30 jan Skipulagsnefnd fundur nr. 149 – 25. janúar 2018
Skipulagsnefnd – 149. fundur Skipulagsnefndar
haldinn í Aratungu, 25. janúar 2018
og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Árni Eiríksson, Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson, Formaður, Helgi Kjartansson, Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir, Aðalmaður, Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson, Byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
1. |
Flóahreppur
Hróarsholt 2 lóð A lnr 205114: Hróarsklettar: Breytt heiti lóðar – 1801058 |
|
Lögð fram umsókn Þráins Sigurbjörnssonar dags. 18. janúar 2018 um breytingu á heiti lands sem í dag er skráð Hróarsholt lóð 2A (lnr. 205114). Er óskað eftir að landið sem er skráð lögbýli fái nafnið Hróarsklettar. Fyrir liggur samþykki örnefndanefndar á nafninu sbr. bréf dags. 21. janúar 2013. | ||
Þar sem fyrir liggur nafntökuleyfi frá Örnefnanefnd sem búið er þinglýsa gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við breytingu á heiti landsins. | ||
2. | Breiðholt land: Umsókn um byggingarleyfi: Skemma óeinangruð – 1801023 | |
Lögð fram umsókn Jóns Valgeirs Geirssonar og Rúnars Más Geirssonar dags. 5. janúar 2017 um byggingarleyfi fyrir 339 fm óeinangraðri skemmu á landinu Breiðholt land (lnr. 204502). Aðkoma að landinu er um land Lyngholts og Ástúns sem er í eigu Jóns og Rúnars. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að umsókn um byggingarleyfi verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa þar sem hún er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í húsaþyrpingu í dreifbýli sbr. ákvæði 44. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á gerð deiliskipulags eða að grenndarkynna umsóknina. Mælt er með að þinglýst verði kvöð um aðgengi að skemmunnni á þau lönd sem aðkomuvegur fer um. | ||
3. | Loftsstaðir-Vestri lnr 165512: Ferðaþjónusta: Tjöld og þjónustuhús: Deiliskipulag – 1712001 | |
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 2 ha svæðis á bæjartorfu jarðarinnar Loftsstaðir-Vestri. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir byggingu allt að 120 fm þjónustuhúss og uppbyggingu allt að 8 tjalda sem eru á bilinu 22 -48 fm að stærð til útleigu. Þá er einnig gert ráð fyrir stækkun núverandi íbúðarhúss. | ||
Í gildandi aðalskipulagi fyrir svæðið kemur fram að heimilt sé að vera með minniháttar ferðaþjónustu ef um aukabúgrein er að ræða. Í ljósi þess að enginn búskapur eða önnur starfsemi er á jörðinni telur nefndin deiliskipulagið ekki í samræmi við aðalskipulagið. Þá telur nefndin einnig að um sé að ræða nokkuð umfangsmikla starfsemi í illa hljóðeinangruðum gistirýmum sem er of nálægt landamörkum aðliggjandi jarðar. | ||
4. |
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Ásólfsstaðir 1 lnr 166538: Akurhólar 1-4: Stofnun fjögurra lóða – 1712032 |
|
Lagt fram bréf Sigurðar U. Sigurðssonar, f.h. landeigenda, vegna afgreiðslu skipulagsnefndar þann 21. desember 2017 á umsókn um stofnun fjögurra lóða úr landi Ásólfsstaða 1. er jafnframt lagður fram lagfærður uppdráttur sem sýnir afmörkun lóðanna Akurhólar 1-4 sem óskað er eftir að verði stofnaðar. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna, með fyrirvara um lagfæringu á hnitsetningu austurmarka lóða nr. 3 og 4, þ.e. að ekki séu sett hnit sem ná út í eða yfir Hvammsá. Felur þetta í sér að lagfæra þarf stærð lóðanna. Þá er einnig gerður fyrirvari um samþykki eigenda aðliggjandi landa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Tekið er fram að ekki er hægt að veita byggingarleyfi á lóðunum nema á grundvelli deiliskipulags. | ||
5. | Reykholt í Þjórsárdal: Svæði umhverfis Þjórsárdalslaug: Deiliskipulag – 1712021 | |
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Reykholt í Þjórsárdal þar sem fyrirhugað er að byggja upp hótel og baðstað. Breyting á aðalskipulagi svæðisins var kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 10. janúar sl. og voru drög að deiliskipulagi svæðisins hluti af kynningargögnum. Deiliskipulagið nær til tveggja svæða, merkt sem svæði A og B. Svæði A er um 24 ha að stærð og er umhverfis núverandi sundlaug. Er þar afmörkuð um 13 ha lóð þar sem heimilt verður að byggja hótel, baðaðstöðu og veitingastað sem samtals geta verið allt að 5.000 fm að stærð. Þá er einnig gert ráð fyrir allt að 300 fm þjónustubyggingu. Á reit B, sem er við afleggjara aðkomuvegar og Þjórsárdalsvegar, er gert ráð fyrir bílastæðum og allt að 300 fm þjónustubyggingu. Fyrir liggja umsagnir Landgræðslu ríkisins, Vegagerðarinnar, Náttúrufræðistofnun og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins. | ||
6. | Bláskógabyggð
Kolviðarholt frístundasvæði: Böðmóðsstaðir 1 167625: Deiliskipulag – 1707002 |
|
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi 42 frístundahúsalóða á 37 ha svæði úr landi Böðmóðsstaða sem kallast Kolviðarholt rétt austan Hólaár. Liggur svæðið að frístundabyggðarsvæði sem kallast Kolviðarholtsmýri og liggur að ósum Hólaár. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 31. ágúst 2017 með athugasemdafresti til 13. október. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Þá liggur fyrir bréf landeigenda dags. 22. janúar 2018 þar sem athugasemdum og ábendingum er svarað. | ||
Í ljósi umsagnar Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands telur nefndin að ekki sé hægt að samþykkja deiliskipulagið með því fyrirkomulagi á fráveitu sem þar er gert ráð fyrir, þ.e. að gert sé ráð fyrir rotþró á hverri lóð. | ||
7. | Snorrastaðir lóð lnr 168107: Byggingar á lóð: Fyrirspurn – 1801056 | |
Lögð fram fyrirspurn Höskuldar Ólafssonar dags. 17. janúar 2018 um heimild til að byggja 119 fm frístundahús á lóð úr landi Snorrastaða með lnr. 168107 sem liggur við Stekká. Gert er ráð fyrir að núverandi 64 fm hús verði fjarlægt. Þá er einnig óskað eftir heimild til að byggja 27 fm gestahús. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu húsanna. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggt verði nýtt hús á lóðinni í stað þess sem fyrir er, en telur að nýtt hús ætti ekki að fara nær Stekká en núverandi hús. | ||
8. | Syðri-Reykir 2: Syðri-Reykir 2 vegsvæði: Stofnun lóða – 1712035 | |
Lögð fram umsókn Direkta lögfræðiþjónustu dags. 8. janúar 2018, f.h. Vegagerðarinnar, um stofnun 7.600 fm spildu undir vegsvæði úr óskiptu landi Syðri-Reykja 2 lóð, lnr. 167479-167493. Alls er stofnuð 506,66 fm úr hverri af þessum 15 lóðum sem sameinaðar eru í eitt vegsvæði. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um lagfæringar á lóðablaði í samræmi við athugasemdir skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. | ||
9. | Einiholt 1 land 2 lnr 222396: Íbúðarhús: Lögbýli: Deiliskipulag – 1801057 | |
Lögð fram lýsing vegna deiliskipulags fyrir landsspilduna Einiholt 1 land 2 lnr. 222396 sem er 15,7 ha spilda sem liggur norðan bæjartorfu Einiholts, milli Einiholtsvegar og Einiholtslækjar. Er landið skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi og er skv. lýsingunni gert ráð fyrir byggingu íbúðarhús, gestahúss og mannvirkjum tengd landbúnaði. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er jafnframt lögð fram til kynningar. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga, með fyrirvara um minniháttar lagfæringar í samráði við skipulagsfulltrúa. Leita skal umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar og Minjastofnunar. Ef engar athugasemdir berast við lýsingu deiliskipulagsins er mælt með að tillaga að deiliskipulagi svæðisins verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. | ||
10. | Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Framkvæmdaleyfi – 1709053 | |
Tekið er fyrir erindi dags 17. janúar 2018 frá HS Orku hf. þar sem þess er farið á leit við Bláskógabyggð að afgreiðsla á umsókn HS Orku hf., um framkvæmdaleyfi fyrir 9,9 MW virkjun í Tungufljóti, Brúarvirkjun, frá 12. október 2017, verði endurupptekin með hliðsjón af meðfylgjandi gögnum, umsóknin afgreidd og samþykkt og fyrri afgreiðsla, frá 12. október 2017, afturkölluð samtímis.
Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. gr. sbr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. og 6. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 fyrir framkvæmdinni Brúarvirkjun. Um er að ræða allt að 9,9 MW vatnsaflsvirkjun í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum, nánar tiltekið á svæðinu frá frístundabyggð ofan þjóðvegar austan við Geysi í Haukadal og upp að landamörkum Brúar og Hóla. Sótt er um framkvæmdina á grundvelli Aðalskipulags Biskupstungnahrepps 200-2012 og deiliskipulags Brúarvirkjunar í Tungufljóti, Brú.
Fylgigögn umsóknar eru eftirfarandi:
Að mati skipulagsnefndar er framkvæmdin í fullu samræmi við gildandi skipulagsáætlanir. Ráðist var í breytingar á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í þágu fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda snemma árs 2017. Breytingarnar voru samþykktar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar 2. mars 2017, staðfestar af Skipulagsstofnun 5. apríl 2017 og tóku gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 26. apríl 2017. Samhliða vinnu við aðalskipulagsbreytinguna var unnið sérstakt deiliskipulag Brúarvirkjunar auk þess sem ráðist var í breytingar á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar. Deiliskipulagstillögurnar voru samþykktar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar 2. mars 2017 og tóku gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 20. mars 2017 (frístundabyggðin) og 2. maí 2017 (Brúarvirkjun). Í samræmi við 3. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana var lagt mat á áhrif tilvitnaðra skipulagsáætlana á umhverfið. Við matið var stuðst við fyrirliggjandi gögn um möguleg umhverfisáhrif, en nokkuð ítarlegum gögnum hafði þá þegar verið safnað vegna mats á umhverfisáhrifum verkefnisins.
Við málsmeðferð umsóknar um framkvæmdaleyfi hefur verið aflað upplýsinga til að tryggja enn frekar að ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis verði byggð á fullnægjandi grundvelli. Hafa öll fyrirliggjandi gögn verið yfirfarin og rýnd. Skipulagsnefnd telur framlögð gögn fullnægjandi og í samræmi við skilyrði 3. mgr. 13. gr. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 6., 7. og 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Upplýsingar sem finna má í aðalskipulagi, deiliskipulagi, matsskýrslu og áliti Skipulagsstofnunar gera ítarlega grein fyrir framkvæmdinni og mögulegum áhrifum hennar á umhverfið, auk annarra fylgiskjala.
Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er matsskýrsla, dags. 16. júní 2017, og álit Skipulagsstofnunar, dags. 20. september 2017, fyrirliggjandi. Umhverfismatsferlið hefur að mati skipulagsnefndar stefnt á því markmiði að halda umhverfisáhrifum í lágmarki og miðaði hönnun Brúarvirkjunar og staðsetning mannvirkja jafnframt að því að lágmarka eða draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum eins og kostur er.
Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitastjórn, við umfjöllun um umsókn um framkvæmdaleyfi vegna matsskyldrar framkvæmdar, kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila um framkvæmdina og kanna hvort framkvæmdin sé sú sem lýst er í matsskýrslu. Þá skal sveitarstjórn samkvæmt sama ákvæði taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Í þessu sambandi skal tekið fram að álit Skipulagsstofnunar er lögbundið en ekki bindandi fyrir sveitarstjórn. Þau þurfa skv. lögum nr. 106/2000 að fullnægja lágmarksskilyrðum um rökstuðning og efnisinnihald og er það forsenda þess að sveitarstjórn geti tekið ákvörðun um umsókn um framkvæmdaleyfi samkvæmt 14. gr. skipulagslaga að álitið fullnægi þeim lagaskilyrðum.
Skipulagsnefnd hefur kynnt sér matsskýrslu framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna hennar. Fram kemur í matsskýrslu að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar felist í breyttri ásýnd fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis og landslagi þess miðað við núverandi aðstæður. Fram kemur að í dag sé svæðið að mestu leyti ósnortið og einkennist af Tungufljóti og vel grónum bökkum. Að framkvæmdum loknum muni svæðið einkennast af umfangsmiklum mannvirkjum og skertu rennsli í Tungufljóti á um þriggja km löngum kafla. Áætlað framkvæmdasvæði er þó í nokkurri fjarlægð frá fjölförnum vegum og ferðamannastöðum og neikvæð sjónræn áhrif verða mest frá frístundabyggð í nágrenninu auk þess sem ferðamenn sem leggja leið sína upp með Tungufljóti munu verða fyrir áhrifum. Í megindráttum er niðurstaða matsskýrslunnar að áhrif á ásýnd frá vegum og ferðamannastöðum, fugla, jarðfræði og jarðmyndanir og fornleifar eru metin óveruleg, áhrif á önnur gróðurlendi en skóg og votlendi og skerðingar á veiðimöguleikum urriða og bleikju sem og á laxveiði og fiskræktarmöguleika lax í Ásbrandsá metin nokkuð neikvæð og áhrif á ásýnd frá frístundabyggðinni til norðurs og skógrækt og votlendi metin talsvert neikvæð.
Í matsskýrslu er gerð grein fyrir niðurstöðum samanburðar á sex framkvæmdakostum við austurbakka Tungufljóts sem teknir voru til skoðunar við forathugun. Auk þess var skoðað að staðsetja virkjunarmannvirki á vesturbakka Tungufljóts, en niðurstaða matsskýrslunnar er að sú framkvæmd myndi hafa meira rask í för með sér en ráðgerð staðsetning að austanverðu. Þá var einnig skoðaður núllkostur, þ.e. engin breyting á ríkjandi ástandi. Fram kemur að kostur 1-B hafi orðið fyrir valinu að teknu tilliti til sýnileika og samanburðar á landi sem færi undir mannvirki og inntakslón á hvert MW. Sá kostur þótti einnig hagstæður kostnaðarlega séð fyrir framkvæmdaraðila.
Í áliti Skipulagsstofnunar, dagsett 20. september 2016, kemur fram að mat stofnunarinnar sé að matsskýrslan uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum Skipulagsstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar felist í breyttri ásýnd fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis og landslagi þess miðað við núverandi aðstæður. Svæðið er að mestu leyti ósnortið og einkennist að Tungufljóti og vel grónum bökkum þess enda um lindá að ræða en slíkar ár eru ekki algengar á Íslandi og sjaldgæfar á heimsvísu. Að framkvæmdum loknum mun svæðið einkennast að misumfangsmiklum mannvirkjum og verulega skertu rennsli í Tungufljóti á um þriggja km löngum kafla. Fyrirhugað framkvæmdasvæði er þó í nokkurri fjarlægð frá fjölförnum vegum og ferðamannastöðum og neikvæð sjónræn áhrif verða mest frá frístundabyggð í nágrenninu auk þess sem sjónræn áhrif á þá ferðamenn sem leggja leið sína upp með Tungufljóti frá núverandi þjóðvegi munu verða mjög neikvæð. Í ljósi þess sem er rakið hér að framan er það mat Skipulagsstofnunar að áhrif á ásýnd og landslag fyrirhugaðra framkvæmda verði talsvert neikvæð.
Fram kemur í áliti Skipulagsstofnunar að fyrirhugað framkvæmdasvæði einkennist af gróskumiklu votlendi og skóglendi sem nýtur sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd og sem forðast skal að raska nema brýna nauðsyn beri til en nær allt framkvæmdasvæðið er mjög vel gróið. Áhrif á gróður verða því staðbundið talsvert neikvæð. Skipulagsstofnun telur að fyrirætlanir um endurheimt votlendis og birkikjarrs séu til þess fallin að draga úr áhrifum á gróður og telur að setja verði eftirfarandi skilyrði:
Þá setur Skipulagsstofnun fyrirvara við þá niðurstöðu að fyrirhugaðar framkvæmdir muni ekki koma til með að hafa mikil neikvæð áhrif á fugla. Bendir stofnunin á að ekki fóru fram fuglarannsóknir í lónstæðinu en þar er líklegt að sé auðugt fuglalíf og meðal annars hugsanlegt að þar finnist straumandavarp samkvæmt framlögðum gögnum. Skipulagsstofnun bendir á að straumönd er tegund á válista auk þess að vera ábyrgðartegund þar sem Ísland er eina landið í Evrópu sem tegundin verpir. Stofnunin telur því ljóst að óvissa er um áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar á fugla og þá einkum á straumendur þar sem rannsóknir hafa ekki farið fram á lónstæðinu. Í ljósi ofangreinds telur Skipulagsstofnun nauðsynlegt að setja eftirfarandi skilyrði:
Að mati Skipulagsstofnunar verða áhrif á aðra umhverfisþætti, s.s. landnotkun, hljóðstig og ónæði, jarðmyndanir og vatnalíf telur Skipulagsstofnun, minni, eða nokkuð neikvæð til óveruleg. Ekki á að vera hætta á að fornleifum verði raskað að því gefnu að farið verði eftir tilmælum Minjastofnunar Íslands.
Skipulagsnefnd telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi, umhverfisáhrifum, mótvægisáhrifum, vöktun og mati framkvæmdaaðila á þeim í matsskýrslu, áliti Skipulagsstofnunar og öðrum fyrirliggjandi gögnum. Nefndin tekur undir niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar felist í breyttri ásýnd fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis og landslagi þess miðað við núverandi aðstæður. Þá er óumdeilt að vistkerfi sem njóta verndar 61. gr. náttúruverndarlaga, þ.e. votlendi og birkiskógur, verða fyrir áhrifum af framkvæmdinni. Skerðing votlendis og skóglendis vegna framkvæmdarinnar nær hins vegar ekki til stórs svæðis auk þess sem um er að ræða sneiðar af jaðri slíkra svæða. Skipulagsnefnd telur þó líkt og Skipulagstofnun að nauðsynlegt sé að draga sem mest úr neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar með því vinna að endurheimt birkiskógar og votlendis sem hluta af mótvægisaðgerðum vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar og með því að vakta afdrif straumandar að loknum framkvæmdum. Í þessu samhengi skal þess jafnframt getið að í aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 er jafnframt gerð krafa um að votlendi og gróður, þ.m.t. birki og víðir, verði endurheimt a.m.k. til jafns við það sem fyrirhuguð skerðing vegna Brúarvirkjunar tekur til. Ekki verði gefið út framkvæmdaleyfi fyrr en fyrir liggur hvar og hvenær ráðist verði í endurheimt birkiskógar og votlendis.
Hvað varðar fyrra skilyrði Skipulagsstofnunar, þá hefur HS Orka hf. gert samning við Skógræktina, sem jafnframt er umsjónamaður hluta landsins, um endurheimt votlendis og birkikjarrs sbr. viðauka 6 með greinargerð umsóknar. Þar er samið um gróðursetningu 25 þúsund birkiplantna á alls 10 hektara svæði þar sem nú vex lúpína og endurheimt votlendis með uppfyllingu skurða í landi Mosfells í Grímsnesi. Um er að ræða a.m.k. jafn stórt votlendi og birkiskógur og raskað verður með framkvæmdinni. Verktími er ætlaður á árunum 2018 og 2019. Samningurinn hefur verið borinn undir Umhverfisstofnun og Brúbisk ehf., eiganda lands austan Tungufljóts, sem hafa samþykkt efni samningsins fyrir sitt leyti (viðaukar 7 og 8).
Hvað varðar síðara skilyrði Skipulagsstofnunar, þá hefur HS Orka leitað til Náttúrufræðistofnunar Íslands um rannsókn á straumöndum við Tungufljót, sbr. viðauki 4 með greinargerð umsóknar. Niðurstaða rannsóknar stofnunarinnar er sú að Tungufljót frá upptökum niður að brú er að stórum hluta líklegt varpkjörlendi straumanda og sá mikli fjöldi fugla sem þar hefur fundist bendi til þess að straumendur verpi á þessu svæði. Náttúrufræðistofnun Íslands lagði af þeim sökum til að straumendur við Tungufljót verði vaktaðar næstu fimm árin með samanburðartalningu á annarri sambærilegri á. Í því skyni hefur stofnunin unnið vöktunaráætlun fyrir HS Orku hf. fyrir fugla og gróður vegna framkvæmdanna, dags. 8. janúar 2018, sbr. viðauki nr. 5 með greinargerð umsóknar. Þar er auk þess gert ráð fyrir því að eftirfarandi þættir verði vaktaðir:
Skipulagsnefnd leggur til að við útgáfu framkvæmdaleyfis verði, auk skilyrða sem getið er í áliti Skipulagsstofnunar og skilyrða um efnistöku, sett skilyrði um vöktun umhverfisþátta til samræmis við tilvitnaða tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands um vöktunaráætlun fyrir fugla og gróður.
Þá liggur fyrir í málinu minnisblað Náttúrufræðistofnar Íslands um botngróður og flóru í birkiskógi í fyrirhuguðu lónstæði Brúarvirkjunar við ármót Stóru-Grjótár og Tungufljóts, sbr. viðauki 3 með greinargerð umsóknar. Í minnisblaðinu kemur fram að engar skráðar æðplöntutegundir válista eða friðaðar hafi fundist innan lónstæðisins og að nær allar tegundir sem fundist hafa eru algengar á landinu, finnast víða og eru yfirleitt í miklu magni. Langflestar eru með lágt eða fremur lágt verndargildi, á bilinu 1-3. Aðeins ein tegund æðplantna hefur hærra verndargildi, þ.e. jarðaber með verndargildið 4.
Í umsögn Minjastofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, dags. 18. mars 2016, segir að girða þurfi af tvö fornleifasvæði, ÁR‐360:008 (beitarhús) og ÁR‐360:017 (tóft), meðan á framkvæmdum stendur. Búið er að girða af þessar tóftir með girðingarstaurum og plastborðum. Fyrir liggur staðfesting Minjastofnunar á því að kröfum stofnunarinnar um merkingar fornleifa á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði virkjunarinnar sé fullnægt, sbr. viðauki 10 með greinargerð umsóknar.
Það er mat skipulagsnefndar að með þeim umhverfisrannsóknum sem hafa farið fram, þeirri endurheimt sem fyrirhuguð er og vöktunaráætlunum sem lagðar hafa verið fram hafi verið brugðist við skilyrðum Skipulagsstofnunar á fullnægjandi hátt í samræmi við álit stofnunarinnar.
Með vísan til 4. mgr. 13. gr. skipulagslaga er gætt að því að fylgt sé ákvæðum náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Umsótt framkvæmd hefur líkt og áður segir verið umhverfismetin og ekki er óvissa um áhrif framkvæmdar. Framkvæmd raskar svæðum sem njóta verndar skv. 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013, þ.e. birkikjarr- og skóglendi auk votlendis. Fyrir liggur að bein áhrif virkjunarinnar á gróður eru þau að mannvirki og inntakslón mun koma til með að raska gróðri á rúmlega 10 hektara svæði. Af þessum 10 hekturum eru um 3 hektarar gróður sem ekki nýtur verndar náttúruverndaralaga. Í náttúruverndarlögum kemur fram kemur fram að forðast beri að raska vistkerfum sem njóta verndar 61. gr. nema brýna nauðsyn beri til. Í frumvarpi laganna er brýn þörf skilgreind þannig að um ríka almannahagsmuni sé að ræða.
Um nauðsyn framkvæmdarinnar er fjallað á bls. 45-46 í matsskýrslu Brúarvirkjunar. Segir þar að virkjuninni sé ætlað að styrkja stöðu HS Orku á raforkumarkaði og stuðla þannig að virkri samkeppni almenningi til hagsbóta og stuðla að auknu raforkuöryggi uppsveita Árnessýslu. Aðrir almannahagsmunir af virkjuninni eru:
Í þessu samhengi ber jafnframt að líta til þess að HS Orka hefur lagt mikla áherslu á mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðrar Brúarvirkjunar, sbr. fyrri umfjöllun. Í ferlinu öllu hefur verið leitað umsagnar fjölda aðila sem hafa með náttúruvernd að gera, s.s. Skógræktar ríkisins, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar og umhverfisnefndar Bláskógabyggðar. Enginn umsagnaraðila hefur lagst gegn framkvæmdinni. Með hliðsjón af eðli og umfangi fyrirhugaðrar skerðingar, fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum og hagsmunum samfélagsins er það álit skipulagsnefndar að brýn nauðsyn réttlæti þau neikvæðu áhrif sem framkvæmdin hefur óneitanlega í för með sér. Lítur skipulagsnefnd í því samhengi einkum til þeirra almannahagsmuna sem uppi eru í málinu, þá sérstaklega hagsmuni íbúa af auknu raforkuöryggi.
Hvað varðar skilyrði 3. mgr. 61. gr. náttúruverndarlaga og 2. mgr. 13. gr. skipulagslaga er til þess að líta að í málinu liggja fyrir umsagnir Umhverfisstofnunar vegna breytinga sem gerðar voru í þágu virkjunaráforma á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 og deiliskipulagi Brúarvirkjunar, báðar dags. 28. nóvember 2016. Jafnframt liggur fyrir umsögn Umhverfisstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum Brúarvirkjunar, dags. 15. mars 2016, og umsögn 9. janúar 2018 sbr. viðauki 7. Við málsmeðferð framkvæmdaleyfisumsóknar hefur jafnframt verið leitað umsagnar umhverfisnefndar Bláskógabyggðar vegna efnistöku og rasks á vistkerfum, dags. 24. janúar 2018, en samkvæmt samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar nr. 592 frá 12. júní 2013 fer nefndin með hlutverk náttúruverndarnefndar skv. 14. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Eru því uppfyllt skilyrði 3. mgr. 61. gr. náttúruverndarlaga, sbr. einnig 2. mgr. 13. gr. skipulagslaga.
Í umsögn umhverfisnefndar Bláskógabyggðar er lögð áhersla á að ráðist verði í fyrirhugaða endurheimilt votlendis og birkikjarrs, sbr. álit Skipulagsstofnunar dags. 20. september 2016 og samning HS Orku hf. við Skógræktina. Jafnframt er áhersla lögð á að þeim vöktunaráætlun sem lýst er í umsókn HS Orku hf. verði fylgt eftir en umhverfisnefnd leggur jafnframt til að vöktunin standi fyrir á framkvæmdatímanum. Einnig leggur umhverfisnefnd til að framkvæmdir í Tungufljóti verði ekki á hrygningartíma laxa á tímabilinu 1. október – 20. nóvember eins og fram kemur í umsögn Veiðifélags Árnesinga og tilgreint er í bréfi frá Fiskistofu til Matvits hf., dags. 15. desember 2016.
Hvað efnistöku varðar er samkvæmt umsókn ráðgert að nota að miklu leyti efni úr uppgreftri fyrir skurðum og pípu eða úr farvegi Tungufljóts, ofan við stöðvarhúsið og úr malarnámu neðan Biskupstungnabrautar. Á mel, ofan Biskupstungnabrautar, er gert ráð fyrir að nýta efni sem kjarnaefni. Á svæðinu er einnig gert ráð fyrir haugsetningu efnis sem ekki nýtist í aðra hluta framkvæmdarinnar. Samanlagt nemur ráðgerð efnistaka alls um 215.000 m3 og haugsetning er áætluð um 150.000 m3 Með umsókninni fylgir ítarleg greinargerð um efnistöku- og haugsetningarsvæði sem gerir grein fyrir stærð, vinnsludýpi, magni og gerð efnis, vinnslutíma og frágangi, og samráði vegna efnistöku, sbr. viðauki 2 með greinargerð umsóknar. Öll fyrirhuguð efnistöku- og haugsetningarsvæði eru í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins.
Samkvæmt 2. mgr. 13. gr. skipulagslaga skal framkvæmdaleyfi til efnistöku gefið út til tiltekins tíma og skal í leyfinu gerð grein fyrir stærð efnistökusvæðis, vinnsludýpi, magni og gerð efnis sem heimilt er að nýta samkvæmt því. Skipulagsnefnd leggur til að í samræmi við fyrirmæli tilvitnaðs ákvæðis verði í útgefnu framkvæmdaleyfi sett fram nánari fyrirmæli um efnistöku til samræmis við upplýsingar sem fram koma í umsókn og greinargerð. Í ljósi þess að framkvæmdatími til að fullgera virkjunina er áætlaður um 20-24 mánuðir er lagt til að gildistími leyfis til efnistöku verði 24 mánuðir.
Að mati skipulagsnefndar eru lagaskilyrði til útgáfu umsótts framkvæmdaleyfis. Fyrirhuguð umsókn er í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag svæðisins ásamt skilyrðum sem fram koma í áliti Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn HS Orku hf. vegna Brúarvirkjunar verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við umsókn og framlögð gögn, reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og auglýsa framkvæmdaleyfið. Útgáfa framkvæmdaleyfis skal háð því að skilyrði Skipulagsstofnunar og vöktunaráætlun Náttúrufræðistofnunar verði uppfyllt, sbr. 4. mgr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Í samræmi við tillögu umhverfisnefndar Bláskógabyggðar er jafnframt lagt til að vöktun standi yfir á framkvæmdatíma og að framkvæmdir í Tungufljóti verði ekki á hrygningartíma laxa, þ.e. tímabilinu 1. október – 20. nóvember. Tekið skal fram að samþykkt þessi á ekki við um framkvæmdir sem eru háðar byggingarleyfi skv. ákvæðum mannvirkjalaga nr. 160/2010 m.s.br. |
||
11. | Friðheimar: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging – móttaka (mhl 15) – 1712041 | |
Lögð fram umsókn Knúts Rafns Ármannssonar og Helenu Hermundardóttur dags. 20. desember 2017 um leyfi til að byggja 18 fm viðbyggingu við aðalinngang á landi Friðheima (lnr. 167088). | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að umsókn um byggingarleyfi verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa þar sem hún er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í húsaþyrpingu í dreifbýli. Ekki er talin þörf á gerð deiliskipulags eða að grenndarkynna umsóknina. | ||
12. | Aphóll 3 lnr 221650: Skipting lóðar í tvær: Fyrirspurn – 1801043 | |
Lögð fram fyrirspurn Arnars Laxdals um hvort að heimilt verði að skipta lóðinni Aphóll 3 lnr. 221650 í tvennt. Lóðin er í dag skráð 11.309 fm og í þjóðskrá skilgreind sem annað land þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lóðinni verði skipt ef lagfærð gögn berast. Ítrekað er að ekki verður gefið út byggingarleyfi á nýjum lóðum á svæðinu nema á grundvelli deiliskipulags sbr. bókun skipulagsnefndar frá 25. október 2012 þegar samþykkt var stofnun nýrra lóða á svæðinu. | ||
13. | Heiði lóð 18 lnr 173709: Breyting á byggingarreit: Fyrirspurn – 1801044 | |
Lögð fram fyrirspurn Salome Jakobsdóttur dags. 8. janúar 2018 um hvort að heimilt verði að staðsetja hús á lóðinni Heiði 18 í um 70 m fjarlægð frá miðlínu Biskupstungnabrautar en ekki í 100 m eins og deiliskipulagið gerir ráð fyrir. Erfitt er að byggja þar sem byggingarreiturinn er vegna nálægðar við skurð. | ||
Að mati skipulagsnefndar felur umsóknin í sér að gera þarf breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að leita þurfi eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar varðandi fjarlægðar mannvirkja frá stofn og tengivegum. Gerir nefndin ekki athugasemd við slíka breytingu, sem er að mati nefndarinnar óveruleg sbr. ákvæði 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er ekki talin hafa neikvæð áhrif á aðra hagsmunaaðila á svæðinu. | ||
14. |
Hrunamannahreppur
Efra-Sel: Ferðaþjónusta: Deiliskipulag – 1801059 |
|
Lagt fram bréf Odds Hermannssonar hjá Landform dags. 19. janúar 2018, f.h. landeigenda Efra-Sels, þar sem óskað er eftir heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á heimatorfu Efra-Sels. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að unnið verði deiliskipulag í samræmi við fyrirliggjandi beiðni, á kostnað landeigenda. | ||
