29 des SKIPULAGSAUGLÝSING sem birtist 29. desember 2022
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðal- og deiliskipulagsbreytinga auk tillagna nýrra deiliskipulagsáætlana.
- Lækjarholt 1 L231163; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2208025
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 30. nóvember 2022 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Lækjarholts 1, L231163. Í gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 er skipulagssvæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Í breytingunni felst að hluta landspildunnar verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem heimiluð verði ferðaþjónusta.
Aðalskipulagsbreyting – lýsing
- Fjallaskálar í Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti; Aðalskipulagsbreyting – 2207018
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember 2022 að kynna tillögu vegna breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á skipulagi fjallaskála á Flóa- og Skeiðamannaafrétti og Gnúpverjaafrétti. Flóa- og Skeiðamannaafréttur telst vera milli Stóru-Laxár og Fossár að austanverðu og Gnúpverjaafréttar milli Fossár og Þjórsár. Svæðið er allt innan skipulagssvæðis Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skálarnir eru skilgreindir í gildandi aðalskipulagi sem afþreyingar- og ferðamannasvæði, um er að ræða skálasvæði og fjallasel: AF16 Klettur (L166522), AF17 Hallarmúli (L178699), AF18 Sultarfit (L179883), AF19 Skeiðamannafit (L179888), AF20 Gljúfurleit (L166705), AF21 Bjarnalækjarbotnar (L166706), AF22 Tjarnarver (L166707) og AF23 Setrið (L166521). Markmiðið með aðalskipulagsbreytingunni er að fjölga gistiplássum í fjallaskálum í samræmi við stefnu gildandi aðalskipulags. Settir eru skilmálar um mannvirki á hverju svæði fyrir sig, uppbyggingu þeirra og viðhaldi til framtíðar. Vatnsverndarsvæði skálanna eru sett inn á uppdrátt aðalskipulags og einnig er heimild veitt fyrir minniháttar efnistöku vegna úrbóta á aðkomuvegum.
Aðalskipulagsbreyting-greinargerð
- Reykholt; Fljótsholt 5-8; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2205062
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 1. Júní að kynna tillögu deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóða Fljótsholts 5-8 í Reykholti. Í breytingunni felst að fjórum einbýlishúsalóðum verði breytt í tvær lóðir fyrir raðhús. Raðhúsin yrðu á tveimur hæðum, hugmyndir um 5 litlar íbúðir á neðri hæð (um 28 m2) ásamt hjólageymslu og 3 íbúðum á efri hæð (um 60 m2). Gert er ráð fyrir að neðri hæðin gangi inn í brekkuna sunnan til í byggingarreitnum. Gerð er breytingu á uppdrætti deiliskipulagsins ásamt breytingum á skilmálum í greinargerð.
Deiliskipulagsbreyting – greinargerð
- Skeiðamannafit L179888; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205039
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaselsins Skeiðamannafit á Flóa- og Skeiðamannaafrétt. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það.
- Sultarfit L179883; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205038
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaselsins Sultarfits á Flóa- og Skeiðamannaafrétt. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það.
Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð
- Hallarmúli L178699; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205037
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaselsins Hallarmúla á Flóa- og Skeiðamannaafrétt. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það.
Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð
- Klettur L166522; Fjallasel; Deiliskipulag – 2205036
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaselsins Kletts á Flóa- og Skeiðamannaafrétt. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það.
Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð
- Setrið fjallasel; Flóa- og Skeiðamannaafréttur; Deiliskipulag – 2202088
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaselsins Setursins á Flóa- og Gnúpverjaafrétt. Markmiðið með gerð þessa deiliskipulags er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það.
Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð
- Tjarnarver fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202087
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaselsins Tjarnarvers á Gnúpverjaafrétt. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og tillögu að fyrirhuguðu vatnsbóli.
Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð
- Bjarnalækjarbotnar fjallasel; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202086
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til fjallaselsins Bjarnalækjarbotna á Gnúpverjaafrétt. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita og áningarhólfs.
Deiliskipulag – uppdráttur m. greinargerð
- Gljúfurleit skálasvæði; Gnúpverjaafréttur; Deiliskipulag – 2202085
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember að kynna deiliskipulagstillögu sem tekur til skálasvæðisins Gljúfurleit á Gnúpverjaafrétt. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að setja ramma utan um uppbyggingu svæðisins og setja skilmála um framtíðaruppbyggingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining tveggja byggingarreita, áningarhólfs og vatnsbóls ásamt verndarsvæði umhverfis það.
Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð
Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsbreytinga og nýrra deiliskipulagsáætlana :
- Efsti-Dalur 2 L167631; Fjölgun lóða og stækkun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2210093
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 25. nóvember 2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Efsta-Dals 2. Í breytingunni felst fjölgun lóða og stækkun byggingarreita auk þess sem breytingar eru gerðar á núverandi skipulagsskilmálum innan svæðisins.
Deiliskipulagsbreyting – uppdráttur m.greinargerð
- Hróarsholt spilda F1; L197221; Íbúðarhús, gestahús, útihús; Deiliskipulag – 2210092
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 30. nóvember að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi sem tekur til lóðar Hróarsholts spildu F1, L197221. Í skipulags tillögunni felst heimild fyrir uppbyggingu íbúðarhúss, gestahúss og útihúss innan tveggja byggingarreita.
Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð
- Þingdalur L166405; Deiliskipulag – 2210038
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 30. nóvember 2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags innan jarðar Þingdals, L166405. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir endurbótum eða endurbyggingu á núverandi íbúðarhúsi og útihúsum og eru þannig skilgreindir byggingarreitir utan um þau hús. Auk þess gerir skipulagið ráð fyrir byggingu hesthúss og reiðskemmu.
Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð
- Úlfljótsvatn L170830; Frístundabyggð; Skilgreining lóða og byggingarreita; Heildarendurskoðun deiliskipulags – 2202007
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. desember að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags vegna frístundabyggðar á landi Úlfljótsvatns L170830. Í dag er í gildi deiliskipulag frístundabyggðar við Úlfljótsvatn, dagsett 16.6.1993. Við gildistöku nýs skipulags fellur úr gildi eldra skipulag og uppdrættir. Í nýrri skipulagstillögu eru 26 frístundahús og svo Úlfljótsskáli eða samtals 27 byggingar. Húsum fjölgar því um eitt en heimilað byggingarmagn innan svæðisins eykst í takt við uppfærðar byggingarheimildir.
- Arnarstaðakot; Búgarðabyggð; Deiliskipulag – 2201058
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15.12.2022 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til íbúðarbyggðar á landi Arnarstaðarkots. deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 23 íbúðarhúsalóðum að stærðinni frá 6.124 fm til 11.920 fm. Á þeim er heimilt að byggja íbúðarhús með geymslu/bílageymslu og eitt útihús, sem (sbr. aðalskipulag) getur haft mismunandi hlutverk s.s. fyrir búfé, gróður, heilsutengda þjónustu og ferðaþjónustu. Allt dýrahald er leyfilegt innan skipulagsins en skal vera afgirt innan lóðar/spildu eða í taumi utan lóðar/spildu. Deiliskipulagið er í takt við tillögu aðalskipulagsbreytingar sem er í vinnslu og tekur til skilgreiningu nýrra íbúðarsvæða innan aðalskipulags Flóahrepps.
Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð
- Syðri-Gegnishólar L165499; Deiliskipulag – 2109091
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 30.11.2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags að Syðri-Gegnishólum. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir tveim lóðum, báðar með einum byggingarreit. Innan hvors byggingarreitar fyrir sig er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 300 fm íbúðarhús ásamt sambyggðum eða aðskildum bílskúr.
Deiliskipulag – uppdráttur m.greinargerð
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.asahreppur.is, www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is, www.gogg.is og www.skeidgnup.is.
Mál nr. 1 -11 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 29. desember 2022 til og með 20. janúar 2023.
Mál nr. 12- 17 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 29. desember 2022 með athugasemdafrest til og með 10. febrúar 2023.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU