Skipulagslýsing fyrir Suðurhálendið

Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis vinnur nú að gerð nýs svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið sem nær til eftirtalinna sveitarfélaga: Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þessara taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu.

Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal samvinnunefnd sem vinnur að gerð nýs svæðisskipulags „… taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem gerð er grein fyrir hvaða áherslur nefndin hefur við gerð skipulagsins, forsendum þess og fyrirliggjandi stefnu og hvernig kynningu verði háttað gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum”.

Skipulagslýsing þessi ásamt fylgigögnum liggur nú fyrir og geta þeir sem áhuga hafa á kynnt sér hana á heimsíðu verkefnisins, sass.is/sudurhalendi/

Þeir sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir um fyrirliggjandi gögn eða efni skipulagslýsingar geta skilað þeim til svæðisskipulagsnefndar á netfangið sudurhalendi@sass.is

 

Frestur til athugasemda er gefinn til og með 15. ágúst nk.

 

Endanleg tillaga verður kynnt almenningi með formlegum hætti og auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

 

Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis