05 jún Skipulagsauglýsing sem birtist 6. júní 2018
Deiliskipulagsmál Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 1. Deiliskipulag fyrir Sogsvirkjanir, Steingrímsstöð. Grímsnes- og Grafningshreppur. Kynnt er lýsing vegna deiliskipulags sem nær til virkjana í Soginu. Deiliskipulagið tekur til Steingrímsstöðvar. Deiliskipulagið snýst í meginþáttum um að staðfesta núverandi landnotkun...