Skipulagsauglýsing sem birtist 29. júlí 2020

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur

 

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og breytinga:

 

1 – Herjólfsstígur 1 – Aukin mænishæð – Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Ásgarðs

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. júlí 2020 breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Ásgarðs er varðar aukna mænishæð. Í breytingunni felst að heimiluð mænishæð sumarhúsa innan svæðisins er aukin úr 5 metrum í 5,9 metra.

Fylgiskjal

 

2 – Klausturhólar sumarhúsalóðir – Aukin mænishæð – Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Klausturhóla

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundin sínum þann 20. nóvember 2019 breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar við A, B og C – götu í landi Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að heimiluð mænishæð sumarhúsa innan svæðisins er aukin úr 5 metrum í 6 metra.

Fylgiskjal

 

3 – Syðra-Langholt 1 og 3 – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. maí 2020 tillögu að deiliskipulagi fyrir Syðra-Langholti 1 og 3. Í skipulaginu felst skilgreining lóðarmarka og byggingarheimilda á svæðinu. Innan skipulagsins er leitast við að koma á framfæri þeirri þróun sem gæti orðið með núverandi byggingu með tilliti til þeirra búsetu sem nú er á jörðinni.

Fylgiskjal

 

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Vegna sumarleyfa er skrifstofan lokuð frá 27. júlí til 7. ágúst.  Hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.gogg.is og  https://www.fludir.is/

Skipulagstillaga og breytingar eru auglýst með athugasemdafrest frá 29. júlí til og með 10. september 2020. Athugasemdir og ábendingar skulu berast eigi síðar en 10. september 2020.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

 

Vigfús Þór Hróbjartsson

Skipulagsfulltrúi UTU