Skipulagsauglýsing sem birtist 9. mars 2022

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna óverulegra breytinga á aðalskipulagi:

  1. Klif L167134; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2201035

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar 2022 óverulega breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst að jörðin Klif L167134 er skilgreind sem landbúnaðarsvæði í stað frístundasvæðis.

 Uppdráttur 

  1. Reykholt; Hreinsistöð; Aðalskipulagsbreyting – 2202018

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar 2022 óverulega breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst færsla á reit fyrir hreinsivirki fráveitu að Reykholti, með því að skilgreindur verði reitur I24, en jafnframt falli út reitur I10 sem er reitur fyrir hreinsivirki samkvæmt núgildandi aðalskipulagi.

 Uppdráttur 


Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Bergsstaðir L167201; Úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði; Stækkun frístundareits F84; Aðalskipulagsbreyting – 2108054 / 2108051

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar 2022 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bergstaða L167201 og Bergstaða 167202. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir breyttri afmörkun frístundasvæðis (F84). Annars vegar er um að ræða stækkun, samtals um rúma 6 ha, í landi Bergstaða L167202 og hins vegar er um að ræða breytta landnotkun um 12 ha frístundasvæðis í landi Bergstaða 167201, sem verður landbúnaðarland að breytingu lokinni.

Greinargerð og uppdráttur

  1. Einiholt 1 land 1 L217088; Úr landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2110061

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar 2022 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Einiholts 1, lands 1. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði.

 Greinargerð og uppdráttur 

  1. Miðhús II L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2101012

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. mars 2022 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Miðhúsa II, L166580. Í tillögunni felst breytt afmörkun og minnkun á frístundabyggð F39. Svæðið neðan vegar minnkar sem nemur um 10 ha en svæðið ofan vegar stækkar sem nemur um 5 ha.

Greinargerð og uppdráttur 

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Endurskoðun aðalskipulags Ásahrepps 2020-2032 – 2002038.

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2022 að auglýsa tillögu að nýju aðalskipulagi Ásahrepps 2020-2032. Innan aðalskipulags er lögð fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu á skipulagstímanum. Við gildistöku nýs aðalskipulags mun gildandi aðalskipulag ásamt síðari breytingum falla úr gildi. Með nýrri aðalskipulagsáætlun er lögð fram skipulagsgreinargerð, sveitarfélagsuppdráttur ásamt uppdrætti sem tekur til afréttar sveitarfélagsins. Að auki er lögð fram forsendu og umhverfisskýrsla, flokkun á landbúnaðarlandi, skilgreining landbúnaðarsvæða L1-L3 auk uppdrátta sen taka til verndarsvæða, vega í náttúru Íslands, vistgerða og minja samkvæmt aðalskráningu fornminja. Skipulagsstofnun samþykkti málið til auglýsingar með afgreiðslu sinni þann 1.3.2022 með nokkum athugasemdum. Brugðist hefur verið við athugasemdum innan auglýstra gagna. Afgreiðsla Skipulagsstofnunnar fylgir auglýsingu aðalskipulagsáætlunar.

Skipulagsgögn: Aðalskipulag Ásahrepps 2020-2032 (arcgis.com)

Afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar

 

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Bergsstaðir L167060; Kringlubraut 1 og 3; Skilgreining lóða; Deiliskipulag – 2201066

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar 2022 að kynna tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til Bergsstaða, L167060. Í deiliskipulaginu felst skilgreining lóða og byggingarheimilda á lóðum Kringlubraut 1 og 3.

 Uppdráttur 

  1. Eyvindartunga: Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar: Deiliskipulag – 1706048

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar 2022 að kynna tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til svæða sem eru skilgreind sem F23 og F24 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar, þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir allt að 60 frístundalóðum. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að ákvarða lóðamörk, byggingarmagn og nýtingarhlutfall innan svæðisins auk þess sem gert er grein fyrir aðkomu og veitum.

Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Strengur veiðihús L166685; Skarð 1 og Skarð 2; Deiliskipulag – 2202036

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. mars 2022 að kynna tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til veiðihúss á eyrum Stóru-Laxár. Í deiliskipulaginu felst að heimilt verði að byggja veiðihús allt að 400 m² á einni hæð. Auk þess er heimilt viðhald og stækkun núverandi húss um allt að 30 m².

 Uppdráttur 

  1. Hlíð spilda 1 L221538; Frístundasvæði; Endurskoðað deiliskipulag – 2008063

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. mars 2022 að kynna tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til frístundasvæðis að Hlíð spildu 1, L221538. Deiliskipulagið tekur til skiptingu landsins, skilgreiningu byggingarreita og byggingarheimilda innan svæðisins. Við gildistöku skipulagsins fellur núverandi deiliskipulags svæðisins úr gildi.

Greinargerð

Uppdráttur

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Álfhóll L210521; 25 hektarar; Deiliskipulag – 2111047

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2022 að auglýsa deiliskipulagsáætlun sem tekur til lands Álfhóls, L210521. Innan deiliskipulagsins eru m.a. skilgreindir tveir byggingarreitir ásamt byggingarheimildum fyrir íbúðarhús, tvö minni hús allt að 60 m2, fjölnotahús tengt atvinnurekstri allt að 600 m2 auk skemmu/skýlis í tengslum við skógrækt.

Uppdráttur 

  1. Hulduland L180194; Efri-Reykir; Deiliskipulag – 2202006

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til Huldulands, L180194 í landi Efri-Reykja. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum á lóðinni B1 og B2. Innan B1 verður heimilt að byggja íbúðarhús og gestahús auk geymsluhúss eða skemmu. Á B2 verður heimilt að byggja útihús, svo sem tækjaskemmu eða fjárhús. Samhliða er gert ráð fyrir breytingu á aðkomu.

Uppdráttur 

  1. Vatnsbrekka 1 L199296; Skipting lóðar; Deiliskipulag – 2201076

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til Vatnsbrekku 1, L199296. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að landinu verði skipt upp í fjórar jafnstórar lóðir sem verða um 21.750 fm hver. Ein lóðanna er þegar byggð og á henni er sumarbústaður (93,3 fm) byggður 2007 og geymsla (12,4 fm) byggð 2007. Heimilt er að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús innan byggingarreits, þó ekki stærri en 40 fm.

Uppdráttur 

  1. Öndverðarnes 2 lóð (Laxabakki) L170095; Safn, ferða- og þjónustuhús; Deiliskipulag – 2107038

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. janúar 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til Öndverðarnes 2 lóð (Laxabakki) L170095. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits og byggingarheimilda þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu þjónustu- og aðstöðuhúss sem ætlað er að þjóna þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er á lóðinni.

 Uppdráttur 

  1. Ásgarður; Kerlingarfjöll; Deiliskipulag – 2110077

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. mars 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til lóðar Ásgarð í Kerlingarfjöllum. Meginmarkmið nýs deiliskipulags er að sníða ramma utan um ferðaþjónustu Fannborgar í Kerlingarfjöllum og tryggja þróun hennar til framtíðar í sátt við einstaka náttúru. Markmiðin eru þau sömu og markmið gildandi deiliskipulags en útfærð nánar fyrir svæði Fannborgar. Í þeim felst að bæta þjónustu við ferðamenn og auðvelda þeim sem sækja svæðið að njóta útivistar og náttúrufars án þess að valda röskun eða tjóni á lífríki svæðisins. Að hugað verði sérstaklega að gönguleiðum innan svæðisins og þær tengdar við leiðir sem liggja fyrir utan skipulagsmörkin. Að bæta gistiaðstöðu og bjóða fjölbreytta gistingu til að koma til móts við ólíkar óskir ferðalanga. Að nýta og gera heilsteyptara það svæði sem þegar hefur verið tekið til ráðstöfunar.

Greinargerð

Uppdráttur 

Skýringarmynd 

  1. Flatir Réttarholt; Stækkun frístundasvæðis F27; Deiliskipulagsbreyting – 2005080

Sveitarstjórn Skeiðs- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 9. febrúar 2022 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu sem tekur til frístundasvæðisins að Flötum í landi Réttarholts merk F27 á aðalskipulagi. Í breytingunni felst stækkun skipulagssvæðis og fjölgun lóða innan þess. Staðsetning á leik- og opnu svæði er breytt og skilgreind gönguleið. Skilmálar skipulagsins eru uppfærðir í heild sinni eftir breytingu þar sem m.a. er skilgreint nýtingarhlutfall lóða og byggingarheimildir.

Uppdráttur 

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: www.asahreppur.is, www.blaskogabyggd.is, www.fludir.is, www.gogg.is og www.skeidgnup.is

Mál nr. 3-5 og 7-10 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 9. mars 2022 til og með 31. mars 2022.

Mál nr. 6 og 11-16 innan auglýsingar eru auglýst frá 9. mars 2022 til og með 21. apríl 2022.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU