Skipulagsnefnd fundur nr. 208 – 22. desember 2020

208.fundur skipulagsnefndar UTU haldinn þ. 22. desember 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson , Björgvin Skafti Bjarnason , Helgi Kjartansson , Halldóra Hjörleifsdóttir , Guðmundur J. Gíslason , Björn Kristinn Pálmarsson , Vigfús Þór Hróbjartsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til fundarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og staðfestingar og verður svo formlega undirrituð síðar.

Dagskrá:

 

1.

Bláskógabyggð:

Snorrastaðir II; Stóruskógar; Deiliskipulagsbreyting – 2006007

Lögð er fram deiliskipulagsbreyting fyrir Snorrastaði II, Stóruskóga eftir auglýsingu. Athugasemdir og umsagnir bárust vegna málsins á auglýsingatíma og eru þær lagðar fram til afgreiðslu ásamt uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti.
Umsagnir og athugasemdir bárust vegna málsins sem snúa m.a. að skilgreiningu Kóngsvegar innan deiliskipulagsins. Í gildandi deiliskipulagi er lega Kóngsvegar skilgreind um svæðið. Með auglýstri breytingu er hann felldur út úr deiliskipulaginu. Fram kemur í umsögn Minjastofnunar að vegurinn hafi ekki verið skráður í skráningarskýrslu sem gerð var við aðalskráningu fornleifa í Bláskógabyggð I, sem tekur til Laugarvatns og Snorrastaða. Minjastofnun telur að þrátt fyrir það megi ætla að vegurinn liggi um svæðið, eins og fram kemur innan gildandi deiliskipulags. Minjastofnun mælist til þess að fornleifafræðingur verði fenginn til að mæla upp legu Kóngsvegar innan jarðarinnar Snorrastaða. Færa skuli þann hluta vegarins sem liggur um svæðið inn á uppdrátt deiliskipulagsbreytingar. Minjastofnun óskar jafnframt eftir því að fá tillögu að breytingu deiliskipulags til sín til umsagnar aftur eftir að gögn hafi verið uppfærð. Skipulagsfulltrúi óskaði eftir viðbrögðum umsækjenda vegna umsagnar Minjastofnunar sem taldi ekki ástæða til frekari viðbragða. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að gögn málsins verði uppfærð þar sem gert verði grein fyrir legu Kóngsvegar á skipulagsuppdrætti. Afgreiðslu eftir auglýsingu frestað.
2. Ketilvellir lóð (L167815); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2009086
Fyrir liggur umsókn Björns Helgasonar fyrir hönd Halldórs Guðbjarnarsonar, móttekin 24.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 41,5 m2 á sumarbústaðalandinu Ketilvellir lóð (L167815) í Bláskógabyggð. Heildarstærð sumarbústaðs eftir stækkun verður 107,3 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
3. Frístundasvæði við Faxa í landi Heiðar 1 L173711; Faxabúðir; Nýtt staðfang – 2012024
Lögð er fram umsókn Mörtu Sonju Gísladóttur, dags. 15. desember 2020, er varðar beiðni um samþykki á nýju staðfangi innan deiliskipulags frístundasvæðis við Faxa í landi Heiðar. Lóðir innan svæðisins bera allar staðfangið Heiði lóð ásamt viðeigandi hlaupandi númeri. Í breytingunni felst að óskað er eftir því að heiti allra lóða á svæðinu verði breytt úr Heiði lóð í Faxabúðir en beri áfram sömu númer.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki nýtt staðfang innan frístundasvæðis við Faxa í landi Heiðar. Skipulagsfulltrúa falið að senda út tilkynningu um breytt staðfang til lóðarhafa innan svæðisins.
 

4.

Flóahreppur:

Loftsstaðir-Vestri lnr 165512; Ferðaþjónusta; Tjöld og þjónustuhús; Aðalskipulagsbreyting – 1712001

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar að Loftsstöðum-Vestri í Flóahreppi. Í tillögunni felst að skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði innan jarðarinnar þar sem heimilt verði að byggja upp ferðaþjónustu með gistingu í heilsárstjöldum/smáhýsum ásamt þjónustuhúsi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Yrpuholt L166352; Íbúðarhús; Aukið byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2012017
Lögð er fram umsókn frá Haraldi Reyni Jónssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi Yrpuholts í Flóahreppi. Í breytingunni felst að óskað er eftir því að byggingarheimild vegna íbúðarhúss verði aukin úr 400 fm í 550 fm.
Byggingarheimild fyrir íbúðarhúsi samkvæmt núverandi skipulagi er:
Innan byggingarreits er heimilt að byggja allt að 400 fm íbúðarhús,..
Byggingarheimild fyrir íbúðarhúsi eftir breytingu á deiliskipulagi verður:
Innan byggingarreits er heimilt að byggja allt að 550 fm íbúðarhús,..
Aðrir skilmálar haldast óbreyttir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
 

6.

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Kiðjaberg lóð 114 L200172; Stækkun byggingarreits; Fyrirspurn – 2012022

Lögð er fram fyrirspurn er varðar stækkun byggingarreits á lóð Kiðjabergs lóð 114.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að umsókn um stækkun byggingarreits verði hafnað. Samkvæmt gr.5.3.2.12 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 skal ekki byggja nær lóðarmörkum en 10 metra innan frístundasvæða. Nefndin telur að sú takmörkun eigi jafnt við að mörkum aðliggjandi lóða sem og að vegum. Mælst er til þess að umsækjanda verði gert að staðsetja húsið innan byggingarreits lóðar í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
7. Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Deiliskipulag – 2010071
Lögð er fram tillaga deiliskipulags vegna Gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi í landi Króks L170822. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir þremur borholum ásamt gufuskilju, gufuháf ásamt gufulögnum og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar auk stöðvarhúss og kæliturna. Gert er ráð fyrir því að 11 kV jarðstrengur verði lagður um 7 km leið að bænum Króki. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Ásborgir 44 og 46 L199041 og L199042; Sameiningar lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2012023
Lögð er fram umsókn frá Grímsborgum ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi Ásborga í landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst sameining lóða Ásborga 44 L199041 og Ásborga 46 199042. Að sameiningu lokinni fær lóðin staðfangið Ásborgir 44 og verður 12.413 fm að stærð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.
9. Minni-Borg Baula (L169146); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2012021
Fyrir liggur umsókn Höllu H. Hamar fyrir hönd Önnu Ó. Sigurðardóttur og Stefáns Hrafnkelssonar, móttekin 11.12.2020 um byggingarleyfi til að byggja 62 fm gestahús á íbúðarhúsalóðinni Minni-Borg Baula L169146 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
10.  Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2010070
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna gufuaflsvirkjunnar á Folaldahálsi í landi Króks, L170822. Í breytingunni felst skilgreining iðnaðarsvæðis á Folaldahálsi fyrir gufuaflsvirkjun. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW sem nýtt verður fyrir sumarhúsabyggð og mögulega aðra starfsemi í landi Króks.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. Eyvík 2 L168241; Eyvík 3; Stofnun lóðar – 2009076
Uppfært lóðablað lagt fram til kynningar þar sem hnitpunktur 4 hefur verið færður til eftir breyttu samkomulagi. Línan á milli punkta 3 og 4 er þar með á mörkum Eyvíkur og Eyvíkur II og stækkar lóðin úr 5.153 fm í 5.688 fm við breytinguna. Fyrir liggur undirritað samþykki eigenda beggja jarða á uppfærðu lóðablaði mótt. 22.12.2020. Grenndarkynning á því að á lóðinni verði byggt íbúðarhús lauk með athugasemdarfresti til 21.12.2020 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við uppfærð gögn málsins. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.
12. Nesjar; Stapavík L170904; Frístundalóðir; Deiliskipulag – 2012010
Lögð er fram umsókn frá Höskuldi Darra Ellertssyni er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til lóðarinnar Stapavík L170904 að Nesjum. Í deiliskipulaginu felst skilgreining þriggja lóða auk byggingarheimilda.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Þar sem um áður ódeiliskipulagt svæði er um að ræða telur nefndin samþykkt þess ekki stangast á við stefnumörkun aðalskipulags er varðar uppskiptingu lóða innan sumarhúsahverfa.
 

13.

Hrunamannahreppur:

Landsskipulagsstefna 2015-2026; Tillaga að viðauka; Umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun – 2012018

Lögð er fram tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar. Í viðauka stefnunnar felst ritun kafla um:
– Skipulag á haf- og strandsvæðum
– Loftlagsmiðað skipulag
– Staðarmótun og landslagsvernd
– Heilsuvæna byggð og landnotkun
Skipulagsnefnd UTU telur að flest þeirra markmiða sem koma fram innan viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 séu jákvæð fyrir skipulagsgerð í þétt- og dreifbýli á Íslandi til framtíðar. Nefndin bendir þó á að ákveðin markmið stefnunnar geti haft veruleg áhrif á uppbyggingu í dreifbýli sé horft til þess að aðal áhersla uppbyggingar skuli beinast að þegar byggðum svæðum. Telur nefndin að byggð í dreifbýli þurfi að geta þróast á jákvæðan hátt m.t.t. viðkomandi markmiða um orkuskipti í samgöngum, áherslum á vistvæna mannvirkjagerð og staðarmótun og landslagsvernd. Samhliða hafa íbúar í dreifbýli meiri möguleika á því að vinna heima en áður með ljósleiðaravæðingu svæða sem helst í hendur við breytingar á vinnumarkaði samhliða fjórðu iðnbyltingunni. Það minnkar þörf fólks á að þurfa að sækja vinnu um langan veg þar sem aukning verður á atvinnutækifærum óháð staðsetningu. Í dreifbýli hafa íbúar meiri möguleika á að auka sjálfbærni með eigin ræktun og hafa að auki góðan aðgang að náttúrulegum svæðum sem gefur meiri möguleika á andlegri endurheimt og tækifærum til að ná fram lýðheilsumarkmiðum utan vinnutíma. Hófleg dreifð uppbygging byggðar með þessum áherslum án þess að um eiginlegan búskap sé að ræða getur því talist jákvæð þróun til framtíðar að mati nefndarinnar með fyrirvara um að svæðin séu í góðri tengingu við helstu þjónustu innan sveitarfélagsins. Nefndin telur að skoða þurfi stefnumörkun er varðar óbyggð víðerni með ítarlegri hætti.
 

14.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Hvammsvirkjun; Virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli; deiliskipulag – 2008048

Lögð er fram umsókn frá Landsvirkjun er varðar deiliskipulag virkjunar í neðanverðri Þjórsá. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda vegna framkvæmda og uppbyggingar á virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli undir heitinu Hvammsvirkjun. Inntakslón hennar, Hagalón, verður í farvegi Þjórsár norður af Skarðsfjalli. Lónið verður í um 116 m y.s. og um 4 km² að stærð og rúmmál lónsins verður um 13,2 milljón m3. Stöðvarhús verður að mestu leyti neðanjarðar við norðurenda Skarðsfjalls, í landi Hvamms 1 í Landsveit. Framkvæmdarsvæði Hvammsvirkjunar er í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd UTU frestar afgreiðslu málsins. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir íterlegri kynningu á verkefninu að hálfu Landsvirkjunnar auk þess sem mælst er til þess að nefndin fari í vettvangsferð um svæðið.
15. Holtabraut 15 L166453; Stækkun byggingarreits fyrir bílskúr; Deiliskipulagsbreyting – 2009057
Lögð er fram umsókn Vignis Svavarssonar er varðar breytingu á deiliskipulagi Brautarholts eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits fyrir bílskúr á lóð Holtabrautar 15. Athugasemdir bárust á kynningartíma deiliskipulagsbreytingar sem hefur verið svarað af skipulagsfulltrúa. Lagt fram til kynningar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum og mælist til þess að viðkomandi breyting á deiliskipulagi taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
16. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20-133 – 2012002F
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 20-133 lagður fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30