Skipulagsauglýsing sem birtist 29. desember 2021

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsingar eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Stekkjartún, Stóru-Mástungu 2 L166604; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting; Málsnúmer: 2110081

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. desember að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017 – 2029 og nýs deiliskipulags vegna Stóru-Mástungu II. Breytingin varðar breytingu á landnotkun aðalskipulags á um 3,8 ha lands austan við núverandi bæjarhús að Stóru Mástungu II úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð. Samhliða aðalskipulagsbreytingu áforma landeigendur gerð deiliskipulagsáætlunar sem tekur til svæðisins sem um ræðir fyrir þrjár lóðir ásamt þremur byggingarreitum fyrir frístundahús.

 Skipulagslýsing 

  1. Eyvindartunga L167632; Stækkun Lönguhlíðarnámu E19; Aðalskipulagsbreyting; Málsnúmer: 2103067

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 9. desember 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til stækkunar á Lönguhlíðarnámu E19 í landi Eyvindartungu. Í breytingunni felst að náman stækkar úr 2 ha í 4,95 ha og efnismagn úr 50.000 m3 í 149.500 m3.

Uppdráttur 

  1. Austurey 1 (L167622) og 3 (L167623); Breytt landnotkun; Breytt vegstæði; Aðalskipulagsbreyting; Málsnúmer: 2107015

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 2. desember 2021 að kynna skipulags- og matslýsingu sem tekur til breytinga á landnotkun og breytts vegstæðis í landi Austureyjar 1 og 3. Í breytingunni felst að frístundalóðinni Eyrargötu 9 er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Hús er til staðar á lóðinni og hefur það verið leigt út fyrir gistingu. Einnig verður gerð breyting á aðkomuleið, Vagnbraut, auk annarra minniháttar breytinga á götum.

 Skipulagslýsing 

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana: 

  1. Skollagróf L166828; Efnistaka; Aðalskipulagsbreyting; Málsnúmer: 2106085

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 11. nóvember 2021 að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem tekur til skilgreiningu efnistökusvæðis í landi Skollagrófar, L166828. Innan tillögu er gert ráð fyrir 2 ha efnistökusvæði með heimild til að vinna allt að 40.000 m3 af efni og haugsetja samsvarandi magn af jarðvegi.

Greinargerð og uppdráttur 

  1. Úthlíð 2 L167181; Úr frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting; Málsnúmer: 2103021

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. Nóvember 2021 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til frístundasvæðis í landi Úthlíðar. Í breytingunni felst að landnotkun lóða nr. 5, 7 og 9 við Vörðuás er breytt úr frístundabyggð í verslun- og þjónustu.

 Uppdráttur 

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Stakkholt og Vallarholt í landi Reykjavalla; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting; Málsnúmer: 2111050

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 9. desember 2021 að auglýsa breytingu er varðar deiliskipulag Stakkholts og Vallarholts í landi Reykjavalla. Í breytingunni felst skilgreining nýrra skilmála fyrir deiliskipulagssvæðið.

Greinargerð 

  1. Bringur; Drumboddsstaðir; Frístundasvæði; Deiliskipulag; Málsnúmer: 2110092

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. nóvember 2021 að auglýsa deiliskipulag frístundabyggðarinnar að Bringum í landi Drumboddsstaða. Um er að ræða deiliskipulagningu svæðis sem er þegar uppbyggt að hluta. Markmið deiliskipulagsins er að skýra byggingarheimildir innan reitsins þar sem búast má við umsóknum um viðbyggingar, endurbætur, aukahús/gestahús o.fl. á þegar byggðum lóðum. Nýju deiliskipulagi er auk þess ætlað að festa lóðarmörk og stærðir lóða innan svæðisins.

 Uppdráttur 

  1. Efri – Markarbraut 6; Skilmálabreyting; Byggingarefni og þakhalli; Deiliskipulagsbreyting; Málsnúmer: 2111031

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. desember 2021 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Efri – Markarbrautar, Kjalbrautar, Birkibrautar og Kjarrbrautar. Í breytingunni felst að byggingarefni verði gefin frjáls innan deiliskipulagsins og þakhalli megi vera á bilinu 0-45°.

Uppdráttur 

  1. Lækjarholt 1 L231163 og 2 L231164; Deiliskipulag; Málsnúmer: 2106068

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember 2021 að auglýsa deiliskipulag í landi Lækjarholts 1 og Lækjarholts 2 í Flóahreppi. Innan skipulagsins er m.a. gert ráð fyrir byggingarheimildum fyrir þremur íbúðarhúsum með bílskúr allt að 300 fm á 1-2 hæðum auk gestahúsa og skemma.

 Uppdráttur 

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.blaskogabyggd.is/ , https://www.floahreppur.is/, https://www.fludir.is/, https://www.gogg.is/ og https://www.skeidgnup.is/

Mál nr. 1 – 3  innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 29. desember til og með 21. janúar 2022.

Mál nr. 4 – 8 innan auglýsingar eru auglýst frá 29. desember 2021 til og með 11. febrúar 2022.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU