10 nóv Skipulagsnefnd fundur nr. 144 – 9. nóvember 2017
Skipulagsnefnd – 144. fundur Skipulagsnefndar
haldinn Aratunga, 9. nóvember 2017
og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu:
Árni Eiríksson, Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson, Formaður, Helgi Kjartansson, Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir, Aðalmaður, Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson, Byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
2. |
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Sandlækur 1 land 2 lnr. 201307: Sandholt 1-8: Deiliskipulag – 1703092 |
|
Lögð fram að lokinni auglýsingu, tillaga að deiliskipulagi sem nær til 17,5 ha svæðis úr landinu Sandlækur I land 2 þar sem gert er ráð fyrir 6 um 1,5 ha frístundahúsalóðum á holti sem kallast Sandholt og draga lóðirnar heiti sitt af því. Tillagan var auglýst 31. ágúst sl. með athugasemdafresti til 13. október. Engar athugasemdir bárust utan umsagna frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vegagerðarinnar. Til að koma til móts við umsögn Vegagerðarinnar er tillagan lögð fram með breytingu á tengingu svæðisins við þjóðveg. Í tölvupósti vegagerðarinnar dags. 7. nóvember sl. kemur fram að ekki sé gerð athugasemd við breytta aðkomu. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið verði samþykkt með ofangreindum breytingum. | ||
3. | Löngudælaholt lóð 21 lnd 166670: Aðstöðuhús og geymsla: Fyrirspurn – 1711009 | |
Lögð fram fyrirspurn Landshúsa ehf. dags. 24. október 2017 um hvort að heimilt sé að byggja 60-100 fm aðstöðuhús/fjölnotahús á lóðinni Löngudælaholt 21. Húsið yrði að hluta köld geymsla en einnig upphitað. Yrði húsið notað fyrir tæki en einnig yrði mögulega útbúnar stíur fyrir 4-6 hesta, auk snyrtingar. | ||
Skipulagsnefnd mælir ekki með að samþykkt verði að byggja 60-100 fm aðstöðuhús á lóðinni, enda er almennt ekki gert ráð fyrir svo stórum aukahúsum á lóðum innan frístundahverfa. | ||
4. | Flóahreppur
Svarfhólsvöllur lnr. 166322: Golfvöllur Selfoss: 1. áfangi: Framkvæmdaleyfi – 1711007 |
|
Lagt fram erindi Sveitarfélagsins Árborgar og Golfklúbbs Selfoss dags. 31. október 2017 um framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga fyrirhugaðra golfbrauta á Svarfhólsvelli. | ||
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að leita umsagnar Fiskistofu og heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Einnig er skipulagsfulltrúa falið að kynna málið fyrir eigendum Laugardæla. | ||
5. | Hólmasel 2 lnr 225221: Deiliskipulag – 1708068 | |
Með auglýsingu sem birtist 5. október sl. var kynnt lýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir nýtt lögbýli sem stofnað verður á um 58 ha spildu úr landi Hólmasels. Borist hafa umsagnir frá Minjastofnun, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands auk þess sem ein athugasemd barst á kynningartíma. Þá er lögð fram umsögn skipulagsráðgjafa um atriði sem fram koma í umsögnum og athugsaemd. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd að unnið verði áfram að gerð deiliskipulagstillögu fyrir svæðið þar sem m.a. þarf að koma fram hvernig leysa eigi mál varðandi fráveituskurði. | ||
6. | Bláskógabyggð
Þingvallavegur 36-04: Endurbætur á vegi: Mat á umhverfisáhrifum: Umsagnarbeiðni – 1711014 |
|
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 7. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir umsögn um hvort að fyrirhuguð framkvæmd við endurbætur þjóðvegar milli þjónustumiðstöðvar á Þingvöllum og vegamóta við Vallarveg skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. | ||
HK og GÞ telja að þar sem um sé að ræða endurbætur á vegi í núverandi vegstæði að þá skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. BSB, ÁE, HH og NJ telja að þar sem um er að ræða viðkvæmt svæði innan þjóðgarðs og að brekkun vegar muni fela í sér aukið rask þá skuli framkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. | ||
7. | Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Árnes: Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Breyting á landnotkun: Aðalskipulagsbreyting – 1704045 |
|
Á fundi skipulagsnefndar þann 27. október sl. var tekin fyrir að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi innan þéttbýlisins Árness og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breytingin var í kjölfarið tekin fyrir og samþykkt í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fundi 1. nóvember sl. Við afgreiðslu málsins í skipulagsnefnd láðist að leggja fram eitt athugasemdabréf sem barst á kynningartíma. Er aðalskipulagsbreytingin því lögð fram að nýju ásamt þeim tveim athugasemdabréfum sem bárust á kynningartíma. Þá liggur fyrir tillaga að umsögn um efnistatriði athugasemda. | ||
Skipulagsnefnd telur að innkomnar athugasemdir gefi tilefni til breytinga á tillögunni og samþykkir fyrirliggjandi umsögn um innkomnar athugasemdir. Lagt er til að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna að nýju. | ||
8. | Nónsteinn og Bugðugerði: Árnes: Stækkun lóðar og fjölgun: Deiliskipulagsbreyting – 1706022 | |
Á fundi skipulagsnefndar þann 27. október sl. var tekin fyrir að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulag innan þéttbýlisins Árness og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breytingin var í kjölfarið tekin fyrir og samþykkt í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fundi 1. nóvember sl. Við afgreiðslu málsins í skipulagsnefnd láðist að leggja fram eitt athugasemdabréf sem barst á kynningartíma. Er deiliskipulagsbreytingin því lögð fram að nýju ásamt þeim tveim athugasemdabréfum sem bárust á kynningartíma. Þá liggur fyrir tillaga að umsögn um efnistatriði athugasemda. | ||
Skipulagsnefnd telur að innkomnar athugasemdir gefi tilefni til breytinga á tillögunni og samþykkir fyrirliggjandi umsögn um innkomnar athugasemdir. Lagt er til að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna að nýju. | ||
9. |
Öll sveitarfélög
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 17 – 66 – 1710006F |
|
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. nóvember 2017. | ||
1. | Áætlanagerð Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar – 1711021 | |
Hreinn Óskarsson og Hrefna Jóhannesdóttir hjá Skógrækt ríkisins kynntu fyrirhugaða vinnu við gerð lands- og landshlutaáætlanir fyrir skógrækt og landgræðslu. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:28
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________