Skipulagsnefnd fundur nr. 146 – 7. desember 2017

Skipulagsnefnd – 146. fundur Skipulagsnefndar

haldinn Árnes, 7. desember 2017

og hófst hann kl. 08:30

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson, Formaður, Helgi Kjartansson, Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir, Aðalmaður, Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson, Byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá: 

 

1.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Nesjavellir lóðir 3 – 11: Frístundalóðir: Deiliskipulagsbreyting – 1611010

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundahúsalóða í landi Nesjavalla við Þingvallavatn. Í breytingunni er verið að breyta afmörkun nokkurra lóða innan skipulagssvæðis auk þess sem í skilmálum er gert ráð fyrir að ekki verði heimilaðar neinar framkvæmdir nema hefðbundið viðhald á núverandi húsum. Tillagan var grenndarkynnt fyrir öllum lóðarhöfum á svæðinu með bréfi dags. 26. október 2017 með athugasemdafresti til 21. nóvember. Tvær athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð frá landeiganda, Orkuveitu Reykjavíkur.
 
2.   Virkjun á Hellisheiði: 10. breyting á deiliskipulagi: Umsagnarbeiðni – 1711069
Lagður fram tölvupóstur Sigurðar Jónssonar skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss dags. 24. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir umsögn um matslýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi virkjunar á hellisheiði.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi matslýsingu.
 
3.   Nesjar lnr 170915: Réttarháls 11: Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar – 1711071
Lögð fram umsókn Auðar Gunnarsdóttur dags. 22. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir samþykkt á breytingu á afmörkun lóðar úr landi Nesja (lnr. 170915) auk þess sem heiti hennar breytist í Réttarháls 11. Meðfylgjandi er lóðablað sem sýnir afmörkun lóðarinnar og er hún 1.926 fm. Að auki er meðfylgjandi bréf Jörgens Más Ágústssonar dags. 27. nóvember 2017, f.h. lóðarhafa.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar, með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki eigenda og lóðarhafa aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarka. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. jarðalaga.
 
4.   Snæfoksstaðir lóð lnr 169649: Nýr bústaður og gestahús í stað eldri bústaðar: Fyrirspurn – 1711070
Lögð fram fyrirspurn Berglindar Skúladóttur Sigurz dags. 30. nóvember 2017 um viðbrögð skipulagsnefndar við áformum um byggingu 195 fm frístundahúss og 40 fm gestahúss á lóðinni Snæfoksstaðir 1 lnr. 169649 sem er 12.200 fm skv. skráningu í Þjóðskrá. Meðfylgjandi eru drög að útliti fyrirhugaðs húss.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við byggingaráform með fyrirvara um að húsið verði a.m.k. 50 m frá ánni og 10 m frá lóðarmörkum.
 
5.   Krókur lnr 170822: Borun rannsóknarholu: Framkvæmdaleyfi – 1711068
Lögð fram umsókn Suðurdals ehf. dags. 21. nóvember 2017 um framkvæmdaleyfi fyrir borun rannsóknarholu í landi Króks. Meðfylgjandi er bréf umsækjenda dags. 16.nóvember með nánari lýsingu auk greinargerðar frá ÍSOR með sömu dagsetningu. Fram kemur að staðurinn sé í 390 m hæð y.s. á lágum hálsi (Folaldahálsi) sem gengur suður úr Kyllisfelli. Aðkoma er eftir ofaníbornum línuvegi frá Hellisheiði á enda hans við mastur á háhálsinum.
Að mati skipulagsnefndar er líklegt að framkvæmdin sé tilkynningarskyld skv. tölulið 2.06 í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Er afgreiðslu málsins frestað þar til niðurstaða úr því ferli liggur fyrir.
 
6.   Stangarlækur 1 lnr 206256: Aukin sandtaka í landi Stangarlækjar: Aðalskipulagsbreyting – 1712002
Lögð fram umsókn Stangarlæks 1 ehf. dags. 30. nóvember 2017 um breytingu á aðalskipulagi þannig að heimilt verði að taka allt að 20.000 m3 af fyllingarefni úr ás í landi Stangarlækjar 1. Náman hefur til þessa verið nýtt til einkanota en nú er fyrirhuguð nýting umfram það. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir afmörkun námunnar auk bréfs móttekið 30. nóvember 2017 með nánari lýsingu á framkvæmdinni. Fyrir liggur að skipulagsfulltrúi óskað eftir stöðvun framkvæmda vegna efnistöku úr námunni sl. föstudag sbr. meðfylgjandi tölvupóstar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ákvörðun skipulagsfulltrúa um stöðvun framkvæmda. Ákvörðun um breytingu á aðalskipulagi er vísað til sveitarstjórnar.
 
7.   Nesjar lnr 170910: Réttarháls 14: Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar – 1712003
Lögð fram umsókn Einars S. Ingólfssonar dags. 19. nóvember 2017 um breytingu á afmörkun, stærð og heiti lóðar úr landi Nesja, lnr. 170910. Heiti lóðarinnar verður Réttarháls 12 og verður 3.580 fm skv. hnitsettri afmörkun.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar, með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki eigenda og lóðarhafa aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarka. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. jarðalaga.
 
8.   Farbraut 16 lnr 169479 og Farbraut 16A lnr. 172955: Farbraut 16: Sameining lóða – 1712006
Lagt fram erindi Maríu Hauksdóttur dags. 15. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir að lóðirnar Farbraut 16 (2.500 fm) og 16A (2.540 fm) verði sameinaðar.
Afgreiðslu frestað þar sem ekki kemur nákvæmlega fram hvar lóð nr. 16A er staðsett.
 
 

9.  

Flóahreppur

Loftsstaðir-Eystri lnr 165472: Loftsstaðir-Eystri 7-18: Stofnun lóða – 1711060

Lögð fram umsókn Fasteignasölu Lögmanna Suðurlands dags. 24. nóvember 2017 um stofnun 18 lóða úr landi Loftsstaða-Eystri lnr. 165472. Meðfylgjandi er landskiptagjörð dags. 20. nóvember 2017 auk lóðablaða yfir þær lóðir sem óskað er að verði stofnaðar. Hluti lóðanna hafa þegar verið í deiliskipulagi svæðisins og er þar gert ráð fyrir að þær fái nöfnin Fornibær, Grilla, Skollhóll, Glæsibær, Fornufjós, Eystri-Loftstaðir 2. Gert er ráð fyrir að hinar lóðirnar fái nafnið Loftstaðir-Eystri og svo númer á eftir, frá 7 og upp í 18.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar um nýja tengingu inn á þjóðveg. Þá þarf einnig að lagfæra númer lóða sem eru utan bæjartorfu. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
10.   Loftsstaðir-Vestri lnr 165512: Ferðaþjónusta: Tjöld og þjónustuhús: Deiliskipulag – 1712001
Lögð fram umsókn Ernis Skorra Péturssonar dags. 30. nóvember 2017 um hvort að heimilt verði að setja upp gistiþjónustu á Loftsstöðum-Vestri í formi 10-25 innréttaðra tjalda sbr. meðfylgjandi myndir. Auk tjalda er gert ráð fyrir 30-60 fm þjónustuhúsi með sturtu- og salernisaðstöðu.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda framkvæmda að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið og í ljósi umfangsins telur nefndin að breyta þurfi aðalskipulagi á þann veg að svæðið verði afmarkað sem verslun- og þjónustu eða ferðaþjónustu og afþreyingarsvæði í aðalskipulagi.
 
11.   Syðri-Gróf lóð lnr 166419: Syðri-Gróf Rimi: Staðfest afmörkun og breytt heiti lóðar – 1712004
Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu dags. 1. desember 2017, f.h. eiganda Syðri-Grófar lóð lnr. 166419, þar sem óskað er eftir samþykkt á hnitsettri afmörkun lóðarinnar auk þess að hún fái heitið Syðri-Gróf Rimi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar og ekki heldur breytt heiti hennar. Ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
 

12.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Sandlækur 1 lóð 5 lnr 166643: Rauðhólatún: Stofnun lóðar – 1712007

Lögð fram umsókn Sesselju Loftsdóttur og Gunnhildar Loftsdóttur dags. 9. nóvember 2017 um skiptingu landsins Sandlækur 1 land 5 lnr. 166643 í tvo hluta. Gert er ráð fyrir að stofnuð verði nú 8,78 ha spilda með heitið Rauðhólatún og að landið sem eftir verður (5,12 ha) fái nafnið Grandi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skiptingu lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við ný nöfn. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
13.   Skeiðháholt 1 lnr 166494: Skeiðháholt 1A: Stofnun lóðar – 1712005
Lögð fram umsókn Eflu Verkfræðistofu, dags. 1. desember 2017, f.h. eigenda Skeiðháholts 1 lnr. 166494 um stofnun nýrrar 10.965 fm íbúðarhúsalóðar.
Ekki er gerð athugasemd við stofnun íbúðarhúsalóðar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands á hnitsetningu lóðarmarka og grenndarkynningu á því að á lóðinni verði byggt ibúðarhús. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
14.   Álftröð lnr 222125 (Engjateigur): Álfholt: Breytt heiti lóða – 1711059
Lögð fram umsókn B. Guðjónsdóttir ehf. um stofnun fimm lóða úr landinu Álftröð lnr. 222125. Eru lóðirnar í samræmi við gildandi deiliskipulagi en óskað er eftir að þær fái annað nafn en kemur fram á skipulaginu. Er óskað eftir að lóðirnar fái heitið Álfholt 1,2,3,4,5 en ekki Engjateigur 2,4,6,8,10.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lóðirnar fái heitið Álfholt.
 
15.   Bláskógabyggð

Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 1711058

Lögð fram tvö bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir gögnum vegna kæru Kayakklúbbsins annarsvegar og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Landverndar hinsvegar vegna samþykktar sveitarfélagsins Bláskógabyggðar á að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir Brúarvirkjun.
 
16.   Öll sveitarfélög

Skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands: Til kynningar – 1712010

Lögð fram til kynningar skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
 
17.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 17 – 68 – 1711006F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. nóvember 2017.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15        

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

___________________________                       ___________________________