Skipulagsnefnd fundur nr. 191 – 12.febrúar 2020

Skipulagsnefnd – 191. fundur Skipulagsnefndar haldinn  að Laugarvatni, 12. febrúar 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Rúnar Guðmundsson og Davíð Sigurðsson.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur:
 
1. Steinás L176490; Byggingarreitir skilgreindir; Deiliskipulag – 1905018
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagstillaga fyrir jörðina Steinás í Ásahreppi. um er ræða 4,2ha spildu með tveimur byggingareitum. Á reit R1 verður heimilt að byggja íbúðarhús, skemmu, gróðurhús og gestahús, samtals allt að 700m2. Á reit R2 verður heimilt að byggja 4 gestahús allt að 45m2 að stærð hvert um sig. Aðkoma að svæðinu er um Ásveg (nr. 275). Tillagan var auglýst 18. desember 2019 með athugsemdafresti til 31. janúar 2020. Engar athugasemdir bárust.
Gerð hefur verið óveruleg breyting á greinargerð tillögunnar eftir að auglýsingu lauk sem felur í sér að mænishæð gistihúsa sem tilgreind var á auglýstri tillögu 4,0 m verður 4,9 m.
Skipulagsnefnd UTU telur að breyting á tillögu eftir að auglýsingatíma lauk sé óveruleg og muni ekki hafa áhrif á hagsmunaaðila í grennd við Steinás, og mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki tillöguna og feli skipulagsfulltrúa UTU að senda tillöguna Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Ás 3 III-2 land L204647; Úr íbúðarsvæði í frístundasvæði og landbúnaðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 1912016
Hermann Ólafsson leggur fram f.h. Ástu Beggu Ólafsdóttur og Gísla Sveinssonar tillögu að breytingu á gildandi aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022. Í breytingu felst að íbúðasvæði er breytt í annarsvegar frístundahúsasvæði og hins vegar í landbúnaðarsvæði. Að auki er viðkomandi svæði hliðrað til innan landskikans. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður unnið deiliskipulag af svæðinu. Skipulagssvæðið nær til landspildu sem er um 18,6ha að stærð. Aðkoma að landspildunni er af vegi nr. 275, Ásvegi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki greinargerð og uppdrátt dagsett 10. desember .2019 sem óverulega breytingu á gildandi aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, vegna Áss 3. III-2 land, L204647, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bláskógabyggð:
 
3. Kjóastaðir 2 tjaldsvæði L229267; Viðbót þjónustutjalda og tilfærsla byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2001061
Lögð er fram umsókn Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, dags. 30. janúar 2020, fyrir hönd Náttúra-Yurtel ehf., vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir asísk tjöld að Kjóastöðum II L229267 í Biskupstungum. Í tillögunni er byggingarreitur fyrir snyrtingar færður innan lóðarinnar og þá eru einnig gerðar viðbætur um að heimilt verði að reisa tvö 50 m2 þjónustutjöld umfram þau 10 tjöld sem ætluð eru til útleigu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan hefur við þessa óverulegu breytingu engin áhrif á hagsmunaðila í grennd við athafnasvæðið. Skipulagsfulltrúa UTU er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda.
4. Ártunga 2 L226435; Gestahús til útleigu; Fyrirspurn – 2001036
Lögð er fram fyrirspurn Markúsar Jóhannssonar, dag. 15. janúar 2020, hvort heimilað verði rekstrarleyfi á gestahúsi sem reist hefur verið á lóðinni Ártunga 2, L226435. Lóðarhafi vitnar í áður útgefið rekstrarleyfi í flokki II sem Markúsi Jóhannssyni ehf var veitt til fjögurra ára 14.05.2016 – 14.05.2020 á eignina Ártungu 4, fastanr. 226-0555, sem staðsett er á lóð L193553. Deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir að svæðið sé frístundasvæði.
Skipulagsnefnd UTU telur sig ekki hafa hvorki vald né heimildir til að fara gegn gildandi lögum eða reglugerðum er varða rekstrarleyfi í fl. II, tengdar gistingu.
5. Apavatn 2 L167621; Aphóll; 15 lóðir; Frístundabyggð F19; Deiliskipulag – 2001050
Lögð er fram umsókn Guðmundar Valssonar, dags. 27. janúar 2020, um deiliskipulag Aphóls L167621, í landi Apavatns 2.
Deiliskipulagstillagan nær yfir 27,25 ha lands norðan við og samsíða Apá í Bláskógabyggð. Á svæðinu eru þegar stofnaðar lóðir og nokkur eldri frístundahús. Lóðamörk flestra lóða eru óbreytt sem aðilar gerðu með sér og fékk endanlega afgreiðslu 4. júní 2015. Í tillögu að deiliskipulagi skiptast 2 lóðir upp í fleiri lóðir sem allar eru á bilinu 5.000 til 5.909 fermetrar að stærð. Aðkoma að svæðinu er um tvo eldri aðkomuvegi sem tengjast inn á Laugarvatnsveg.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Þó með fyrirvara um að mörk skipulagssvæðis verði dregin að vatnsbökkum og jarðarmörkum/sveitarfélagamörkum.
Óska skal eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni, Brunavörnum Árnessýslu og Minjastofnun Íslands.
6. Brúarhvammur L167071; Hótelbygging og smáhýsi; Deiliskipulag – 1905045
Lögð er fram umsókn Evu Huldar Friðriksdóttur, dags 14. maí 2019, fyrir hönd Kvótasölunnar ehf., eiganda jarðarinnar Brúarhvammur, L167071, í Bláskógabyggð, um tillögu að deiliskipulagi. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu allt að 100 herbergja hótels á tveimur hæðum í tveimur byggingum, ásamt 10 smáhýsum allt að 45m2 að stærð hvert. Tillögunni fylgir og greinargerð ásamt tillögu að skipulagsuppdrætti. Aðkoma að svæðinu er um Biskupstungnabraut og aðkomuvegi að Brúarhvammi.
Skipulagsnefnd UTU telur að verkefni af þeirri stærðargráðu sem hér er lagt fram, beri að vinna skv. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og leggja fram lýsingu á deiliskipulagsverkefninu og auglýsa hana. Þá liggur fyrir bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 4.7.2019, þar sem kemur fram að forsenda fyrir vinnu við nýtt deiliskipulag, sé að ekki sé uppi ágreiningur um lóðamörk á svæðinu.
Skipulagsnefnd telur rétt að málinu verði á ný vísað til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar til meðferðar.
Flóahreppur:
 
7. Stórhólmi L211525; Íbúðarhús, reiðhöll og hesthús; Deiliskipulag – 1911049
Lögð er fram umsókn Bents Larsen, dags. 21. nóvember 2019, fyrir hönd Hanne Oustad Smidesang, vegna deiliskipulags jarðarinnar Stórhólma, L21525, í Flóahreppi. Umsókninni fylgir lýsing deiliskipulagsáætlunar móttekin 27. janúar 2020. Lýsingin tekur til byggingu á 1 íbúðarhúsi, allt að 300 m2, á sér byggingarreit og á öðrum byggingarreit verði reist hesthús, reiðskemma og skemma allt að 2500 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta í janúar 2020. Skipulagsfulltrúa UTU er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
8. Arnarstaðakot L166219; Skilgreining byggingarheimilda; Deiliskipulag – 2001058
Lögð er fram umsókn Gunnars Karls Ársælssonar, dags 28. janúar 2020, um deiliskipulag hluta jarðarinnar Arnarstaðakots í Flóahreppi. Deiliskipulagstillagan tekur til um 2 ha svæðis. Gert er ráð fyrir byggingum á 4 byggingarreitum. Á reit B1 er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss allt að 250m2 og með mænishæð allt að 6.5m. Á reit B2 er núverandi íbúðarhús og er gert ráð fyrir að byggja megi við það hús allt að 100m2 með mænishæð allt að 6,5m. Á reit B3 er núverandi hesthús og er gert ráð fyrir öðru húsi, aðstöðuhúsi allt að 100m2 með mænishæð allt að 6,5m. Á reit B4 er gert ráð fyrir byggingu allt að 1200m2 reiðhallar með mænishæð allt að 8,2m.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu máls og óskar eftir ítarlegri gögnum.
9. Egilsstaðir 2 L166332; Egilsstaðir 2 Vesturbær; Stofnun lóðar – 2002004
Lögð fram umsókn Þorsteins L. Einarssonar, dags. 11. desember 2019, um stofnun 10.000 fm lóðar utan um íbúðarhús úr landi Egilsstaða 2 L166332. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Egilsstaðir 2 Vesturbær.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar né heitið skv. umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
10. Hnaus 2 L192333; Breytt landnotkun; Íbúðar- og frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 1906020
Lögð er fram umsókn Gísla B. Björnssonar, dags. 7. júní 2019, vegna óverulegra breytinga á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, í landi Hnaus 2, L192333. Óskað er eftir að breyta landnotkun á 1,5 ha svæði úr landbúnaðar- og skógræktarsvæði yfir í íbúðasvæði. Fyrir er íbúðasvæði (ÍB17, Mosató 1) sem er um 0.5 ha. Samtals verður heildar íbúðarsvæði því um 1,9 ha að stærð eftir breytingu. Frístundasvæði (F16) sem í núgildandi aðalskipulagi er sýnt sem mjó ræma meðfram aðkomuvegi er alls um 3,5 ha., þ.e. land innan Hnauss 2. Óskað er eftir að það svæði (3,5 ha) verði gert að landbúnaðarlandi. Svæði F16 tilheyrir því Hnaus I eftir breytingu. Frístundahúsasvæði SL-6, á milli raflínanna (F16c) og svæði þar norðan við (F16a) eru nú færð inn skv. deiliskipulagi. Nyrst á SL6 er sýnd ný stök frístundahúsalóð (F16d). Heimilað verði nýtt frístundahúsasvæði (F16b, 1,1ha) uppi á ásnum, heim við bæjarhús Hnaus 2. Heildarstærð frístundahúsasvæða að meðtöldum lóðum sem getið er um undir lið 3 hér að framan og eru innan Hnauss 2, verða því alls um 3,5ha. Á uppdrátt er bætt við vatnsbóli VB5 skv. ósk Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Samþykkt um vatnsbólið liggur þegar fyrir skv. gildandi deiliskipulagi. Sökum smæðar og mælikvarða er ekki hægt að sýna aðliggjandi vatnsverndarsvæði á þessum uppdrætti en þau koma fram í gildandi deiliskipulagi. Hótel á svæðinu hefur nú tengst Vatnsveitu Flóahrepps og ekki lengur háð VB5. Landbúnaðarsvæði stækkar um 2 ha þar sem syðsti hluti af frístundabyggð F16 fellur niður og færist að hluta sunnar þar sem landbúnaðarland var skilgreint áður, fyrir breytingu. Skógræktar- og landgræðslusvæði minnka um 1,5ha. vegna fjölgunar á frístunda- og íbúðalóðum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki framlagða tillögu Landforms dags. 6. september 2019, breytt 14.janúar 2020 að breytingu á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi lítil sem engin áhrif vegna landnotkunar og hefur ekki áhrif á einstaka aðila eða aðra hagsmunaaðila á svæðinu.
Skipulagsfulltrúa UTU er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt rökstuðningi sveitarstjórnar Flóahrepps og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
11. Arnarstaðakot L166219; Arnarstaðakot Lækur; Stofnun lóðar – 2001014
Lögð fram umsókn Óskars P. Óskarssonar f.h. Ríkiseigna og Gunnars K. Ársælssonar, dags. 16. október 2019, um skiptingu á jörðinni Arnarstaðakot L166219 í tvær landeignir. Óskað er eftir að stofna 53,2 ha spildu, Arnarstaðakot Lækur, úr jörðinni sem verður 52,6 ha eftir skiptin skv. lóðablaði. Aðkoma að nýju spildunni er frá jörðinni Lækur sem er í eigu ríkisins og mun spildan tilheyra ríkinu og vera nýtt sem beitarland eins og verið hefur.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við skiptingu jarðarinnar né heitið skv. umsókn með fyrirvara um lagfærð gögn og samþykki eigenda aðliggjandi landeigenda þar sem staðfest landamerki liggja ekki fyrir. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
 
12. Hvítárbraut 31C L197193; Skilmálabreyting; Þakhalli; Deiliskipulagsbreyting – 1912048
Í framhaldi af bókun sveitarstjórnar dags. 15. janúar 2020 var máli Sigríðar Ólafsdóttur f.h. Magnúsar D. Baldurssonar og Sigríðar Þorgeirsdóttur, dags. 19. desember 2019 um skilmálabreytingu Hvítárbrautar 31C, L197193 þar sem breytingin fellst í að leyfilegur halli á þaki verði frá 0-45 gráðum, flatt þak, í stað 14-45 gráður. frestað þar til samþykki lóðarhafa á svæðinu liggur fyrir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps
samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur verið grenndarkynnt án athugasemda.
13. Neðan-Sogsvegar 4 L169505, 4A L169506, 4B L169507 og 4C; Lagfæring og breytt afmörkun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2001063
Lögð er fram umsókn Arnar S. Ingibergssonar, dags. 24. janúar 2020, um breytingu á deiliskipulagi svæðisins við Braut 1 Neðan-Sogsvegar 4, 4A, 4B og 4C sem fram að þessu hefur ekki verið stofnuð lóð fyrir. Breytingin felst í að lóðarhafi hefur fengið lóðirnar mældar inn og fengið samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða fyrir ytri lóðamörkum sem og lóðamörkum Neðan Sogsvegar 4A og 4B en þar liggur samþykki fyrir lóðamörkum innan deiliskipulagstillögunnar einnig. Skipulagsskilmálar í samþykktu deiliskipulagi gilda að öðru leyti áfram.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. sömu laga.
14. Hamrar 3 L224192; Stofnun þriggja lóða; Deiliskipulag – 1906056
Í framhaldi af bókun sveitarstjórnar á fundi þann 6. nóvember 2019 er lagt fram bréf umsækjanda þar sem farið er fram á endurskoðun bókunarinnar og fjarlægð frá ánni verði ákveðin í samræmi við Vatnalögin og vísar umsækjandi í orðalag að jafnan skal miðað við lágflæði í vatni.
Skipulagsnefnd UTU er bundin af gildandi skipulagslögum og skipulagsreglugerð er varðar fjarlægð bygginga frá ám og vötnum. Nefndin telur sig ekki vera að draga upp ákveðin landamerki gagnvart eigendum lands.
15. Kerið 1 L172724; Gestastofa og bílastæði; Deiliskipulag – 1904009
Lagt fram til umfjöllunar bréf skipulagsstofnunar dags. 29. nóvember 2019, þar sem Skipulagsstofnun gerir athugasemdir í þá veru að deiliskipulagstillagan sé í ósamræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Vitnað er í kafla 17 um hverfisverndarsvæði í greinargerð aðalskipulags, að öll mannvirkjagerð og jarðrask sé með öllu bannað í grennd við náttúruminjar.
Skipulagsnefnd UTU telur að deiliskipulag Kersins sé í samræmi við Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 og þar með ákvæði sem þar eru um hverfisverndarsvæði. Ákvæði sem nefnd eru í umsögn Skipulagsstofnunar eiga eingöngu við hverfisvernduð svæði, sem deiliskipulagið uppfyllir.
Skipulagsnefnd UTU telur því að misskilnings hafi gætt í umsögn Skipulagsstofnunar þegar segir að deiliskipulagstillagan sé ekki í samræmi við ákvæði sem gilda um hverfisverndarsvæði. Skipulagsnefnd UTU fer þess á leit við Skipulagsstofnun að stofnunin endurskoði umsögn sína á grunni ofangreinds og geri ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
16. Nesjar L170874; Heimanes; Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar – 2001038
Lögð fram umsókn Einars S. Ingólfssonar dags. 8. janúar 2020 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð og heiti lóðarinnar Nesjar L170874. Óskað er eftir að lóðin fá heitið Heimanes í stað Nesjar. Lóðin er skráð 0,0 fm í fasteignaskrá en er 2.500 fm skv. nákvæmari mælingu. Þá er óskað eftir að ekki verði gerð athugasemd við landskipti skv 13. gr. jarðarlaga. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa sem og landeigenda lóðarinnar og upprunalandsins, Nesjar L170824 sem liggur upp að landinu, á hnitsetningu lóðamarka.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar né heitið skv. umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki fyrirliggjandi umsókn.
Hrunamannahreppur:
 
17. Gröf lóð 5 L212061; Salernisaðstaða; Færsla byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2002016
Lögð er fram umsókn Guðjóns Birgissonar, dags. 03. febrúar 2020, fyrir hönd Trog ehf., um óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins Gröf 5 á Flúðum í Hrunamannahreppi. Breyting þessi er tilkomin vegna færslu á byggingarreit fyrir salerni. Byggingarreitur fyrir miðju svæðisins er breytt úr A2 þjónustuhús í A3 salernisaðstaða og færður innan svæðisins, nær ánni. Stígar í kringum nýja staðsetningu á byggingarreit uppfærðir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ekki er talin ástæða til að grenndarkynna tillöguna þar sem hún er ekki talin hafa áhrif á þekkta hagsmunaaðila.
   
18. Gröf og Laxárhlíð; Reitur M2; Breytt stærð lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2002018
Lögð er fram umsókn Svanhildar Gunnlaugsdóttur hjá Landform ehf., dags. 4. febrúar 2020, fyrir hönd Hrunamannahrepps  um óverulega breytingu á deiliskipulagi á reit M“, Gröf og Laxárhlíð að Flúðum í Hrunamannahreppi. Breytingin felst einkum í breikkun gatna og til að koma fyrir grasrásum milli götu og gangstétta. Við breytinguna munu breytast lóðarmörk 12 lóða samtals. Umsækjandi telur að ekki sé þörf á grenndarkynningu né að breytingin hafi áhrif á aðra en sveitarfélagið sjálft þar sem lóðunum hefur ekki verið úthlutað.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að tillagan verði grenndarkynnt, þar sem hún hefur ekki áhrif á þekkta hagsmunaaðila.
19. Birtingaholt 1B land L176025; Birtingaholt 1D; Stofnun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2002027
Lögð er fram umsókn Guðbjargar Guðmundsdóttur, dags. 4. febrúar 2020, fyrir hönd Magnúsar Sigurðssonar, um deiliskipulag á svæði Birtingaholts 1B L176025 í Hrunamannahreppi. Áformað er að á bæjartorfunni verði stofnuð lóð undir íbúðarhús auk bílskúrs allt að 250m2 og aukahúss allt að 100m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal efir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
 
20. Stóra-Mástunga 1 L166603; Stofnun lóðar og bygging einbýlishúss; Fyrirspurn – 2002019
Lögð er fram fyrirspurn Hauks Haraldssonar, dags. 5. febrúar 2020, hvort heimilað verði að stofna lóð innan landamerkja Stóru Mástungu 1 og heimila byggingu íbúðarhúss á lóðinni. Áætluð stærð lóðar verður um 5.522 m2.
Skipulagsnefnd UTU tekur jákvætt í fyrirspurnina. Forsenda byggingarleyfis er að gerð verði grenndarkynning þegar fullunnar aðalteikningar liggja fyrir.
21. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 114 – 2001004F
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 191-114. dags. 29. janúar 2020.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00