26 feb Skipulagsnefnd fundur nr. 105 – 25. febrúar 2016
Skipulagsnefnd – 105. fundur
haldinn Laugarvatn, 25. febrúar 2016
og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu:
Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Ragnar Magnússon Varaformaður, Ingibjörg Harðardóttir Varamaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
1. |
Grímsnes- og Grafningshreppur
Efri-Brú Sökk lóð 5 lnr. 198862: Deiliskipulag – 1511003 |
|
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi þriggja frístundahúsalóða á landi sem heitir Sökk lóð 5 úr landi Efri-Brúar. Tillagan var auglýst 7. janúar 2016 með athugasemdafresti til 19. febrúar. Tvær athugasemdir bárust sem báðar varða suður landamörk svæðisins, þ.e. að afmörkun svæðisins miðist ekki við þá girðingu sem hefur afmarkað landið. | ||
Fyrir liggur að umsækjandi deiliskipulags óskar eftir að deiliskipulaginu verði breytt til að koma til móts við innkomnar athugasemdir. Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið með þessari breytingu. | ||
2. | Borgarbraut 10: Umsókn um byggingarleyfi: Einbýlishús – bílgeymsla – 1602013 | |
Sótt er um að byggja bílgeymslu með tengibyggingu við einbýlishús úr timbri 49,2 ferm. Heildarstærð 167,3 ferm og 585,6 rúmm. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er eingöngu heimilt að reisa 36 fm bílskúr án tengingu við íbúðarhúsið og miðast byggingarreitur við það. | ||
Í ljósi þess að á aðliggjandi lóð, Borgarbraut 8, var deiliskipulagi breytt til að heimila sambærilega framkvæmd mælir skipulagsnefnd með að sveitarstjórn samþykki að breyta deiliskipulaginu til samræmis við ofangreinda umsókn. Breytingin er að mati nefndarinnar óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem aðliggjandi hagsmunaaðili er leyfisveitandinn. | ||
3. | Ljósafossskóli sundlaug lnr. 168930: Breyting á heiti lóðar – 1602038 | |
Lögð fram umsókn um breytingu á heiti lóðarinnar Ljósafosskóli sundlaug lnr. 168930. Lagðar eru fram 3 tillögur að nafni, 1. Ljósafoss, 2. Ljósafoss 1 og 3. Ljósatröð. | ||
Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. | ||
4. | Klausturhólar 10 lnr. 168962: Breyting frístundasvæðis í landbúðarsvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1602040 | |
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Klausturhólar 10 lnr. 168962 dags. 17. febrúar 2016 um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps á þann veg að hægt verði að stofna smábýli á lóðinni sem er 3 ha að stærð. Markmið breytingarinnar er að geta haft fasta búsetu og einnig byggja upp ferðaþjónustu. | ||
Í ljósi þess að lóðin er 3 ha að stærð með sér aðkoma frá þjóðvegi gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að aðalskipulagi svæðisins verði breytt til samræmis við ofangreinda umsókn. Mælt er með að umsókninni verði vísað til vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins. | ||
5. | Hæðarendi 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Fyrirspurn – 1602041 | |
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Karls Jónssonar dags. 16. febrúar 2016 um heimild til útbúa jarðbað/náttúrulaug við núverandi fjárhús í landi Hæðarenda lnr. 168254 og jafnframt breyta fjárhúsunum í aðstöðu fyrir baðgesti. | ||
Að mati skipulagsnefndar er umsóknin í samræmi við ákvæði aðalskipulags um að á landbúnaðarsvæðum megi gera ráð fyrir takmarkaðri þjónustu og léttum iðnaði, sem einkum þjónar ferðaþjónustu eða frístundabyggðum (bls. 83 í greinargerð). Í ljósi nálægðar við aðliggjandi frístundabyggð telur nefndin að vinna þurfi deiliskipulag fyrir svæðið áður en samþykkt verði að breyta notkun núverandi húsa úr fjárhúsi í aðstöðu fyrir baðgesti. | ||
6. | Mosfellsheiði: Borun niðurrennslisholu og eftirlitsholna: Framkvæmdaleyfi – 1602054 | |
Lögð fram umsókn Orku Náttúrunnar dags. 16. febrúar 2016 um framkvæmdaleyfi vegna borunar nýrrar niðurrennslisholu á Mosfellsheiði og sumarförgunar á heitu vatni í hana. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsögn með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og annarra viðeigandi umsagnaraðila. | ||
7. | Grænahlíð: Efri-Brú: Íbúðasvæði: Deiliskipulagsbreyting – 1602048 | |
Lögð fram umsókn um breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðisins Grænuhlíðar (2. áfangi Stapabyggðar) úr landi Efri-Brúar. Deiliskipulagið skarast lítillega við afmörkun skipulagssvæðis aðliggjandi frístundabyggðar (1. áfangi Stapabyggðar) og með breytingunni er verið að lagfæra það. Ekki hafa verið stofnaðar lóðir á skipulagssvæðinu og eru eigendur því einu hagsmunaaðilarnir á svæðinu. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulagsbreytinguna og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki eru um aðra hagsmunaaðila að ræða en umsækjendur. | ||
8. |
Hrunamannahreppur
Hvítárdalur 166775: Hvítárdalur 2: Stofnun lóðar – 1602039 |
|
Lögð fram umsókn eigenda Hvítárdals lnr. 166775 dags. 17. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir að jörðinni verði skipt í tvær sjálsfstæðar eignir. Meðfylgjandi er lóðablað VSÓ Ráðgjafar í mkv. 1:10.000 sem sýnir skiptingu 98,6 ha spildu úr jörðinni sem mun fá heitið Hvítárdalur 2. Eftir verða 9,1 ha utan um núverandi bæjartorfu. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar Hvítárdalur 2 með fyrirvara um samþykki vegagerðarinnar á tengingu við þjóðveg, að stærð landsins miði við þurrlendið og samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu jarðamarka. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. | ||
9. |
Flóahreppur
Langholt 2 lnr. 166249: Deiliskipulag – 1509072 |
|
lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi sem nær til 1 ha svæðis úr landi Langholts 2 (lnr. 166249). Tillagan var auglýst 7. janúar 2016 með athugasemdafresti til 19. febrúar og bárust athugasemdir frá eigendum Langholts 1, Hallanda og Krosshóls sbr. bréf dags. 27. og 29. janúar og 7. febrúar 2016. | ||
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið með þeirri breytingu að byggingarreitur verði í 50 m fjarlægð frá Hallandavegi til samræmis við ákvæði skipulagsreglugerðar. | ||
10. | Hurðarbak 166350: Hurðarbak 1: Stofnun lóðar – 1602049 | |
Lögð fram umsókn eigenda Hurðarbaks lnr. 166350 í Flóahreppi dags. 16. febrúar 2016 um stofnun 33.007 fm lóðar utan um núverandi íbúðarhús. Lóðin mun fá nafnið Hurðarbak 1. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar Hurðarbak 1 með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu landamarka. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. | ||
11. | Hurðarbak lóð 194373: Breyting á afmörkun – 1602050 | |
Lögð fram umsókn eigenda Hurðarbaks lóð lnr. 194373 í Flóahreppi dags. 16. febrúar 2016 um breytingu á afmörkun lóðarinnar án þess að stærð hennar breytist. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á afmörkun lóðarinnar. | ||
12. |
Bláskógabyggð
Brekka: Frístundabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1506082 |
|
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem felst í að 7 ha svæði úr landi Brekku er breytt úr landbúnaðarsvæði í frístundabygg. Tillagan var auglýst 7. janúar 2016 með athugasemdafresti til 19. febrúar. Ein athugasemd barst auk þess sem fyrir liggja umsagnir Skógræktar ríkisins og Umhverfisstofnunar. | ||
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjenda við innkomnum athugasemdum. | ||
13. | Fljótsholt: Reykholt: Fyrirspurn – 1502075 | |
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Fljótsholt í Reykholtisem felst í að gert er ráð fyrir 6 parhúsum á bilinu 100-140 fm að stærð auk 4 einbýlishúsa á bilinu 100-120 fm. Öll hús verða á einni hæð. Tillagan var auglýst 7. janúar 2016 með athugasemdafresti til 19. febrúar. Ein athugasemd barst sbr. bréf dags. 18. febrúar 2016 þar sem gerð er athugasemd við þéttleika byggðar á lóðinni sem muni hugsanlega valda ónæði. Þá liggja fyrir viðbrögð skipulagshönnuðar dags. 22. febrúar 2016, f.h. umsækjanda, við atriðum athugasemdar. | ||
Skipulagsnefnd telur að fyrirliggjandi athugasemd gefi ekki tilefni til breytinga á deiliskipulaginu enda er nýtingarhlutfall svæðisins í samræmi við það sem almennt tíðkast á íbúðarsvæðum í þéttbýli. Mælt er með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið óbreytt. | ||
14. | Gistiheimilið Iðufell 167389: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1602042 | |
Lögð fram umsókn Norverk efh. dags. 17. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem nær til lóðar Iðufells í Laugarási. Óskað er eftir að svæði fyrir verslun- og þjónustu stækki á kostnað íbúðarsvæðis. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að aðalskipulagi lóðarinnar verði breytt til samræmis við ofangreinda umsókn. Mælt er með að sveitarstjórn samþykki að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv. 1. mgr. 30. gr. og strax í kjölfarið tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. | ||
15. | Tröllhálsnáma við Kaldadalsveg (550-02): Efnistaka: Framkvæmdaleyfi – 1602044 | |
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 18. febrúar 2016 um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námu við Tröllháls (Ormavelli) í Þingvallasveit, sem merkt er sem náma e2 í gildandi aðalskipulagi. Efnistakan er ætluð vegna lagningar slitlags á hluta Kaldadalsvegar og er gerð ráð fyrir að taka um 12.500 m3 á um 5.000 m2 svæði. Framkvæmdin fellur undir ákvæði 2. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, þ.e. er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar (liður 2.02 í 1. viðauka). | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. | ||
16. | Stekkjartún lnr. 167352: Stekkjartún 1 og 2: Stofnun lóðar – 1602046 | |
Lögð fram umsókn Jóhanns Gunnarssonar dags. 28. janúar 2016 þar sem óskað er eftir að lóðinni Stekkjartún lnr. 167352 verði skipt í tvær lóðir. Á lóðinni er í dag 53 fm sumarhús byggt 1967. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skiptingu lóðarinnar en bendir á að ekki er hægt að byggja á nýrri lóð nema á grundvelli deiliskipulags. | ||
17. | Stíflisdalur lóð 1 lnr. 170790: Byggingarleyfi fyrir skemmu: Fyrirspurn – 1602051 | |
Lögð fram fyrirspurn Eiríks Karlssonar dags. 17. febrúar 2016 um hvort að heimilt sé að byggja 100 fm skemmu á lóðinni Stíflisdalur lóð 1 lnr. 170790. Lóðin er frístundahúsalóð og er skráð 5.000 fm að stærð. Samhliða framkvæmd yrðu 3 smáhýsi sem eru á lóðinni fjarlægð. Á lóðinni er líka skráð 66 fm frístundahús. | ||
A) Að mati skipulagsnefndar samræmist bygging 100 fm skemmu á 5.000 fm lóð ekki samþykktum Bláskógabyggðar um stærð aukahúsa á frístundahúsalóðum, þ.e. að þau geti að hámarki verið 30 fm. Umsókninni er því hafnað. | ||
18. |
Skálabrekka lóð: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og bátaskýli: Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 1602052 |
|
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. febrúar 2016 þar sem kynnt er kæra Axels Helgasonar dags. 16. febrúar 2016 varðandi ákvörðun skipulagsnefndar frá 7. janúar 2016 um umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi á lóð hans í landi Skálabrekku. | ||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda úrskurðarnefnd gögn varðandi afgreiðslu málsins. | ||
