06 apr Skipulagsauglýsing sem birtist 6. apríl 2022
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029; Íbúðasvæði; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2110027
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. mars 2022 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar. Breytingin snýr að skilmálum aðalskipulagsins er varðar íbúðarsvæði í sveitarfélaginu. Fyrirhugað er að breyta skilmálum á þann hátt að heimila ný íbúðarsvæði í dreifbýli vegna sýnds áhuga landeiganda og eftirspurnar eftir slíkum lóðum. Breytingin nær til þriggja nýrra íbúðarsvæða, Arnarstaðakots L166219 þar sem fyrirhugað er uppbygging búgarðabyggðar, í landi Skálmholts land L186111 þar sem núverandi frístundasvæði og landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar verði skilgreint sem íbúðarsvæði og innan jarðarinnar Glóru á um 30 ha svæði.
- Laugarás; Aðalskipulagsbreyting – 2110095
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. mars 2022 að kynna tillögu er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytingin tekur til þéttbýlisins í Laugarási og frístundabyggðar sem liggur að þéttbýlinu.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Skálholt L167166; Úr landbúnaðarsvæði í skógræktarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2104083
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 3. febrúar 2022 að auglýsa tillögu er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst breytt landnotkun á landbúnaðarlandi í skógrækt innan Skálholtsjarðar.
- Hlíð spilda 1 L221538; Landbúnaðarsvæði í skógræktar- og landgræðslusvæði og stækkun frístundasvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2109065
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. mars að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til landsins Hlíðar, spildu 1. Á landinu er um 13 ha frístundabyggð F1, það svæði verður stækkað og verður eftir stækkun um 23 ha. Einnig verður afmarkað allt að 65 ha skógræktar- og landgræðslusvæði. Í gildandi aðalskipulagi er landið skilgreint sem landbúnaðarsvæði og telst ekki til úrvals ræktunarlands.
- Eyvindartunga L167632; Stækkun Lönguhlíðarnámu E19; Aðalskipulagsbreyting – 2103067
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 3. febrúar 2022 að auglýsa tillögu er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að náman stækkar úr 2 ha í 4,95 ha og efnismagn úr 50.000 m3 í 149.500 m3.
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:
- Arnarstaðakot; Búgarðabyggð; Deiliskipulag – 2201058
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. mars 2022 að kynna tillögu deiliskipulagsáætlunar í landi Arnarstaðarkots. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 23 íbúðarhúsalóðum að stærðinni frá 6.124 fm til 11.920 fm. Á þeim er heimilt að byggja íbúðarhús með geymslu/bílageymslu og eitt útihús, sem getur haft mismunandi hlutverk s.s. fyrir búfé, gróður, heilsutengda þjónustu og ferðaþjónustu. Allt dýrahald er leyfilegt innan skipulagsins en skal vera afgirt innan lóðar/spildu eða í taumi utan lóðar/spildu. Deiliskipulagið er í takt við tillögu aðalskipulagsbreytingar sem er í vinnslu og tekur til skilgreiningu nýrra íbúðarsvæða innan aðalskipulags Flóahrepps.
- Kringla 9 L232038; Árvegsbotnar 42-56; Stofnun lóða; Deiliskipulag – 2202091
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. mars 2022 að kynna tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til lands Kringlu 9. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir frístundabyggð.
- Austurey 1 og 3; Eyrargata 9 og Illósvegur 6; Deiliskipulagsbreyting – 2202048
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. mars 2022 að kynna tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Austureyjar 1 og 3. Í breytingunni felst að lóð Eyrargötu 9 er skilgreind sem lóð fyrir gistihús í stað frístundahúss auk þess sem breyting er gerð á legu lóðar og byggingarreitar Illósvegar 6 og skilgreindar byggingarheimildir. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar.
- Laugarás; Frístundabyggð vestan þéttbýlis; Deiliskipulag – 2203003
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. mars 2022 að kynna tillögu deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar vestan þéttbýlisins að Laugarási. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að yfirfara og uppfæra byggingarskilmála frístundasvæðisins í samræmi við gildandi aðalskipulag. Frístundabyggðin er afmörkuð þannig að hún haldist samfelld, gert verður grein fyrir uppbyggingu á lóðum innan svæðisins og settir skilmálar um landnotkun, byggingar og vernd náttúru- og menningarminja. Hugað er sérstaklega að yfirbragði byggðar svo nýjar byggingar falli vel og snyrtilega inn í umhverfið og að byggðinni sem nú þegar er til staðar.
- Laugarás; Endurskoðun deiliskipulags – 2108094
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. mars 2022 að kynna tillögu deiliskipulags sem tekur til endurskoðunar á deiliskipulagi Laugaráss. Stefna eldra deiliskipulags er yfirfarin og uppfærð. Fyrirkomulag nýrrar íbúðarbyggðar er endurskoðað og leitast er við að setja fram stefnu sem styrkir atvinnu og ný atvinnutækifæri. Byggð er þétt á nokkrum stöðum þar sem því verður við komið. Skilmálar fyrir lóðir eru yfirfarnir og eftir atvikum breytt. Götur eru í einhverjum tilfellum breikkaðar og breytt til að bæta umferðaröryggi og tekið frá svæði fyrir gangstéttar meðfram götum. Tekið er frá svæði fyrir nýja brú yfir Hvítá og veg að henni. Skipulagssvæðið er um 169 ha að stærð. Samhliða gerð deiliskipulagsins er gerð breyting á aðalskipulagi Laugaráss í Bláskógabyggð 2015-2027. Deiliskipulagið er í samræmi við breytt aðalskipulag. Einnig er unnið nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggðina F51 sem er vestan Laugaráss.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:
- Hvítuborgir L218057; Verslunar- og þjónustusvæði; Deiliskipulag – 2203020
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. mars 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til lóðar Hvítuborgar L218057. Í Hvítuborgum verður byggt upp svæði fyrir verslun- og þjónustu. Meginstarfsemi verður útleiga á gistirými fyrir ferðamenn og þjónusta þar að lútandi.
- Vaðnes; Nesvegur 1-8; Deiliskipulagsbreyting – 2203024
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. mars 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Nesvegar 1-8 í landi Vaðness. Í breytingunni felast breyttir deiliskipulagsskilmálar innan svæðisins auk þess sem kvaðir eru settar á lágmarks hæðarkóta vegna flóðahættu.
- Útey 2; Frístundasvæði í Mýrarskógi; Deiliskipulag – 2201011
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. mars 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til frístundabyggðar í landi Úteyjar 2 í Bláskógabyggð. Í tillögunni felst skipulagning 8 ha frístundahúsasvæðis í Mýrarskógi. Innan svæðisins hafa nú þegar verið byggð 6 frístundahús og nær deiliskipulagið yfir þær lóðir auk þess sem bætt er við 4 lóðum innan reitsins svo lóðirnar verða 10 samtals. Lóðamörk mót suðri hafa verið aðlöguð að lóðarmörkum lóða í landi Úteyjar 1, lóða L168174 og L220202.
- Eyvindartunga L167632; Langahlíð E19; Efnisnáma; Deiliskipulag – 2103066
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 3. febrúar 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til Lönguhlíðarnámu merkt E19 á aðalskipulagi Bláskógbyggðar. Innan deiliskipulags eru skilgreindar heimildir vegna efnistöku á svæðinu auk þess sem gert er grein fyrir mótvægisaðgerðum og frágangi.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is, www.gogg.is, og www.fludir.is.
Mál nr. 1-2 og 6-10 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 6. apríl 2022 til og með 27. apríl 2022.
Mál nr. 3-5 og 11-14 innan auglýsingar eru auglýst frá 6. apríl 2022 til og með 20. maí 2022.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU