Skipulagsauglýsing sem birtist 30. apríl 2019

Aðalskipulagsmál

 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

  1. Breyting á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 Jarðstrengslögn í Ásahreppi.

Kynnt er tillaga vegna breytingar á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, sem felur í sér að sett er inn allt að 3 ha iðnaðarsvæði fyrir tengivirki í landi Lækjartúns ásamt tengingu við Suðurlandsveg.  Einnig er Selfosslína 2 felld út og gert ráð fyrir jarðstreng í hennar stað.  Lagnaleið innan Ásahrepps er um 10 km löng.

Greinagerð

Uppdráttur

 

  1. Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Laugargerði lnr 167146

Kynnt er tillaga og greinargerð fyrir Laugargerði í Laugarási þar sem fyrirhugað er að breyta notkun garðyrkju lóðar þannig að heimilt verði að vera með verslun- og veitingarrekstur auk garðyrkju.

Greinargerð

 

  1. Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029, Bitra, þjónustumiðstöð.

Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að byggingarmagn á lóðinni fyrir verslunar- og þjónustureit Bitru (VÞ8) verði aukið úr 5.000 m2 í 8.500 m2 og gististarfsemi verði heimiluð á lóðinni.

Greinargerð

 

  1. Breyting á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022, Miðmundarholt 1-6.

Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022.

Tillagan gerir ráð fyrir breyttri landnotkun í Miðmundarholti, úr Í3 sem er íbúðarbyggð, í verslunar- og þjónustusvæði, þar sem gert er ráð fyrir gistingu í rekstrarflokki II.

Greinargerð

Uppdráttur

 

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Flóahrepps vegna eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 

 

  1. Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Mosató 1 L226312. Breytt landnotkun.

Breytingin felur í sér breytta landnotkun lóðarinnar Mosató 1 L226312, úr landi Hnauss 2, í Flóahreppi. Breytingin felur í sér að landnotkun lóðarinnar er breytt úr frístundabyggð í íbúðarbyggð. Sveitarstjórn Flóahrepps bókaði á fundi sínum 3.4.2019 að hún telji ekki þörf á grenndarkynningu og hefur breytingin engin umhverfisleg áhrif sem geta talist veruleg.

Uppdráttur

 

 

 

Deiliskipulagsmál

 

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulags- og matslýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

 

  1. Lýsing deiliskipulags fyrir Kjarnholt Ferðaþjónustu, frístundabyggð og íbúðarhús.

Kynnt er skipulags- og matslýsing vegna nýs deiliskipulags fyrir fyrir frístundabyggð auk gisti- og ferðaþjónustu. Um er að ræða 20 ha svæði á jörðinni Kjarnholt í Bláskógabyggð. Gert er ráð fyrir tveimur lóðum undir þjónustu og gistihús, einni lóð undir íbúðarhús, 11 lóðum undir frístundabyggð og 14 lóðum undir smáhýsi.

Lýsing

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

 

  1. Deiliskipulag fyrir Grænhóla lóð 1. í Flóahreppi. Íbúðarhús, skemma og gistihús. 

Auglýst er tillaga að deiliskipulagi sem nær til 9,8 ha spildu (lnr. 218185) úr landi Grænhóla í Flóahreppi þar sem fyrirhugað er að byggja íbúðarhús, skemmu og allt að þrjú lítil gistihús. Gert er ráð fyrir að stofnað verði lögbýli á spildunni.

Uppdráttur

 

  1. Breyting á gildandi deiliskipulagi. Hakið Þingvellir Aðkoma að þjóðgarði. Stækkun bílastæða

Gert er ráð fyrir að breytingar frá gildandi deiliskipulagi verði eftirfarandi: Stækkun bílastæða og breyting á fyrirkomulagi þeirra. Lóð og byggingarreitur starfsmannahúss (lóð C) stækka til austurs til að skapa svigrúm fyrir minni háttar viðbyggingu við starfsmannahúsið. Gert er ráð fyrir lóð og byggingarreit fyrir litla spennistöð austan við núverandi starfsmannahús (lóð C). Gert er ráð fyrir lóðum og byggingarreitum fyrir tvær nýjar salernisbyggingar við bílastæðin utan hliðs.

Greinargerð

Uppdráttur

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.

Skipulagstillögur nr. 1-6 eru í kynningu frá 30. apríl til 21. maí 2019 en tillögur nr. 7-8 eru í auglýsingu frá 30. apríl til 13. júní 2019. Athugasemdir og ábendingar við tillögum nr. 1-6 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 21. maí 2019 en 13. júní. 2019 fyrir tillögur nr. 7-8.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Rúnar Guðmundsson

Skipulagsfulltrúi

runar@utu.is