Skipulagsnefnd fundur nr. 197 – 10.júní 2020

Skipulagsnefnd – 197. fundur Skipulagsnefndar haldinn  að Laugarvatni, 10. júní 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson, Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.

Ásahreppur:

Sporðöldulón; Grjótgarður; Framkvæmdaleyfi – 2006003

Lögð er fram umsókn Landsvirkjunar dags.29.5.2020 er varðar umsókn um framkvæmdaleyfi við Sporðöldulón. Í framkvæmdinni felst gerð 150 m langs grjótgarðs skammt fyrir neðan yfirfall lónsins auk þess sem gert er ráð fyrir því að grjótklæða botn farvegar milli yfirfalls og fyrirstöðugarðs. Áætlað efnismagn er á bilinu 5-6000 m3 sem skal tekið ú námu E16 inna aðalskipulags. Áætlaður framkvæmdatími er frá júlí-desember
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Ásahrepps að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem á svæðinu er skilgreint iðnaðarsvæði og náma.
2. Steinás L176490; Lögbýli; Breytt skráning lóðar – 2006017
Lögð er fram umsókn Nönnu Maju Norðdahl, dags. 8. júní 2020, þar sem óskað er eftir samþykki fyrir því að Steinás L176490 verði lögbýli. Steinás er 4,8 ha nytjað land skv. fasteignaskrá og er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir landið sem tók gildi í mars á þessu ári þar sem gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, skemmu, gróðurhúsi og gestahúsum en ferðatengd starfsemi er fyrirhuguð á landinu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við að landið verði gert að lögbýli en vísar málinu til hreppsnefndar Ásahrepps til umsagnar.
 

3.

Bláskógabyggð:

Árgil L167054; Breyting úr verslun- og þjónustu í landbúnaðarland; Aðalskipulagsbreyting – 1906003

Lögð er fram til afgreiðslu eftir kynningu breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar að Árgili. Athugasemd barst eftir kynningu málsins og er hún meðfylgjandi sem fylgiskjal. Í breytingunni felst að verslunar- og þjónustusvæði VÞ18 sem er um 11 ha að stærð er minnkað í 9 ha. Landnotkun þess svæðis sem eftir standur verður landbúnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að oddvita, sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa UTU verði falið að ræða við málsaðila. Afgreiðslu málsins frestað.
4. Kolgrafarhóll; Apavatn 2; 5 lóðir; Deiliskipulag – 2001057
Lögð er fram uppfærð umsókn vegna deiliskipulags Kolgrafarhóls í landi Apavatns 2. Málinu var frestað á fundi nefndarinnar þann 8.4.2020 og óskað ítarlegri gagna. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir 5 frístundahúsalóðir auk einnar lóðar sem er skilgreind sem landbúnaðarland í landi Apavatns 2, Efra-Apavatns, í Bláskógabyggð. Svæðið sem er um 13,9ha að stærð er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem F20(frístundabyggð) Aðkoma að svæðinu er um Laugarvatnsveg nr.(37)og Kolgrafarhólsvegi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar megin forsendur skipulagsins liggi fyrir innan aðalskipulags Bláskógabyggðar undir lið 2.3.2, frístundabyggð.
5. Skálabrekka lóð (L170768); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 2005092
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hallgrímssonar fyrir hönd Jóns Benediktssonar, móttekin 26.05.2020 um byggingarleyfi til að fjarlægja núverandi sumarbústað 60,1 m2, mhl 01, byggingarár 1987 og byggja nýjan 130 m2 á sumarbústaðalandinu Skálabrekka lóð (L170768) í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Ef engar athugasemdir berast vegna grenndarkynningar er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
6. Múli (L167152); umsókn um byggingarleyfi; niðurrif á fjósi og byggingu á áhaldahúsi – 2005095
Fyrir liggur umsókn Helga Mar Hallgrímssonar fyrir hönd Múlaskógur ehf., móttekin 27.05.2020 um byggingarleyfi til að rífa niður fjós mhl 04, 227,7 m2, byggingarár 1973 og byggja áhaldahús með aðstöðu fyrir starfsmenn sem er samtengt núverandi hlöðu á jörðinni Múli (L16712) í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða.
7. Brautarhóll II L167066; Brautarhóll IIA; Stofnun lóðar – 2006018
Lögð er fram umsókn Bjarna Kristinssonar, dags. 13. maí 2020, um stofnun lóðar úr landi Brautarhóls II L167066. Óskað er eftir að stofna 7.855 fm lóð, skv. meðfylgjandi lóðablaði, undir núverandi íbúðarhús sem fengi staðfangið Brautarhóll IIA. Aðkoma að lóðinni er um núverandi heimreið um Brautarhól II eins og sýnd er á uppdrætti.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar né staðfangið skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
 

8.

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Snæfoksstaðir frístundabyggð; Breyting deiliskipulags svæði D – 1906060

Lögð er fram umsókn Skógræktarfélags Árnesinga er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar að Snæfoksstöðum svæði D. Í breytingunni felst fjölgun frístundalóða úr 48 lóðum í 50. Þar af eru 49 frístundalóðir byggðar og ein óbyggð. Ennfremur er innan svæðisins gert ráð fyrri einni landbúnaðarlóð sem tengist starfsemi skógræktarinnar. Málið tekið fyrir eftir auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Athugasemd barst við skipulagið á auglýsingatíma og er hún meðfylgjandi sem fylgiskjal.
Deiliskipulagsbreyting að Snæfoksstöðum var auglýst með athugasemdafrest frá 11.mars -22.apríl 2020. Athugasemd barst frá lóðarhafa innan svæðisins sem gerði athugasemd við nýjar lóðir sem skilgreindar voru við Nautavakir 8 og 12 innan deiliskipulags. Tekið hefur verið tillit til athugasemda og hafa viðkomandi lóðir verið felldar út innan tillögunnar eftir auglýsingu auk þess sem afmörkun lóðar Nautavakavegar 8 er lagfærð í samræmi við athugasemd og mælingu á staðnum. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið verði samþykkt með ofangreindum breytingum eftir auglýsingu. Niðurstaða sveitarstjórnar verði kynnt þeim sem athugasemdir gerðu við skipulagsbreytingu. Mælst er til þess að skipulagsbreyting takið gildi með birtingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunnar á grundvelli 42. gr. skipulagslaga.
9. Kiðjaberg; Lóð 27 og 28; Færsla lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2006002
Lögð er fram umsókn Kiðjabergs ehf. dags. 29. maí 2020 er varðar breytingu á deiliskipulagi Kiðjabergs. Í breytingunni felst að lega lóðar nr. 27 Hlíð Kiðjabergi breytist með þeim hætti að hún er færð fast upp að lóð nr. 28. Stærð lóðar og byggingarreitir halda sér óbreyttir utan þessarar tilfærslu í samræmi við framlögð gögn. Ástæða breytinganna er lág lega lóðarinnar sem verður til þess að lóðin getur orðið útsett fyrir flóðum úr Hvítá.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Kiðjabergs og að hún fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. Villingavatn lóð (L170976); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – viðbygging – 1909068
Fyrir liggur umsókn Þorleifs Eggertssonar fyrir hönd Sigurðar Sigurðssonar dags. 13.09.2019 móttekin 25.09.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhúsið 21,8 m2 og 18 m2 gestahús á sumarhúsalóðinni Villingavatn lóð (L170976) lóðarstærð 2565 m2 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun á sumarhúsi verður 65,5 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Ef engar athugasemdir berast vegna grenndarkynningar er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
11. Vesturkantur 3A L179669; Vesturkantur 4 L169443; Vesturkantur 7 L169462; Sameining lóða – 2006014
Lögð er fram umsókn Kristínar B. Hjaltadóttur, dags. 4. júní 2020, um sameiningu þriggja lóða. Óskað er eftir að sameina lóðirnar Vesturkantur 3A L179669, Vesturkantur 4 L169443 og Vesturkantur 7 L169462 í eina landeign sem yrði um 2,5 ha eftir sameiningu skv. skráningu í fasteignaskrá. Lóðirnar eru innan deiliskipulags sem nær yfir frístundasvæði í landi Norðurkots.
Til samræmis við fyrri afgreiðslur sambærilegra mála mælir skipulagsnefnd UTU ekki með að sveitarstjórnin samþykki að lóðirnar verði sameinaðar þar sem ekki er talið æskilegt að breyta fjölda frístundahúsalóða innan þegar samþykktra hverfa.
12. Gilvegur 3 L194826; Ormstaðir; Breyting á byggingarskilmálum; Deiliskipulagsbreyting – 2006012
Lögð er fram umsókn frá Jóni Inga Sigvaldasyni og Valborgu Sigrúnu Jónsdóttur dags. 5. júní 2020 um breytingu á deiliskipulagi sumarhúsalóðarinnar Gilvegi 3 í landi Ormsstaða. Í breytingunni felst að heimildir fyrir notkun byggingarefna eru auknar, byggingarheimild sumarbústaðar er aukin úr 100 m2 í 200 m2. Mænishæð er aukin úr 5 m í 6 m. Heildir fyrir þakhalla eru auknar úr 14-60° í 2-60° auk þess sem heimilað er að byggja tvö smærri hús á lóðinni sem ekki mega vera stærri en 40 m2. Heimildum fyrir byggingar innan byggingarreits er breytt í samræmi við það. Óskað er eftir því að breytingin fá málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að skipulagsbreyting verði samþykkt og að hún taki til skipulagssvæðisins í heild. Nefndin telur að umsótt breyting sé of umfangsmikil til að geta fallið undir 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælst er til þess að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði sérstaklega kynnt fyrir sumarhúseigendum innan deiliskipulagssvæðisins eða sumarhúsafélagi sé það til staðar auk landeiganda upprunalands. Nefndin mælist jafnframt til þess að nýtingarhlutfall lóða verði skilgreint 0,03 innan skipulagsskilmála í samræmi við aðalskipulag.
13. Dvergahraun 28; Aukning á byggingamagni; Breyting á byggingareit; Deiliskipulagsbreyting – 2006015
Lögð er fram umsókn frá Guðnýju Stefánsdóttur dags. 5. júní 2020 er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðar Dverghrauns 28 innan frístundabyggðar Farborgar í landi Miðengis. Í umsókninni felst aukning á byggingarmagni útihúsa úr 40 í 80 m2 auk þess sem heimilt verði að fara út fyrir byggingarreit með geymslurými 3.5.5 m að stærða neðanjarðar. Þakhalli á niðurgröfnu geymsluhúsnæði geti verið 0°.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að breytingu á deiliskipulagi verði hafnað í núverandi mynd. Umsókn er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps.
 

14.

Hrunamannahreppur:

Hólakot L166762; Hólakot Eyrarland; Breytt skráning, skipting og stofnun lóðar – 2006010

Lögð er fram umsókn Halldóru Ásmundsdóttur, dags. 20. maí 2020, um lóðastofnun ásamt staðfestingu á afmörkun þriggja lóða úr landi Hólakots L166762 í samræmi við meðfylgjandi lóðablað. Óskað er eftir að stofna 125.745 fm landeign sem fengi staðfangið Hólakot Eyrarland. Aðkoman að landinu er um núverandi aðkomuveg frá Skeiða- og Hrunamannavegi (30). Samhliða er óskað eftir staðfestingu á afmörkun 3ja þegar stofnaðra frístundalóða. Lóðirnar eru í dag skráðar 12.000 fm en ekki hefur legið fyrir nákvæm mæling áður. Um er að ræða Hólakot lóð C L166921 sem verður 12.040 fm, Hólakot lóð B sem verður 11.958 fm og Hólakot lóð L166923 sem verður 11.979 fm.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landsins skv. fyrirliggjandi umsókn né landskipti skv. 13. jarðalaga. Einnig gerir nefndin ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu þegar stofnaðra lóða. Nefndin mælist til þess að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið með fyrirvara um lagfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa og að fyrir liggi samþykki lóðareigenda frístundalóðanna á afmörkun og breyttri skráningu. Nefndin mælist jafnframt til þess að staðföng frístundalóðanna verði uppfærð í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017 á þann hátt að þær fái staðföngin Hólakot A, B og C.
 

15.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Kálfhóll 2A L228637; Kálfhóll 2 L166477; Markhóll; Stofnun lóðar – 2006021

Lögð er fram umsókn frá Elínu Þórðardóttur dags. 8. júní 2020 er varðar stofnun lóða úr landi Kálfhóls 2 L166477 og Kálfhóls 2A L228637. Óskað er eftir að stofna annars vegar 3 ha lóð úr landi Kálfhóls 2A og hins vegar 0,44 ha lóð úr landi Kálfhóls 2 sem síðan verður sameinuð í eina 3,44 ha landeign sem fengi staðfangið Markhóll sem er gamalt örnefni á staðnum skv. umsókn. Aðkoma að landinu verður um nýja vegtengingu frá Kálfhólsvegi (3270) eins og sýnd er á meðfylgjandi lóðablaði.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna og sameiningu né staðfangið skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar fyrir nýrri vegtengingu og samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á hnitsettri afmörkun.
16. Hvammsvirkjun: Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall: Deiliskipulag – 1509062
Deiliskipulag vegna Hvammsvirkjunar tekur til tveggja sveitarfélaga, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Kynning tillögu hefur verið kynnt sv.félögum og á íbúafundum, nú síðast var skipulagslýsing kynnt í janúar 2017 og tillaga að deiliskipulagi var auglýst í maí 2017. Landsvirkjun áformar að uppfæra tillögu deiliskipulags með hliðsjón af endurskoðuðum aðalskipulögum beggja sveitarfélaga. Engar umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á fyrirhugaðri framkvæmd. Fyrir liggja samningar við alla landeigendur sem framkvæmdin snertir beint. Landsvirkjun óskar eftir að setja aftur af stað vinnu við gerð deiliskipulags vegna Hvammsvirkjunar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að vegna þess tíma sem liðinn er frá því að skipulagsferli lauk í síðustu meðferð málsins á árinu 2017 skuli hefja fullt skipulagsferli að nýju á grundvelli 40. gr. skipulagslaga. Nefndin telur að með áliti Skipulagsstofnunar frá 12.3.2018 sé ljóst að matsskýrsla framkvæmdaaðila uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt. Því er það álit nefndarinnar að framkvæmdin skuli ekki háð endurskoðun á matsskýrslu.
Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar að nýju og óskar eftir að fá uppfærða tillögu til afgreiðslu þar sem ýmsar breytingar hafa orðið á aðalskipulagi sveitarfélagsins frá því síðasta tillaga var kynnt.
17.  Þjórsárdalur Stöng (L178333); umsókn um byggingarleyfi; safnhús – endurbætur og viðbygging – 2002058
Fyrir liggur umsókn Karls Kvaran, móttekin 28.02.2020 um byggingarleyfi til að byggja við safnahús 55 m2, gera endurbætur innanhúss og einnig byggja útsýnispall á viðskipta- og þjónustulóðinni Þjórsárdalur Stöng (L178333) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð eftir stækkun á safnhúsi verður 386,5 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða. Útgáfa byggingarleyfis er háð samþykki Forsætisráðuneytisins.
18.  Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 122 – 2005005F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 03.06.2020 lagðar fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00