29 jún Skipulagsauglýsing sem birtist 29. júní 2023
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Samkvæmt 30. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar skipulags- og matslýsingar eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga.
- Íshellir í Langjökli; Skilgreining afþreyingar- og ferðamannasvæðis; Skipulagslýsing; Aðalskipulagsbreyting – 2304027
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. júní 2023 að kynna skipulags- og matslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar auk nýs deiliskipulags. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að skilgreina afþreyingar- og ferðamannasvæði á Langjökli þar sem fyrirhugað er að gera manngerðan íshelli sem áfangastað fyrir ferðamenn. Þá verður einnig unnin deiliskipulagsáætlun fyrir svæðið þar sem nánari útfærsla íshellisins verður tilgreind.
- Hagi 2 L166551; Náma og aðkoma; Aðalskipulagsbreyting – 2306043
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. júní 2023 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst skilgreining á nýju efnistöku svæði í landi Haga 2, L166551. Gert er ráð fyrir því að náman verði um 1,5 ha að stærð og að heimilt verði að vinna allt að 45.000 m3 á gildistíma aðalskipulags.
Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýst tillaga eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar og nýrra deiliskipulagsáætlana:
- Fellsendi land L222604; Tvö íbúðarhús og hlaða; Deiliskipulag – 2303062
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 1. júní 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til Fellsenda lands, L222604. Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á 119,6 ha landi Fellsenda lands þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu tveggja íbúðarhúsa og útihúss. Gert er ráð fyrir uppbyggingu landbúnaðar sem tengist ræktun hunda og hundahaldi auk þess sem áfram verði rekin ferðaþjónustustarfsemi tengd sleðahundum á svæðinu.
- Búðarhálsvirkjun; Breytt afmörkun; Deiliskipulagsbreyting – 2212068
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. maí 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Búðarhálsvirkjunar. Með breytingunni er skipulagssvæðinu breytt og sá hluti þess sem náði yfir Hrauneyjafossstöð er felldur út. Þrjár námur sem komnar eru undir Sporðöldulón eru felldar úr. Engar nýjar framkvæmdir eða mannvirki verða heimiluð. Samhliða deiliskipulagsbreytingunni er unnið deiliskipulag fyrir Hrauneyjafossstöð. Breytt afmörkun skipulagssvæðisins er 7.543 ha.
- Gaulverjabæjarskóli L165520; Ferðaþjónusta; Deiliskipulag – 2305043
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 26. júní 2023 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Gaulverjabæjarskóla L165520. Í deiliskipulaginu felst stækkun á núverandi lóð úr 1,3 ha í 2,74 ha. Á núverandi lóð er fyrirhugað að byggja við núverandi aðstöðu Gaulverjabæjarskóla en í síðari áföngum er heimilt að byggja allt að 10 stök gistihús/smáhýsi norðan við Gaulverjabæjarskóla, á því svæði sem stækkun lóðar nær til. Samanlagt leyfilegt byggingarmagn innan stækkaðrar lóðar er áætlað 1.200 m².
Samkvæmt 32. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórna vegna eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga.
- Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029; Breytt undirgöng; Óveruleg aðalskipulagsbreyting – 2305097
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 26. júní 2023 óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem kemur til vegna nýrrar legu þjóðvegar 1 um svæðið. Í breytingunni er gert ráð fyrir fækkun undirganga undir þjóðveg auk þess sem stærð landnotkunarfláka er uppfærð m.v. umfang nýrrar tengingar. Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með.
Aðalskipulagsbreyting-uppdráttur
- Laugarás; Þéttbýli og frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 211009
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til þéttbýlisins að Laugarási og frístundabyggðar sem liggur að þéttbýlinu eftir auglýsingu og yfirferð Skipulagsstofnunar á fundi sínum þann 15. maí 2023. Sveitarstjórn mældist til þess að tillagan tæki gildi með birtingu í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með.
Aðalskipulagsbreyting-greinargerð
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.asahreppur.is www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is og www.skeidgnup.is.
Mál 1 – 2 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 29. júní 2023 með athugasemdafrest til og með 20. júlí 2023.
Mál 3 – 5 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 29. júní 2023 með athugasemdafrest til og með 11. ágúst 2023.
Mál 6 – 7 eru tilkynningar um niðurstöðu sveitarstjórnar.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU