24 jún Skipulagsnefnd fundur nr. 198 – 24. júní 2020
Skipulagsnefnd – 198. fundur Skipulagsnefndar haldinn að Laugarvatni, 24. júní 2020 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Sigurður Sigurjónsson, Hrafnkell Guðnason, Vigfús Þór Hróbjartsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.
Fundargerð ritaði: Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
Bláskógabyggð:
1. Hamarsvegur 6 (L203711); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – viðbygging – 2006035
Fyrir liggur umsókn Páls H. Zóphóníassonar fyrir hönd Öglu R. Sveinbjörnsdóttur, Sveinsbjörns Úlfarssonar og Gunnars S. Úlfarssonar, móttekin 10. júní 2020 um byggingarleyfi til að byggja við geymslu 16,7 m2 á sumarbústaðalandinu Hamarsvegur 6 (L203711) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á geymslu eftir stækkun verður 32,7 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Ef engar athugasemdir berast vegna grenndarkynningar er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
2. Skógarberg (L167207); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging – 2006011
Fyrir liggur umsókn Bjarnar Skaptasonar fyrir hönd Jóns Bjarna Gunnarssonar og Elínar Bjartar Grímsdóttur, móttekin 31.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja við íbúðarhús 80,1 m2 á íbúðarhúsalóðina Skógarberg (L167207) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun á íbúðarhúsi verður 214,6 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin er ekki talin varða hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda og er því ekki talin ástæða til grenndarkynningar. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
3. Holtslóð L225385; Neðri-Dalur; Eyrar; Hverfa, Ferjuholt og Lautir; Deiliskipulagsbreyting – 2005063
Lögð er fram umsókn frá N8 ehf., dags. 17. maí 2020 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Holtslóð L225385. Í breytingunni felst: Breyting að byggingarreitum á lóðum við Hverfu 3,5,7 og 9 vegna friðhelgra svæða fornminja á Konungsvegi og Holtshús.
Byggingarreitur á lóð við Hverfu 7 er færður til norðurs út fyrir verndasvæði Holtshúss. Við það breytast stærðir og lögun á öllum lóðum við Hverfu, Ferjuholt 2 og Eyrum 4 og 6.
Nýtingarhlutfall á lóðum við Lautir 1 til 6 og 11 og Ferjukot 4 og 6 fer úr 0,03 í 0,033
Skipulagsnenfnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málinu verði frestað þar sem skilmálar breytinganna eru ekki í takt við aðalskipulag er varðar nýtingarhlutfall frístundalóða. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við umsækjanda vegna athugasemda.
4. Eyvindartunga (L167632); umsókn um byggingarleyfi; útihús – viðbygging að hluta og breyting á notkun – 2006033
Fyrir liggur umsókn frá Jóni Snæbjörnssyni fyrir hönd Eyvindartunga ehf. móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi að byggja við fjóshlöðu og haughús ásamt breytingu á notkun á útihúsum í viðburðarými fyrir 150 manns á jörðinni Eyvindartunga (L167632) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir breytingu og stækkun verður 360,2 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið verði samþykkt og fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að viðkomandi framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda og er því ekki talin ástæða til grenndarkynningar. Vísað er til heimilda aðalskipulags lið 2.4.1 er varðar heimildir fyrir atvinnustarfsemi á landbúnaðarsvæðum. Komi til frekari framkvæmda innan jarðarinnar í tengslum við viðkomandi rekstur mælist nefndin til þess að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
5. Snorrastaðir II; Stóruskógar; Deiliskipulagsbreyting – 2006007
Lög er fram umsókn frá Jóni Péturssyni og Benadikt Jónssyni um breytingu á deiliskipulagi Snorrastaða II. Í deiliskipulagsbreytingu felst breyting á legu og stærð lóða við Lækjarbraut og Stóruskógarbraut.
Málinu frestað og óskað ítarlegri gagna. Betur þarf að gera grein fyrir breytingum á milli skipulagsuppdrátta og greinargerða. Gera þarf grein fyrir aðkomu að lóðum og athuga þarf staðvísa lóða og númeraröðun betur. Skipulagsfulltrúa falið að koma athugasemdum á hönnuð deiliskipulagsbreytingar.
6. Birkilundur 9-13 L205492; Friðheimar; Breyting á aðkomu og sameining byggingareita; Deiliskipulagsbreyting – 2006050
Lög er fram umsókn frá Friðheimum ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Reykholt í Biskupstungum. Í breytingunni felst: Sameiginlegur byggingareitur verður fyrir lóðirnar Friðheima 1 og Skólaveg 11.
Gerð er ný aðkoma að Skólavegi 11 frá Sólbraut, aðkoman er eingöngu ætluð fyrir starfsfólk, fyrir vörumóttöku og vörusendingar.
Til að fá svigrúm fyrir nýja aðkomu að Skólavegi 11 eru gatnamót Sólbrautar og Skólavegar færð um 20 m til suðurs, inn á lóð Skólavegar 13.
Lóðamörk Skólavegar 13 breytast til samræmis við færslu Sólbrautar og minnkar lóðin um 192 m2.
Göngustígum er breytt í samræmi við breytingar á Sólbraut og nýjar byggingar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og fái málsmeðferð í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.
7. Efri-Reykir L167080; Stofnun lóðar; Spennistöð; Dreifikerfi Rarik; Lóðamál – 2006056
Lögð er fram umsókn Rúnars Gunnarssonar, dags. 10. júní 2020, um stofnun lóðar úr landi Efri-Reykja L168080. Óskað er eftir að sækja um 56 fm lóð undir spennistöð fyrir Rarik.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga.
8. Skálabrekka-Eystri L224848; Úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2003004
Lögð er fram fyrirspurn vegna breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að skilgreindir frístundasvæðis flákar innan jarðarinnar Skálabrekku-Eystri L224848 eru sameinaðir í eitt samfellt svæði. Stærð svæðisins helst óbreytt.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að unnin verði lýsing aðalskipulagsbreytingar í samræmi við fyrirspurn. Lýsing verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í samræmi við 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og leitað verði umsagnar hjá helstu umsagnaraðilum þ.á.m. Skipulagsstofnun. Á grundvelli lýsingar, umsagna og athugasemda sem berast vegna málsins skal tillaga aðslkipulagsbreytingar unnin og kynnt í samræmi við 2.mgr. 30 gr.skipulagslaga áður en hún er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn að nýju. Forsendur skipulagsbreytinga m.a. nýting núverandi heimilda til uppbyggingar á skilgreindu frístundasvæði innan jarðarinnar Skálabrekku-Eystri og að myndað verði samfellt skipulagssvæði í samhengi við aðliggjandi frístundasvæði. Við vinnslu lýsingar aðalskipulagsbreytingar á svæðinu verði sérstaklega horft til þess að svæðið er staðsett á vatns- og hverfisverndarsvæði og svæðis á náttúruminjaskrá.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
9. Miðengi lóð L169073 og L188031, Gráhella 1 og 2, breytt heiti lóða – 2006044
Lögð er fram umsókn Bjarna Guðmundsonar og Ingu Karólínu Guðmundsdóttur, dags. 20. maí 2020 er varðar breytingu á skráningu lóð Miðengis lóð L169073 og 188031. Eftir breytingu verði heiti lóðanna Gráhella 1 og 2. Nafnið vísar í örnefni á svæðinu og eru lóðirnar sýndar á meðfylgjandi uppdrætti ásamt þremur öðrum lóðum á svæði sem vísað er í að sé austurhluti við Gráhelluklöpp.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við breytt heiti lóðanna og mælist til þess að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki umsóknina en mælir jafnframt með að hinar þrjár lóðirnar innan meðfylgjandi uppdráttar fái sama heiti og viðeigandi númer og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna málið fyrir þeim lóðarhöfum.
10. Miðengi lóð (L188031); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2006039
Fyrir liggur umsókn Bjarna Guðmundssonar og Ingu Karólínu Guðmundsdóttur, móttekin 29.05.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd að lagfæra og byggja við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Miðengi lóð (L188031) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 33,8 m2
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Ef engar athugasemdir berast vegna grenndarkynningar er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
11. Herjólfsstígur 1; Breyting á skilmálum; Mænishæð; Fyrirspurn – 2006020
Lögð er fram fyrirspurn frá Þorsteini H Kristvinssyni og Sóleyju Stefánsdóttir vegna breytinga á skilmálum deiliskipulags sem tekur til lóðar Herjólsstígar 1. Óskað er eftir breyting á skilmálum deiliskipulags með þeim hætti að heimiluð hámarks mænishæð verði aukin úr 5 metrum í 5,9 metra. Vakin er athygli á því að fleiri byggingar á svæðinu hafa einnig farið upp fyrir skilmálahæð 5,0 m.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að breyting á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Ásgarðs er varðar aukna mænishæð verði samþykkt að undangenginni málsmeðferð á grundvelli 1.mgr.43.gr.laga nr.123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd mælist til að þess að málið verði sérstaklega kynnt sumarhúsafélagi svæðisins sé það til staðar.
12. Sólheimar L168279; Byggingarreitur fyrir þjónustuhús og baðhús; Deiliskipulagsbreyting – 1911050
Lögð er fram umsókn frá Sólheimum SES vegna breytinga á deiliskipulagi svæðisins. Í breytingunni felst skilgreining á byggingarreit fyrir baðhús.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2.mgr.43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi með fyrirvara um uppfærslu á gögnum. Nefndin telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda og er því ekki talin ástæða til grenndarkynningar.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
13. Áshildarvegur 21a og 21b (áður 21); Skipting lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2006045
Lögð er fram umsókn frá Jóhönnu Helgadóttur og Garðari Eggertssyni vegna breytingar á deiliskipulagi að Áshildarvegi. Í breytingunni felst að deiliskipulagi er breytt í takt við núverandi skráningu lóða Áshildarvegar 27 og 29. Við breytingu er staðfangi lóðanna breytt í takt við aðliggjandi lóðir og fá heitin Áshildarvegur 21a og 21b.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagsbreyting verði samþykkt og að hún fái málsmeðferð í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Umrædd breyting er leiðrétting á skipulagi í takt við núverandi skráningu viðkomandi lóða. Nefndin telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda og er því ekki talin ástæða til grenndarkynningar.
14. Göngu- og reiðbrú við Þjófafoss í Þjórsá; Framkvæmdaleyfi – 2006051
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Landsvirkun dags.15.júní 2020. Í framkvæmdinni felst gerð göngu- og reiðbrúar yfir Þjórsá um 800 m ofan við Þjófafoss í samræmi við framlagða umsókn.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Skeiða-og Gnúpverjahrepps þar sem skilgreind er göngu- reið- og reiðhjólaleið á umræddu svæði.
15. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 123 – 2006002F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16.06.2020 lagðar fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30