Skipulagsauglýsing sem birtist 28.október 2020

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, og Skeiða-og Gnúpverjahreppur

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010 eru kynntar skipulagslýsingar eftirfarandi skipulagsáætlana.

  1. Stekkatún 1 L222637 og 5 L224218 – Breytt landnotkun – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 1. október að kynna lýsingu fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst að frístundasvæði er breytt í landbúnaðarland að hluta.

Lýsing 

  1. Hraunhólar L166567 Íbúða- og frístundabyggð – Stækkun svæðis og fjölgun lóða – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum, þann 30. September, að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðra  breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst skilgreining nýs íbúðarsvæðis sem verður um 12 ha fyrir 8 lóðir auk skilgreiningar á svæði fyrir 3 nýjar frístundalóðir sem hver um sig getur verið um 0,5 ha.

Lýsing 

  1. Heiðarbrún 2-10 í landi Bjarnastaða 1 – Breytt landnotkun – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum, þann 21. október að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í tillögunni felst breyting á landnotkun stakrar lóðar í jaðri frístundasvæðis F51a. Svæðið breytist úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Fyrirliggjandi svæði er óbyggt og liggur að landbúnaðarlandi. Umfang breytingar hefur minnkað frá áður kynntri lýsingu verkefnisins.

Tillaga 

  1. Kílhraun land L191805 – Breytt landnotkun – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. október að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðra  breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst að landnotkun lóða við Áshildarveg 2-26 í landi Kílhrauns breytist úr frístundabyggð í íbúðarbyggð.

 Lýsing 

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

  1. Brúarhvammur L167071 – Hótelbygging og smáhýsi – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 1.október að kynna deiliskipulag í landi Brúarhvamms L167071. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreita og skipulagsskilmála fyrir hótel og gistihús. Samkvæmt deiliskipulagi verður heimilt að byggja allt að 100 herbergja hótel ásamt veitingastað. Hótelið yrði á 2 hæðum og allt að 3000 fm að stærð. Einnig verði heimilt að byggja allt að 10 gistihús, hvert gistihús verður allt að 45 fm að stærð.

Geinargerð

Uppdráttur 

  1. Kílhraun land L191805 – Breytt landnotkun – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. október að kynna lýsingu deiliskipulagsbreytingar að Kílhrauni. Í breytingunni felst að landnotkun lóða við Áshildarveg 2-26 í landi Kílhrauns breytist úr frístundabyggð í íbúðarbyggð.

 Lýsing

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

  1. Mörk L191428 – Aukin byggingarheimild og breytt stærð lóða – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 30.  september deiliskipulagsbreytingu að Mörk L191428. Í breytingunni felst breytt stærð tveggja lóða af þremur og að heimilt verði að byggja allt að 45 fm gestahús/vinnustofu á öllum lóðum til viðbótar við þá byggingarheimild sem fyrir er.

Uppdráttur 

  1. Röðull L198895 – Deiliskipulag

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21.október deiliskipulag á lóð Röðuls L198895. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining lóðar og byggingarreitar auk byggingarheimilda innan lóðar. Á lóðinni er gert ráð fyrir að samanlögð hámarksstærð gólfflata megi vera allt að 200 m2 og mænishæð megi vera allt að 6 metrar.

Uppdráttur 

  1. Neðra-Holt L223498 – Byggingareitir fyrir íbúðarhús og útihús – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 1. október deiliskipulag að Neðra-Holti L223498. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining fjögurra byggingarreita fyrir íbúðarhús, gestahús, hesthús og vélageymslu.

Uppdráttur 

  1. Snorrastaðir II – Stóruskógar – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 1.október breytingu á deiliskipulagi að Stóruskógum, Snorrastöðum II. Í deiliskipulagsbreytingunni felst breyting á legu og stærð lóða við Lækjarbraut og Stóruskógarbraut

Uppdráttur 

  1. Sogsvegur 18 L169548 – Norðurkot, Skipting lands – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 7.október breytingu á deiliskipulagi að Sogvegi 18, Norðurkoti. Tillagan er í samræmi við fyrirliggjandi samning landeigenda er varðar skiptingu landsins skv. dómi Hæstaréttar þ. 16.01.2018.

Uppdráttur 

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna:  https://asahreppur.is/, https://www.blaskogabyggd.is/, https://www.gogg.is, og https://www.skeidgnup.is/

Mál 1-6 eru í kynningu frá 28.10.2020 til og með 18.11.2020 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 18.11.2020

Deiliskipulagstillögur eru auglýstar með athugasemdafresti frá 28.10.2020 til og með 11.12.2020. Athugasemdir og ábendingar skulu berast eigi síðar en 11.12.2020.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU