Skipulagsnefnd fundur nr. 118 – 27. september 2016

Skipulagsnefnd – 118. fundur  

haldinn Flúðir, 27. september 2016

og hófst hann kl. 15:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

1.   Bláskógabyggð

Markholt lnr. 218923, Einiholtsás lnr. 222246 og Kistutjarnir lnr. 222245: Ferðaþjónusta og lögbýli: Aðalskipulagsbreyting – 1609028

Lögð fram umsókn Arwen Holdings ehf dags. 2. september 2016 um breytingu á aðalskipulagi á svæði sem nær til lóðanna Markholt/Vörðuholt. Fyrirhugað er að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu. Svæðið er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði og í gildi er deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu ferðaþjónustu.
Að mati skipulagsnefndar er æskilegt miðað við umfang fyrirhugaðrar ferðaþjónuststarfsemi að afmarka hluta svæðisins sem svæði fyrir verslun og þjónustu. Málinu vísað til vinnu við endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.
2.   Hakið: Þingvellir: Aðkoma að þjóðgarði: Þjónustustígur: Framkvæmdaleyfi – 1609029
Lögð fram umsókn Þjóðgarðsins á Þingvöllum dags. 9. september 2016 um framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegi að gestastofu á Hakinu vegna framkvæmda við stækkun hennar ásamt aðstöðusvæði. Vegurinn verður síðar notaður sem þjónustuvegur og aðstöðusvæðið fer undir nýtt bílastæði skv. breytingu á deiliskipulagi sem verður auglýst á næstunni. Fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um matslýsingu deiliskipulagsbreytingarinnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegi og aðstöðusvæði við Hakið með fyrirvara um að Minjastofnun taki út framkvæmdasvæðið áður en framkvæmdir hefjast þar sem umsögn stofnunarinnar um deiliskipulag svæðisins liggur ekki fyrir.
3.   Heiði lóð 23-24-25 23R lnr 167328: Gróðurhús: Deiliskipulag: Fyrirspurn – 1609040
Lögð fram fyrirspurn eigenda lóðarinnar Heiði lóð 23-24-25 við Faxa um hvort að reisa megi gróðurhús sem er 8 m langt, 4 m breitt með mænishæð 2,73. Lóðin er 16.271 fm að stærð og er búið að byggja 60,8 fm hús og 7,7 fm geymsla.
Að mati skipulagsnefndar þarf að gera breytingu á deiliskipulagi svæðisins og breyta leyfilegri stærð aukahúsa.
4.   Varmagerði 167143: Laugarás: Breytt notkun húss: Deiliskipulagsbreyting: Fyrirspurn – 1609041
Lögð fram fyrirspurn Sigríðar Ósk Jónsdóttur dags. 20. september 2016 um leyfi til að breyta notkun húss á lóðinni Varmagerði í Laugarási í veitingasölu og verslun. Húsnæðið er í dag nýtt sem lager og geymsla. Lóðin er í aðal- og deiliskipulagi skilgreint sem garðyrkjulóð
Að mati skipulagsnefndar samræmist fyrirhuguð breyting húsnæðis ekki gildandi aðal- og deiliskipulagi svæðisins þar sem lóðin er skilgreint sem garðyrkjulóð en ekki lóð fyrir verslun- og þjónustu.
5.   Hrísholt 10 lnr. 200495: Breytt afmörkun lóðar – 1609046
Lagt fram lagfært lóðablað yfir lóðina Hrísholt 10 á Laugarvatni. Búið er að færa lóðarmörk sem liggja að vegi lítillega til að búa til meira pláss á vegsvæði.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við breytta afmörkun lóðarinnar.
 

6.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Stóra-Borg 168281: Umsókn um byggingarleyfi: Vélageymsla – 1609026

Sótt er um leyfi til að rífa mhl 15, 16 og 17 (véla/verkfærageymsla, fjárhús) sem er áfast mhl 08 og byggja vélageymslu á sama stað. Stærð vélageymslu er 15x20m.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna teikningarnar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir hagsmunaaðilum á bæjartorfunni.
 

7.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Urðarholt (Réttarholt B) lnr. 223803: Stækkun lóðar – 1609045

Lagt fram lagfært lóðablað fyrir landið Urðarholt lnr. 223803. Landið er í dag 40,7 ha en verður 41,2 ha auk þess sem hnitsetning breytist lítillega.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við lagfærða afmörkun spildunnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands á hnitsetningu landamerkja.
8.   Búrfellsvirkjun 166701: Ýmsar breytingar í ferli: Deiliskipulagsbreyting – 1609042
Lögð fram umsókn Landsvirkjunar dags. 22. september 2016 um heimild til að breyta deiliskipulagi Búrfellsvirkjunar. Meðfylgjandi er matslýsing dags. 20. september 2016 þar sem farið er yfir fyrirhugaðar breytingar og hvernig fjallað verður um möguleg umhverfisáhrif. Verða gerða breytingar sem varða m.a. efnistöku- og efnislosunarsvæði, legu rafstrengs, legu vegar yfir frárennslisskurð, lóðarmörkum, vinnubúðasvæðum o.fl. Þá verður einnig gert ráð fyrir þjónustuhúsum við Hjálparfoss og í nágrenni þjóðveldisbæjar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd og felur skipulagsfulltrúa að leita samráðs við Skipulagsstofnun í samræmi við 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.
9.   Réttarholt B lnr. 223803: Urðarholt: Aðalskipulagsbreyting: Umsókn – 1606007
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 16. september 2016 um lýsingu breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem nær til svæðis við Árnes.
Skipulagsnefnd mælir með að kynnt verði skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að afmörkun þettbýlisins Árnes minnkar þannig að svæði austan athafnalóða skv. deiliskipulagi verði utan þéttbýlisins. Svæði utan þéttbýlis verði skilgreint sem blönduð landnotkun íbúðar- og landbúnaðarsvæðis til samræmis við aðliggjandi svæði auk svæðis fyrir verslun og þjónustu.
10.   Réttarholt B lnr. 223803: Urðarholt: Deiliskipulagsbreyting – 1609048
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi við Árnes sem nær til landsins Urðarholt, sunnan þjóðvegar. Í breytingunni felst að á svæði þar sem í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir hesthúsasvæði verði í staðinn byggingarreitur fyrir íbúðarhús, útihús og smáhýsi. Er tillagan í samræmi við tillögu að breytinu á aðalskipulagi svæðisins sem verið er að vinna að.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna, með fyrirvara um lagfæringar í samráði við skipulagsfulltrúa. Ekki er hægt að auglýsa hana að svo stöddu þar sem breyting á aðalskipulag svæðisins er enn í ferli. Deiliskipulagsbreytingin verði þó hluti af kynningu breytingar á aðalskipulagi svæðisins skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
 

11.  

Flóahreppur

Bitra: Þjónustumiðstöð: Deiliskipulag – 1512011

Lögð fram lagfærð greinargerð deiliskipulags fyrir þjónustumiðstöð í landi Bitru til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar sem fram koma í bréfi þeirra dags. 22. júlí 2016.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki breytta skilmála deiliskipulagsins og feli skipulagsfulltrúa að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar að nýju.
12.   Hrunamannahreppur

Garður 166748: Nýr byggingarreitur fyrir 3 gestahús: Deiliskipulagsbreyting – 1609043

Lögð fram umsókn Helga Kjartanssonar dags. 22. september f.h. eigenda Garðs (lnr. 166748) um breytingu á deiliskipulagi Garðs. í breytingunni felst að gert er ráð fyrir þremur byggingarreitum fyrir 30 fm hús fyrir starfsfólk eða til útleigu fyrir gesti. Þá er jafnframt óskað eftir að leitað verði eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar frá Litlu-Laxá.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að auglýst verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við umsókn þegar undanþága frá ákvæðum skipulagsreglugerðar varðandi fjarlægð mannvirkja frá ám og vötnum liggur fyrir.
13.   Ásahreppur

Lækjartún II lnr 215415 og Lækjartún 2 lnr 219377: Aukið byggingarmagn, breyting á byggingarreitum: Deiliskipulagsbreyting – 1609049

Lögð fram umsókn eiganda Lækjartúns II lnr. 215415 og Lækjartúns 2 lnr. 219377 um breytingu á deiliskipulagi sem felst í að afmarkaður verður byggingareitur umhverfis útihús með heimilt til að endurnýja eða stækka þau. Þá er einnig afmarkaður byggingarreitur fyrir bílskúr.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagið að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum aðliggjandi lóða.
 

 

 

14.  

 

 

Öll sveitarfélög

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-38 – 1609003F

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 14. september 2016.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:38

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________