Skipulagsauglýsing sem birtist 3. nóvember 2021

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipulagsbreytingar og skipulagslýsingar vegna eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Glóra L166231 – Aðalskipulagsbreyting – Skilgreining íbúðarsvæðis

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. október 2021 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Flóahrepps innan lands Glóru. Í breytingunni felst skilgreining íbúðarsvæðis innan jarðarinnar.

Skipulagslýsing 

  1. Hlíð 1 – Aðalskipulagsbreyting – Breytt afmörkun frístundasvæðis

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. Október 2021 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Hrunamannahrepps og deiliskipulags fyrir Hlíð. Í breyttu aðalskipulagi verður afmörkun frístundasvæðisins F1 yfirfarin m.t.t. lóða í nýju deiliskipulagi og heimilaðar verða minni frístundalóðir en almennt er gert ráð fyrir í aðalskipulagi Hrunamannahrepps. Einnig verður afmarkað allt að 120 ha landbúnaðarland í landgræðslu- og skógræktarsvæði. Í gildi er deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar, staðfest árið 1995, þar er gert ráð fyrir 5 sumarhúsum. Deiliskipulagið verður fellt úr gildi við gildistöku nýs skipulags. Í nýju deiliskipulagi verður gert grein fyrir núverandi frístundahúsum en sex hús hafa verið byggð á jörðinni, afmarkaðar verða lóðir fyrir núverandi hús og lóðum fjölgað. Gert er ráð fyrir allt að 20 lóðum á svæðinu.

Skipulagslýsing 


Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Krókur L170822 – Aðalskipulagsbreyting – Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi, skilgreining iðnaðarsvæðis

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. október 2021 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Króks, L1708221. Í breytingunni felst skilgreining iðnaðarsvæðis á Folaldahálsi fyrir gufuaflsvirkjun. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW sem nýtt verður fyrir sumarhúsabyggð og mögulega aðra starfsemi í landi Króks.

Greinargerð og uppdráttur 

  1. Kílhraun land L191805, Áshildarvegur 2-26 – Aðalskipulagsbreyting – Úr frístundabyggð í íbúðabyggð.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. Október 2021 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Áshildarvegar 2-26 í landi Kílhrauns, L191805. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist að hluta til í íbúðarsvæði.

Uppdráttur 

  1. Þórisstaðir land L220557 – Aðalskipulagsbreyting – Landbúnaðarsvæði breytt í verslunar- og þjónustusvæði.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. september 2021 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Þórisstaða lands, L220557. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði innan landeignarinnar. Innan svæðisins er ætlunin að rísi þyrping gistihúsa með tilheyrandi þjónustumannvirkjum.

Uppdráttur 


Deiliskipulagsmál:

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur og lýsing eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Laufskálabyggð úr landi Grafarbakka II, lóðir 1,2,3,4 – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. ágúst 2021 að kynna breytingu á deiliskipulag Laufskálabyggðar í landi Grafarbakka II.  Í breytingunni felst að innan hverrar lóðar fyrir sig verði gert ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu frístundahúss allt að 200 fm og tveimur aukahúsum á lóð allt að 40 fm en þó innan nýtingarhlutafalls lóða 0,03.

Uppdráttur

  1. Framnes; Nes 1 L230551 og Nes 2 L230552 – Deiliskipulag

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. október 2021 að kynna nýtt deiliskipulag fyrir Nes 1, L230551 og Nes 2, L230552. Deiliskipulagið tekur til lóða fyrir íbúðarhús, gestahús og skemmu.

Uppdráttur 

  1. Heiðarbær frístundabyggð, Svínanes F3 – Deiliskipulag – 2110017

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 21. október 2021 að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulags frístundabyggðar í landi Heiðarbæjar. Markmið skipulagsgerðarinnar er að samþætta lóðamörk og götumynd, auka skilvirkni við umsýslu á lóðum ásamt því að ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild og einstaka þætti þess s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi. Áhersla verður lögð á að skilgreina lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir. Með gerð deiliskipulags fyrir svæðið er einnig verið að fylgja eftir stefnu Bláskógarbyggðar um að stefna skuli að því að deiliskipuleggja eldri frístundabyggðir.

Skipulagslýsing 

  1. Öndverðarnes 2 lóð (Laxabakki). Safn, ferða- og þjónustuhús – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. september 2021 að kynna tillögu deiliskipulags sem tekur til lóðar Öndverðarnes 2 lóð (Laxabakka) L170095. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits og byggingarheimilda þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu þjónustu- og aðstöðuhúss sem ætlað er að þjóna þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er á lóðinni.

Uppdráttur 


Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana :

  1. Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi, skilgreining iðnaðarsvæðis – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. október 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulagsáætlunar vegna Gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir þremur borholum ásamt gufuskilju, gufuháf ásamt gufulögnum og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar auk stöðvarhúss og kæliturna. Gert er ráð fyrir því að 11 kV jarðstrengur verði lagður um 7 km leið að bænum Króki. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW.

Uppdráttur

Greinargerð

  1. Minni-Bær land L169227, frístundahúsalóð – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. október 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulagsáætlunar sem tekur til Minni-Bæjar lands, L169227. Í deiliskipulaginu felst skilgreining lóðar og byggingarreits fyrir sumarhús.

Uppdráttur 

  1. Skagamýri L218056. Skipting lóða 2, 4 og 12 – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. október 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Skagamýri, L218056. Í breytingunni felst skipting lóðar 2 í lóðir 2, 2a og 2b, lóðar 4 í lóðir 4, 4a, 4b og 4c og lóð 12 í lóðir 12 og 12a.

Uppdráttur 

  1. Kílhraun land, L191805, Áshildarvegur 2-26 – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 23. júní 2021 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar samhliða tillögu á breytingu aðalskipulags innan svæðisins. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að frístundalóðir breytist í íbúðarhúsalóðir. Gert er ráð fyrir byggingarheimild fyrir íbúðarhús allt að 350 fm og 60 fm aukahúsi.

Uppdráttur 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.asahreppur.is/ , https://www.blaskogabyggd.is/ , https://www.floahreppur.is/, https://www.fludir.is/, https://www.gogg.is/ og https://www.skeidgnup.is/

Mál nr. 1 – 2 og 6 – 9 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu. Athugasemdafrestur við kynningu mála er til og með 26. nóvember 2021. Önnur mál innan auglýsingar eru auglýst frá 3. nóvember 2021 til og með 17. desember 2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU