27 nóv Skipulagsnefnd fundur nr. 187 – 27. nóvember 2019
Skipulagsnefnd – 187. fundur skipulagsnefndar haldinn að Laugarvatni, 27. nóvember 2019 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Rúnar Guðmundsson og Davíð Sigurðsson.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
1. | Ásahreppur:
Nýidalur L165352; Skálasvæði, salernishús, tjaldsvæði og hestagerði; Deiliskipulag – 1905071 |
|
Oddur Hermannsson f.h. Ferðafélags Íslands leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Skálasvæði í Nýadal. Deiliskipulagið nær til um 4,5 ha svæðis er liggur við Sprengisandsleið, F26. Skálasvæðið tilheyrir í dag Vatnajökulsþjóðgarði og er við mynni Nýadals á Melbarði sunnan Nýadalsár(Fjórðungakvíslar). Sprengisandsleið, F26, liggur um skálasvæðið, suðvestan við Tungnafellsjökul. Skálasvæðið er innan þjóðlendu. Ferðafélag Íslands hefur um árabil rekið gistiskála og tjaldsvæði. Afmörkun deiliskipulags mun ná utan um skála svæðisins, auk salernishúss, tjaldstæði og hestagerðis. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal efir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Landgræðslunni, Minjastofnun Íslands, Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs, Ásahreppi og samráðsnefndar um Holtamannaafrétt og Forsætisráðuneyti. | ||
2. | Bláskógabyggð:
Skipholt 1 L205374 og 2 L205375; Lögbýli; Sameining lóða og stækkun byggingarreits; Fyrirspurn – 1911044 |
|
Lögð er fram fyrirspurn Maríu Þórunnar Jónsdóttur, dags. 29. maí 2019, móttekið 19. nóvember 2019, hvort heimilað verði að sameina lóðirnar Skipholt 1, L205374, og Skipholt 2, L205375, í landi Kjaransstaða í Bláskógabyggð. Einnig er óskað eftir að lóðunum verði breytt í landbúnaðarland þar sem fyrirhugað er að á þeim verði stofnað lögbýli. Þá er jafnframt óskað eftir að byggingareitur verði stækkaður til suðurs um 30m og á lóðinni verði leyft aukið byggingamagn um allt að 3000 fermetrar af útihúsum. Lóðirnar í dag eru innan samþykkts deiliskipulags frístundabyggðar þar sem gert er ráð fyrir að fólk geti haft aðstöðu fyrir frístundabúskap ýmiskonar s.s. hestamennsku eða skógrækt. Samkvæmt skýringauppdrætti er áfram gert ráð fyrir aðkomu að lóðinni frá sameiginlegum vegi frístundasvæðisins. | ||
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina og telur að stofnun lögbýlis sé heppileg vegna nálægðar landsspildna við vegtengingu. Landið er í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem landbúnaðarland. | ||
3. | Drumboddsstaðir 1 lóð 1 (L221321); umsókn um byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla – 1911018 | |
Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 20. nóvember 2019 er lögð fram umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Straumhvarf ehf. um byggingarleyfi til að byggja véla- og verkfærageymslu 169,1 m2 á íbúðarhúsalóðinni Drumboddsstaðir 1 lóð 1 (L221321) í Bláskógabyggð. Málinu var vísað til skipulagsnefndar þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir véla- og verkfærageymslu með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða. | ||
4. | Gullfoss 1-2, L167192; Friðlandið; Snjóvarnargirðing; Framkvæmdaleyfi – 1911039 | |
Lögð er fram umsókn Valdimars Kristjánssonar, dags. 1. október 2019, fyrir hönd Umhverfisstofnunar, um framkvæmdaleyfi vegna tilraunaverkefnis við stiga á Friðlandinu Gullfoss. Óskað er eftir að reisa snjóvarnargirðingu vegna tilraunaverkefnisins sem fjarlægt verður vorið 2020. Alls er um að ræða 12 metra af girðingu sem fest verður niður með bergboltum og er um að ræða að hæð geti verið allt að 1,5 m. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki framkvæmdina og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 og fyrirliggjandi gögn umsækjanda. | ||
5. | Eyvindartunga; Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar; Aðalskipulagsbreyting – 1807011 | |
Lögð er fyrir að nýju skipulags- og matslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar í landi Eyvindartungu. Í ljós kom að gefin var upp, vegna mistaka, röng stærð á stækkun frístundasvæðisins F23. Stærð svæðisins verði stækkað um 16 ha en ekki 6 ha eins og fram kemur í eldri útgáfu. Annað er óbreytt í greinargerðinni. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi lýsingu EFLU dagsetta 20. nóvember 2019 , sem skýrir væntanlega breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. | ||
6. | Ferjuholt 12 L203689; Stækkun byggingarreits; Fyrirspurn – 1911045 | |
Lögð er fram fyrirspurn Rebecca Schonobl, dags. 12. nóvember 2019, um hvort heimilað verði að verði að stækka byggingarreit til samræmis hvað almennt gerist á skipulögðum svæðum þ.e. 10 metra frá lóðamörkum. Lóðin sem um ræðir er Ferjuholt 12, L203689, sem stækkuð hefur verið um rúmlega 4000 fermetra. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar taki jákvætt í erindið og heimili að byggingareitur verði stækkaður og einnig heimilað að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga 123/2010, og að breytingartillagan verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða. | ||
7. | Efsti-Dalur 1 L167630; Efsti-Dalur 1B, Hlauptunga, Efsti-Dalur 1 vegsvæði; Hlauptunga 1-6 og Setberg 1-2; Landskipti og sameining lóða – 1903023 | |
Lögð fram umsókn Ólafs Björnssonar f.h. landeigenda, dags. 22. nóvember 2019, ásamt uppdráttum og greinagerð frá Eflu. Óskað er eftir staðfestingu á afmörkun jarðarinnar Efsti-Dalur 1, L167630, ásamt afmörkun þriggja þegar stofnaðra lóða, L167736, L167737 og L167738, úr jörðinni þar sem nákvæm afmörkun þeirra hefur ekki legið fyrir áður. Jörðin er í dag skráð með stærðina 591,3 ha en skv. nákvæmari afmörkun er hún 621,1 ha að stærð að teknu tilliti til afmarkana þegar stofnaðra sumar- og íbúðarhúsalóða. Einnig er sótt um skiptingu jarðarinnar í þrjá hluta milli núverandi eigenda og eitt sameiginlegt vegsvæði með nýrri vegtengingu við Laugarvatnsveg (37). Samhliða skiptingunni liggja fyrir umsóknir viðkomandi eigenda um sameiningu annars vegar lóðanna Setberg 1 og 2 inn í Efsta-Dal 1 og hins vegar lóðanna Hlauptunga 1-6 inn landið Hlauptunga sem þær eru innan afmörkunar skv. skiptingu. Lóðirnar sem munu verða felldar niður eru hver um sig 1 ha að stærð. Jörðin mun því skiptast í eftirtaldar landeignir: 218,4 ha land sem fengi staðfangið Efsti-Dalur 1B, 169,6 ha land sem fengi staðfangið Hlauptunga, 1,52 ha vegsvæði sem fengi staðfangið Efsti-Dalur 1 vegsvæði og Efsta-Dal 1 L167630 sem verður 229,2 ha eftir skiptin. Heitið Hlauptunga vísar í örnefni á svæðinu. Fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar á vegtengingunni með undanþágu frá veghönnunarreglum að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í umsögn dags. 18. október 2019. Gert er ráð fyrir samþykki allra hagsmunaaðila á landamerkjum í greinagerð frá Eflu dags. 21. nóvember 2019 |
||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við erindið í samræmi við fyrirliggjandi umsóknir og gögn, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á landamerkjum. Ekki er gerð athugasemd við staðfangið Hlauptunga. Þá er ekki gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi umsóknir. | ||
8. | Stíflisdalur 2 L170166; Stíflisdalur 2A; Stofnun lóðar – 1911046 | |
Lögð fram umsókn Sigríðar H. Sigurbjörnsdóttur, dags. 12. júlí 2019 um stofnun 5.200 fm lóðar utan um þegar byggt íbúðarhús í landi Stíflisdals 2 L170166 skv. lóðablaði. Gert er ráð fyrir að lóðin fái heitið Stíflisdalur 2A. Aðkoma er um núverandi heimreið frá Kjósaskarðsvegi. Fyrir liggur samþykki meðeigenda upprunalands á afmörkun lóðarinnar. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. umsókn. Ekki er gerð athugasemd við landskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi umsókn. | ||
9. | Grímsnes- og Grafningshreppur:Stóra-Borg lóð 12 L218056; Skagamýri 14; Skipting lands; Deiliskipulagsbreyting – 1911048 |
|
Lögð er fram umsókn Pálmars K. Sigurjónssonar, dags. 15. nóvember 2019, um breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúða- og landbúnaðarsvæðis í Skagamýri, Grímsnes- og Grafningshreppi. Breytingin tekur til lóðarinnar Skagamýri Lóð 14, L218056. Sótt er um að lóðin sem er 5,0 ha verði skipt upp þannig að önnur lóðin verði 2,80 ha(Skagamýri 14) og hin verði 2,08 ha og fái nýtt heiti, Skagamýri 14a. |
||
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin er ekki talin hafa áhrif á aðra hagsmunaaðila á svæðinu. |
||
10. | Hestvíkurvegur 8 L170887; Gestahús-bátaskýli; Fyrirspurn – 1911037 | |
Lögð er fram fyrirspurn Gunnars Boga Borgarssonar, dags. 18. nóvember 2019, fyrir hönd Önnu Hallgrímsdóttur, hvort heimilað verði að reisa gestahús/bátaskýli á lóð nr. 8 við Hestvíkurveg, L170887. Lóðin er 1890,8 m2 og fyrir er á lóðinni bjálkahús sem skv. fasteignamati er skráð 49,7 m2. Einnig er á lóðinni skráðir matshlutar 02 og 03 bátaskýli , hvort um sig 19,4 m2 sem ekki lengur eru til. Gestahúsið/bátaskýlið sem gert er ráð fyrir verður um 40 m2 timburhús á steyptum grunni. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi í samræmi við fyrirspurn, þegar umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir. Umsókn ásamt gögnum um byggingarleyfi skal grenndarkynnt. |
||
11. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 110 – 1911003F | |
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. nóvember 2019. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30