19. | Einiholt 1 land 1: Verslun- og þjónusta: Aðalskipulagsbreyting: Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 1602053 | |
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. febrúar 2016 þar sem kynnt er kæra dags. 12. febrúar 2016 vegna breytingar á aðalskipulagi á spildu úr landi Einiholts. | ||
Skipulagsnefnd bendir á að skv. 1. mgr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru ákvarðanir sem Skipulagsstofnun og ráðherra staðfesta ekki kæranlegar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Skipulagsfulltrúa er falið að svara bréfi nefndarinnar. | ||
20. |
Heiðarbær lóð 222397: Fyrirhugað deiliskipulag vegna byggingarframkvæmda: Fyrirspurn – 1507009 |
|
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi sem nær til tveggja um 1,5 ha frístundahúsalóða í landi Heiðarbæjar á svæði milli Torfadalslækjar og Móakotsár. Aðkoma að lóðunum er frá Þingvallavegi (nr. 36). Tillagan var auglýst 7. janúar 2016 með athugasemdafrest til 19. febrúar. Athugasemd barst frá ábúendum Heiðarbæjar 1 og 2 með tölvupósti dags. 11. febrúar. Þá liggja fyrir viðbrögð umsækjenda deiliskipulags í tölvupósti dags. | ||
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu þar til umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðuðurland, Minjastofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar liggja fyrir. | ||
21. |
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Búrfellsvirkjun: Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi: Deiliskipulagsbreyting – 1602043 |
|
Lögð fram umsókn Landsvirkjunar dags. 18. febrúar 2016 um breytingu á deiliskipulagi Búrfellsvirkjunar sem nýlega tók gildi. Eru breytingarnar tilkomnar þar sem hönnun hefur þróast frá verkhönnun og í útboðshönnun. Meðfylgjandi er lýsing dags. 18. febrúar 2016 þar sem farið er yfir breytingar og upplýsingar sem fram eiga að koma í umhverfisskýrslu. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreinda lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagna Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og leita leiðbeininga um málsmeðferð hjá Skipulagsstofnun. | ||
22. | Búrfellsvirkjun: Stækkun virkjunar: Framkvæmdaleyfi – 1601024 | |
Lögð fram til kynningar drög að samkomulagi um byggingar- og framkvæmdareftirlit með stækkun Búrfellsvirkjunar. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við drögin og felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að vinna áfram að málinu. | ||
23. | Stóri-Núpur 2 lnr. 166610: 3 nýjar spildur: Stofnun lóða – 1602045 | |
Lögð fram umsókn dags. 11. febrúar 2016 um stofnun 3 lóða úr landi Stóra-Núps 2 lnr. 166610. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna þriggja með fyrirvara um lagfæringar á gögnum í samráði við Skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. | ||
24. |
Ásahreppur
Holtamannaafréttur: Breyting á afmörkun þjóðlendu á uppdrætti – 1602047 |
|
Lagður fram uppdráttur sem sýnir hnitsetta afmörkun þjóðlendunnar Holtamannaafréttur lnr. 221893. | ||
Að mati nefndarinnar ætti afmörkun þjóðlendunnar að fara eftir sveitarfélagamörkun Ásahrepps og Rangárþings Ytra. Miðað við það er hnitpunkturinn ho1 í Sultartangalóni ekki réttur. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir áliti óbyggðanefndar á málinu. | ||
25. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-24 – 1602004F | |
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 17. febrúar 2016. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________