05 apr Skipulagsauglýsing sem birtist 5. apríl 2023
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Flóahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagslýsing eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:
- Útey 2 L167648; Mýrarskógur og Eyjavegur; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2212016
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 27. mars 2023 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að frístundasvæði innan jarðar Úteyjar 2 er minnkað vestan Laugarvatnsvegar og verður á ný skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Sambærileg stærð nýs frístundasvæðis er skilgreind innan jarðarinnar við Apavatn þar sem landbúnaðarland er breytt í frístundasvæði.
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar:
- Fossmýri L224005; Smábýlabyggð; Deiliskipulag – 2302024
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 28. mars 2023 að kynna tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lands Fossmýri, L224005. Markmiðið með skipulaginu er að afmarka 5 landspildur (smábýli) og skapa aðlaðandi og búsetuvæna byggð með dreifbýlisyfirbragði sem fellur vel að náttúrulegu umhverfi svæðisins með áherslu á friðsæld, rými og náttúru. Heildarfjöldi bygginga á byggingarreit má mest vera 3 stakstæð hús, þ.a. íbúðarhús og gestahús, samanlagt að hámarki 600m² og geymsla/útihús allt að 1500m².
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Úthlíð L167514; VÞ15 Breyttar heimildir; Aðalskipulagsbreyting – 2209074
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 1. mars 2023 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til jarðarinnar Úthlíðar. Breytingin felst í því að hluta verslunar- og þjónustusvæðisins verður breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði þar sem heimild verður fyrir hjólhýsasvæði og tjaldsvæði. Þá verður afmörkun verslunar- og þjónustusvæðisins breytt og byggingarheimildir uppfærðar. Í Úthlíð er mikil frístundabyggð og einnig ýmiss konar þjónustustarfsemi tengd henni. Markmiðið með breytingunni er að efla starfsemi og þjónustu í Úthlíð.
- Lækjarholt 1 L231163; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2208025
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. mars 2023 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi í landi Lækjaholts 1 L231163. Í gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 er skipulagssvæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Í breytingunni felst að hluta landspildunnar verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem heimiluð verði ferðaþjónusta.
- Selhöfðar í Þjórsárdal; Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2106076
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. mars 2023 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. í breytingunni felst að sett er inn nýtt verslunar- og þjónustusvæði VÞ26 og skógræktar- og landgræðslusvæðið SL17 minnkað samsvarandi. Felld er út aðkoma að Selfit og verður hún sameiginleg með aðkomu að þjónustumiðstöð við Selhöfða. Settur er inn nýr vegur frá þjónustumiðstöð að hóteli í Reykholti. Reiðleið er færð nær Þjórsárdalsvegi á kafla en að öðru leyti er hún aðlöguð að nýjum vegi að Reykholti. Gert er ráð fyrir gönguleið frá afþreyingar- og ferðamannasvæði í Sandártungu (AF9) yfir VÞ26 og að afþreyingar- og ferðamannasvæði í Selfit (AF10).
- Hnaus L166347; Hnaus lóð L178934; Hnaus lóð L17893; Hnaus land 1 L213872 og Mosató 4 L230715; Breytt landnotkun (F16, F16D og SL6; Aðalskipulagsbreyting – 2207019
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. mars 2023 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til til breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Breytingin tekur til frístundasvæðanna F16 og F16D sem skilgreind verða sem landbúnaðarland, ásamt hluta skógræktar- og landgræðslusvæðis, SL6. Um er að ræða svæði sem tilheyra lóðunum Hnaus L166347, Hnaus lóð L178934, Hnaus lóð L17893, Hnaus land 1 L213872 og Mosató 4 L230715.
Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsbreytinga og nýrra deiliskipulagsáætlana :
- Skálmholt; Huldu- og Maríuhólar; Íbúðabyggð; Deiliskipulag – 2211052
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 28. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til íbúðarbyggðar í landi Skálmholts. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 43 nýjum íbúðarhúsalóðum að stærðinni 8.751 fm til 16.428 fm. Auk þess eru á svæðinu fjórar 15.000 fm frístundalóðir sem breytast í íbúðarlóðir. Heildarfjöldi íbúðalóða á svæðinu verður því 47. Á þeim er heimilt að byggja íbúðarhús, útihús og geymslu/bílageymslu. Nýtingarhlutfall lóða má vera allt að 0,05.
- Eystri-Loftsstaðir 11 L227156; Íbúðar- og útihús; Deiliskipulag – 2210086
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 28. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Eystri-Lofsstaða 11. Í deiliskipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu íbúðarhúss og útihúss.
- Krækishólar; Frístundasvæði í íbúðarsvæði; Deiliskipulagsbreyting – 2209023
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 25. janúar 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundasvæðis við Krækishóla. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist í íbúðarsvæði. Breytingin er í takt við sambærilega umsókn um breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps vegna Krækishóla.
- Selhöfðar í Þjórsárdal; Þjónustumiðstöð; Deiliskipulag – 2110091
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til Selhöfða í Þjórsárdal. Um er að ræða deiliskipulag sem tekur til ferðamannasvæðis í Sandártungu í Þjórsárdal á um 52 ha svæði þar sem m.a. gert er ráð fyrir þjónustumiðstöð sem þjóna muni öllum Þjórsárdal. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir byggingarheimildum fyrir þjónustumiðstöð, gistihúsi/smáhúsi, aðstöðuhúsi auk salernishúsa og spennistöðvar.
- Vatnsholt 2 L166398; Tjaldstæði; Deiliskipulag – 2106162
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 28. mars 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til Vatnsholts 2, 1663938. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining á svæði fyrir tjaldsvæði innan jarðarinnar ásamt byggingarheimildum fyrir 100 fm húsi tengt rekstri tjaldsvæðis. Auk þess er gerð grein fyrir núverandi byggingum innan svæðisins og nýrri aðkomu að svæðinu.
- Vörðás 5-9 (áður Vörðás 5, 7 og 9); Ferðaþjónusta og byggingarheimildir; Deiliskipulag – 2302016
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 1. mars 2023 að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til lóða Vörðuáss 5, 7 og 9 í Úthlíð. Lóðirnar eru innan skilgreinds verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Gert er ráð fyrir sameiningu lóðanna í Vörðás 5-9 og að heimiluð verði uppbygging á ýmiskonar þjónustu, einkum fyrir ferðamenn. Heildarstærð núverandi bygginga er 1163,6 m2. Leyfilegt heildarbyggingarmagn á Vörðási 5-9 er allt að 1.850 m2. Heimilt er að viðhalda núverandi byggingum eða byggja nýjar í þeirra stað. Auk þess er heimiluð áframhaldandi uppbygging ferðaþjónustu s.s. veitingaaðstaða, gisting sem hvort sem er getur verið í gistihúsi eða minni gestahúsum, einnig ýmiskonar afþreying sem fellur vel að þjónustu við gesti staðarins og eigendur frístundahúsa í nágrenninu.
Samkvæmt 32. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga.
- Mið- og Árhraunsvegur; Breytt landnotkun; Aðal- og deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16.11.2022 óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst að landnotkun landsins færist til fyrra horfs með þeim hætti að skilgreind landnotkun landsins verði landbúnaðarsvæði í stað frístundasvæðis. Svæðið sem um ræðir tekur til um 19 ha. Samhliða var samþykkt óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins í takt við breytingu á aðalskipulagi.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.floahreppur.is, www.blaskogabyggd.is, www.gogg.is og www.skeidgnup.is.
Mál 1-2 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 5. apríl 2023 með athugasemdafrest til og með 3. maí 2023.
Mál 3-12 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 5. apríl 2023 með athugasemdafrest til og með 18. Maí 2023.
Mál 13 er tilkynning um niðurstöðu sveitarstjórnar.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU