Skipulagsnefnd fundur nr. 140 – 14. september 2017

Skipulagsnefnd – 140. fundur Skipulagsnefndar

haldinn Árnes, 14. september 2017

og hófst hann kl. 08:30

 

Fundinn sátu

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Þorgeirsson, Helgi Kjartansson, Nanna Jónsdóttir, Halldóra Hjörleifsdóttir, Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Hraunbraut 10: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1708055

Lögð fram umsókn Guðmundar Finnbogasonar dags. 21. ágúst um byggingarleyfi fyrir 237,2 fm íbúðarhúsi á lóðinni Hraunbraut 10 á Borg. Óskað er eftir leyfi til að fara út fyrir byggingarreit nyrst á lóðinni, þannig að húsið verði í um 5 m fjarlægð frá lóðarmörkum í stað 10 m.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda útgáfu byggingarleyfis að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar.
2.   Hallkelshólar 1 lnr. 168247: Hallkelshólar 17, 35, 48, 73, 74, 95 og 115: Stofnun lóða – 1709019
Lögð fram umsókn um stofnun 7 lóða úr landi Hallkellshóla lnr. 168247. Um er að ræða lóðirnar 17, 35, 48, 73, 74, 95 og 115.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lands á hnitsetningu lóðarmarka.
3.   Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting – 1501013
Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða nr. 1-40 við Ásabraut og Lokastíg 1-10 úr landi Ásgarðs. Tillaga var grenndarkynnt með bréfi dags. 4. október og gefinn frestur til 1. nóvember til að koma með athugasemd. Eitt athugasemdarbréf barst og varðar afmörkun Ásabrautar 17 og 19. Nú liggur fyrir samkomulag í málinu og er tillagan því lögð fram að nýju með minniháttar breytingu.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna með minniháttar breytingu í samræmi við ofangreint með fyrirvara um skriflega staðfestingu á samkomulaginu.
4.   Landgræðsluhús suður af stóra Björnsfelli: Byggingarleyfi: Fyrirspurn – 1709029
Lögð fram umsókn Jóhanns Kristjánssonar dags. 25. júlí 2017 um byggingarleyfi fyrir aðstöðuhúsi í tengslum við landgræðsluverkefni a svæði suður af stóra Björnsfelli.
Skipulagsnefnd telur að ekki sé hægt að taka afstöðu til erindisins þar sem um er að ræða svæði innan þjóðlendu og ekki liggur fyrir afstaða Forsætisráðuneytisins sem fer með umráðarétt ríkisins um landið.
5.   Lundeyjarsund 10: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – 1708074
Lögð fram umsókn Litamálunar ehf. dags. 28. ágúst 2017 um byggingarleyfi fyrir rúmlega 33 fm geymslu úr timbri á lóðinni Lundeyjarsundi 10. Fram kemur að húsið er 7,5 m frá lóðarmörkum en fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar (Lundeyjarsund 12) á staðsetningu hússins.
Skipulagsnefnd mælir ekki með að byggingarleyfið verði samþykkt vegna nálægðar við lóðarmörk auk þess sem aukahús mega engöngu vera 25 fm að stærð skv. gildandi deiliskipulagi.
 

6.  

Bláskógabyggð

Útey l lóð lnr. 168185 (lóð nr. 20): Staðfesting á afmörkun lóðar – 1709025

Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu dags. 5. september 2017 f.h. landeigenda, um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Útey lóð 168185. Er lóðin 11.407 fm að stærð og liggur á milli Laugarvatnsvegar og lækjarins Kvíslar. Lóðin tengist Laugarvatsvegi um aðkomuveg sem sýndur er á uppdrætti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar en samþykkir ekki nýja tengingu við Laugarvatnsveg. Að mati nefndarinnar ættu allar lóðir úr Útey vestan megin þjóðvegar að tengjast þjóðvegi með sömu tengingu.
7.   Útey 1 lóð lnr. 168183 (lóð nr. 18): Staðfesting á afmörkun lóðar – 1709024
Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu dags. 5. september 2017 f.h. landeigenda, um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Útey lóð 168183. Er lóðin 9.438 fm að stærð og liggur á milli Laugarvatnsvegar og lækjarins Kvíslar. Aðkoma lóðin tengist Laugarvatsvegi um aðkomuveg sem sýndur er á uppdrætti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar en samþykkir ekki nýja tengingu við Laugarvatnsveg. Að mati nefndarinnar ættu allar lóðir úr Útey vestan megin þjóðvegar að tengjast þjóðvegi með sömu tengingu.
8.   Útey 1 lóð lnr. 168182 (lóð nr. 17): Staðfesting á afmörkun lóðar – 1709022
Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu dags. 5. september 2017 f.h. landeigenda, um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Útey lóð 168182. Er lóðin 9.961 fm að stærð og liggur á milli Laugarvatnsvegar og lækjarins Kvíslar. Lóðin tengist Laugarvatsvegi um aðkomuveg sem sýndur er á uppdrætti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands á hnitsetningu lóðarmarka. Skipulagsnefnd telur þó æskilegt að lóðin, ásamt aðliggjandi lóð (lnr. 168181), tengist þjóðvegi um aðliggjandi veg en ekki núverandi tengingu.
9.   Útey 1 lóð lnr. 168178 (lóð nr. 13): Staðfesting á afmörkun lóðar – 1709021
Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu dags. 5. september 2017 f.h. landeigenda, um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Útey lóð 168178. Er lóðin 7.477 fm að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarka.
10.   Útey 1 lóð lnr. 168175 (lóð nr. 10): Staðfesting á afmörkun lóðar – 1709020
Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu dags. 5. september 2017 f.h. landeigenda, um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Útey lóð 168185. Er lóðin 10.53 fm að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarka.
11.    

Leyndarholt lnr. 224673: Deiliskipulag vegna nýbygginga: Fyrirspurn – 1709036

Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu dags. 6. september 2017, f.h. landeigenda, þar sem óskað er eftir heimild til að hefja deiliskipulagsvinnu á landinu Leyndarholt lnr. 224673. Landið er 7,5 ha að stærð og er þar fyrirhugað að byggja þar íbúðarhús, skemmu og hesthús.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu með fyrirvara um að landið verði skráð sem lögbýli. Skipulagsfulltrúa falið að kynna lýsingu deiliskipulags skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
12.   Hólmasel 2 lnr 225221: Deiliskipulag: Fyrirspurn – 1708068
Lögð fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á landinu Hólmasel 2 lnr. 22521 í Flóahreppi. Heildarstærð landsins er 58,1 ha en skipulagssvæðið nær til um 14,3 ha svæðis næst Villingaholtsvegi. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhús, hesthúss og skemmu ásatm húsnæði fyrir starfsfólk og gesti. Gert er ráð fyrir að sótt verði um stofnun lögbýlis samhliða deiliskipulagsvinnunni.
Að mati skipulagsnefndar samræmist lýsingin gildandi aðalskipulagi, með fyrirvara um að sveitarstjórn samþykki að stofnað verði nýtt lögbýli á spildunni. Gera þarf lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa. Er mælt með að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Leitað verði umsagnar Minjastofnunar Íslands, Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
13.   Langholt 1 land 2A lnr. 218349: Landnotkun breytt í verslun- og þjónustu: Aðalskipulagsbreyting – 1703054
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps sem nær til lóðarinnar Langholt 1 land 2A (lnr. 218349) úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu. Svæðið sem um ræðir er nokkuð austan Langholtsvegar, norðaustan sumarhúsasvæðis úr landi Hallanda. Gert er ráð fyrir að á landinu verði byggð allt að 10 heilsárshús til útleigu. Tillagan var kynnt með auglýsingu 31. ágúst og barst eitt athugasemdabréf.
Með vísun í samþykkt sveitarstjórnar Flóahrepps 13. september 2017 er málinu hafnað.
14.   Hvammsvirkjun: Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall: Deiliskipulag – 1509062
Lagðar fram til kynningar athugasemdir og umsagnir sem bárust við tillögu að deiliskipulagi Hvammsvirkjunar sem auglýst var 24. maí 2017 samhliða breytingu á aðalskipulagi hluta svæðisins og frummatsskýrslu.
Málinu frestað til næsta fundar.
15.   Reykholt í Þjórsárdal: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1709046
Lögð fram umsókn Rauðakambs ehf. dags. 8. september 2017 um breytingu aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á svæði við Reykholt í Þjórsárdal. Óskað er eftir að svæðið verði skilgreint sem svæði fyrir verslun- og þjónustu og er jafnframt lögð fram tillögu að lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010, með fyrirvara um lagfæringar á texta í samráði við skipulagsfulltrúa.
16.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 17 – 62 – 1709001F
Lagðar fram afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 6. september 2017.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________