Skipulagsnefnd fundur nr. 199 – 12. ágúst 2020

Skipulagsnefnd – 199. fundur Skipulagsnefndar haldinn í Þingborg, 12. ágúst 2020 og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Vigfús Þór Hróbjartsson og Davíð Sigurðsson.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.

Bláskógabyggð:

Skálabrekka L170163; Skilgreining lóða; Deiliskipulag – 2006053

Lögð er fram umsókn og skipulagslýsing frá Tófarfjalli ehf., dags. 18. júní 2020, er varðar gerð nýs deiliskipulags í landi Skálabrekkur L170163. Í verkefninu felst skilgreining á 25 ha. svæði fyrir frístundabyggð. Samhliða er sótt um breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar í samræmi við 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
2. Stíflisdalur 2 L170166; Umsókn um ný staðföng; Skráning staðfanga – 2007020
Lögð er fram umsókn Sigfúsar A. Schopka f.h. landeigenda, dags. 5. júlí 2020, um samþykki á nýjum staðföngum þriggja aðkomuvega innan deiliskipulags frístundasvæðis í landi Stíflisdals 2 L170166. Óskað er eftir að aðkomuvegirnir fái heitin Urriðanes, Silunganes og Gvendarlækur og viðeigandi númer eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti. Skv. umsækjanda þá byggir valið á þessum heitum á örnefnum á svæðinu og sýnd eru á meðfylgjandi uppdrætti.
3. Eyvindartunga; Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar; Aðalskipulagsbreyting – 1807011
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar á frístundabyggð að Eyvindartungu neðan Laugarvatnsvegar eftir auglýsingu. Málið var auglýst frá 13.5.2020 til 03.07.2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að skipulagstillagan verði samþykkt eftir auglýsingu og að hún send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
 4. Skálabrekka L170163; Úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2006052
Lögð er fram umsókn og skipulagslýsing frá Tófarfjalli ehf.er varðar breytingu á aðalskipulagi í landi Skálabrekkur L170163. Í verkefninu felst skilgreining á 25 ha. svæði fyrir frístundabyggð. Samhliða er lögð fram skipulagslýsing vegna deiliskipulags.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
5.  Apavatn 2 L167621; Presthólar; Malarnámur; Aðalskipulagsbreyting – 1808061
Lögð er fram umsókn og skipulagslýsing frá Guðmundi Valssyni er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst að skilgreint er nýtt svæði fyrir efnistöku- og efnislosun í landi Apavatns 2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010 með fyrirvara um uppfærð gögn.
6. Gunnarsbraut 5 L219892; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2006028
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi að Gunnarsbraut 5 frá Stefáni Þór Benediktssyni. Í breytingunni felst að heimild fyrir aukahúsi verði 40 m2 í stað 25 m2 og að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði 0,036 í stað 0,03. Til vara óskar umsækjandi eftir breyttri legu lóðanna.
Skipulagsnefnd UTU hafnar breytingu á nýtingarhlutfalli lóðar umfram heimildir aðalskipulags. Til vara óskaði umsækjandi eftir breytingu á lóðarmörkum á milli lóða Gunnarsbrautar 5 og 7 ef beiðni varðandi aukið nýtingarhlutafall yrði ekki samþykkt. Í breytingunni felst að Gunnarsbraut 5 stækkar sem nemur 1586 fm. og verður hún 8230 fm. á kostnað Gunnarsbrautar 7 sem verður 8569 fm. að breytingu lokinni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að breyting er varðar aukinni heimild fyrir aukahúsi á lóð upp í 40 fm. verði samþykkt auk breytinga er varðar stærð lóða Gunnarbrautar 5 og 7. Mælst er til þess að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 eftir að uppfærð gögn berast. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.
7. Brúarvirkjun vinnubúðir L226638; Sameining; Niðurfelling lóðar – 2007012
Lögð er fram umsókn Margeirs Ingólfssonar, dags. 16. júní 2020, um sameiningu lóðar, sem var undir vinnubúðir á framkvæmdartíma Brúarvirkjunar, inn í jörðina Brú L167070. Óskað er eftir að fella lóðina Brúarvirkjun vinnubúðir L226638 inn í upprunalandið. Á lóðinni er skráð skemma. Í greinagerð deiliskipulagsins fyrir svæðið kemur fram í gr. 4.1 að afmarkaðar eru lóðir á framkvæmdartíma og að framkvæmdartíma loknum verði vinnubúðir fjarlægðar og gengið verði frá lóðunum.
Landeigandi hefur hug á að hún standi þar áfram og þá skráð á jörðina eftir niðurfellingu lóðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við að lóðin verði sameinuð við upprunalandið og að skemman fái að standa áfram á jörðinni en telur að forsenda þess sé að gerð verði breyting á deiliskipulaginu þar sem lóðin verður felld úr skipulaginu og ákvæðið um iðnarlóðir verði breytt. Nefndin mælist til þess að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi og að hún fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna tillöguna þar sem ekki er um að ræða neina aðra hagsmunaaðila en umsækjanda.
8. Tungubakkar L216003; Umsögn; Áætluð skipti á landnotkunarflokki; Deiliskipulag; Fyrirspurn – 2007035
Lögð er fram fyrispurn frá Ögmundi Gíslasyni er varðar breytta landnotkun á lóð Tungubakka, L216003. Í breytingunni felst að skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði innan lóðarinnar. Hugmyndir umsækjanda snúa að því að reisa 75 fm tjöld auk útisvæðis til útleigu til ferðamanna.
Skipulagsnefnd UTU tekur ekki afstöðu til málsins og vísar því yfir til sveitarsjórnar.
9. Brúarhvammur lóð 1 L167225; Brúarhvammur lóð 2 L174434; Útfelling byggingarheimildar; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2007044
Lögð er fram umsókn Kristjáns Björgvins Bragasonar er varðar breytingu á deiliskipulagi að Brúarhvammi lóð 1 og 2. Í breytingunni felst að felld er út byggingarheimild fyrir 30 fm geymsluskúr innan byggingarreits í samræmi við úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 112/2019 auk þess sem gert er ráð fyrir breyttri skiptingu lóða innbirgðist auk þess sem byggingarheimimild er skilgreind á nýjan hátt án þess að heildar fm fjöldi sé aukinn. Samkvæmt núverandi skipulagi er gert ráð fyrir 500 fm gistiheimili á lóð 2. Með breyttu skipulagi verður heimild fyrir 10 smáhýsum allt að 50 fm að stærð innan lóðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 eftir að uppfærð gögn berast. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.
10. Laugarvatn – þéttbýli L224243; Deiliskipulag; Heildar endurskoðun – 2008002
Lögð er fram umsókn er varðar heildar endurskoðun á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið á Laugarvatni. Deiliskipulagið tekur til þéttbýlisins í heild ef frá eru talin tjaldsvæði, hjólhýsasvæði og svæði merkt ÍB19 á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags. Frá gildistöku núgildandi deiliskipulags hafa verið gerið 12 breytingar og eru þær teknar inn í heildar endurskoðun skipulagsins. Helstu breytingar á útmörkum reita og innan einstakra reita eru eftirfarandi:
– Reitur 1 fær breytta lögun og nær nú einnig til verslunarsvæðis í Krikanum.
– Reitur 2 minnkar til muna og breytist jafnframt. Íbúðarlóðum þar fækkar umtalsvert eftir
að jarðvegsaðstæður hafa verið kannaðar ítarlega á svæðinu. Traustatún breytist, verður
innanbæjargata og tengist nú Laugabraut í stað þess að tengjast Laugarvatnsvegi.
– Reitur 3 er óbreyttur að lögun en þar bætast við lóðir fyrir íbúðarhús og tengingar inn á
Dalbraut breytast.
– Reitur 4 er óbreyttur í lögun en lögð til mun meiri þétting innan hans. Verslunarlóðum er
breytt í margar smærri og skilmálar breytast.
– Reitur 5 er óbreyttur að lögun en lögð er til færsla á Dalbraut á þeim kafla sem er á milli
gönguþverana við Bjarnalund og Dalbraut 14.
– Reitur 6, 7, 8 og 9 eru óbreyttir að lögun breytingar varða einungis götur og stíga.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði auglýst í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
11. Kjaransstaðir 2 L200839; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2008022
Lagt er fram nýtt deiliskipulagi fyrir Kjaranstaða II. Umsækjandi er Landhönnun slf.fh. landeigenda. Gert er ráð fyrir því að með samþykkt skipulagsins muni eldar skipulag falla úr gildi. Í nýju deiliskipulagi felst m.a. að notkun lóða breytist úr frístundalóðum í landbúnaðarlóðir, lóðum fækkar úr 7 í 6 og skilgreindir eru nýir byggingarskilmálar .
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að skipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
 

 

 

12.

Flóahreppur:

Arnarstaðakot L166219; Skilgreining byggingarheimilda; Deiliskipulag – 2001058

Lagt er fram deiliskipulag Arnarstaðarkoti eftir auglýsingu. Athugasemd barst á auglýsingartíma sem brugðist hefur verið við innan greinargerðar og á uppdrætti skipulagsins.
Tekið er fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag Arnarstaðarkots í Flóahreppi. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins sem eru meðfylgjandi. Í samræmi við athugasemdir voru gerðar breytingar á skilmálum deiliskipulags. Annarsvegar er varðar minjar innan svæðisins og hinsvegar vegna mögulegrar hávaðamengunar á mörkum jarða. Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við athugasemdum á fullnægjandi hátt innan deiliskipulags. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt til gildistöku eftir auglýsingu og verði sent skipulagsstofnun til yfirferðar áður en það tekur gildi með birtingu í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 42.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
13. Skógsnes L165502; Skógsnes 4; Stofnun lóðar – 2006085
Lögð er fram umsókn Tómasar Þóroddssonar, dags. 29. júní 2020, um stofnun landeignar út úr Skógsnesi L165502. Óskað er eftir að stofna 60 ha land sem fengi heitið Skógsnes 4. Aðkoman er um núverandi veg frá Hamarsvegi (308)
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið.
14. Vatnsholt 1 L166395; Deiliskipulag – 2008007
Lögð er fram umsókn um nýtt deiliskipulag sem tekur jarðarinnar Vatnsholt 1 í Flóahreppi. Umsækjandi er Erling Pétursson. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda fyrir íbúðarhús, útihús, skemmu og gestahúsa á tveimur spildum. Markmið skipulagsins er að stykrja búsetu og til minniháttar atvinnureksturs og áhugabúskapar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt til kynningar á grundvelli 4.mgr. 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
 

 

 

15.

 Grímsnes- og Grafningshreppur:

Þóroddsstaðir L168295; Langirimi; Stækkun frístundasvæðis og samræming götu- og númerakerfis; Deiliskipulagsbreyting – 1910064

Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Langarima að Þóroddstöðum. Umsækjendur eru Bjarni Bjarnason og Freyja Rós Haraldsdóttir. Í breytingunni felst stækkun svæðisins og samræming götuheita og númerakerfis innan þess.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010 með fyrirvara um eftirfarandi lagfæringar á gögnum:
– Heitið Langirimi 60 er tvítekið innan skipulagsins
– Byggingarreitur lóðar Langarima 6 er innan 50 metra byggingartakmörkunar frá Stangarlæk. Nefndin mælist til þess að byggingarreitur lóðarinnar verði felldur niður.
16. Tjarnarlaut 6 L186649; Breytt stærð lóðar; Lóðarmál – 2007039
Lögð er fram umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 14. júlí 2020, um breytingu á skráningu lóðarinnar Tjarnarlaut 6 L186649 í landi Nesja. Lóðin er skráð 8.500 fm í fasteignaskrá en skv. hnitsettu mæliblaði mælist hún 7.010 og mun mismunurinn renna inn í upprunajörðina.
Með breytingunni er afmörkun lóðarinnar minnkuð frá gildandi deiliskipulagi sumarhúsasvæðis Nesjaskóga sunnan Hestvíkur þar sem gert er ráð fyrir að rotþró og aðkomuvegur að Tjarnarlaut 5 verði ekki lengur innan lóðar nr. 6.
Skipulagsnefnd UTU telur að forsenda fyrir breytingunni sé að gerð verði breyting á deiliskipulagi Nesjaskóga og mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi og að hún fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum nærliggjandi lóða.
 
17. Kerhraun 78 C L176787; Stækkun byggingarreits; Fyrirspurn – 2007006
Lögð er fram fyrirspurn vegna lóða Kerhraun C78 L176787 frá Sveini Óskari Þorsteinssyni. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir undanþágu frá takmörkunum vegna fjarlægða frá læk og stækkunar á byggingarreit lóðarinnar.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn að erindinu verði vísað frá og umsækjanda gert að fara að skilmálum deiliskipulags. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.
18. Neðra-Apavatn lóð L169296; Kaldavatnsborun; Framkvæmdaleyfi – 2005052
Lögð er fram athugasemd sem barst vegna grenndarkynningar á kaldavatnsborun á lóð Neðra-Apavatns L169296.
Skipulagsnefnd UTU telur ekki ástæðu til að fara fram á takmörkun á umferð um viðkomandi vegslóða sem framlögð athugasemd tekur til þangað til að lóðarhafar hafa leyst úr ágreiningu sín á milli er varðar staðsetningu vegarins. Fyrir liggur skriflegt samþykki lóðarhafa fyrir staðsetningu vegarins vegna útgáfu bygginagrleyfis á lóðinni. Nefndin telur ekki að umferð tækja til vatnsborunar um veginn hafi óafturkræf áhrif á svæðinu umfram það rask sem nú þegar hefur orðið vegna veglagningarinnar sjálfrar. Skipulagsnefnd mælist því til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að framkvæmdaleyfi fyrir kaldavatnsborun innan lóðar verði samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.
19. Tjarnarhólar; Útivistar og göngusvæði; Deiliskipulag – 1910010
Lögð er fram deiliskipulagstillaga vegna Tjarnhóla eftir kynningu. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir uppbyggingu svæðisins í þágu ferðamanna með gerð bílastæða, göngustíga, gerð upplýsingaskilta og byggingu tveggja þjónustuhúsa. Aðkoma að svæðinu er um núverandi gatnamót Vaðness og Snæfoksstaða frá Biskupstungnabraut. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma tillögunnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst grundvelli 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
20. Heiðarbrún 2-10 í landi Bjarnastaða 1: Landbúnaðarsvæði með lögbýlisrétti: Aðalskipulagsbreyting – 1709092
Lögð er fram umsókn um breytingu á aðslkipulagi að Heiðarbrún 2-10 í landi Bjarnastaða 1 í Grímsnesi. Í breytingunni felst að landnotkun svæðisins er breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að breyting á aðalskipulagi verði verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð í samræmi við 30.gr. skipulagslaga. Lýsing og tillaga aðalskipulagsbreytingar verði kynnt og leitað umsagnar frá viðeigandi umsagnaraðilum.
21. Klausturhólar 10 lnr. 168962: Breyting frístundasvæðis í landbúnaðarsvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1602040
Lögð er fram beiðni um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Í breytingunni felst að lóðinni Klausturhólum 10 innan frístundasvæðis F24C verði breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Óskað er eftir því að viðkomandi breyting fá málsmeðferð á grundvelli 2.mgr.36.gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að breyting á aðalskipulagi verði verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð í samræmi við 30.gr. skipulagslaga. Lýsing og tillaga aðalskipulagsbreytingar verði kynnt og leitað umsagnar frá viðeigandi umsagnaraðilum.
22. Vaðstígur 1 L227910, 3 L227911 og 5 L227912; Land Kringlu II; Breyting úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2007051
Lögð er fram beiðni um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Í breytingunni felst að 5,5 ha svæði á jörðinni Kringlu 2 er breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Óskað er eftir því að viðkomandi breyting fá málsmeðferð á grundvelli 2.mgr.36.gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að breyting á aðalskipulagi verði verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð í samræmi við 2.mgr.36.gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Tillaga verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og niðurstaða sveitarstjórnar auglýst með fyrirvara um uppfærð gögn. Nefnin telur ekki ástæðu til að tiltaka sérstaklega að heimild sé að stofna lögbýli innan lóðanna.
23. Sogsvegur 18 L169548; Norðurkot; Skipting lands; Deiliskipulagsbreyting – 2004062
Lögð er fram beiðni frá Helga Birgissyni lögmanni fh. dánarbús hjónanna Áka Guðna Granz og Guðlaugar Svanfríðar Karvelsdóttur og erfingja þeirra er varðar tilögu að deiliskipulagsbreytingu Norðurkots unnin af Mannvit verkfræðistofu. Tillagan er í samræmi við fyrirliggjandi samning landeigenda er varðar skiptingu landsins.
Athugasemd er gerð við skilgreiningu byggingarreita á uppdrætti, skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hafa samskipti við hönnuð varðandi athugasemdir áður en málið verður auglýst. Málinu frestað.
 

