13 feb Skipulagsnefnd fundur nr. 171 – 13. febrúar 2019
Skipulagsnefnd – 171. fundur Skipulagsnefndar
haldinn að Laugarvatni, 13. febrúar 2019
og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur J. Gíslason, Sigurður Hreinsson og Rúnar Guðmundsson.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
1. |
Ásahreppur:
Húsar 1 land L165337; Áshamrar; Breytt heiti lóðar – 1901055 |
|
Lögð fram umsókn Óðins Jóhannssonar og Laufeyjar Christensen, dags. 14. janúar 2019, um breytingu á heiti landeignarinnar Húsar 1 land L165337 í Ásahreppi. Óskað er eftir að landið fái heitið Áshamrar. Meðfylgjandi er rökstuðningur landeiganda fyrir nafninu. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að landið fái heitið Áshamrar. | ||
2. | Ás 1-3 land L176490; Steinás; Breytt heiti lóðar – 1902013 | |
Lögð fram umsókn Reynis Arngrímssonar og Nönnu Maju Norðdahl, dags. 22.01.19, um breytingu á heiti lóðarinnar Ás 1-3 land L176490, í Ásahreppi. Óskað er eftir að landpildan sem er skráð 4,8 ha að stærð fái heitið Steinás. Rök fyrir nýrri nafngift eru þau að spildan er á bökkum Steinslækjar og er úr landi Áss. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að landið fái heitið Steinás. | ||
3. | Húsar 1 land L165337; Byggingarmagn og -reitir; Deiliskipulag – 1902019 | |
Efla Verkfræðistofa leggur fram f.h. Geirs Magússonar og Óðins Arnar Jóhannssonar deiliskipulagstillögu dagsetta 21.1.2019, fyrir landspilduna Húsar 1 land L165337, í Asahreppi. Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar íbúðarhúss, hesthúss, skemmu og gestahúsa. Landeigandi hyggst byggja jörðina upp og hafa þar fasta búsetu. Aðkoma að jörðinni er af Kálfholtsvegi nr. 288 og um núverandi aðkomuveg. Í aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 eru Húsar 1 skilgreindir sem landbúnaðarland en einnig sem frístundasvæði F4 og er gert ráð fyrir þeim þremur frístundahúsum sem eru á Húsa-jörðunum. Frístundasvæðið er táknað með hring og er því ekki um nákvæma afmörkun þess að ræða. | ||
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Ásahrepps 2010-2022, og mælist skipulagsnefnd til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki deiliskipulagstlllöguna auk greinargerðar og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
4. |
Bláskógabyggð:
Dalbraut 6 L167846 og 8 L167838; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 1901063 |
|
KSK eignir leggja fram tillögu dagsetta 24.1.2019, að breytingu á gildandi deiliskipulagi þéttbýlis á Laugarvatni. Tillagan gerir ráð fyrir að sameina lóðir nr. 6 og 8 við Dalbraut og að byggingarreitur á Dalbraut 8 stækki til suðurs, austurs og vesturs. Einnig er óskað eftir að skilmálabreyting verði vegna þakforms þ.e. 10-30 gráður eða einhallandi þak. Ofangreindar breytingar eru skilgreindar í gildandi deiliskipulagi frá 2012 fyrir lóðirnar Dalbraut 6-12. Markmið breytingarinnar er að gera mögulega stækkun á núverandi verlsunarhúsnæði og jafnvel öðrum smærri verslunarrekstri til viðbótar. | ||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga. | ||
5. | Iða II (fjallið); Stækkun lóðar nr.1 L167366 og sameing lóða nr. 3 L192689 og 6 L167367; Deiliskipulagsbreyting – 1902011 | |
Ólína Valgerður Hansdóttir leggur fram umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundasvæðis Iðu II í Vörðufelli, Bláskógabggð. Breytingartillagan dagssett 29.1.2019, gerir ráð fyrir að lóðir 1 og 3 verði sameinaðar í eina lóð, og lóðir 3 og 6 einnig í eina lóð. |
||
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna vegna málsins. | ||
6. | Hvítárbakki lóð 2 L219241; Stækkun húss; Fyrirspurn – 1902009 | |
Margeir Jóhannesson leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fáist til að byggja við núverandi sumarhús á Hvítárbakka lóð 2, landnr.219241, í landi Hvítárbakka í Bláskógabyggð. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu og er einungis um að ræða stakt sumarhús á jörðinni. Humdyndin er að lengja núverandi sumarhús um 2 metra til suðurs. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út leyfi til stækkunar á sumarhúsi í samræmi við fyrirspurn, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
7. | Stekkur 1 L168122; Aukið byggingarmagn; Fyrirspurn – 1902014 | |
Guðrún Rakel Viðarsdóttir og Hilmar Sigurðsson leggja fram fyrirspurn, um hvort heimild fáist til að gera skilmálabreytingu á gildandi deiliskipulagi þriggja lóða í landi Snorrastaða í Bláskógabyggð. Um er að ræða lóðirnar Stekkur 1,2, og 5, austan Stekkár. Óskað er eftir að fá heimild til að byggja 50m2 bílskúr/geymslu á lóð Stekk 1. | ||
Skipulagsnefnd synjar beiðni um skilmálabreytingu. Lóðin Stekkur 1. er 5000m2 að stærð og hefur í gildandi deiliskipulagsskilmálum frá 2013, nýtingarhlutfallið 0,03. Ekki er minnst á í skilmálum um leyfi til byggingar aukahúss. Í aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 er gert ráð fyrir að aukahús í frístundabyggðum fari ekki yfir 40 m2 að stærð. |
||
8. | Hverabraut 1 Laugarvatn Deiliskipulagsbreyting – 1504049 | |
Lögð fram að lokinni auglýsingu (skv. 1.mgr 41.gr.skipulagslaga nr. 123/2010) breyting á deiliskipulagstillögu við Fontana á Laugarvatni, í Bláskógabyggð. Breyting deiliskipulagsins felst í því að kvöð um aðgengi meðfram strönd Laugarvatns er felld niður innan lóðarinnar Hverabraut 1 og mun stígurinn fara vestur fyrir Hverabraut 1, þar sem fyrirhugað er að opna ferðamannastaðinn út mót vatni. Tillagan var auglýst frá 19. desember 2018 til 30. janúar 2019. Ein athugasemd barst við tillögunni dags.30.1.2019,frá Jóni Snæbjörnssyni og gerir hann athugasemd við að ekki sé beðið eftir niðurstöðu starfshóps og ráðgjafa um heildarendurskoðun deiliskipulags þéttbýlis á Laugarvatni og þá sérstaklega með tilliti til uppbyggingar gestastofu í gamla Laugarvatnsbænum. Einnig bendir hann á mikilvægi hlaupa og hjólaleiða með vatnsbakka Laugarvatns, og telur ekki heppilegt að beina göngu og hjólafólki um og við anddyri Fontana. | ||
Málefni Fontana hefur fengið ítarlega umfjöllun og kynningu, nú síðast á íbúafundi dags 16.1.2019. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027. Engin teljandi andstaða kom fram á fundinum með sterkum rökum um að almannahagsmunum væri stefnt í voða. Skipulagnefnd mælist því til þess að sveitarstórn Bláskógabyggðar samþykki tillöguna skv. 1.g. 43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðlu skv. 42.gr. skipulagslaga sömu laga. Þá er skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemd Jóns Snæbjörnssonar. |
||
9. | Skálholt lnr. 167166 Deiliskipulag – 1705001 | |
Lögð fram að lokinni auglýsingu (skv. 1.mgr 41.gr.skipulagslaga nr. 123/2010) breyting á áður auglýstri deiliskipulagstillögu Skálholts í Bláskógabyggð. Tillaga og greinargerð voru auglýstar frá 18. apríl til 31. maí 2018. Fyrir liggja umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Náttúrufræðistofu Íslands, Vegagerðarinnar og Minjastofnunar Íslands. Einnig bárust athugasemdir frá einstaklingum þ.e. frá Þorfinni Þórarinssyni dags. 6.5.2018 og Guðmundi Ingólfssyni og Elínborg Sigurðardóttur dags.23.5.2018. Athugasemdir þeirra voru á sömu lund þ.e. að þau leggja til að gera þurfi tengiveg innan Skálholtssvæðisins, þannig að ekki þurfi að fara út á þjóðveg til að fara á milli kirkjusvæðis annars vegar og hins vegar Skálholtsbýlisins. Gerðar hafa verið breytingar á tillögunni dags. 11.12.2018, eftir auglýsingartíma sem koma til móts við þá sem gerðu athugasemdir, og hefur verið afmarkaður vegur innan svæðis þ.e. tengivegur frá vegi að kirkju yfir að Skálholtsbýli og kirkjugarði. Við breytinguna mun verða lokað fyrir núverandi tengingu við Skálholtsveg að býlinu og kirkjugarði. Tillagan og greinargerð dagsett 11.12.2018, var auglýst að nýju með ofangeindum breytingum frá 19.desember 2018 til 30. janúar 2019 s.l. og bárust engar athugasemdir við tillögunni. |
||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki breytta tillögu og feli skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
10. | Austurey 3 L167623; Eyrargata 9; Breytt notkun lóðar í íbúðarhúsalóð; Aðalskipulagsbreyting – 1902021 | |
Kjartan Lárusson leggur fram umsókn um að fá breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, sem fæli í sér að lóðinni Eyrargata 9. í gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar verði breytt í íbúðarhúsalóð. | ||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda. | ||
11. | Austurey 3 L167623; Eyrargata 9 og Illósvegur 6; Deiliskipulagsbreyting – 1902022 | |
Kjartan Lárusson leggur fram umsókn um að fá breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í land Austureyjar 3, sem fæli í sér að lóðinni Eyrargata 9, verði breytt í íbúðarhúsalóð. | ||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda. | ||
12. | Gröf lóð (15C) L196564; Setberg; Aukahús; Deiliskipulagsbreyting – 1808029 | |
Leiðrétting vegna umsóknar frá fundi skipulagsnefndar 22.8.2018. Lögð fram að nýju umsókn Þórhalls Jóhannessonar dags. 16.08.2018, lóðarhafa lóðarinnar Gröf lóð (15C) L196564, þar sem óskað er eftir breytingu á byggingar- og skipulagsskilmálum frístundasvæðisins Setbergs sem nær yfir eina lóð (nr. 4) Grafar á þann hátt að byggja megi 32 fm gestahús á lóðinni. Skv. núgildandi deiliskipulagi er aðeins heimilt að byggja eitt, allt að 100 fm, sumarhús innan byggingarreits. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og telur hana vera óverulega skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal tillagan grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða. | ||
13. |
Grímsnes- og Grafningshreppur:
Freyjustígur 13 L206226; Ásgarður; Skilmálum varðandi byggingarefni húsa innan svæðis breytt; Deiliskipulagsbreyting – 1902012 |
|
Sandra Yunhong She leggur fram fyrirspurn, um hvort heimilt verði að gera breytingu á skilmálum gildandi deiliskipulags frístundabyggðar Búgarðs í landi Ásgarðs Hluti III, Grímsnes- og Grafningshreppi. Óskað er eftir gerð verði breyting á lið 3. í greinargerð/skilmálum undir grein um „Húsagerðir og byggingarlag“, að í stað kröfu um að byggingarefni húsa sé timburhús, verði byggingarefni húsa gefin frjálst. | ||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga. | ||
14. | Mýrarkot lóð L169228; Bræðraborg; Breytt heiti lóðar – 1902008 | |
Lögð fram umsókn Bjarkar Baldursdóttur, dags. 4. febrúar 2019, um breytingu á heiti landeignarinnar Mýrarkot lóð L169228 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Óskað er eftir að landið fái heitið Bræðraborg. Skv. landeiganda þá voru fyrri eigendur bræður og nefndu landeignina þessu nafni. | ||
Málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda þar sem við skoðun málsins kom í ljós að mannvirki innan skipulagssvæðis er ekki í samræmi við núgildandi deiliskipulag. | ||
15. | Tjarnholtsmýri 1-15 (oddatölur); Bjarnastaðir 1; Breytt notkun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 1701063 | |
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 deiliskipulagstillaga að endurskoðun deiliskipulags lóða við Tjarnholtsmýri úr landi Bjarnastaða með vísun í fyrra erindi þar sem óskað var eftir að lóðunum verði breytt í smábýli. Er svæðið í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Tillagan var auglýst í mars 2018, en auglýst að nýju frá 19. desember 2018 til 30 janúar 2019, eftir að Vegagerðin hafði farið fram á að vegtengingum inn á svæðið yrði fækkað. Lóðarhafar Tjarnholtsmýri 7 og 9 hafa gert athugasemdir við tillögunar og einnig lóðarhafi á lóð 5. | ||
Skipulagsnefnd telur eðlilegt að fresta afgreiðslu máls, þar sem athugasemdir eru þess eðlis. Skipulagsnefnd mælist til að hönnuður og skipulagsfulltrúi óski eftir fundi með Vegagerðinni til að leita lausna á vegtengingum inn á Tjarnarholtsmýrarlóðirnar. | ||
16. | Vindmastur á Mosfellsheiði; Tímabund uppsetning; Framkvæmdaleyfi – 1902018 | |
Ketill Sigurjónsson f.h. Zephyr Iceland ehf, leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi, vegna fyrirhugaðarar uppsetningar á 80m háu vindmælingarmastri í Þjóðlendu, nánar tiltekið í Mosfellsheiði, Grímsnes-og Grafningshreppi. Óskað er eftir að framkvæmdaleyfið sé gefið út til eins árs vegna tilraunavindmælinga á heiðinni. | ||
Skipulagsnefnd telur í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa að byggingarfulltrúi skuli gefa út byggingarleyfi fyrir vindmælingarmastri í samræmi við 2. gr. Mannvirkjalaga nr. 160/2010 í stað framkvæmdaleyfis. Það virðist vera skýrari afstaða tekin til byggingu mastra í mannvirkjalögum,fremur en í reglugerð 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Mannvirkjastofnun hefur gefið út leiðbeiningarblað þar sem möstur eru sérstaklega tilgreind sem byggingarleyfisskyld framkvæmd. Byggingarleyfi skal gefið út til 12-15 mánaða og miðast við að tilraunaverkefnið standi ekki lengur. |
||
17. | Jónslaut 1 L202405; Nesjar L170824; Afmörkun og breytt stærð lóðar – 1902024 | |
Lögð fram umsókn Einars S. Ingólfssonar dags. 19.01.2019 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð lóðarinnar Jónslaut 1 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Stærð lóðar breytist úr 10.000 m2 sem er skv. samþykktu deiliskipulagi í 10.989 m2 skv. nákvæmari mælingu á nýjum tölvugrunni. Þá er óskað eftir að ekki verði gerð athugasemd við landskipti skv 13. gr. jarðarlaga. Fyrir liggur samþykki landeigenda upprunalandsins, lóðarhafa Jónslautar 1, ásamt samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðamarka á þegar samþykktum lóðablöðum fyrir Nesjar Uglukot L170912 og Hestvíkurveg 2 L170891. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytingu á skráningu lóðar miðað við fyrirliggjandi gögn og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. | ||
18. | Kattargil 8 (L170908); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1812034 | |
Liv Bergþórsdóttir og Sverrir Viðar Hauksson leggja fram umsókn um stækkun á núverandi sumarhúsi í landi Nesja á lóðinni Kattargil 8. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu. Áform eru um að sumarhúsið verði á tveimur hæðum. | ||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda þar sem svæðið er á aðalskipulagi sem landbúnaðarland og ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu. | ||
19. |
Hrunamannahreppur:
Flatholt 1 og 2 (Gámastöð og svæði til meðhöndlunar á seyru); Iðnaðarsvæði á Flúðum; Deiliskipulagsbreyting – 1902015 |
|
Svanhildur Gunnlaugsdóttir f.h. Hrunamannhrepps sækir um skipulag og leggur samhliða fram tillögu dagsetta 31.1.2019, að breytingu á gildandi deiliskipulagi við Flatholt, Gámastöð á Flúðum, Hrunamannahreppi. Til stendur að byggja sérstakt hús til seyruvinnslu á byggingarreit B, og er það meginástæða breytingar á gildandi skipulagi. Breytingin felst í stækkun Flatholts 2 lóð til vesturs um 3m. Stækkun á byggingarreit B á Flatholti 2 og færslu á byggingarreit A til samræmis. Kvöð verður gerð um sameiginlegt snúningsplan á lóð 1 og 2. |
||
Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu er að ræða og mælist til að sveitarstjórn Hrunamannhrepps samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa breytinguna í B-deilstjórnartíðinda og senda jafnframt deiliskipulagsbreytinguna Skipulagsstofnun til varðveislu. | ||
20. |
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
Hellnaholt Fossnes Nýjar lóðir Deiliskipulag – 1803004 |
|
Sigrún Bjarnadóttir leggur fram umsókn um skipulag og deiliskipulagstillögu Eflu dagsetta 29.1.2019 fyrir Hellnaholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi (landnr. 226725), sem tekur til byggingar íbúðarhúss, hesthúss, átta frístundalóða og einnar landbúnaðarlóðar. Landeigandi hyggst byggja upp íbúðarhús og hafa þar fasta búsetu. Aðkoma að jörðinni er af Gnúpverjavegi nr. 325 og um núverandi aðkomuveg að frístundahúsum norðan hans. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins. | ||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Leita skal eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnun Íslands. | ||
21. | Vorsabær 1 L166501; Afmörkun lóða og nýbyggingar; Deiliskipulag – 1902010 | |
Guðjón Þ. Sigfússon f.h. Kleifarnefs ehf. leggur fram umsókn um skipulag og einnig deiliskipulagstillögu dagsetta 2.2.2019 sem tekur til afmörkunar tveggja lóða, annarsvegar fyrir hesthús ásamt reiðskemmu og hinsvegar fyrir sumarhús sem mun hafa að komu af Vorsbæjarvegi. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. | ||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
22. | Árnes; Deiliskipulagsbreyting. Endurskoðað deiliskipulag – 1902023 | |
Guðbjörg Guðmundsdóttir f.h. Skeiða- Gnúpverjahrepps leggur fram umsókn um skipulag, og tillögu dagsetta 6.2.2019 að breytingu á gildandi deiliskipulagi þéttbýliskjarna í Árnesi, Skeið- og Gnúpverjahreppi. Markmiðið með breytingunni er að laga skipulagsgrunninn til samræmis við raunveruleg lóðamörk skv. nýrri mælingu lóða og gatna innan þéttbýlisins í Árnesi. Nokkur eftirspurn er eftir lóðum undir par- og raðhús, en minni eftir stórum einbýlishúsalóðum. Nokkrar einbýlishúsalóðir eru því skoðaðar með það í huga og breytt í minni íbúðir. Deiliskipulagsbreyting þessi er í samræmi við Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps2004-2016, en þar koma fram reitir fyrir íbúðarbyggð, verslun- og þjónustu og stofnanir. Helstu breytingar: a) Lóðarmörk við Heiðargerði og Hamragerði breytast til samræmis við mælingu og við það breytast einnig lóðarstærðir b) Lega gatnanna Hamragerði og Heiðargerði breytist lítillega skv. hönnun c) Byggingareitir á lóðum við Hamra- og Heiðargerði breytast d) Gangstétt er færð austur fyrir Heiðargerði og ný gönguleið milli Heiðargerðis og Hamragerðis e) Gönguleiðir breytast lítillega, nýjar gangbrautir yfir Skólabraut. f) Lóðinni Hamragerði 1 er breytt í parhúsalóð g) Lóðinni Heiðargerði 1 er breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð h) Settar eru kvaðir um lagnir á lóðum h) Bílastæði og aðkoma við Þjórsárskóla i) Uppsetning skilmála breytist Skilmálar á upphaflegu deiliskipulagi voru gefnir upp með bókstöfum og númerum sem var nánar útlistað í skýringum. Í nýlegum breytingum hafa verið settir skilmálar fyrir einstakar lóðir og eru þeir birtir hér. Ásamt því skilgreina skilmála með bókstöfum eru nú einnig birtir skilmálar fyrir lóðir og kvaðir. |
||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga. | ||
23. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 94 – 1902001F | |
Lögð fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 06.02.2019. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00
Árni Eiríksson | Björgvin Skafti Bjarnason | |
Helgi Kjartansson | Halldóra Hjörleifsdóttir | |
Ingibjörg Harðardóttir | Guðmundur J. Gíslason | |