15. | Garðastígur 8 lnr 166997: Garðastígur 8B: Ný lóð fyrir smáíbúðir: Deiliskipulagsbreyting – 1712025 | |
Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær lóðarinnar Garðastígur 8 á Flúðum. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir 2 starfsmannahús með 2-4 íbúðum. Geta húsin verið á bilinu 70-120 fm að stærð. | ||
Að mati skipulagsefndar samræmist það aðalskipulagi svæðisins að gera ráð fyrir starfsmannahúsum á þessu svæði og er tillagan óveruleg að mati nefndarinnar þar sem hún hefur ekki áhrif á hagsmuni annarra en eigenda lóðarinnar. Í gildandi deiliskipulagi er þegar gert ráð fyrir að byggja megi starfsmannahús á garðyrkjulóðum á svæðinu. Er því mælt með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu. | ||
16. | Jata: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús mhl 18 – 1801031 | |
Lögð fram umsókn Reglu Jötusystkina dags. 10. janúar 2018 um leyfi til að byggja sumarhús 46,7 fm úr timbri í stað þess sem fyrir er. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að umsókn um byggingarleyfi verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa þar sem hún er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í húsaþyrpingu í dreifbýli. Ekki er talin þörf á gerð deiliskipulags eða að grenndarkynna umsóknina. | ||
17. | Grund lnr 166895: Bygging þriggja smáhýsa á lóð: Fyrirspurn – 1712034 | |
Á fundi skipulagsnefndar þann 21. desember 2017 var lögð fram fyrirspurn eigenda lóðarinnar Grund á Flúðum lnr. 166895 um hvort að heimilt verði að byggja þrjú um 25 fm gistihús á lóðinni. Að mati skipulagsnefndar var ekki talið að það væri í samræmi við deiliskipulag lóðarinnar og staðfesti sveitarstjórn þá afgreiðslu og hafnaði jafnframt að breyta deiliskipulaginu. Nú hafa eigendur lagt fram nýja tillöguteikningu með ósk um álit á hvort að hún samræmist skipulagi svæðisins. | ||
Að mati skipulagsnefndar samræmist fyrirliggjandi tillögudrög ekki deiliskipulagi svæðsins. Að mati nefndarinnar fela skilmálar lóðarinnar í sér að eingöngu er hægt að gera ráð fyrir viðbyggingu við núverandi hús en ekki að byggt verði nýtt stakt hús. | ||
18. | Grímsnes- og Grafningshreppur
Kerhraun C 98: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1711066 |
|
Lögð fram umsókn Viðars Guðmundssonar og Láru Emilsdóttur dags. 29. nóvember 2017 þar sem tilkynnt er 23,9 fm stækkun á sumarhúsi úr timbri á Kerhrauni C 98. Heildarstærð eftir stækkun er 81,5 fm. | ||
Að mati skipulagsnefndar er um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Ekki er gerð athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsögn. | ||
19. | Eyvík lnr 168240: Stofnun nýrrar lóðar: Deiliskipulagsbreyting – 1801045 | |
Lögð fram umsókn Kolbeins Reynissonar og Guðrúnar Bergmann Vilhjálmsdóttur dags. 17. janúar 2018 um breytingu á deiliskipulagi í landi Eyvíkur sem felst í að afmörkuð er 14.963 fm lóð utan um byggingarreit fyrir ferðaþjónustuhús. | ||
Að mati nefndarinnar er breytingin óverulega og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Áður en tillaga verður tekin fyrir í sveitarstjórn þarf að liggja fyrir tillaga að heiti lóðarinnar. | ||
20. | Nesjar lnr 170908 og Nesjar lnr 170824: Kattargil 8: Breytt stærð, afmörkun og heiti lóðar – 1801040 | |
Lögð fram umsókn Einars S. Ingólfssonar dags. 12. desember 2017, f.h. eigenda Nesja, um að samþykkt verði breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar úr landi Nesja með lnr. 170908. Er gert ráð fyrir að lóðin fái heitið Kattargil 8 og að hún verði 5.286 fm að stærð í stað 4.000 fm eins og hún er skráð núna. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytta afmörkun lóðar og breytt heiti, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands. Lóðin virðist liggja upp að landi Heiðarbæjar sem felur í sér að fá þarf samþykki Ríkiseigna fyrir afmörkun lóðarinnar. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. | ||
21. |
Öll sveitarfélög
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 71 – 1801004F |
|
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 17. janúar 2018. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:10
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________