 

 

 

24.

 

Hrunamannahreppur:

Reykjabakki L166812; Reykjalaut; Stofnun lóðar – 2007026

Lögð er fram umsókn Páls Orra Þrastarsonar f.h. landeigenda, dags. 10. júlí 2020, um stofnun lóðar úr landi Reykjabakka L166812. Óskað er eftir að stofna 27.862 fm land sem fengi heitið Reykjalaut. Aðkoman er frá Hrunavegi (344) eins og sýnd er á meðfylgjandi uppdrætti. Fyrirhugað er að fá lögbýlisleyfi og byggja íbúðarhús og hesthús/skemmu fyrir grænmetisræktun á landinu.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að stofnun lóðar úr upprunalandi Reykjabakka verði samþykkt með fyrirvara um lagfærð gögn. Nefndin mælist til að þess að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðina til að skilgreina framtíðar byggingarheimildir innan hennar.
25. Kriki 1 (L229568); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús ásamt innbyggðri bílageymslu og hesthúsi – 2003012
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Unnar Sigurðssonar fyrir hönd Meistari Loftur ehf, móttekin 11.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja hús sem er skipt upp í þrjú rými, íbúð, bílageymsla og hesthús 250 m2 á íbúðarhúsalóðinni Kriki 1 (L229568) í Hrunamannahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að ekki sé gerð athugasemd við útgáfu byggingarleyfis á grundvelli 44.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
26. Steinahlíð L166904; Verkstæði; Miðsvæði; Breyting á lóð við Túngötu; Deiliskipulagsbreyting – 2008023
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið að Flúðum. Í breytingunni felst breyting á afmörkun lóðar við Túngötu. Lóðin stækkar til austurs úr 1049 fm í 1311 fm eftir breytingu. Nýtingarhlutfall lóðar breytist úr 0,35 í 0,30. Núverandi göngustíg er breytt í samræmi við loftmynd. Engar aðrar breytingar eru gerðar á deiliskipulaginu. Óskað er eftir því að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2.mgr.43.gr.skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagsbreyting verði samþykkt og fái málsmeðferð á grundvelli 2.mgr.43.gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
 

 

 

27.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Breiðanes L2011727; Íbúðarhús og landbúnaðarstarfsemi; Deiliskipulag – 2006081

Lögð er fram umsókn vegna nýs deiliskipulags í landi Breiðaness, L201727. Umsækjandi er eignarhaldsfélagið Vöðlar ehf. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda fyrir íbúðarhús, gestahús, vélaskemmu, gróðurhúsi og hesthúsi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010
 

 

 

28.

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20-124 – 2006004F

Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 01.07.2020 lagðar fram til kynningar.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45