14 mar Skipulagsnefnd fundur nr. 173 – 13. mars 2019
Skipulagsnefnd – 173. fundur Skipulagsnefndar
haldinn að Laugarvatni, 13. mars 2019
og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Sigurður Sigurjónsson, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Rúnar Guðmundsson og Sigurður Hreinsson.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. |
Bláskógabyggð:
Þingvellir; Bratti í Botnsúlum lnr 170796; Fjallaskáli; Deiliskipulag – 1804020 |
|
Ásta Stefánsdóttir f.h. Bláskógabyggðar leggur fram skipulagslýsingu á deiliskipulagstillögu skv. 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Lýsingin tekur til Bratta sem er í Súlnadal í Botnssúlum, norðvestan við Syðstu Súlu, í Bláskógabyggð. Á staðnum var lítill skáli sem sem hefur verið fjarlægður. Til stendur að reisa nýjan skála allt að 80m2 að stærð og á skálinn að geta hýst allt að 30 manns í gistingu. Ekki er vegur að staðnum og ekki heimilt að aka að skálanum. Svæðið er lítt gróið. Vistgerðir á svæðinu eru skv. vistgerðarkortlagningu Náttúrufræðistofnunar melar og sandlendi, skriður og klettar. Hvorki er vatnsból, rotþró né salernisaðstaða ásvæðinu. Svæðið er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel. |
||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 5.3.2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. | ||
2. | Svartárbotnar; Fjallaskáli; Afréttur norðan vatna; Deiliskipulag – 1903011 | |
Ásta Stefánsdóttir f.h. Bláskógabyggðar leggur fram skipulagslýsingu á deiliskipulagstillögu skv. 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Lýsingin tekur til Svartárbotna (Gíslaskála) á Kili, Bláskógabyggð. Á staðnum er gangnamannahús og aðstaða til að taka á móti hestahópum. Þar er rekin þjónusta við ferðamenn. Gistipláss fyrir 45-50 manns. Skálinn er rafvæddur. Gert er ráð fyrir frekari uppbyggingu, s.s. gistirými fyrir allt að 70 gesti og betri aðstöðu fyrir hesta. Svæðið er deiliskipulagt fyrir skála og hesthús. Stærð svæðis er um 2 ha Aðkoma er af Kjalvegi. Svæðið er lítt gróið. Vistgerðir á svæðinu eru skv. vistgerðarkortlagningu Náttúrufræðistofnunar melar og sandlendi. Staðurinn er skráður í Þjóðskrá,landnr. 189446. Stærð lóðar er skráð 2.500 m2 og þar er 270 m2 svefnskáli, 96 m2 hesthús og um 20 m2 starfsmannahús. Rafstöð er á staðnum. Rotþró er skammt frá húsunum og vatn er tekið úr læk norðan húsanna. Starfsemi er allt árið en þó aðallega yfir sumartímann. Svæðið hefur verið ört vaxandi sem viðkomustaður á hálendinu. Tvö gerði eru fyrir hross. Skálinn er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreindur sem fjallasel. |
||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 5.3.2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. | ||
3. | Geldingafell; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903014 | |
Ásta Stefánsdóttir f.h. Bláskógabyggðar leggur fram skipulagslýsingu á deiliskipulagstillögu skv. 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Lýsingin tekur til skálasvæðis í Geldingafelli sá Kili vestan við Bláfell. Þrjár byggingar á svæðinu notaðar til geymslu vélsleða og annars tækjabúnaðar, hvert hús er um 150 m2. Fjórar byggingar eru nýttar sem aðstaða fyrir gesti og starfsfólk ásamt geymslu á búnaði, stærðir húsa eru á bilinu 60-120 m2. Aðstaðan er aðallega nýtt vegna vélsleðaferða á Langjökul. Aðkoma er af Kjalvegi á Bláfellshálsi og um Skálpanesveg. Svæðið er lítt gróið og vistgerðir á svæðinu eru melar- og sandlendi, skv. vistgerðarkortlagningu Náttúrufræðistofnunar. Rotþró er á staðnum en vatn er flutt þangað í 1000 lítra tönkum. Neysluvatn er keypt á flöskum. Gert er ráð fyrir byggingum fyrir ferðaþjónustu, s.s. veitingum- og gistingu fyrir allt að 50 manns. Einnig byggingum til að geyma búnað vegna ferða á Langjökul. Lagður hefur verið rafstrengur að Geldingafelli. Stærð svæðis er um 2 ha. Geldingafell er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem skálasvæði. |
||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 5.3.2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. | ||
4. | Árbúðir; Fjallaskáli; Afréttur norðan vatna; Deiliskipulag – 1903012 | |
Ásta Stefánsdóttir f.h. Bláskógabyggðar leggur fram skipulagslýsingu á deiliskipulagstillögu skv. 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin tekur til Árbúða sem eru við Svartá, skammt norðan við Hvítá á Kili og er aðkoma af Kjalvegi. Staðurinn er skráður í Þjóðskrá, landnr. 167350. Stærð lóðar er skráð 2.500 m2 og þar er 87 m2 sæluhús, 10 m2 snyrting, 85m2 söluskáli og 95m2 hesthús, einnig hús fyrir salerni og sturtu og um 20m2 starfsmannahús. Gistirými er fyrir um 30 gesti og einnig veitingasala í Hrefnubúðakaffi. Vistgerðir á svæðinu eru skv. vistgerðarkortlagningu Náttúrufræðistofnunar; mólendi, melar og sandlendi. Unnið hefur verið að uppgræðslu umhverfis skálann undanfarin ár í samstarfi við Landgræðsluna. Rafstöð er á staðnum, einnig rotþró og borað hefur verið eftir vatni skammt norðan við húsin. Gert er ráð fyrir frekari uppbyggingu s.s. fjölgun gistirúma í allt að 70. Stærð svæðis er allt að 2 ha. Árbúðir eru í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem hálendismiðstöð. |
||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 5.3.2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. | ||
5. | Skálpanes; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903013 | |
Ásta Stefánsdóttir f.h. Bláskógabyggðar leggur fram skipulagslýsingu á deiliskipulagstillögu skv. 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Lýsingin tekur til Skálpaness sem er við Langjökul, nokkuð vestan Geldingafells. Staðurinn nýtir sömu aðkomu og Geldingafell. Á staðnum eru tvö hús, um 150 m2 hús sem nýtt er sem aðstaða fyrir ferðamenn sem fara í ferðir á Langjökul, einnig er þarna um 20m2 hús fyrir starfsfólk. Svæðið er lítt gróið og vistgerðir á svæðinu eru melar- og sandlendi, skv. vistgerðarkortlagningu Náttúrufræðistofnunar. Rotþró er á staðnum og vatn er flutt þangað í stórum tönkum. Samkvæmt upplýsingum frá ferðaþjónustuaðilum í Skálpanesi er fjöldi ferðamanna þar um 80.þúsund á ári. Neysluvatn er keypt á flöskum. Ekki er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu, einungis viðhaldi á núverandi mannvirkjum. Stærð svæðis er um 2ha. Skálpanes er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel. |
||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 5.3.2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. | ||
6. | Fremstaver; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903015 | |
Ásta Stefánsdóttir f.h. Bláskógabyggðar leggur fram skipulagslýsingu á deiliskipulagstillögu skv. 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Lýsingin tekur til Fremstavers sem er sunnan við Bláfell, vestan Hvítár. Aðkoma er af Kjalvegi. Nokkur gróður er umhverfis húsið og einnig hafa verið útbúin áningarhólf fyrir hesta. Vistgerðir á svæðinu eru skv. vistgerðarkortlagningu Náttúrufræðistofnunar; mólendi, moslendi, graslendi, melar og sandlendi. Staðurinn er skráður í Þjóðskrá, landnr. 167347. Stærð lóðar er skráð 2.500m2 og þar er um 80m2 fjallaskáli og 29m2 hesthús. Gistirými er fyrir um 25 manns. Einnig er þar lítið salernishús og rotþró. Vatn er tekið úr lind í Bláfelli, ofan skálans. Rekstur er mestmegnis yfir sumartímann og þá helst í tengslum við hestaferðir. Þrjú gerði eru fyrir hross. í Fremstaveri er gangnamannahús og aðstaða til að taka á móti hestahópum. Rekin er gistiþjónusta. Gistipláss fyrir 30 manns. Gert er ráð fyrir frekari uppbyggingu, s.s. gistingu fyrir allt að 50 manns og betri aðstöðu til að taka á móti hestum. Stærð svæðis er um 2 ha. Fremstaver er í Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 skilgreint sem fjallasel. |
||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 5.3.2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. | ||
7. | Heslilundur 2 (L170429); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús með risi – 1902027 | |
Fyrir liggur umsókn Ölmu Bjarkar Ástþórsdóttur og Einars Péturssonar dags. 07.02.2019 móttekin 08.02.2019 um byggingarleyfi til að byggja gestahús með risi 29.5 m2 á sumarhúsalóðinni Heslilundur 2 (L170429)í Bláskógabyggð. | ||
Skipulagsnefnd leggur til að Sveitarstjórn Bláskógarbyggðar synji umsókn, þar sem framlögð gögn samræmist ekki skilmálum gildandi deiliskipulags. | ||
8. | Efsti-Dalur 1 lóð (L167738); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1902051 | |
Fyrir liggur umsókn Bryndísar Kvaran dags. 22.02.2019 móttekin sama dag, um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 113,5 m2 á sumarhúsalóðinni Efsti-Dalur 1 lóð (L167738) í Bláskógabyggð. Eldra hús verður fjarlægt af lóð þegar nýtt hús verður tekið í notkun. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi, að undangenginni grenndarkynningu. | ||
9. | Austurey 3 L167623; Eyrargata 9; Breytt notkun lóðar í íbúðarhúsalóð; Aðalskipulagsbreyting – 1902021 | |
Í framhaldi af umsókn Kjartans Lárussonar dags. 06.02.2019 um að fá breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, sem fæli í sér að lóðinni Eyrargata 9. í gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar verði breytt í íbúðarhúsalóð ásamt að fella út lóðina Illósveg 6 í áðursamþykktu deiliskipulagi, og bókun skipulagsnefndar sem fól skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda, hafa viðræður farið fram og hefur umsækjandi nú lagt inn viðbótarumsókn þar sem dregið verður úr þekju frístundasvæðis meðfram vegi. | ||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógarbyggðar samþykki að umsækjandi leggi fram tillögu að breyttu aðalskipulagi sbr. umsókn. | ||
10. |
Flóahreppur:
Mosató 1 L226312; Hnaus II; Frístundabyggð; Breytt notkun í íbúðarbyggð; Aðalskipulagsbreyting – 1902058 |
|
Lögð er fram tillaga Landform dags. 26.2.2019, að óverulegri breytingu á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, sem felur í sér breytta landnotkun lóðarinnar Mostató 1 L226312, úr landi Hnauss 2, í Flóahreppi. Breytingin felur í sér að landnotkun lóðarinnar er breytt úr fístundabyggð í íbúðarbyggð. | ||
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki að gerð verði óveruleg breyting á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 skv. 2.mgr.36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu og hefur breytingin engin umhverfisleg áhrif sem geta talist veruleg. Skipulagsfulltrúa er falið, skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga, að senda tillöguna Skipulagsstofnun til varðveislu og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar. |
||
11. | Grænhólar lóð 1 lnr. 218185 Íbúðarhús, skemma og gistihús Lögbýli Deiliskipulag – 1708017 | |
Lögð fram, að lokinni kynningu (frá 20. febrúar til 6. mars 2019)skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga og umhverfisskýrsla að deiliskipulagi 9,8ha spildu í Grænhólum í Flóahreppi, þar sem gert er ráð fyrir að byggja íbúðarhús, skemmu og allt að þrjú lítil gistihús, auk þess að stofna lögbýli á landspildunni. Fyrir liggja umsagnir frá Vegagerðarinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnun Íslands. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029, þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland og verslunar- og þjónustusvæði, V18. |
||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahreppshrepps samþykki tillöguna og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010. | ||
12. | Merkurhraun 10 L207338; Byggingar á lóð; Fyrirspurn – 1903022 | |
Margrét Ólafsdóttir leggur fram fyrirspurn til skipulagsnefndar, vegna byggingarmagns á 5000m2 lóð, Merkurhraun 10 L207338, í Flóahreppi. Þar sem lóðin er ekki á skipulögðu svæði er óskað eftir að fá leyfi til að reysa allt að 150m2 hús á tveimur hæðum, auk 15 m2 geymsluskúrs. | ||
Skipulagsnefnd mælist til að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu. | ||
13. |
Grímsnes- og Grafningshreppur:
Litli-Kriki; Bíldsfell III L170818; Aukið byggingarmagn á lóð; Deiliskipulagsbreyting – 1902060 |
|
Árni Þorvaldsson leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis að Bíldsfelli III, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í 5.gr skilmála með gildadi skipulagi er gert ráð fyrir að byggingar á svæðinu megi ekki vera stærri en 500m2. Í breytingartillögu er gert ráð fyrir þremur 500m2 húsum í viðbót á 3.05ha lóð, þannig að heildarbyggingarmagn verði allt að 2000m2. | ||
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda. | ||
14. | Neðra-Apavatn lóð (L169296); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús með risi – 1902037 | |
Fyrir liggur umsókn Finnu Birnu Steinsson og Baldurs Hafstað dags. 01.03.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með svefnlofti 137,7 m2 á sumarhúsalóðinni Neðra-Apavatn (L169296) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu. Tryggja skal að heimild liggi fyrir óheftri aðkomu inn á lóð umsækjanda. | ||
15. | Kóngsvegur 16A (L169544); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1902005 | |
Fyrir liggur umsókn Áslaugar Ásgeirsdóttur dags. 04.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús á tveimur hæðum 287,3 m2 á sumarhúsalóðinni Kóngsvegur 16A í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu. | ||
16. | Grímkelsstaðir 28 L170865, Stækkun sumarhúss; Fyrirspurn – 1812004 | |
Sigurður Vífill Ingimarsson leggur fram að nýju fyrirspurn til skipulagsnefndar UTU, um hvort leyfi fáist til að byggja allt að 125m2 frístundahús á lóðinni Grimkelsstaðir 28. Landnr. 170865. Lóðin er 2500m2 að stærð. Árið 2017 var búið að samþykkja hús uppá rúmlega 80m2 á lóðinni en hætt var við framkvæmdina. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu. | ||
Skipulagsnefnd synjar fyrirspurn umsækjanda. | ||
17. | Kattargil 8 (L170908); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1812034 | |
Liv Bergþórsdóttir og Sverrir Viðar Hauksson leggja fram umsókn um stækkun á núverandi sumarhúsi í landi Nesja á lóðinni Kattargil 8. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu. Áform eru um að sumarhúsið verði á tveimur hæðum. Bókun skipulagsnefndar 13.2.2019: Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda þar sem svæðið er á aðalskipulagi sem landbúnaðarland og ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu. Skipulagsfulltrúi og aðstoðarmaður hans hafa rætt við umsækjendur í samræmi við ofangreinda bókun. |
||
Skipulgasnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir viðbyggingu, þó með fyrirvara um að gerðar verði ráðstafanir til að lækka áhrif hæðar húss(handrið á svölum)og að undangenginni grenndarkynningu. | ||
18. |
Hrunamannahreppur:
Hrafnkelsstaðir 2 lóð L216611; Breytt notkun lóðar; Aðalskipulagsbreyting – 1811004 |
|
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2.mgr.30.gr. skipulagalaga nr.123/2010, tillaga og greinargerð Eflu dags 15.2.2019, að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Tillagan felur í sér breytingu vegna um 2,5 ha svæðis úr landi Hrafnkelsstaða 2, sunnan við Langholtsveg og vestast í þéttbýlinu á Flúðum. Landið er að mestu leyti ræktað. Aðkoma er um núverandi aðkomu frá Langholtsvegi nr. 341. forsend breytingar er sú að lóðareigendur hafa hug á að byggj 10 íbúðarhús á suðurhluta lóðarinnar og óska eftir að 7000m2 spilda úr landi lóðarinnar verði skilgreind sem íbúðarbygð. | ||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu og greinargerð og mælist til að hún verði auglýst skv.31.gr. skipulagalaga nr. 123/2010. Skipulagfulltrúa er falið að senda skipulagstillöguna í samræmis við 3.mgr 30.gr skipulagslaga, Skipulagsstofnun til yfirferðar áður en tillagan verður auglýst. | ||
19. | Efra-Langholt; Stækkun frístundasvæðisins Sunnuholt merkt F19; Aðalskipulagsbreyting – 1810011 | |
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2.mgr.30.gr. skipulagalaga nr.123/2010, tillaga og greinargerð Eflu dags 15.2.2019, að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Tillagan tekur til spildu úr landi Efra-Langholts, austan Langholtsvegar, við frístundasvæðið F16. Aðkoma að svæðinu er frá Langholtsvegi nr. 341. Svæðið sem um ræðir í landi Efra-Langholts er 10 ha að stærð og er á skilgreindu landbúnaðarsvæði. Spilda þessi liggur að þegar skipulögðu frístundasvæði úr landi Efra-Langholts, Sunnuholti og Lindarseli. Í tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður skilgreiningu á landnotkun svæðisins breytt í frístundasvæði. Þar með myndast samfella með frístundasvæðinu F16 úr landi Efra-Langholts. | ||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu og greinargerð og mælist til að hún verði auglýst skv.31.gr. skipulagalaga nr. 123/2010. Skipulagfulltrúa er falið að senda skipulagstillöguna í samræmis við 3.mgr 30.gr skipulagslaga, Skipulagsstofnun til yfirferðar áður en tillagan verður auglýst. | ||
20. | Grafarbakki II spilda 1; Breytt notkun lóðar; Ferðaþjónusta; Aðalskipulagsbreyting – 1810012 | |
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2.mgr.30.gr. skipulagalaga nr.123/2010, tillaga og greinargerð Eflu dags 15.2.2019, að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Skiplags- og matslýsing hefur verið kynnt (frá 19.des. 2018 til 9. jan. 2019)og verið send Skipulagsstofnun til umsagnar, og hafa verið gerðar smávægilegar breytingar á tillögunni sem koma til móts við ábendingar stofnunarinnar. Lóðin Grafarbakki II spilda 1 liggur suðaustan Flúða. Aðkoma að henni er frá Hrunavegi nr. 344. Norðurhluti lóðarinnar Grafarbakki II spilda 1 er á skilgreindu landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Í tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður skilgreiningu á landnotkun norðurhluta lóðarinnar breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði. Þar með eru svæði í þessum landnotkunarflokki orðin tvö í sveitarfélaginu. Það er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins að fjölga afþreyingarmöguleikum til þess að ferðamenn dveljist þar lengur |
||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu og greinargerð og mælist til að hún verði auglýst skv.31.gr. skipulagalaga nr. 123/2010. Skipulagfulltrúa er falið að senda skipulagstillöguna í samræmis við 3.mgr 30.gr skipulagslaga, Skipulagsstofnun til yfirferðar áður en tillagan verður auglýst. | ||
21. | Sandskarð L225806; Breytt notkun lóða; Aðalskipulagsbreyting – 1809052 | |
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2.mgr.30.gr. skipulagalaga nr.123/2010, tillaga og greinargerð Eflu dags 15.2.2019, að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Tillagan tekur til lóðarinnar Sandskarðs, sem er 11.485 m² að stærð, og er á skilgreindu landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi (L5) en þó innan þéttbýlismarka Flúða. Aðkoma að lóðinni er frá Langholtsvegi nr. 341. Landbúnaðarland innan þéttbýlisins hefur ekki verið flokkað en fyrirhugað svæði er að nokkru leyti ræktað land. Í tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður skilgreiningu á landnotkun lóðarinnar breytt í íbúðarbyggð. Gert verður ráð fyrir nokkuð sambærilegri byggð og nú þegar er við Vesturbrún (ÍB3) og þar með myndast samfella með skilgreindri íbúðarbyggð við Vesturbrún (ÍB3). Gert er ráð fyrir að uppbygging verði heimiluð í samræmi við heimildir fyrir Vesturbrún þar sem heimil er blönduð íbúðarbyggð í einbýlishúsum og raðhúsum á 1 hæð. |
||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu og greinargerð og mælist til að hún verði auglýst skv.31.gr. skipulagalaga nr. 123/2010. Skipulagfulltrúa er falið að senda skipulagstillöguna í samræmis við 3.mgr 30.gr skipulagslaga, Skipulagsstofnun til yfirferðar áður en tillagan verður auglýst. | ||
22. | Garðastígur 8b L208830; Starfsmannaíbúðir; Breytt skráning lóðar; Aðalskipulagsbreyting – 1811005 | |
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2.mgr.30.gr. skipulagalaga nr.123/2010, tillaga og greinargerð Eflu dags 15.2.2019, að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Tillagan tekur til lóðarinnar Garðastígs 8b, sem verði skilgreind í aðalskipulagi sem íbúðabyggð. Staðsetning lóðarinnar er vestan flugvallar á Flúðum, á svæði sem í núgildandi aðalskipulagi Hrunamannahrepps er skilgreind sem landbúnaðarsvæði. | ||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu og greinargerð og mælist til að hún verði auglýst skv.31.gr. skipulagalaga nr. 123/2010. Skipulagfulltrúa er falið að senda skipulagstillöguna í samræmis við 3.mgr 30.gr skipulagslaga, Skipulagsstofnun til yfirferðar áður en tillagan verður auglýst. | ||
23. |
Skeiða-og Gnúpverjahreppur:
Árhraun 3 L213871; Deiliskipulag – 1903006 |
|
Efla f.h. landeigenda, leggur fram skipulagslýsingu dags 7.2.2019 vegna deiliskipulags á 16.4ha lóð, Árhrauni 3 L213871 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Lýsingingin tekur til áforma um uppbyggingu á lóðinni og er ætlunin að byggja þar upp eftirfarandi: Tvö íbúðarhús. Annað allt að 200 m2 og hitt allt að 100 m2. Fjórum gestahúsum sem hvert um sig geta verið allt að 60 m2samtals allt að 240m². Fjöldi gesta getur verið allt að 15. Tvær geymslur sem hvor getur verið um 80 m2. Gróðurhús, samtals allt að 300 m2, sambyggð eða stakstæð. Verkstæði sem verður um 100 m2. Gripahús (Hesthús / fjárhús ofl.), samtals allt að 200 m2. |
||
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu máls. | ||
24. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 96 – 1903001F | |
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 96 | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00
Árni Eiríksson | Björgvin Skafti Bjarnason | |
Helgi Kjartansson | Sigurður Sigurjónsson | |
Ingibjörg Harðardóttir | Guðmundur J. Gíslason | |