bárust vegna lýsingar eru lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
18. | Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Frístundabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2103061 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulags vegna frístundabyggðar í landi Torfastaða 1 L170828. Í deiliskipulaginu felst skilgreining frístundalóða á um 25 ha svæði innan jarðarinnar. Samhliða er unnið að breytingu aðalskipulags. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
19. | Kiðjaberg lóð 9 L204189; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2103063 | |
Lögð er fram umsókn frá Gunnari Bergmann Stefánssyni og Andrew Moroz er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Kiðjabergs. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarreit innan lóðar Kiðjabergs lóðar 9 L204189. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt með fyrirvara um lagfærð gögn. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu nágrönnum. | ||
20. | Grafningsafréttur (L223942); umsókn um byggingarleyfi; vindmælimastur – 1907038 | |
Fyrir liggur umsókn Norconsult ehf. fyrir hönd Zephyr Iceland ehf. um framlengingu á byggingarleyfi til júlí 2022. Byggingarleyfi var veitt þann 9.7.2019 til 15 mánaða til uppsetningar á búnaði til að mæla vindaðstæður á Mosefellsheiði á lóðinni Grafningsafréttur L223942 í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að framlenging byggingarleyfis verði samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn flugmálayfirvalda. Berist engar athugasemdir skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
21. | Stóra-Borg lóð 7 L218051; Breyting á landnýtingu; Aðalskipulagsbreyting – 2103074 | |
Lögð er fram umsókn frá Gunnlaugi Stefánssyni er varðar breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Í breytingunni felst minnkun á skilgreindu frístundasvæði innan lands Stóru-Borgar. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið verði tekið til umfjöllunar við heildarendurskoðun aðalskipulags sem nú stendur yfir. Nefndin gerir ekki athugasemd við umsótta breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. | ||
22. |
Hrunamannahreppur: Syðra-Langholt 4 L166821; Grjótnáma; Deiliskipulag – 2103075 |
|
Lögð er fram umsókn frá Sigurði Ágústssyni er varðar deiliskipulagningu grjótnámu í landi Syðra-Langholts 4. Náman er skilgreind á aðalskipulagi Hrunamannahrepps sem náma E-31. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á námusvæði sem nær yfir um 6.500 m2 og heildarefnistöku allt að 45.000 m2. Jafnframt er gert grein fyrir áfangaskiptingu efnistökunnar og umhverfisáhrifum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur málsins liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 telst málið tilkynningarskylt í flokki C til sveitarstjórnar. Skipulagsnefnd telur framlögð gögn uppfylla þau skilyrði. | ||
23. |
Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Kílhraun land L191805; Áshildarvegur 2-26; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2009070 |
|
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Kílhrauns land L191805, Áshildarvegur 2-26. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist að hluta til í íbúðarsvæði. Lýsing tillögunnar var kynnt frá 28. okt. – 18. nóv. Umsagnir sem bárust á kynningartíma eru lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
24. | Kílhraun land L191805; Áshildarvegur 2-26; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2009071 | |
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting sem tekur til um 11 ha svæðis að Áshildarvegi 2-26 í landi Kílhrauns í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að frístundalóðir breytist í íbúðarhúsalóðir. Gert er ráð fyrir byggingarheimild fyrir íbúðarhús allt að 350 fm og 60 fm aukahúsi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
25. | Steinsholt 1 L166598; Steinsholt 1C og Steinsholt 1 land (1B) L166599; Breytt heiti og stofnun lóðar – 2103068 | |
Lögð er fram umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar f.h. landeigenda, dags. 18. mars 2021, um stofnun 33.002 fm lands, Steinsholt 1C, úr jörðinni Steinsholt 1 L166598. Fyrirhugað er að byggja fjárhús á landinu. Aðkoman er frá Steinsholtsvegi um bæjarhlað Steinsholts. Jafnframt er óskað eftir að íbúðarhúsalóðin Steinsholt 1 land L166599 fái staðfangið Steinsholt 1B. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landsins né staðföng skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn. | ||
26. | Andrésfjós L166434; Andrésfjós 1 og 2; Stofnun lóða – 2103070 | |
Lögð er fram umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar f.h. landeiganda, dags. 18. mars 2021, um stofnun tveggja lóða úr jörðinni Andrésfjós L166434. Um er að ræða annars vegar 3.567 fm lóð, Andrésfjós 1, utan um þegar byggt íbúðarhús og hins vegar 4.030 fm lóð, Andrésfjós 2, þar sem fyrirhugað er að byggja íbúðarhús á. Aðkoman er frá bæjarhlaði Andrésfjósa. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið. Framkvæmdir innan lóða eru eftir atvikum háðar deiliskipulagi lóðanna eða grenndarkynningu. | ||
27. |
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-139 – 2103002F |
|
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 21-139 lagður fram til kynningar. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45